Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1999, Blaðsíða 4
40 LAUGAKDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 Reynsluakstur Subaru Legacy Wagon 2,0: Subaru Legcay 2,0 Wagon -------Viðerumað ★ Bílaryðvörn ★ Undirþvottur ★ Mótorþvottur Ryðvörn Þórðar Smiðshöfða 1-112 Reykjavík - Sími 5671020 - Fax 587 2550 Smiðjuvegi 4 A, 200 Ivfyavogi Vatnskassasala og viðgerðir Síman 587 4020 og 567 0840 Fax: 567 0815 Öryggisbúnaður er aukinn, þrír fullstórir höfuðpúðar í aftursæti og allir farþegar hafa nú 3ja punkta ör- yggisbelti. „Aukabeltið" í aftursætinu er nú með rúllufestinguna uppi í þaki farmrýmisins en oft hefur reynst vandi að koma belti fyrir þann sem situr í miðju aftursætinu vel fyrir. Hirslur eru fleiri en áður, glasa- höldur eru haganlegar, sérstaklega sú sem er ætluð fyrir ökumanninn, en hún rennur fram úr mælaborðinu með einni fingursnertingu. Þessi glasahaldari nýtist einnig dável sem halda fyrir GSM-síma. Mælaborðið í heild er nýtt og með léttara yfírbragði en áður. Góðir snúningsrofar eru fyrir hitastig og loftræstingu ásamt hraðastillingu á blæstri miðstöðvar. Nánast felldir inn í þessa snúningsrofa eru hnappar fyr- ir afturrúðuhita og stýringu á loft- inntaki miðstöðvar, klaufalega litlir og hefðu að ósekju mátt vera stærri og meira áberandi. Gott afl og meira pláss Það munar um þessi 10 hestöfl og snerpan er líka meiri. Hámarkssnún- ingsvægi vélarinnar er nú 184 Nm við 3600 snúninga á móti 172 við 4000 snúninga, sem þýðir að vélin er farin að skOa fullu afli fyrr. Jafnframt þvi að toga betur er vélin sögð vera spar- neytnari. Við fengum að þessu sinni hand- skiptan bíl til reynsluaksturs, en mið- að við fyrri kynni af Legacy er sjálf- skipti bíllinn mun skemmtilegri í öll- um venjulegum akstri og þá ekki sið- ur nú með aflmeiri vél. Handskipti bíllinn er að vísu með hátt og lágt drif umfram þann sjálfskipta en það er trúlega aðeins lítill hluti eigenda svona bíla sem nýta sér möguleikann á lága drifinu. Sjálfskipting kostar að vísu 100.000 krónur tíl viðbótar við vérð þess handskipta sem er í raun of mikill munur því sjálfskipting á ekki að kosta þetta miklu meira en vandaður handskiptur gírkassi. Það er ekki nóg að nýja fjölliða- fjöðrunin að aftan gefi betra veggrip og þægilegri akstur því hönnun henn- ar gerir það að verkum að farmrýmið er breiðara sem nemur rúmum 13 sentímetrum. Farmrýmið er lika bet- ur klætt en áður og festikrókar eru góðir. Hemlar eru góðir, ABS-læsivörn hemla er staðalbúnaður og vinnur vel eins og gott var að reyna í umhleyp- ingunum og hálkunni í vikunni í heild er Legacy eins og góðir fjöl- skyldubílar eiga að vera, rúmgóður og með gott farmrými og hefur mikla veghæð og aldrif sem viðbótarkost. Dágott verð Legacy 2,0 wagon kostar í dag kr. 2.198.000 og með sjálfskiptingu kr. 2.298.000. Þetta er aðeins lítil hækkun frá síðustu gerð, eða sem nemur um undir 50.000 krónum á handskipta bílnum og minni munur er á milli sjáifskiptu bílanna. Vélin er endurbætt, með ný topplok og frágang ventla, en þannig skilar hún 10 hestöflum aukalega, 125 í dag á móti 115 áður. Mælaborð hefur fengið léttara yfirbragð og stjórntæki eru liprari. Hnappur fyrir afturrúðuhita er of lítill og hálffalinn við snúningsrofa miðstöðvar. Goðar endurbætur Lengd: 4.680 mm Breidd: 1.695 mm Hæð: 1.515 mm Hjólahaf: 2.650 mm Sporvldd, f/a: 1460/1455 mm Minnsta veghæð: 190 mm Þyngd: 1.390 kg. Vél: 4ra strokka boxer, 1994 cc, 125 hö (92 kW)v/5600 sn. Snúningsvægi 184 Nm v/3600 sn. Eyðsla: 7,7 ltr/100 km í þjóðvegaakstri, 12.3 innanbæj- ar og 9,4 i blönduðum akstri. Drifrás: 5 gíra handskiptur gírkassi, hátt og lágt drif. Stýri: Tannstangarstýri með hjálparafli. Snúningshringur bíls 10,6 m. Fjöðrun: Sjálfstæð McPher- son gormafjöðrun að framan, fjölliða gormaijöðrun aftan. Hemlar: Diskar á öllum hjólum, kældir framan. ABS-læsivörn. Verð: Handskiptur kr. 2.198.000 Umboð: Ingvar Helgason hf. Glasahalda rennur úr mælaborði með einni fingursnertingu en hún nýtist líka vel fyrir GSM-símann. Einkum setja ný ökuljós og mýkri línur í hönnun sinn Það er líka athyglisvert að skoða hvernig verðið á Legacy hefur þróast á undanfórnum árum því þegar við litum í eldri gögn frá síðasta reynslu- akstri á undan þessum var verðið veruiega hærra eða um 2,3 milljónir króna fyrir handskipta bílinn og nærri 2,4 fyrir þann sjálfskipta. Ef horft er á endurbætur, betri bún- að og betri aksturseiginleika er þetta verð í dágóðu lagi, en sennilega má þakka þennan hagstæða mun þeirri kreppu sem farið hefur eins og eldur í sinu um Asíulönd að undanfórnu. Legacy er væntanlegur í stallbaks- gerð í maímánuði næstkomandi, en sú gerð bilsins náði ágætri hylli kaup- enda í eldri útgáfunni. Endurbæturnar á Legacy eru vel heppnaðar, skila fallegri línu í bilnum en áður einkum á framenda og einnig að aftan þar sem nýtt lag á aftur- glugga gefur bílnum léttara yfirbragð. Mörgum kann þá að finnast að hönn- uðimir hefðu mátt gerast eilítið djarfari og breyta meiru, en þeir L sem era íhaldssamari eru eflaust ánægðir með þessar hóg- væru breyt- ingar 1 útliti bílsins. -JR Subaru Legacy náði fljótlega góðri fótfestu hér á landi þegar fyrsta kyn- slóðin leit dagsins ljós á árinu 1989. Hann átti að visu nokkuð undir högg að sækja í byrjun sem arftaki 1800- bilsins sem var bæði minni og snagg- aralegri. Legacy þótti „of mikill fólks- bíU“. En hann náði að brjótast í gegn um þennan „múr“ og á nú dygga fylgis- menn meðal þeirra bifreiðaeigenda sem vilja sameina góða fóUísbila og gott fjórhjóladrif. Legacy eignaðist að visu „afkvæmi" ef svo má að orði komast í Forester, bU sem fer bU fólksbíls og jeppa og byggður er á sömu drifrás og undirvagni og Legacý. í þeim bU hafa margir fundið beina samsvörun við gamla 1800-bil- inn, en það er önnur saga og snúum aftur að Legacy. Legacy er nú kominn í endumýj- aðri útgáfu. Við fyrstu sýn virðist litlu hafa verið breytt, ný ljós og nýtt yfirbragð, en nánast engin breyting ... og þó. Allt nýtt Það er nánast aUt nýtt í þessum nýja Legcay. AUir fletir á yfirbyggingu hafa verið endurhannaðir, undirvagn er að hluta breyttur, vélbúnaður hefur verið bættur og innrétting er ný. Nýjar línur eru í útliti Legacy þótt breytingar séu ekki miklar. svip á bílinn í heild. Hér mimar mest um nýja fjöhiða- fjöðrun á afturás sem gefur miklu betra veggrip og meiri stöðugleika en áður. Hljóðeinangrun hefur greinilega verið aukin að mun og bUlinn er mun hljóðlátari. Hér munar sérstaklega miklu fyrir farþega í aftursæti. Vélaraflið er aukið um 10 hestöfl, úr 115 hö í 125 hö, en það er gert með því að skipta um hedd og endurhanna ventlabúnað. Að aftan ber mest á nýrri hönnun á afturglugga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.