Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 14
14 MANUDAGUR 8. FEBRUAR 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREVRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurg'alds. r Imyndarmótin steypt Það er alltaf gleðilegt þegar stjórnmálamenn koma fram á sviðið með einhverjar hugmyndir - eru tilbúnir að leggja sitt pólitíska líf að veði fyrir framgangi þeirra. Því miður er það undantekning fremur en regla að þeir sem sækjast eftir hylli almennings hafi kjark til þess að setja fram skýra stefnu, vel ígrundaðar hugmyndir. Markaðssetning og skipuleg vinnubrögð ímyndarfræð- inga hafa tekið við - stjórnmálamennirnir eru steyptir í ímyndarmót, sem markaðsrannsóknir hafa sýnt að eiga að falla kjósendum í geð. Innreið ímyndarsérfræðinganna er hafin í íslensk stjórnmál. Nú skipta stjómmálamenn um útlit, fara í lit- greiningu, breyta um hárgreiðslu og klippingu. Eftir sitja hugmyndirnar sem flestir eru búnir að gleyma, enda ráð- leggja hinir sprenglærðu ímyndarfræðingar stjórnmála- mönnum að flagga ekki hugmyndafræðinni of mikið, að minnsta kosti að halda ekki einhverjum umdeildum skoðunum á lofti. Afleiðingin er að smátt og smátt hverfa landamærin milli stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna, - yfirbragð- ið verður svipað, slétt og fellt. Hugmyndafræðin hefur vikið fyrir praktískum lausnum og völdin færð frá lög- gjafarþinginu til framkvæmdavaldsins. í þau fáu skipti sem stjórnmálamenn ryðjast fram á völlinn með hugmyndir verður ekki hjá því komist að eftir þeim sé tekið. Fjölmiðlar líta á slíka menn sem sér- vitringa, sem þó eru taldir forvitnilegir í annars sléttu samfélagi stjórnmálanna. Fyrir prófkjör Samfylkingarinnar á Reykjanesi setti Ágúst Einarsson fram róttækar hugmyndir um upp- skurð á skattkerfinu. Þessar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni, en margt í þeim er skynsamlegt og nytsamt. Hugmyndirnar nægðu honum hins vegar ekki til að ná tilætluðum árangri. Almennt og óljóst hjal um góð mál sem flestir eru sammála um, skiluðu keppinautunum lengra. Litlar umræður urðu um hugmyndir Ágústar, sem er miður því umræður um skattkerfi ríkissjóðs eru mikilvægar. Skattkerfi skiptir miklu um þróun ríkisumsvifa. Um leið og eitt kerfi kallar á síaukna skattheimtu og þar með á aukin umsvif ríkisins hamlar annað gegn hækkandi skött- um. Færa má rök fyrir þvi að stighækkandi tekjuskattur sé ávísun á aukna skattheimtu og þar með hærri ríkisút- gjöld. Enginn innbyggður hemill er á skattheimtuna og þar með ríkisútgjöldin, ólíkt því sem er þegar tekjuskattur er flatur, þ.e. ein ákveðin prósenta, óháð tekjum. Skattkerfið hér á landi er og hefur verið meingallað, en flestir stjórnmálamenn hafa forðast að ræða um það. Sú grunnhugmynd að baki tekjuskatti einstaklinga að skatturinn sé mikilvæg leið til að jafna kjör almennings, er hrunin til grunna. Tekjuskattur er ekki annað en skattur á launafólk og mikilvæg uppspretta fyrir ríkis- sjóð. Um leið og menn viðurkenna þessa staðreynd er von til þess að breytingar verði. Ágúst Einarsson hafði þor til að benda á þessi einíöldu sannindi. Margir hagfræðingar hafa lýst efasemdum um ágæti þess að reyna að breyta hegðun fólks í gegnum skatt- kerfi. Þessar efasemdir hafa verið studdar sterkum rök- um. En fáir stjómmálamenn hafa annað hvort getu eða hugarflug til þess að koma fram með heildstæðar hug- myndir um breytingar. Fáeinir setja fram skoðun um hvemig sníða eigi verstu vankantana af, enda erum við íslendingar snillingar í skammtímalausnum, enda henta þær betur í mót ímyndarfræðinganna. Óli Björn Kárason „Það er afar mikilvægt að heimamenn geti haft eignarhald kvótans í sínum höndum." - Frá Breiðdalsvík. í vök að verjast á Breiðdalsvík Kjallarinn Gunnlaugur Stefánsson sóknarprestur soknarp í Heydc ölum skulda sem voru tölu- verðar. Þegar þessi sameining var undir- búin höfðu margir á orði að eignir Breið- dælinga væru afar lágt metnar og slæmt að ekki yrði tryggð stjómarseta fyrir hlut- inn í hinu nýja sam- einaða fyrirtæki. Það voru hvorki heimamenn á Breið- dalsvík né Djúpavogi sem þrýstu á um þessa sameiningu heldur ut- anaðkomandi aðilar, fulltrúar stórfyrir- tækja sem tengdust fyrst og fremst Sam- bandsgeiranum, m.a. VÍS og Olíufélagi ís- „Er nema von að spurt sé: Hvað varð um hin fögru loforð og frómu fyrirheit um kvóta í heima- byggð og fulla atvinnu? Fylgdu loforðin með í sölu hlutabréf- anna? Stórfyrirtæki á borð við VÍS og Olíufélagið hljóta að standa við orð sín og ábyrgð eins og þau krefjast af við- skiptavinum sínum.“ Kvótakerfið í sjáv- arútvegi hefur farið illa með atvinnulíf á Breiðdalsvík eins og í mörgum öðrum minni sjávarþorpum. Ásókn í kvótann, söfnun hans á stöðugt færri hendur og braskið með veiði- heimildirnar hafa leikið margar byggðir illa. í kerfinu felast engar skyldur né sið- rænar kvaðir, sem taka mið af heildar- hagsmunum fólksins sem hefur lifsviður- væri sitt og búsetu samofha veiðum og vinnslu sjávarafurða. Kerfið tekur einvörð- ungu mið af þeim sem eiga kvótann og geta þeir ráðskast með hann að vild, oft með skelfilegum afleiðing- um fyrir fjöldann eins og dæmin sanna. Ábyrgö og at- vinnuhagsmunir Árið 1990 var tæp- um 5000 tonnum af botnfiski landað á Breiðdalsvík. Níu árum síðar er lífs- björgin horfin. Árið 1995 sameinaðist hraðfrystihúsið á Breiðdalsvík Búlandstindi á Djúpavogi eftir að slitnað hafði upp úr samstarfi um Gunnarstind, samstarfsfyrirtæki Breiðdælinga og Stöðfirðinga. Breiðdælingar lögðu til Búlandstinds 1600 þorskígildistonn, togarann Hafnar- ey, sem var seldur í tengslum við sameininguna, alla fiskvinnsluað- stöðu á Breiðdalsvík auk áhvílandi lands. Það sem réð úrslitum að til sameiningar var gengið á fyrir- liggjandi grundvelli voru margít- rekuð loforð og fyrirheit þessara aðila um að með sameiningunni yrði til öflugt sjávarútvegsfyrir- tæki með mikinn kvóta sem yrði fastur í heimabyggð og að full at- vinna yrði tryggð á báðum stöðum. Það voru síðan sömu aðiiar, VIS og Olíufélagið, sem seldu nýlega sinn hlut úr Búlandstindi án þess að gefa heimamönnum kost á for- kaupsrétti og þar með gerðu þeir nýjum eigendum úr Grindavík kleift að eignast meirihluta í fyrir- tækinu sem ákváðu að hætta at- vinnustarfsemi á Breiðdalsvík. Er nema von að spurt sé: Hvað varð um hin fögru loforð og frómu fyr- irheit um kvóta í heimabyggð og fulla atvinnu? Fylgdu loforðin með í sölu hlutabréfanna? Stórfyrir- tæki á borð við VíS og Olíufélagið hljóta að standa við orð sín og ábyrgð eins og þau krefjast af við- skiptavinum sínum. Eignarhald kvótans í heimabyggö Það er afar mikilvægt að heima- menn geti haft eignarhald kvótans í sínum höndum. Við útfærslu landhelginnar voru meginrökin að þjóðin ætti og réði sínum auð- lindum sjálf. Þetta er líka kjarn- inn í öllum umræðum um sam- skipti viö aðrar þjóðir, t.d. Evr- ópubandalagið. Þessi sjónarmið gilda ekki síður gagnvart sjálf- stæðum sveitarfélögum að heimafólk geti búið við atvinnu- öryggi og ráði yfir kvóta sínum i krafti sameignar þjóðar. Kerfi sem tryggir ekki slík grundvallarréttindi og tekur ekki tillit til almannahagsmuna er bú- setu á landsbyggðinni stórhættu- legt eins og dæmið um Breiðdals- vík sannar og getur gerst á einni nóttu á Stöðvarfirði og Djúpavogi, þar sem ég þekki vel til, og án efa víða annars staðar á landinu. Þeg- ar eignarhaldið á kvótanum er far- ið burt úr heimabyggð þá kunna aðrir hagsmunir að ráða fór en að tryggja atvinnu og búsetu fólksins. Það staðfestir reynslan á Breiö- dalsvík. Gunnlaugur Stefánsson Skoðariir annarra Hvalveiðar og hagsmunirnir „Vísindalegar forsendur styðja nýtingu ákveðinna hvalastofna við ísland. ... Það er almenn skoðun að áhrif svokallaðra umhverfissamtaka séu minni í dag en þau voru þegar íslendingar stunduðu hvalveiðar undir þrýstingi þessara samtaka 1986 til 1989. Á þeim árum varð þessum samtökum ekki ágengt í baráttunni gegn okkur. ... Varðandi ferðaþjónustuna er ég sann- færður um að hvalveiðar munu eingöngu hafa jákvæð áhrif í fór með sér. ... Hagsmunir þjóðarbúsins vegna hvalveiða eru gríðarlegir. Hafrannsóknarstofnun hefur gefið það út að stækki hvalstofnar frá því sem þeir eru í dag megi reikna með að draga þurfi úr þorskveiðum vegna þess afla sem leggur sig á 6 tO 10 milljarða króna í útflutningsverðmæti." Jón Gunnarsson í Mbl. 5. febr. Gleymum hvalveiöum „íslendingar leggja mikla áherslu á að nýta aldamót- in til að vekja sérstaka athygli á íslandi, ekki síst í Bandaríkjunum. Vonast er til þess að framlag íslend- inga veki mikla athygli vestra og verði þannig rækileg auglýsing fyrir land og þjóð. Varla er hægt að hugsa sér kjánalegra innlegg í þessa fyrirhugðu landkynn- ingu en að heQa hvalveiðar á ný. ... Árangurinn af slíkri ákvörðun yrði í besta falli smávægilegur og auð- vitað í engu samræmi við hugsanlegt tjón fyrir ís- lenska ferðamannaþjónustu sem byggir í vaxandi mæli á ábatasömum hvalaskoðunarferðum." Elías Snæland Jónsson í Degi 5. febr. Agaleysi er vandamál „Við höfum ekki lengur vald til að taka á agavandamál- um nemenda með viöeigandi hætti því sumir foreldrar rísa þá upp öndverðir, segja jafnvel að skólinn leggi böm sin í einelti. Hins vegar þegar kvartað er um að afkvæmi þeirra leggi aðra í einelti, hafa foreldrarnir ekkert að segja. Hitt er verra að sumir foreldrar virðast líta á kenn- ara sem andstæðinga sína. Auðvitað ættum við fremur að styðja hvert annað í stað þess að vinna hvert gegn öðru. ... Móöir í foreldraviðtali hjá mér í morgun svaraði í GSM- símann í miðju kafi án þess að segja við mig svo mikið sem „afsakaðu" og sonur hennar sat við hliðina á henni. Við hverju er svo að búast af börnunum?" Þóra Kristín Jónsdóttir í Mbl. 5. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.