Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1999, Page 40
stölur miðvikudaginn 03.02. ’99 Vinni Fjöldi Vjnmngarl vinnin$a VinningAupphœð 20.320.950 2.5 aj 6; 3-5 at 6 42.040 4.4 at 6 185 3 aþ 6 464 ■ Helldarvtnningsupphœð 43.082.920 Á Islandl 2.441.020 — Ltm FRETTASKOTIÐ BiSIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1999 Neyðarástandi lýst í dagvistarmálum í sumar: 40 leikskólum lokað í mánuð - starfsmannahald erfitt, segir formaður Dagvistar barna A fundi stjómar Dagvistar bama í gær var ákveðið að einstakir leikskól- ar yrðu lokaðir í mánuð, vegna skorts á faglærðu fólki til aö starfa við leik- skólana þegar fastráðnir starfsmenn þeirra halda í sumarleyfi. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi og stjómarmaður í Dagvist bama, segir ástandið i dagvistunarmálum mjög slæmt. „Ástandið í málaílokknum er iralls ekki eins og R-listinn og borgar- stjóri lögðu upp með fyrir kosningar. Þetta er eins og með margt annað hjá borgarstjóra, að málflutningurinn fyr- ir kosningar átti ekki við rök að styðj- Fókus á morgun: Kiddi * og Kári 1 Fókusi sem fylgir DV á morgun verður skemmtisaga síðustu 20 ára skoðuð í gegnum Kidda Bigfoot sem hefur ferðast aUt frá diskói yfir í tecno-pop. Hannes Lárusson mynd- listarmaður gengur um málverka- sýningu þar sem Kári Stefánsson valdi öU verkin og reynir að sál- greina Kára í leiðinni. Viðtal er við Bjartmar bamastjömu sem er sí- vinnandi dragdrottning og stefnir hátt. Rætt er við fólk sem hefur ver- ið á rangri hiUu í lífinu og mann sem starfar með heróínsjúklingum í Kaupmannahöfn. Þá er farið yfir , .aUa helstu atburði helgarinnar og '^bíóhúsin skoðuð grannt. Guðlaugur Þór Kristín Blöndal. Þórðarson. ast. Það er hins vegar athyglisvert að formaður Dagvistar bama lýsir yfir neyðarástandi fáeinum mánuðum eft- ir kosningar,“ segir Guðlaugur Þór. Kristín Blöndal, formaöur Dagvistar bama, lýsti yfir neyðarástandi á fund- inum í gær vegna erfiðleika í starfs- mannahaldi. „Það sem þarf að gera í þessum málaflokki og R-Ustinn og borgarstjóri neita að horfast í augu við, er að líta á nýjar leiðir. Dagvist- unarstefna R-listans er gjaldþrota. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram ýms- ar tiliögur fyrir kosningar og það var blásið á þær aUar. Sömuleiðis tökum við fyrir á hverjum einasta fundi hjá Dagvist bama erindi frá aðUmn, t.d. einkaaðilum, sem vilja koma með lausnir sem eru í senn ódýrari fyrir borgina og oft á tíðum ekki siðri - ef ekki betri. R-listinn hikstar á því að koma til móts við þá,“ segir hann. Hann segir R-listann hafa það að markmiði að öU böm í borginni séu á borgarreknum leikskólum. Sjálfstæð- ismenn hafi aftur á móti bent á aðrar lausnir og það sé bráðnauðsynlegt að það sé nægt framboð fyrir bömin. „Það má svo sannarlega skoða aðrar leiðir og ýta undir aðra starfsemi en bara þá borgarreknu, því hún er lang- dýrasta leiðin og það sést að hún get- ur engan veginn annað eftirspum." Kristín Blöndal, formaður stjómar Dagvistar bama, sagði í samtali við DV að sumarlokanir leikskóla yrðu ekki að venju þótt þær yrðu staðreynd í sumar. „Starfsmannahaldið hefur verið óvenjuerfitt í vetur og er það óvenjulegt á þessum árstíma og mikið hefur verið ráðið af nýju fólki sem stoppar stutt. Leikskólastjórar sjá ekki fram á að hægt verði að halda uppi almennilegu faglegu starfi yfir sumartímann nema loka leikskólum í fáeinar vikur," sagði Kristín. Hún seg- ir aðalvandann vera þann að skortur væri á leikskólakennurum til starfa í skólunum. Einnig sagði Kristín að fyrir fjórum árum hefði verið ákveðið að hafa opið yfir sumartímann í leik- skólanum og ástandið eins og það verði í sumar hafi verið eins á árum áður. Ekki yrðu þó allir leikskólar opnir og alls mundu 26 leikskólar borgarinnar treysta sér til að halda opnu allt sumarið. -hb Guðný tekur áttunda sætið Guðný Guðbjörnsdóttir alþingis- maður sat fund með nánum stuðn- ingskonum sínum í gærkvöldi. í morgun sagði Guðný að hún hefði tek- ið ákvörðun og hana mundi hún til- kynna í kringlu Alþingishússins kl. 11 fyrir hádegi i dag. „Síminn hélt áfram að hringja hjá mér í gærkvöldi og ég var hvött til að halda áfram. Ég sat fund meö nánustu stuðningskonum mínum til að fá hjálp til að taka þessa ákvörðun. Ég lagði dæmið á borðið og ræddi reynslu síð- ustu daga,“ sagði Guðný. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma mun Guðný Guð- björnsdóttir fara fram með samfylk- ingunni og taka áttunda sætið sem hún hlaut í prófkjörinu um síðustu helgi. -JBP Efast um að hlaupið vaxi „Ég fór út í morgun. Staðan var þá óbreytt frá því í gærkvöld í Skeiðará. Rennslið er stöðugt og það er óveru- legt hlaupvatn í Gígju. Ég efast um að þetta muni vaxa meira," sagði Sverrir Elefsen, vatnamælingamaður hjá Orkustofnun, í morgun. Sverrir sagðist telja að Skeiðarár- hlaupið sem er hafið verði fremur lít- ið. Vatnsrennslið var 1300 rúmmetrar á sekúndu í gærkvöld og í morgun. Til samanburðar hafa meðalhlaup í Skeiðará gjarnan verið á bilinu 2-3 þúsund rúmmetrar á sekúndu. Hlaup- ið sem skemmdi brýr í nóvember 1996 var 45 þúsund rúmmetrar. -Ótt Sérsveit lögreglunnar var kölluð að fjölbýlishúsi í Áifheimum í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt þar sem grunsemdir voru um að íbúi hefði undir hönd- um ólögleg skotvopn. Þær grunsemdir reyndust ekki á rökum reistar. DV-mynd HH Veðrið á morgun: Frost 4 til 10 stig Á morgun verður norðvestan- gola eða kaldi en stinningskaldi á annesjum norðaustanlands. Viða verður bjart veður um landið sunnan- og vestanvert en él á Norðurlandi. Frost verður yfir- leitt á bilinu 4 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.