Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 33
JLP^L' LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 h viðtal 4i að hálsbólgan sem varð til þess að fresta varð tvennum tónleikum í vikunni áður að sjá að Jagger væri eftir sig eftir flensu og hjónabandsvandræði. „Þeir eru í dúndrandi formi,“ seg- ir Ólafur Helgi við blaðamann eftir fyrstu lögin. Hann sagði ólýsanlegt að vera á tónleikum með Stones innandyra í slíku návígi. Blaðamað- ur spurði sýslumann um hassreyk- tæki til að trufla ekki aðra,“ segir hann. Hann segist hafa byrjað að safna plötum vegna þess að hann komst lengst af ekki á tónleika með hljóm- sveitinni. „Ég hef alltaf séð eftir því að hafa ekki farið að stunda tónleika með ætluðum að sjá Bob Geldof á mánu- degi, Rolling Stones á miðvikudegi og Madonnu á fóstudegi og taka svo vikufrí á Jersey og sjá Tinu Turner í lokin. Þessu var bjargað i horn með því að við tókum lestina til Newcastle og sáum þá þar og héld- um síðan heim eldsnemma næsta morgun," segir hann. Sýslumaður og Stones Það sem fyrst og fremst hefur vakið athygli varðandi hinn mikla áhuga Ólafs Helga er að hann gegnir því virðulega embætti að vera sýslumaður. Þó ímynd sýslu- manna í hugum almennings hafi breyst á síðustu áratugum frá því þeir vöktu ógn í huga almennings og höfðu gífurleg völd njóta þeir sem skipa umrædd embætti enn virðingar fólks. Fólk ímyndar sér gjarnan að þeir sé formfastir, þurrir á manninn og hafi ailt önn- ur áhugamál en að hlusta á rokk af því tagi sem Rolling Stones flytja. Klassísk tónlist, Geirmund- ur Valtýsson eða Dollý Parton falli betur að embættismönnunum. Drykkfelldir aðdáendur ljóða falli jafnvel betur að sýslumannsbún- ingnum. Ólafur Helgi hlær að þessari kenningu og hann segist ekki verða fyrir aðkasti vegna áhuga sins. „Þetta er nú frekar sú mynd sem dregin var upp fyrr á öldum. Ég hef ekki fundið annað en menn hafi gaman af þessum áhuga mín- um. Einhverjir telja mig kannski furðufugl en það er bara hið besta mál. Ég stend og fell með þessum áhuga,“ segir hann. Frestanir á tónleikum hafa ver- ið nokkuð algengar að undan- fornu. Keith Richard rifbrotnaði í fyrrasumar sem setti hljómleika- ferðina þá úr skorðum. Tónleikun- um í Idaho var frestað i síðustu viku vegna þess að Jagger var með flensu og barkabólgu. Ólafur Helgi segir að allar görur síðan 1964 hafi þeir komið fram allir fjórir í senn á tónleikum. Verði forföll hjá ein- t DV á tónleikum í Denver: itta Stones Ólafur Helgi og Kristrún brugðu sér fram í flugstjórnarklefa á leiðinni til Bandaríkjanna. Hér er Ólafur að skýra Inga Olsen flugstjóra frá leyndardóm- um Stones. DV-myndir Reynir Traustason Ólafur sýslumaður og Kristrún dóttir hans á leið til Bandaríkjanna með Flug- leiðum að sjá Stones. DV er að sjálfsögðu við höndina. Alvörumenn á tónleikum. Hér er sýslumaður ásamt tveimur ósviknum Sto- nes-aðdáendum. i goðin baksviðs ingamar sem virtust vera um allan sal með tilheyrandi lykt. Ólafur Helgi sagði að þetta vildi gjarnan loða við tónleika þeirra og svo væri að sjá sem slíkt væri látið afskipta- laust. „En þetta er utan míns lög- sagnarumdæmis," sagði Ólafur Helgi með alvöruþunga og bætti við að auðvitað gæti slíkt ekki gerst í sínu umdæmi í ísafjarðarsýslu. Ná- ungi sem sat fyrir aftan blaðamann DV á tónleikunum beygði sig fram og benti á snjáðan leðurhatt á höfði sér. „Jagger var með þennan á tón- leikum fyrir 10 árum. Hann henti honum út i sal og ég náði honum,“ sagði hann sigrihrósandi. „Síðan hef ég verið með hann á höfðinu," bætti hann við og fékk sér reyk í sömu svifum og Stones byrjaði á laginu Some Girls. 300 Stonesplötur Ólafur Helgi á líklega stærsta safn Rolling Stones-platna á íslandi. Safn hans er alls um 300 plötur þeg- ar taldar eru saman stóru plöturn- ar, tónleikaupptökumar, sólóplöt- umar og geisladiskamir. „Mig vantar mikið enn þá. Þegar ég fór til Fíladelflu 1997 var ég svo heppinn að komast í plötuverslun í Winston. Þar fór ég út með um 10 kíló af plötum og diskum með Roll- ing Stones," segir hann. Ekki er hægt að segja að plötu- safnið standi uppi í hiilum og safni ryki því Ólafur Helgi fær sinn dag- lega skammt af Stones. „Ég gef mér oftast tima til aö hlusta á eina plötu á dag. Eftir að ég eignaðist lítið ferðatæki hef ég það á náttborðinu. Ég nota þá heymar- þeim fyrr. Ég velti því fyrir mér að fara á tónleika með þeim árið 1976 í París. Þá var ég að byrja að vinna sumarvinnu og kunni ekki við að taka mér það vikuleyfl sem þurfti til og sat heima. Árið 1982 þegar efnt var til hópferðar til Gautaborgar sem margir fslendingar vora í. Þá sat ég það af mér vegna þess að við hjónin voram að byggja og ég þar að auki nýkominn í bæjarstjóm á Sel- fossi. Þá ákvað ég að næst þegar far- ið yrði á hljómleika yrði ég með í fór,“ segir hann. Fyrstu tónleikarnir Þrátt fyrir þessa ákvörðun liðu rúm 7 ár þar til Ólafur Helgi komst á tónleika. Hann og Þórdís kona hans vora stödd í New York þegar Ólafur Helgi sá litla grein í New York Times á sunnudegi um að tón- leikaferð þeirra hefði verið breytt og þeir hefðu flýtt áformuðum tón- leikum í Fíladelfiu. „Tónleikana bar upp á síðasta dag okkar í Bandaríkjunum og við reyndum að hringja og fá miða en það tókst ekki þar sem eftirspumin var engu lík og milljón beiðnir bár- ust um miða á nokkrum tímum. Þá notuðum við þá aðferð að hringja í þá sem selja miða dýrara og það gekk upp. Við fórum síðan þama niður eftir og höfðum afskaplega gaman af. Árið eftir stefndum við á tónleika í London en þegar þangað kom fréttum við að Keith Richard hefði skorið sig á gítarstreng í Glas- gow kvöldið áður og tónleikunum sem við ætluðum á kvöldið eftir hefði verið frestað. Við höfðum gert úr þessu dálitla tónleikaferð því við rnn fjórmenninganna falli tónleik- arnir niður. „Það hefur ekki gerst síðan 1964 á tónleikaferðum að þeir hafi ekki komið fram allir saman. Brian Jo- nes var veikur og ekki með á tón- leikunum," segir Ólafur Helgi og bætir við að það sé í sjáifur sér ágætt að hálsbólga Jaggers hafi orðið til að tónleikunum hafl ver- ið frestað. „Það slær á þær raddir sem halda því fróim að hluti tón- leika Stones sé spilaður af bandi,“ segir hann. Hálf-heyrnarlaus Ólafur Helgi var kátur að loknum tónleikunum i Denver. Hann sagðist að vísu vera hálf heyrnarlaus en það væri hefðbundið ástand. „Heymin kemur aftur á tveimur til þremur dögum,“ segir hann. Hann sagði hljómsveitina hafa verið með besta móti og VlP-pass- inn hafi gert það að verkum að þeir stæðu upp úr í minningunni. „Þeir voru klárlega upp á sitt besta þarna. Þama náði ég 5 lögum sem ég hef ekki heyrt þá flytja áður á tónleikum. Það voru Sweet Virg- inia, Some Girls, Route 66, You Got the Silver og Just My Imagination. Nú er bara að vona að allt gangi upp og þeir komi til Reykjavíkur sumar. Ég mun þó ekki missa af þeim þó það bregðist. Ég er nefnilega búinn að festa mér miða á tvenna tónleika þeirra i London 11. og 12. júní. Þeir miðar eru þegar komnir í minar hendur," sagði Rolling Stones-aðdá- andi númer 1 á íslandi. -rt Ólafur Helgi krækti sér f nýjan bol í sölubás utan við tónleikahöllina. Sýslumaður lifir sig inn í tónlist Stones í Denver. Á tónleikunum. „Jagger er orðinn góður af hálsbólgunni," gæti Ólafur Helgi verið að segja við sálufélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.