Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 9 Utlönd Gátan um hvarf breska togarans Gaul óleyst: Sökk eftir árekstur Dy Ósló: Miklar skemmdir eru sjáanlegar á stefni togarans. Þar á meðal er þriggja metra löng rifa í byrðinginn og auk þess dældir og beyglur. Þetta hafa sér- fræðingar fundið út eftir að hafa skoð- að myndir af flaki breska togarans Gaul sem hvarf norður af Noregi í óveðri 8. febrúar árið 1974 og með honum 36 menn. Æ síðan hefur hvarf togarans verið mönnum ráðgáta og nú þegar aldar- ijórðungur er liðinn eru enn á kreiki sögur um að togarinn hafi verið njósnaskip sem Sovétmenn sökktu. Skemmdirnar á skrokki togarans bendi til að hann hafi lent í árekstri og sokkið af þeim sökum en opinber- lega hefur svo átt að heita að togarinn hafi farist í óveðri. Margir aðstandendur þeirra sem fórust með Gaul til þessa dags trúa að togarinn hafi verið í njósnaleiðangri fyrir Breta og að Sovétmenn hafi sökkt honum eftir að hafa rænt áhöfn- inni og myrt. Bresk stjórnvöld hafi síðan ákveðið að þegja um málið enda ekki til siðs að játa mistök sín við njósnir. Fyrir háifu öðru ári fannst flakið fyrir norðan Noreg en enn hefur ekki tekist að færa sönnur á hvort beina- grindur manna eru um borð. Aðstand- endur mannanna sem týndust segja það með ólíkindum að engin lík skyldi reka á land þegar 36 menn far- ast og það skammt undan landi. Nú eru hins vegar komnar fram í breskum fjölmiðlum upplýsingar um að lík þriggja Breta hafi borist á land á Kólaskaga, skammt austan norsk/rússnesku landamæranna, nokkrum vikum eftir að togarinn hvarf. Rússar segja nú að likin hafi verið af Bretum og var eitt grafið á ströndinni þar sem það fannst, eitt flutt til námabæjarins Niilel og grafið þar en enginn veit hvað varð um hið þriðja. Nú hefur frægasti réttarlæknir Breta, David Baecley, boðist til að sanna með DNA-greiningu uppruna þessara manna. Hann hefur áður getið sér orð fyrir að sanna að lik- amsleifar rússnesku keisarafjöl- skyldunnar væru fundnar. Rússar eru nú fúsir til samstarfs enda nokkuð í mun að fá eytt endanlega sögusögnum um að Sovétherinn hafi tekið mennina af lífi. GK Heitir jórdönsku þjóðinni aukinni fjárhagsaðstoð Bili Clinton hét í gær að Banda- rikin myndu auka fjárhagsaðstoð sína við Jórdaníu með 300 milljóna dala framlagi. Forsetinn var sorg- mæddur og sagði heimsbyggðina mikið hafa misst með fráfalli Husseins. „Bandaríkin standa með jór- dönsku þjóðinni i sorg hennar. Við munum styðja við bakið á þjóðinni og gera það sem i okkar valdi stend- ur til að stöðugleiki haldist í land- inu,“ sagði forsetinn meðal annars i ræðu sinni í gær. Clinton hyggst leggja málið fyrir öldungadeild bandaríska þingsins í vikunni og fara fram á að það sam- þykki fjárhagsaðstoðina. Efnahagur í Jórdaníu stendur völtum fótum og nema skuldir mörg hundruð milljónum dala. Abdullah krónprins sór embættiseið í gær og tók formlega við krúnunni: Aðeins nokkrum stundum eftir andlát Husseins Jórdaníukonungs í gær- morgun sór Abdullah krónprins embættiseið og tók formlega við völdum í landinu. Símamynd Reuter Hussein konungur Hussein Jórdaníukonungur lést í gærmorgun eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Konungur- inn lést i heimalandi sínu en hann var fluttur að eigin ósk frá Banda- ríkjunum á fostudag. Þá var ljóst að konungurinn ætti skammt ólifað. Beinmergsflutningur sem Hussein gekkst undir nýverið í Bandaríkjun- um mistókst með þeim afleiðingum að mikilvægustu líffæri hans voru óstarfhæf. Hussein var haldið i öndunarvél síðustu sólarhringana og reyndu læknar allt hvað þeir gátu að halda hjarta hans gangandi þar til yfir lauk í gærmorgun. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að andlát Husseins var tilkynnt í gær sór Abdullah krónprins embætt- iseið og tók formlega við völdum af fóður sínum. Athöfnin fór fram í jórdanska þinginu. Hinn nýkrýndi konungur hefur enga reynslu af stjórnmálum og það vakti furðu margra þegar faðir hans gerði hann að ríkisarfa í janúar síð- astliðnum. Þar með svipti Hussein bróður sinn Hassan stöðu ríkisarfa sem hann hafði haldið í 36 ár. w,: ' Hussein Jórdaníukonungur sat í 47 ár á valdastóli, lengur en nokkur þjóöhöföingi í Miöausturlöndum. Abdullah konungur hefur enga reynslu af stjórnmálum og hefur ekki sýnt neinn áhuga á konungdómi. Hann þykir óskrifað blað en víst er að hans bíða erfið verkefni i framtið- inni. Mikil sorg ríkir í Jórdaníu og hafa yfirvöld fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg. Fyrirtæki og verslanir verða lokuð í þrjá daga en kvik- myndahús og skemmtistaðir í fjöru- tíu daga. Hussein sat í 47 ár á valdastóli, lengst allra þjóðhöfðingja i Miðaustur- löndum. Hann var aðeins sautján ára þegar hann tók við völdum en faðir hans þótti óhæfur sökum geðveiki. Á löngum ferli blés oft um Hussein en hann þótti búa yfir mikilli stjórn- kænsku. Hans stærstu mistök eru tal- in vera þátttaka hans í sex daga stríð- inu þegar ísraelar náðu Vesturbakk- anum á sitt vald. Síðustu árin tókst Hussein að skapa sér velvild Vesturlanda með friðar- samningi á milli Jórdana og ísraels- manna. Þá studdi Hussein dyggilega við sáttaumleitanir ísraela og Palest- ínumanna. Útför Husseins Jórdaníukonungs verður gerð í dag og er gert ráð fyrir að mikill fiöldi þjóðarleiðtoga verði viðstaddur. Þeirra á meðal verða Karl Bretaprins, Tony Blair, Bill Clinton, Chirac, forsætisráðherra Frakklands, og Kofi Annan, aðalritari S.þ. Reuter Tilboðsverð - sem er komið til að vera! pu parn ckki ao moa euir næsia iiidooi. Þú færö oUKar lága IIUDESIT uerð alla daga Kæliskápur RG 1145 * Kælir 114 Itr. * Klakahólf 14 Itr. * Orkunýtni D - Mál hxbxd: 85x50x56 Kr. 26.900.- stgr. Kæliskápur RG2190 • Kælir 134 Itr. • Frystir 40 Itr. • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 117x50x60 Kr. 37.900.- stgr Kæliskápur RG 2250 Kælir 184 Itr • Frystir 46 Itr • Orkunýtni C -4* * Sjálfvirk afþýðing í kæli * Mál hxbxd: 139x55x Kr. 39.900.- stgr. Kæliskápur RG 1285 • Kælir 232 Itr. • Frystir 27 Itr. S*3 • Hálfsjálfvirkur s OrkunýtniF • Mál hxbxd: 147x55x60 Kr. 37.900.- stgr. Kæliskápur RG 2255 Kælir 183 Itr. • Frystir 63 Itr. B*.« *j • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 152x55x60 Kr. 45.900.- stgr Kæliskápur RG 2330 e Kælir 258 Itr. * Frystir 74 Itr. P*Z*1 • Sjálfvirk afþýðing í kæli * Orkunýtni C • Mál hxbxd: 170x60x60 Kr. 49.900.- stgr. Kæliskápur RG 2290 • Kælir 2111tr. • Frystir 63 Itr. 0*13 • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 164x55x60 Kr. 48.900.- stgr. Kæliskápur CG1275 • Kælir 172 Itr. • Frystir 56 Itr. I • Tværgrindur • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni C • Mál hxbxd: 150x55x60 Kr. 53.900.- stgr. _rS_ BRÆÐURNIR ORMSSQN Lágmúla 8 * Sími 533 2800 Kæliskápur CG 1340 • Kælir 216 Itr. • Frystir 71 Itr. ti***l • Tvær grindur • Sjálfvirk afþýðing í kæli • Orkunýtni B • Mál hxbxd: 165x60x60 Kr. 59.900.- stgr. <c/lof e/, o etft/uja/ut.'i, möttuuu/tl Bjóðum nú 1. flokks hótelpostulín á mjög góðu verði. Bjóðum einnig merkingar á postulín-kannið verðið. Leir oc Postulín Höfðatúni 4, sími 552 1194 borinn til grafar í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.