Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 4. FEBRUAR 1999 37 I I I I I I Hljómsveitarstjórinn En Shao. Orgelkonsert Jóns Leif s Sinfóníutónleikar verða í Hall- grímskirkju í kvöld kl. 20. Ástæð- an fyrir því að tónleikarnir eru ekki í Háskólabíói eins og ávallt, er að fluttur verður Orgelkonsert eftir Jón Leifs og er notast við hið mikla orgel kirkjunnar. Önnur verk á tónleikunum eru Requiem og Sinfónía nr. 6 eftir Anton Bruckner. Einleikari á tónleikun- um er Björn Steinar Sólbergsson, en hann er organisti og kórstjóri við Akureyrarkirkju og hefur haldið einleikstónleika víða er- lendis og hér á landi. Auk þess kemur fram Mótettukór Hall- grímskirkju sem Hörður Áskels- son stjórnar. Orgelkonsert Jóns Leifs er nú Sýníngar fluttur í fyrsta sinn á Islandi, tæp- um 70 árum eftir að hann var saminn. Konsertinn er fyrsti ein- leikskonsert íslenskrar tónlistar- sögu og að stofni til ein fyrsta tón- smíð Jóns Leifs. Konsertinn á ræt- ur sínar að rekja til tónsmíðaæf- inga Jóns við tónlistarháskólann í Leipzig 1917, þegar Jðn var aðeins 18 ára gamall, en fullgerð radd- skrá verksins varð til 1930. Hljómsveitarstjórinn En Shao hefur áður srjórnað Sinfóníunni. Síðast var hann hér í september við hljóðritanir á verkum Jóns Leifs. Að tónleikunum loknum mun hann vinna með hljómsveit- inni að frekari hljóðritunum á verkum Jóns. Baidur Óskarsson. Ljóðaupplestur í Gerðarsafni í dag verður upplestur í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni, á veg- um Ritlistarhóps Kópavogs. Að þessu sinni mun Baldur Óskarsson, rithöfundur og fyrrverandi út- varpsmaður, lesa úr ljóðverkum sín- um. Dagskráin stendur frá kl. 17-18. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fjölgum konum á Alþingi Opinn fundur verður haldinn í Hafnarfirði í kvöld kl. 20.30 á Gafl- inum, 2. hæð. Umræðuefni: Mikil- vægi þess að auka hlut kvenna á Al- þingi og staða kvenna í kjördæm- inu. Til fundarins hafa verið boðað- ar framboðskonur stjórnmálaafl- anna. AUir velkomnir. Samkomur Stúdentakvöld Röskvu Menningarkvöld háskólanema á vegum Röskvu undir yfirskriftinni Stúdentalíf verður haldið á Sóloni íslandus í kvöld kl. 22.30. Skáldin stíga á stokk og skilgreina „stúd- entalíf'. Fram koma: Auður Jóns- dóttir, Guðmundur Andri Thorsson o.fl. Allir velkomnir. Félag kennara á eftirlaunum í dag hittist bókmenntahópurinn kl. 14 og kóræfing verður kl. 16 í Kennarahúsinu við Laufásveg. Gaukur á Stöng: Will Oldham ásamt Sigurós og KK Það verða örugglega marg- ir sem leggja leið sína á Gauk á Stöng i kvöld en þar kemur fram einn sérstæðasti tónlist- armaður Bandaríkjanna, Will Oldham, sem kemur með nýja hljómsveit með sér sem hann kallar Bonnie Prince Willy. Ásamt henni koma fram á tónleikunum Sigurós og KK, tvær af skrautfjörðum íslenskrar popptónlistar, þannig að enginn verður svikinn af Gauksferð í kvöld. Will Oldham á ættir að Skemmtanir rekja til hinnar gróskuríku tónlistar Kentuckys. Áður en hann sneri sér að tónlistinni starfaði hann sem leikari og lék meðal annars eitt aðal- hlutverkið í kvikmynd John Sayles, Matewan. í dag er Will fyrst og fremst tónlistarmaður þótt hann fikti við margt annað, meðal annars ljósmyndun, og sem tónlistarmaður hefur hann haft áhrif. Textar hans Hljómsveitin Sigurós hitar upp fyrir Will Goldham (á innfelldu myndinni) á Gauknum í kvöld. þykja berorðir og sannir, tónlistin einföld og lítillát en samt risavaxin. Fyrsta plata Wills Goldmans kom út 1993 og síðan þá liggur að baki glæsilegur bunki af breiðskífum og smáskífum sem komið hafa út und- ir mismunandi nöfnum því Will er mikið fyrir það að stuða fólk og koma því á óvart. Tónleikarnir hefj- ast kl. 22. Veðrið í dag Léttir til smám saman Skammt norðaustur af Horni er 968 mb lægð sem hreyfist allhratt austur og önnur álíka lægð er fyrir austan landið. Langt suðvestur í hafi er vaxandi hæðarhryggur sem þokast norðaustur. Gengur í norðvestanstorm eða rok með snjókomu og éljagangi á Norður- og Austurlandi en allhvasst eða hvasst og él sunnan- og vestan- lands og léttir smám saman til. Dregur úr vindi undir kvöld, fyrst vestan til, en áfram él á Norður- landi og talsvert frost um land allt. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðvestan stinningskaldi eða all- hvasst með hvössum éljum, en læg- ir og léttir til síðdegis. Frost 4 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.24 Sólarupprás á morgun: 09.57 Síðdegisllóð í Reykjavík: 21.10 Árdegisflóð á morgun: 09.25 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö -4 Bergsstaóir skýjaö 4 Bolungarvík snjóél -5 Egilsstaðir -4 Kirkjubæjarkl. léttskýjað -5 Keflavíkurflv. snjóél -4 Raufarhöfn snjóél -4 Reykjavík snjóél -4 Stórhöfði snjóél -3 Bergen rigning og súld 7 Helsinki þokumóða -3 Kaupmhöfn þokumóöa 6 Ósló þoka 1 Stokkhólmur 2 Þórshöfn skýjaó 2 Þrándheimur rigmng 7 Algarve heiðskírt 6 Amsterdam alskýjað 9 Barcelona léttskýjað 5 Berlín súld 7 Chicago alskýjaó 5 Dublin súld á síð. kls. 10 Halifax alskýjað 4 Frankfurt skýjaó 5 Glasgow rigning og súld 10 Hamborg rigning og súld 9 Jan Mayen alskýjað 1 London alskýjað 10 Lúxemborg súld á síð. kls. 5 Mallorca þokumóöa 0 Montreal léttskýjaö 1 Narssarssuaq snjókoma ¦ -11 New York skýjað 5 Orlando hálfskýjað 19 París súld 7 Róm heiöskírt 3 Vín rigning 3 Washington alskýjað 6 Winnipeg heiöskírt -21 Víða hálka á vegum Skafrenningur hefur verið á Hellisheiði, Þrengsl- um og á fjallvegum á Snæfellsnesi. Snjókoma og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Að öðru leyti eru aðalþjóðvegir greiðfærir en hálka er allvíða. Á Færð á vegum heiðum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi er snjór á vegum og sumar heiðar illfærar og einstaka ófærar eða bara fyrir vel búna bíla að aka um þessi svæði. Ástand vega Qd T^-Skafrenningur E3 Steinkast 13 Halka H Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Q] Þungfært © Fært fjallabílum Ófært Veturliði Snær Myndarlegi drengurinn á myndinni, sem fengið hefur nafniö Veturliði Snær, fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 18. nóvember síðastliðinn. Barn dagsins Hann var við fæðingu 3105 grömm að þyngd og 51,2 sentímetrar. Foreldr- ar hans eru Sóley Vetur- liðadóttir og Gyffi Þ. Gíslason og býr fjöiskyld- an á ísafirði. Veturliði Snær á eina hálfsystur, Elsu Rut Gylfadðttur, sem er 10 ára. onn Óvinur ríkisins Sam-bíóin sýna spennumynd- ina Enemy of fhe State. Um er að ræða nokkuð flókna og hraða mynd þar sem segir frá bellibrögð- um ríkisstjórnar til að klina á sak- lausan mann morði á þingmanni. Sakleysinginn, sem er lögfræðing- urinn Robert Clayton Dean (Wiil Smith), var á hraðri leið upp met- orðastigann þegar hann var á röngum staö á röngum tíma og verður því tilvalinn blóraböggull fyrir leyniþjónustustuforingjann Thomas Brian Reynolds (Jon Voight) sem þarf að fela eigin skít- verk. Eina von Claytons um að hreinsa nafn sitt liggur í hjálp frá dularfullum _____________///////// Kvikmyndir manni sem gengur undir nafninu Brill (Gene Hackman) og þekkir alla leynilegu þræðina í Wash-ington. Auk þeirra Will Smifh, Gene Hackman og Jon Voight, sem eru í stærstu hlutverkunum, leikur fjöldi þekktra leikara í myndinni. Má þar nefna Regina King, Loren Dean, Gabriel Byrne, Tom Size- more, Lisa Bonet, Ian Hart og Jake Busey. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: The Waterboy Bióborgin: Ronin Háskólabíó: Elizabeth Háskólabió: Meet Joe Black Kringlubíó: Wishmaster Laugarásbíó: Rush Hour Regnboginn: Tlie Siege Stjörnubíó: Stjúpmamma '/öjmt Krossgátan 1 2 3 A 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18: 19 20 21 Lárétt: 1 byrja, 6 hvað, 8 hræðsla, 9 fantur, 10 fugl, 11 töm, 13 stika, 15 ragur, 18 slotar, 20 pípa, 21 gabba. Lóðrétt: 1 rólegt, 2 ellegar, 3 sella, 4 rum, 5 framleiðsluvörur, 6 ketil- krókur, 7 bylgja, 12 drykkurinn, 14 óánægja, 15 svip, 16 kvenmanns- nafn, 17 sefa, 19 nafnlaus. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 fés, 4 horf, 8 ellefu, 9 stál, 11 ský, 12 tolla, 14 ká, 16 ama, 17 unað, 19 ám, 20 króna, 22 sakni, 23 an. Lóðrétt: 1 festa, 2 él, 3 slá, 4 hellur, 5 ofsa, 6 rukka, 7 flý, 10 tomma, 13 lakk, 15 aðan, 18 nói, 19 ás, 21 na. '"* Gengið Almennt gengi LÍ 04. 02. 1999 kl. 9.15 Eininfl Kaup Sala Tollgennj Dollar 70,270 70,630 69,930 Pund 115,180 115,770 115,370 Kan. ilulliir 46,530 46,820 46,010 Dönsk kr. 10,6510 10,7090 10,7660 Norsk kr 9,1620 9,2120 9,3690 Sænsk kr. 8,8940 8,9430 9,0120 R. mark 13,3210 13,4010 13,4680 Fra. franki 12,0750 12,1470 12,2080 Belg. franki 1,9634 1,9752 1,9850 Sviss. franki 49,4200 49,7000 49,6400 Holl. gyllini 35,9400 36,1600 36,3400 Þýskt mark 40,5000 40,7400 40,9500 IL lliíi 0,040910 0,04115 0,041360 AusL sch. 5,7560 5,7910 5,8190 Port. escudo 0,3951 0,3974 0,3994 Spá. peseti 0,4760 0,4789 0.4813 Jap. yen 0,617400 0,62110 0,605200 Irskt pund 100,570 101,170 101,670 SDR 97,640000 98,23000 97,480000 ECU 79,2100 79,6800 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar: 562 3270 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.