Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 Fréttir Flugleiðir Qölga ferðum til Minneapolis í sex í viku: Ameríkanar eru flestir - og íslenskir hópar streyma utan, segir Sindri Sveinsson stöðvarstjóri Dy Minneapolis: „Þetta hefur gengiö vonum framar eins og sjá má af þeim viðbrögðum okkar aö fjölga í 6 ferðir í viku núna í mars,“ segir Sindri Sveinsson, stöðv- arstjóri Flugleiða í Minneapolis, í samtali við DV. Sindri tók við stöðu sinni þegar Flugleiðir hófu reglubundið flug til Minneapolis þann 9. apríl á síðasta ári. Hann starfaði árin þar á undan í Fiugstöð Leifs Eiríkssonar en áður kom hann af stað Baltimore-fugi Flug- leiöa hvar hann starfaði í nokkur ár sem stöðvarstjóri. Hann segir Islend- inga hafa tekið vel við sér og stórir hópar komi með reglubundnu miili- biU. Flestir séu að koma til að versla enda hægt að gera mjög góð kaup. Margir fari í Mall of America, stærstu verslunarmiðstöð í Bandaríkjunum og þá sé eftirsótt að fara í Cabellas sem er stærsta veiðimannaverslun í Ameríku með söfhurn og tilheyrandi. Sem dæmi um ferðalög íslendinga er nú stór hópur frá Skotveiðifélagi ís- lands í Minneapolis, m.a. til að heim- sækja Cabellas. „íslendingamir sækja hingað mest á haustin en það eru þó að koma hing- að hópar jafht og þétt allt árið,“ segir hann. Sindri segist meta samsetninguna þannig að Ameríkanamir séu lang- flestir á þessari leið. Þeir sem komi frá íslandi séu gjaman í tengiflugi frá Evrópu. Þá sé nokkuð um Evrópubúa á leið til Bandaríkjanna. Um skipting- una séu þó engar tölur og hann byggi skoðun sína eingöngu á eigin mati. Hann segist eðh málsins samkvæmt hafa mest að segja af löndum sínum sem komi utan. Þeir séu gegnum- sneitt sómafólk sem gaman sé að taka á móti. Aðspurður um húsmóðurina sem veittist að tollverði og var flutt heim í jámum vildi hann ekkert segja annað en að undantekningamar væm alltaf til staðar. Hann segist reikna með að verða næstu 4-5 árin í Minneapolis. Fiöl- skylda hans, eiginkona og þrjú böm, kunni öll vel við sig. „Við forum reglulega heim til ís- lands til að halda tengslunum. En hér er gott að vera og ég er bjartsýnn á þessa flugleið," segir Sindri. -rt Sindri Sveinsson, stöðvarstjóri Flugleiða, er hæstánægöur meö far- þegafjöldann á flugleiðinni Kefla- vík/Minneapolis. DV-mynd rt IŒLANDAIR Ray og Sara Knutson: Fundu rammvillt íslensk hjón DV, Minneapolis: „Við komum hér um jólin til að sjá hæfllegan skammt af vetrinum. Annars eyðum við vetrinum í Flór- ída en búum hér á'sumrin," segja hjónin Ray og Sara Knutson sem bæði era af norrænum ættum. Hann er Norðmaður að uppruna en hún Svíi en hvoragt hefur komið á slóðir forfeðranna. „Það hefur alltaf verið draumur- inn að fara til Skandinavíu en við höfum aldrei komið því í verk. Þá langar okkur ekki síður til íslands sem við höfum heyrt mikið af en það er sama sagan þar. Ætli við verðum ekki að fara að drífa í þessu,“ sögðu, þau. Þau segjast ekki þekkja neina ís- lendinga, að undanskildum hjónum Ray og Sara Knutson þekkja fsland aðeins af afspurn. DV-mynd -rt sem þau fundu rammvillt í Minnea- polis fyrir nokkru. Red bílstjóri hefur kynnst um 2000 íslendingum í starfi sinu. DV-mynd rt Red sér um að aka íslendingum í Minneapolis: íslendingar fullir á kvöldin og morgnana DV-Minneapolis: „Ég er búinn að kynnast um tvö þúsund íslendingum í starfi mínu sem bílstjóri," segir Red bílstjóri sem ekur gestum til og frá „íslend- ingahótelinu“ Best Westem í Minn- eapolis. Hann ekur eftir pöntunum til og frá flugvellinum og skutlar gestun- um í Mall of America eða hvert sem fólk vill fara til að versla eða skemmta sér. Red segir íslendingana vera hið skemmtilegasta fólk sem gegnum- sneitt sé friðsamt og glaðlynt. Greinilegt sé að þeir hafi gaman af því að fá sér í glas en hann hafi aldrei lent í vandræðum vegna þess. „Flestir eru miklir vinir mínir enda afar geðþekkt fólk. Þeir drekka ekki svo mikið. Það er einna helst á kvöldin og morgnana," segir hann og hlær hrossahlátri. -rt „Þau vissu ekkert hvar þau vora svo við tókum þau upp á arma okk- ar og vísuðum þeim leiðina heim. Okkur skilst að ísland sé fallegasta land í heimi svo við verðum að fara að drífa okkur í dýrðina," sögðu þau. -rt Sérverslun með hálsbindi: Kaupglaöir íslendingar - segir verslunarstjóri DV, Minneapolis: „Það er mjög gott að fá íslendinga í búðina. Þeir kaupa ílestir eitthvað og sumir mikið,“ segir Kim, verslunar- stjóri í Ralph Marlin í Mall of America. Verslunin sérhæflr sig í hálsbind- um af skemmtilegra tagi og upp um alla veggi má sjá hið skrautlegasta hálstau. Kim, sem komið hefur til ís- lands, segir verslunina leggja áherslu á að bjóða upp á alls kyns skemmti- legheit enda er varla að sjá hefðbund- in einlit bindi nema vel sé að gáð. „Það koma hér mjög margir íslend- ingar og þeir era með bestu viðskipta- vinum sem við fáum,“ segir Kinnog bætir við að hún hafl hugsað lengi til þess að bregða sér til íslands aftur. -rt Kim, verslunarstjóri í Ralph Marlin, sýn- ir blaðamanni DV úrvalið. DV-mynd rt Charles Norwoood, verslunarstjóri í einni þeirra 400 verslana sem eru í Mall of America. Charles Norwood verslunarstjóri: Fæ hjartslátt þegar fslendingar koma DV, Minneapolis: „Það er sannkallaður happafengur að fá Islendingana í verslunina. Þeir era mjög einbeittir í því að versla," segir Charles Norwoood, verslunar- stjóri í einni þeirra 400 verslana sem era í Mall of America. Charles sérhæfir sig í töskum og hann segir íslendinga duglega að líta inn. „Hjartað slær alltaf hraðar í brjósti mér þegar ég sé íslendinga koma inn í búðina,“ segir hann. Hann segist ailtaf vera til samninga um verð. Þannig sé ekki gefið að það verð sem sett sé á vöruna sé endanlegt. „Það er alveg óhætt að prútta en þó ekki fram úr hófi. Það má alltaf hnika til verði innan sanngimismarka," sagði hann og bauð blaðamanni ofan af íslandi 30 prósenta afslátt ef hann keypti tvær fokdýrar en vandaðar töskur. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.