Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 36
dags 36 FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 nn >au eiga að skora mörkin \ „Jóhanna og össur munuí skora mörkin fyrir* okkur. Og það erj eðlilegt að stað- J næmast við nafh 1 Jóhönnu Sigurðar- j dóttur þegar hugað f er að talsmanni á landsvísu." Mörður Árnason, í Morgun- blaðinu. Skæruliðinn „Jóhanna uppsker nú sem j skæruliði í íslenskum stjórnmál- um. Hún er þekkt sem óþekka, heimtufreka stelpan, sem var að j gera stóru strákana í heimspóli- tíkinni brjálaða, eða þráhyggju þingmaður á aftasta bekk úti f j horni með eilífðar frammíköE á! nautnaseggina í bankakerfinu." Stefán Jón Hafstein, í Degi. Mosavaxnir í stólnum „Yfirstjórn ráðuneyta, ráðu- neytisstjórar og æðstu embættis- menn eiga að vera hreyfanlegir í kerf- inu en ekki mosa- vaxnir á sama stólnum áratug- umsaman." Guðmundur Árni Stef- ánsson alþingismaður, í DV. Bill Hlið og Mikrómjúkt „Samkomulagið við „Bill Hlið" er þvl miður staðreynd og óhagg- anleg. „Bill Hlið" tekur að sér að íslenska sitt eigið forrit yfir í Míkrómjúkt í gluggum og Björn Bjarnason að passa það að við stelum því ekki jafhóðum." Njáll Harðarson framkvæmda- stjóri, í DV. Múlband ríkis- stjómarinnar „Enda þótt menn séu á þvi að stuttar og markviss- j ar umræður séuj betri en langdregnarl umræður þáer vert' að leiða hugann aðl því að mál eru yfir- leitt afgreidd á skjótan hátt. Það. eru hinar hápólitísku deil- ur sem tekur lengri tima að af-| greiða. Það sem ríkisstjórnin vill gera núna er að serja múlband á ( stjórnarandstöðuna." Öymundur Jónasson alþingis- niaöur, f Degi. Viljum meira „Eftir því sem peningarnirl aukast er ljóst að átökin um þá' aukast og við í knattspyrnuhreyf- ingunni teljum okkur fá allt, allt ¦ of lítið af peningum, sem eru til úthlutunar í íþróttalífinu." Eggert Magnusson, formaður KSLíDV. arsveif ir á SVFIf Kirkjubæjarklaustri ú svfí, r^i Höfn1—I SVI Fagurhólsmý SVFI, Meðallandi Austur-Eyjafjöllum Ú SVFI, Álftaveri M Sjv: Björn Steinar Sólbergsson Ieikur einleik í orgelkonsert Jóns Leifs: Mikil bomba og erfiðasta verk sem ég hef tekist á við í kvöld verður fluttur í fyrsta sinn á íslandi Orgelkonsert Jóns Leifs. Einleikari er Björn Steinar Sólbergsson, organisti og kórstjóri við Akureyrarkirkju. í stuttu spjaili var hann fyrst spurður hvort hann hefði spilað konsertinn áður. „Það hafa aðeins tveir orgelleikar í heim- inum flutt konsertinn, sem _____ var frumfluttur 1935, og ég er sá þriðji. Ég hef verið að kynna mér þennan glæsilega -------- konsert síðastliðin tvö ár sem er eitt af mestu og erfiðustu verkum Jóns Leifs og það er mjög spennandi fyr- ir mig að fá tækifæri til að flytja hann um leið og þetta er erflðasta verk sem ég hef tekist á við. Ástæð- an fyrir því að konsertinn hefur ekki verið fluttur hér á landi áður er aðallega sú að það var ekki til nógu stórt orgel. Nú er sú fyrirstaða ekki fyrir hendi, hið stórkostlega orgel í HaJlgrímskirkju fuilnægir öllum þeim kröfum sem konsertinn gerir til hijóðfærisins. Það gengur mikið á meðan hann er fluttur og óhætt að segja að konsertinn er mikil bomba." Björn Steinar fékk listamanna- laun í fyrra og það gaf honum tæki- færi til að einbeita sér að konsertin- um: „Síðustu sex mánuði hef ég nánast eingöngu helgað mig þessum konserti: „Þar sem listamannalaun- in gerðu það að verkum að ég gat tekið mér frí frá stórfum mínum á Akureyri þá flutti ég til Cambridge og var þar að undirbúa mig. Auk þess sem konsertinn verður tekinn upp fyrir Ríkisútvarpið mun Stöð tvö taka hann upp fyrir sjónvarp og á föstudag verður konsertinn síðan tekinn upp fyrir sænsku plötuútgáf- una BIS sem hefur það á stefhuskrá hjá sér að gefa út öll verk Jón Leifs." Auk starfs síns á Akureyri er Björn Steinar eftirsótrur einleikari og hefur áður flutt verk með Sinfón- Maður dagsins íunni: „Ég flutti með Sinfóníuhljóm- sveit íslands orgelkonsert eftir Pou- lanc, sem er einn vinsælasti orgel- konsertinn, og hef víða haldið einleik hér á landi og erlendis. Framundan eru tónleikar á Seyðisflrði og Danmörku og Þýskalandi í júní og júlí. Þá er að koma út geisla- plata í næsta mánuði þar sem ég og Mar grét Bóasdóttir söng- kona flytjum ís- lenska kirkjutónlist og þar á meðal flytjum við þrjú kirkjulög og Fað- ir vor eftir Jón Leifs." Björn Stein ar ólst upp á Skaganum og nam fyrst orgelleik hjá Hauki Guð- laugssyni. Nú býr hann á Akureyri ásamt eiginkonu sinni Hrefhu Harðar- dóttur og tveimur dætrum. Ekki fer allur tími Björns í tónlistina. Þegar hann var spurður um áhugamál sagðist hann hafa mjög gaman á sumrin að veiða áflugu. Sixties leika gömul og ný lög á Kaffi Reykjavík næstu þrjú kvöld. Bítlastemning á Kaffi Reykjavík í kvöld hefur hin vinsæla hljómsveit Sixties þriggja kvölda syrpu á hinum vin- sæla skemmtistað, Kaffi Reykjavík. Sixties hefur á nokkrum árum skipað sér á bekk vinsælustu hljóm- sveita landsins og hafa lög af tveimur plötum hljóm- sveitarinnar mikið heyrst á öldum ljósvakans. Það má því búast við miklu fjöri í kvöld, annað kvöld og á laugardagskvöld á Kafll Reykjavík. Á sunnudags- kvöld ætla síðan þau Rut Reginalds og Maggi að vera á rólegu nótunum. Skemmtanir Fógetinn í kvöld skemmta Banda- ríkjamennirnir Paul Metsa og Sonny Earl frá Banda- ríkjunum á Fógetanum í Aðalstræti. Leika þeir blús og rokk og allt þar á milli. Um helgina er komið að stuðboltanum Bjarna Tryggva og Helenu að halda uppi stuðinu á Fógetanum. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2320: . snIðugt... M£& efst.árrA . \3ffO/ÍP/VA HÚB SFTIK <j i$i£^si&3% . ^iJ> ¦ -g_—±2_____ ® -°~ © 233Q -EVÞoR- ílrúðurkarlar Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Elva Osk Olafsdóttir í hlutverki Nóru. Brúðuheimilið Brúðuheimilið, sem Þjóðleik- húsið hefur sýnt frá jólum, hefur fengjð ákaflega góðar viðtökur bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Leikritið er eitt þekktasta verk norska þjóðskáldsins Henriks Ibs- ens og var á sínum tíma gífurlega umdeflt. Þótt verkið veki ef til vill ekki jafhsterk viðbrögð nú á dög- um á þessi sígilda perla engu að síður fullt erindi til okkar og kem- ur enn á óvart. Sögusviðið er heimili velmegandi bankastjóra og fjölskyldu hans þar sem allt virðist leika í lyndi. Þegar gamall kröfuhafi knýr dyra heldur ógæf- an innreið sína og þá fyrst reynir á trúnaðartraust og samstöðu þeirra hjóna. Leikhús Leikarar eru Elva Ósk Ólafs- dóttir, Baltasar Kormákur, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gests- son, Þröstur Leó Gunnarsson, Halldóra Björnsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Þýðandi er Sveinn Einarsson. Höfundur leik- myndar er Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir, höfundar búninga Margrét Sigurðardóttir og Þórunn Sigríður, lýsingu hannar Bjorn Bergsteinn Guðmundsson. Leik- stjóri er Stefán Baldursson. Næsta sýninger í kvöld. Bridge Fjölmörg hressileg skiptingarspil voru spiluð á ísandsmótinu í para- sveitakeppni sem fram fór um síð- ustu helgi. Hér er eitt þeirra sem kom fyrir í 4. umferð mótsins. í þessu spili var ausrur gjafari og all- ir á hættu: * 98 -* KG10872 + K42 * 53 * ÁD10632 * KG754 •» 53 * Á93 * DG4 N V s ? D108765 *Á * - •» ÁD964 * G * K1098762 Sagnir voru að vonum hressileg- ar á flestum borðum. Sex spaða er formsatriði að vinna á hendur AV en þeir voru ekki margir sem fengu að spila þann samning. NS komust að sjálfsögðu að því að þeir áttu góða samlegu í hjartanu og keyrðu yfirleitt í 7 hjórtu yfir sex spöðum enda kostar sú fórn í mesta lagi 500 niður. Reyndar var það svo á mörg- um borðum að sagnir stönsuðu í 6 hjörtum dobluð- um. Sá samning- ur á að fara einn niður en vörnin verður reyndar að gæta að sér. Gerum ráð fyrir að suður sé sagn- hafi. Segjum að útspilið sé spaði í upphafi, sagn- hafi trompar heima, spilar hjarta- drottningu á kóng í blindum, tekur hjarta öðru sinni og spilar laufi. Ausrur fær á ásinn og verður nú að gjöra svo vel að spila tígli. Ef hann gerir það nær sagnhafi að fría lauf- litinn og kasta öllum tíglunum nið- ur í blindum. En þeir voru ekki margir sem fengu slíkar jólagjafir og spilið olli viðast hvar ekki neinni sveiflu aö ráði. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.