Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 Fréttir Prófkjör Samfylkingar í Reykjaneskjördæmi: Rannveig sigurvegari Rannveig Guðmundsdóttir, formað- ur þingflokks jafnaðarmanna, er sig- urvegari í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Reykjaneskjördæmi. Þetta varð ljóst strax og fyrstu tölur birtust kl. 22 í fyrrakvöld en varð endanlega nagl- fast þegar talningu lauk um áttaleytið í gærmorgun. Guðmundur Ámi Stef- ánsson, alþingismaður jafnaðar- manna, hlaut annað sætið en gengi Ágústs Einars- sonar kom á óvart. Hann sótti mjög fast að Guðmundi Áma en beið lægri hlut eins og sjá má af at- kvæðatölunum á meðfylgjandi Rannveig Guömundsdóttir og Guömundur Árni Stefáns- son fagna úrslitum á kosningavöku Samfylkingarinnar á sunnudagsnótt. DV-mynd ÞÖK Atkvæðatölur frambjóðenda Sæti Nafn 1. Sæti 1.-2. Sæti 2.-3. Sæti 3.-4. Sæti 4.-5. Sæti 5.-6. Sætl 1 Rannveig Guðmundssdóttir 3.134 7.405 1 2 Guömundur Á. Stefánsson 2.539 3.620 6.232 5 Ágúst Einarsson 1.854 3.207 4.504 | 6.493 3 Sigríöur Jóhannesdóttir 250 1.384 2.156 2.859 4.139 4 Þórunn Sveinbjarnardótir 112 453 1.460 2.695 3.400 3.983 6 Jón Gunnarsson 180 1.289 1.810 2.373 2.993 3.607 7 Lúövík Gelrsson 290 891 1.558 2.304 2.948 3.499 8 Magnús Jón Árnason R1 724 1.265 1.827 2.508 3.121 Auöir seölar voru 11, ógildir seöiar voru 249, gild atkvæöi voru 9.290, og alls greiddu 9.550 manns atkvæöi. grafl. Ágúst mun hins vegar skipa fimmta sætið og geldur þar þeirra reglna sem giltu í prófkjörinu um skiptingu þing- sæta milli aðildar- flokka Samfylking- arinnar. Þórunn Sveinbjam- ardóttir, frambjóð- andi frá Kvenna- listanum, vann mjög athyglisverðan sigur í prófkjörinu en hún tryggði sér fjórða sæti listans. Um tima var tví- sýnt hvort Sigríði Jóhannesdóttur, al- þingismanni Alþýðubandalagsins, tækist að halda þriðja sætinu á listan- um því að Þórunn skaust upp fyrir hana samkvæmt atkvæðatölum um þijúleytið og hélt þeim sessi þar til nýjar tölur birtust um sexleytið í gær- morgun þegar Sigríður náði að draga hana uppi á ný. Þessi sigur Þórunnar er ekki síst athyglisverður í ljósi gengis Kvennalistans í prófkjörinu í Reykjavík og fylgis listans í könnun- um að rmdanfomu. Þá vann Jón Gunnarsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokks, umtalsverðan persónulegan sigur en Lúðvík Geirs- son, Alþýðubandalagi, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og formaður Fjölmiðla- sambandsins, beið lægri hlut fyrir honum. Jón hreppti sjötta sætið eftir harða baráttu við Lúðvík sem verður að láta sér það sjöunda nægja. -SÁ Rannveig Guðmundsdóttir, sigurvegari prófkjörsins: Nýir tímar liggja Nýir tímar í pólitík liggja í loftinu; tímar jafnréttis, en konur ekki síður en karlar vora kjömar til forystu. Ég er mjög hamingjusöm," sagði Rann- veig Guðmundsdóttir í samtali við DV á kosningavöku Samfylkingar þegar sigur hennar var orðin ljós. Hún sagði að það væri mikið gleði- efni að glæsileg þátttaka i prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík hefði haldið áfram 1 Reykjaneskjördæmi. „Mér flnnst þetta vera afskaplega sterkur listi. Það er breidd í honum. í efstu sætunum era þrjár konur og þrír karlar og góð dreifíng milli flokk- anna auk góðrar landfræðilegrar dreifingar sem er mikilvægt i kjör- dæmi eins og Reykjaneskjördæmi," sagði Rannveig. Aðspurð um hvort byggðabandalög hefðu haft áhrif á ár- í loftinu angur einstakra frambjóðenda sagði Rannveig: „Hver sem lítur á þennan lista sér að það gerðist ekki. Mér sýn- ist að fólk hafl að stærstum hluta val- ið saman fólk til forystu sem því leist vel á og þar með skapaðist sú breidd á listanum sem ég hef þegar lýst. Hér hefur orðið til forysta sem er sprottin af vali einstaklinga. Hér réðu engin bandalög eða klíkur feröinni." -SÁ Margrét Frímannsdóttir, formaður Al- þýöubandalagsins, leit inn á kosn- ingavöku Samfylkingar. Hér heilsar hún sigurvegaranum, Rannveigu Guömundsdóttur. DV-mynd ÞÖK Sál og líkami í uppbyggingu: Æft fyrir heilsu eða fegurð Líkamsrækt er hægt að stunda nán- ast hvar sem er og hvenær sem er. En vissulega er það mikils virði að kom- ast í tæki og aðstöðu sem henta manni vel. Og ekki er það síður skemmtilegt að æfa með hópi fólks sem er að hugsa á sömu nótum og maður sjálfur. Fólk- ið sem kemur á líkamsræktarstöðv- amar er góður þverskurður af þjóð- inni. Þetta er fólk sem vill sinna heilsu sinni og útliti, fólk sem vill láta sér líða vel. Til Hreyfmgar einnar kemur um eitt þúsund manns á dag og iðkar heilsurækt. „Ástæða númer eitt fyrir þvi að fólk drífur sig í líkamsrækt er útlitið. Þetta sýna kannanir. Því miður segi ég, þvi ég vildi gjaman að fólk gerði það heils- unnar vegna. En það virðist ekki sterkasta drifljöðrin, nema kannski hjá fólki sem komið er yfir fertugt. Þá fer fólk meira að huga að heilsunni, yngra fólkið er meira að hugsa um lík- amsfegurð," segir Ágústa Johnson í Hreyfmgu í viðtali við DV. Hjónin Hrafh Friðbjömsson og Ágústa reka Hreyfmgu, eina stærstu og fullkomnustu líkamsræktarstöð landsins. Fólk leitar mjög í ræktina þegar þaö vill taka til í eigin garði, til dæmis tfl að ná af sér umframkflóum, fá snotran vöðvamassa utan á sig og styrkja stoðkerfi líkamans. Mættir hálfsjö á morgnana Hörðustu líkamsræktendur era nokkuð spartanskir í lífsháttum og taka því daginn snemma og stunda harðræði við sjálfa sig meðan obbi fólks lúrir enn í rúmum sínum. í Hreyfmgu koma alvöraiðkendur strax klukkan 6.30 á morgnana. Timi hefst Svitinn rennur í tækjasalnum, stigvélar og hlaupabrautir njóta vinsælda, algjört puö, en frábær tæki til aö byggja upp vöðva og halda sér í þjálfun. DV-mynd Pjetur. kl. 6.50 og þar mæta venjulega þetta 40-50 manns. Tímar era síðan látlaust fram á kvöld í þremur sölum. Hjá Hreyfmgu er boðið upp á nánast aOt sem ein likams- ræktarstöð getur . Leikfimitímatafl- an er þannig mjög fjölbreytt og við flestra hæfi. Þar era yfir hundrað tímar á viku; paflatímar, hjóla- tímar og afls kyns þol- og styrktartímar fyrir hina ýmsu getuhópa. Fólk á öOum aldri kemur í ræktina og ekki era adir burð- ugir i byrjun. Horft á imbann við æfingar Tækjasalurinn í Hreyfingu hefur verið stækkaður og þar er að fmna tækninýjungar sem fram hafa komið undanfarin ár og nýt- ast líka í rækt- inni. Sem dæmi má nefna það sem kadað er Cardio- theatre - leOíhús hjartans eins og kannski er hægt að þýða það. Þetta er af- þreyingarkerfi, 8 sjónvarpstæki, og á ödum þoltækjum, sem eru 30 td 40 talsins, geta menn stungið heym- artólunum sínum í samband. Ég spurði Ágústu hvort það væri ekki bara tO að auka á stressið að horfa á imbann eða hlusta á æsta mús- ík meðan unnið er að líkamsræktinni. En svo er ekki. Þvert á móti hjálpar það mönnum frekar við að dreda hug- anum - og verða þar með afslappaðri - þegar menn era ekki bara að horfa út \ loftið og biða eftir að tíminn liði. Ágústa segir að þessi tækni sé mjög vinsæl. Meðal þess sem boðið er upp á hjá Hreyfmgu er jóga. Ágústa segir að það sé mjög góð aðferð, þar sem mikið er lagt upp úr teygjum og slökun. Lengi vel gekk Ola að fá karla tO að reyna jóga - konur notuðu miklu frekar þessa ágætu líkamsrækt. En núna er þetta breytt að því er Ágústa segir, karlamir era talsvert famir að nota jóga. Fleira er í boði, s.s. sjúkraþjálfun, ljósabekkir, ýmsar mælingar eins og þolpróf, fitumælingar, blóðþrýstings- mælingar og annað í þeim dúr. Bama- gæsla Hreyfmgar er vinsæl og mikið notuð. Hlaupahópur hefur verið starfandi adt árið í Hreyfmgu. Harði kjaminn hleypur hvemig sem viðrar, jafnvel þegar svedbunkar era yfir ödum göt- um. Þessi kjami er reyndar stór, um 40 manns. Aðhald er nauðsynlegt Núna er i gangi 8 vikna aðhalds- námskeið hjá Hreyftngu, námskeið þar sem viðskiptavinurinn er að vissu leyti í „vemduðu umhverfi" - fólkið nýtur fræðslu og aðhalds. Þama era lokaðir kvennahópar og karlahópar og mælist þetta gífúrlega vel fyrir. Margir fara af stað í janúar eftir ad- ar jólasteikumar og hyggjast komast í almennOegt fonn. En því miður heltast margir fljótlega úr lestinni, gefast upp og gleyma göfúgum áformum, en við taka fýrri ósiði. -JBP Lögregluafskipti Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, gerði góða för tfl Denver í síðustu viku þar sem hann sá Rolling Stones í ellefta sinn á rúmum áratug. Eins og fram kom í helg- arblaði DV voru tónleikarnir með ágætum og hann var heiðursgestur Steinanna. Ólaf- ur Helgi lenti þó í nokkrum hrakningum eft- ir tónleikana þegar hann tók að sér að skutla blaðamanni DV heim á hótel. Sýslumaður og farþegi voru í þrjár klukkustundir að aka um- rædda 15 kílómetra leið, kolvfllt- ir í borginni. Ferðalaginu lauk þegar lögreglunni þótti undar- legt að sjá bO sýslumanns kyrr- stæðan við hraðbrautina og bein afskipti hófust. Ekki kom þó tfl handtöku en Stones-aðdáendun- um var vísað tO vegar sem ekki dugði tO þó á endanum fyndist hótelið eftir ótal krókaleiöir... Óviss framtíð Óvíst er hvaða pólítísk fram- tíö bíður Björns Bjamasonar menntamálaráðherra nú þegar Geir Haarde hefur skotið hon- um aftur fyrir sig. Geir steftiir á varafor- mannsembætt- ið eftir að Bjömgaffram- boð tO þess frá sér og vildi leggja embættið niður. Vangaveltur eru um að hann stefni á ritstjórastól á Mogga en þeir sem tO þekkja segja útilokað að af því verði. Enn séu ógróin sár milli Björns og útgefenda hins pappírsmikla blaðs eftir að hann starfaði þar við nokkurt sundurlyndi. Menn sjá ekki fyrir sér að Bjöm og Styrmir Gunnarsson ritstjóri geti unnið saman... Hrókur alls... Hrafn Jökulsson, sá geðþekki sjálf- stæðisalþýðu- flokksmaður, hyggst gefa út nýtt tímarit sam- kvæmt óstaðfest- um en frekar traustum heim- ildum sand- korna. Blaðið ku eiga að heita Hrókur alls fagnaðar. Hrafn, sem getið hefur sér góð- an orðstír sem ritstjóri, hefur farið á kostum sem barþjónn á skákpöbbnum Grand rokk við Klapparstíg sem á næstunni flytur um set. Menning, listir, skák og skemmtflegt fólk munu verða í öndvegi hjá hinu vænt- anlega blaði... Jóhanna af Örk Stórsigur Jóhönnu Sigurð- ardóttur í próf- kjöri Samfylk- ingar um síð- ustu helgi vakti mikla athygli enda þvert á spádóma helstu fræð- inga. Stemn- ingin á kjör- stöðum var vera einna líkust því þegar Kristur læknaði sjúka forðum. Biðraðir voru af sjúkum og öldruðum tfl að kjósa Jóhönnu sem nú er kennd við Örk í fyrsta sætið. Nú bíða menn vors- ins og hvort hjörðin skfli sér þegar tfl alvörannar kemur... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.