Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 4
18 FÖSTUDAGUR 5. FEBRUAR 1999 Iþróttir ENGLAND Ian Wright, framherji West Ham, leikur ekki fleiri leiki meö landslið- inu. Eftir brottrekstur Glenn Hoddle úr starfi landsliðsþjálfara segir Wright að sinn timi með landsliðinu sé liðinn. „Ég ætla nú að einbeita mér að West Ham og hjálpa liðinu til að komast i Evrópukeppnina," segir Wright sem lék 33 landsleiki fyrir England. Hann er einn fárra leik- manna sem hafa skorað 4 mörk í landsleik en það gerði hann í leik gegn San Marínó. Kevin Keegan, stjóri Fulham, á sér marga stuðningsmenn sem vilja að hann taki við enska landsliðinu. Sjálfur segist Keegan ekki hafa áhuga enda sé hann í mjög skemmtilegu verkefni hjá Fulham. Keegan vill fá Hollendinginn Johan Cruyff sem landsliðsþjálfara. Hann segir að Cru- yff hafi mikið vit á knattspyrnunni og sé stórt nafn sem menn beri mikla virðingu fyrir. Garry Kelly, bakvörður Leeds United og landsliðsmaður íra, leikur ekki meira með á þessari leiktíð. Kelly gekkst undir aðgerð á báðum sköflungum siðastliðið sumar og þessi meiðsli hafa reynst mjög þrálát. Þau hafa tekið sig upp aftur og aftur og ljóst er aö hann verður að hvila lengur. Varnarmennirnir hjá Leeds hafa verið mjög óheppnir með meiðsli á leiktíðinni en bæði Martin Hiden og Robert Molenaar eru úr leik þetta tímabil vegna meiðsla. David Weir, varnarmaður skoska A- deildar liðsins Hearts, er orðaður við Liverpool. Forráðamenn Liverpool hafa óskað eftir viðræðum við Weir sem er metinn á 60 muljónir króna. Andy Goram, fyrrum markvörður skoska landsliðsins og nú markvörð- ur Motherwell, hefur gefið til kynna að hann vilji spila með landsliðinu á nýjan leik en eins og frægt er yfirgaf hann landsliðið rétt fyrir HM i Frakklandi i sumar. Craig Brown, landsliðsþjálfari Skota, hefur rætt við Goram og segir að verði Goram í góðu formi sé ekkert til fyrirstöðu að velja hann í leikinn gegn Bosniu- mönnum í mars. Ruud Gullit, knattspyrnustjóri New- castle, keypti í gær Silvio Maric, 24 ára króatískan landsliðsmann frá Croatia Zagreb. Gullit greiðir 450 milljónir fyrir leikmanninn sem leik- ið hefur lykilhlutverk á miðjunni með liði Croatia Zagreb á leiktíðinni. Dennis Wise, fyrirliði Chelsea, á yfir höfði sér fjögurra leikja bann en kappinn fékk að líta sitt fjórða rauða spjald á leiktíðinni gegn Oxford í fyrrakvöld. Þegar Wise hefur tekið út sína refsingu verða leikirnir orðnir 14 talsins sem hann hefur misst úr vegna banna á tímabilinu. -GH Bland í poka Dzemaludin Mosovic sagði i gær starfi sínu lausu sem þjálfari lands- liðs Bosníu í knattspyrnu. Ástæðan er 2-1 tap gegn Möltu í vináttulands- leik í síðustu viku en eftir þann leik var þess krafist að hann segði af sér. Líklegur eftirmaður hans er Ivica Osim, fyrrum landsliðsþjálfari Júgó- slavíu, sem þjálfar nú lið Sturm Graz í Austurrlki. Ólympíunefnd Malí hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hún standi heils hugar að baki Lamine Keita, formanni nefndarinnar, sem er einn af sexmenningunum sem Samaranch „tók af lífi" á blaðamannafundinum fræga á dögunum. Keita hefur viður- kennt að sonur hans hafi fengið greiddan skólastyrk frá undirbún- ingsnefnd vetrarleikanna í Salt Lake City, og að hann sjái bara ekkert at- hugavert við það. Yfirvöld i Japan hafa ákveöið að draga tímabundið úr stuðningi sínum viö þá aðila sem kunna að sækja um að fá að halda Ólympíuleika i fram- tiðinni. Ástæðan er auðvitað iöandi spilling í tengslum við i Nagano í fyrra. Er yfirvöldum í Japan farið að ofbjóða framganga fulltrúa Nagano. Fyrsta japanska borgin til að líða fyrir þessar aðgerðir stjórnvalda í Japan verður Osaka, önnur stærsta borg Japans, en borgin sækist eftir sumarleikunum árið 2008. / DV i gatr misritaðist upphæð gisti- kostnaðar vegna veru Samaranch, forseta IOC, í 30 daga i Nagano í fyrra meðan leikarnir fóru þar fram. Heildarkostnaður var 6,3 milljónir króna. SK Lyfjaráðstefna IOC í Lausanne skilaði nánast engum árangri: Samaranch hafnað - engin samstaða um hertar aðgerðir gegn lyfjaáti íþróttamanna Lyfjaráðstefna Alþjóða Ólympíu- nefndarinnar, IOC, í Lausanne í Sviss skilaði litlum sem engum ár- angri en henni lauk í gær. Niður- staðan er mikið áfall fyrir IOC og ekki síst Juan Antonio Samaranch, forseta nefndarinnar, sem smátt og smátt virðist vera að glata trausti nefndarmanna og þó fyrr hefði ver- ið að margra mati. Fyrir ráðstefnuna var það yfir- lýst markmið IOC og Samaranch að reyna að fá samstöðu um að dæma iþróttamenn skilyrðislaust í tveggja ára hann stæðust þeir ekki lyfjapróf. Ef íþróttamenn væru öðru sinni staðnir að lyfjaáti yrði dómurinn lífstiðarbann. Samstaða um þetta náðist ekki. Alþjóða knattspyrnusambandið og Hjól- reiðasambandið treystu sér ekki til að samþykkja þessar reglur. Eftir ráð- stefnuna stendur það eftir að lyfjamálin og túlkanir á reglum þeim tengdum eru í sama ólestri og áður. Eini ljósi punktur- inn við ráðstefnuna, ef hægt er að tala um ljósa punkta tengda IOC þessa dagana, var að ákveðið var að koma á fót sjálf- stæðri lyfjaeftirlits- stofnun. Framtíð hennar er mjög óijós en fullyrt er þó að Samaranch hafi ekk- ert traust lengur til að stýra slíkri stofn- Juan Antonio Samaranch, for- seti Alþjóða Ólympfunefndar- innar, refð ekkf feitum hesti frá lyfjaráðstefnunni í Lausanne. Reuter un. Ráðherrar íþróttamála í Bret- landi og Hollandi hafa sagt að Sam- aranch eða lið hans i IOC eigi alls ekki að koma nálægt slikri stofnun. Fjarar undan Samaranch Vandræðagang- urinn á lyfjaráð- stefnunni í Laus- anne er talinn gríðarlegt áfall fyrir Samaranch. Hefði útkoman verið sterk og yfir- lýsingin í lokin endurspeglað undantekningar- lausa samstöðu hefði það hugsan- lega getað lagað stöðu Spánverjans örlítið. Samaranch hefur lýst því yfir að hann vilji að fámenn nefhd meðlima IOC sjái í framtíðinni um að velja keppnisstaði fyrir Ólymp- íuleika. Þessi hugmynd á ekki miklu fylgi að fagna enda myndi slík nefnd í engu bæta ástandið. Margir tugir meðlima IOC lýstu því yfir um helgina að þeir væru mjög á móti þessari hugmynd Sam- aranch og slík breyting kæmi ekki til greina. Það þykja merki um versnandi stöðu Samaranch að al- mennir meðlimir IOC skuli ekki lengur sitja og standa eins og for- setinn segir heldur loksins þora að hafa skoðun á ágreiningsmáli. -SK Kristján Arason lék í vörninni með lærisveinum sínum í FH gegn IBV í gærkvöld og hafði góð áhrif á liðið. Hér leggur hann sínum mönnuni línurnar en Hálfdán Þórðarson virðist vera að fylgjast með einhverju öðru. FH vann öruggan sigur og á enn ágæta möguleika á að komast í úrslitakeppnina. DV-mynd ÞÖK Eyjagrýlan enn a heilsu - enn tapar ÍBV á útiveUi, nú fyrir FH, 25-19 Útivallargrýlan heldur áfram að hrella Eyjaliðið í handknattleik og í gærkvöld urðu þeir fórnarlömb FH- inga í Kaplakrika. Lokatölur urðu, 25-19, þar sem FH-ingar höfðu tögl og hagldir. Heimamenn halda þar með enn í vonina um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Eyja- menn, sem enn hafa ekki unnið úti- leik í vetur, misstu af möguleika á að komast upp í þriðja sæti deildar- innar. Lykillinn að sigri FH-inga var frábær markvarsla Magnúsar Árna- sonar en hann skellti marki sínu í lás oft í leiknum. Þá var vörn Hafn- firðinganna mjög sterk þar sem gamla kempan Kristján Arason var tveggja manna maki. Innkoma hans í lið FH hefur breytt mjög miklu og leikmenn FH hafa öðlast sjálfs- traustið að nýju. FH-liðið var ann- ars mjög jafnt, liðsheildin vann vel saman og það er ávallt vænlegt til arangurs. ts! . ÐilLD KARLA Afturelding 18 13 2 3 481-134 28 Stjarnan 18 11 1 6 445-442 23 Fram 18 11 0 7 472-441 22 KA 18 10 0 8 466-150 20 ÍBV 18 9 2 7 424-411 20 Haukar 18 8 2 8 486-472 18 Valur 18 8 1 9 406-395 17 ÍR 18 8 1 9 447-466 17 FH 18 7 2 9 437-438 16 HK 18 S 5 8 431-152 15 Grótta/KR 18 3 4 11 '424-464 10 Selfoss 18 4 2 12 426480 10 „Það er góð einbeiting í liðinu. Vörnin var góð og Maggi var frábær í markinu. Við vorum búnir að fara vel yfir leik ÍBV og náðum að loka á þeirra sterkasta vopn sem Guðfinn- ur er. Það kemur ekkert annað til greina en að fara í úrslitin," sagði Lárus Long, FH-ingur, eftir leikinn. Það er alveg ljóst að Eyjamenn vinna ekki leiki með frammistöðu eins og í gær. Þeir voru baráttulaus- ir og höfðu enga trú á því sem þeir voru að gera. FH-ingar náðu að loka Guðfinn vel af og þar með var mátt- urinn dreginn úr Eyjaliðinu. „Þetta var ákaflega lélegt og það er engu líkara en að menn séu sátt- ir við stöðu sína í deildinni. Við misnotuðum mörg dauðafæri og það vantar allt hungur í að vinna þessa leiki á útivelli," sagði Guðfinnur Kristmannsson. -GH Bland í poka Sjónvarpsstööin Sýn mun sýna þrjá leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu i beinni útsendingu í mars. Fyrsti leikurinn er vináttuleik- ur íslendinga og Lúxemborgara sem fram fer í Lúxemborg 10. mars. Þá veröa sýndir báöir leikir landsliðsins í undankeppni EM. Sá fyrri er gegn Andorra laugardaginn 27. mars og sá síðari gegn Úkraínu miðvikudaginn 31. mars. Báðir þessir leikir eru ytra. íslandsmótið í badminton fer fram um helgina. Mótið hefst i fyrramálið. Klukkan 10 á sunnudagsmorgun fara fram leikir í undanúrslitum í einliða- leik karla og kvenna og úrslitaleikirn- ir eru á dagskrá eftir hádegi á sunnu- Guómundur Guömundsson, þjálfari 1. deildar liðs Fram í handknattleik, hefur fengið tilboð um að taka við þýska B-deildar liðinu Dormagen fyr- ir næsta tímabil. Bjarni Þorsteinsson úr KR lék allan leikinn með varaliði enska knatt- spyrnufélagsins Watford i fyrrakvöld þegar það sigraði Soufhampton, 2-0. Þetta var annar leikur Bjarna með varaliðinu á þremur dögum en Sig- uróur Örn Jónsson var ekki með að þessu sinni. i liði Watford voru 8 leik- menn sem hafa spilað með félaginu i B-deildinni í vetur, þar á meðal Jóhann B. Guömundsson. Barcelona vann sólarstrandarliðið Benidorm, 3-0, í spænsku bikar- keppninni í knattspyrnu í gærkvöld, og þar með samanlagt 4-0. Frank de Boer, Sergi Barjuan og Giovanni gerðu mörkin. Argentina vann Venesúela, 2-0, á úti- velli í vináttulandsleik í knattspyrnu í fyrrinótt. Walter Samuel og Marcelo Gallardo skoruðu mörkin. Ajax vann öruggan útisigur á Roda, 3-0, i hollensku bikarkeppninni i knattspyrnu i gærkvöld, og Feyen- oordvannUtrecht,2-l._GH/SK/vs (11) 25 (9)19 0-1, 1-3, 34, 7-4, 9-6, (11-9), 11-10, 15-14, 19-15, 22-17, 25-19. Mörk FH: Valur Arnarson 6/1, Guöjón Árnason 4, Guðmundur Ped- ersen 4/1, Hálfdán Þórðarson 2, Knút- ur Sigurðsson 2, Lárus Long 2, Gunn- ar N. Gunnarsson 1, Hjörtur Hinriks- son 1, Sigurgeir Ægisson 1, Gunnar Beinteinsson 1, Sigurstein Arndal 1. Varin skot: Magnús Árnason 27. Mörk ÍBV: Valgarð Thoroddsen 9/7, Daði Pálsson 3, Guðfinnur Krist- mansson 3, Sigurður Bragason 2, Svavar Vignisson 1, Haraldur Hann- esson 1. Varin skot: Sigmar Þ. Óskarsson 14. Brottvísanir: FH 14 min, ÍBV 2 mín. Dómarar: Guðjðn L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson, mistækir. Ahorfendur: Um 500. Maður leiksins: Magnús Arna- son, FH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.