Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 T>V nn Ummæli Hræðsluáróður „Þeir aðilar sem helst hafa sig í frammi gegn hvalveiðum halda sig gjaman langt ffá stað- * reyndumogreka ... sinn hræðsluá- róður meira á tilfinningaleg- s um nótum.“ f Jón Gunnars- son, formaður Sjávarnytja, í Morgunblað- inu. Framsókn til samfylkingar? „Ég á fastlega von á því að Vestur-Húnvetningar úr öllum flokkum og þvert á pólitískar línur muni flykkjast á kjörstað i prófkjöri samfylkingar að baki aiþýðubandalagsmannin- um Pétri Vilhjálmssyni." Gústav Daníelsson, vara- form. Framsóknarfélags Vestur-Húnavatnssýslu, í Degi. Fordómar „Þrátt fyrir upplýsingu og menntun og bærilegan fróðleik af öllum toga þá er enn til fólk sem kallar samkyn- hneigð „kyn- villu“ og „lækn- , anlega geðveilu" einhvers konar „smitandi rang- hugmyndir“.“ Áslaug Jónsdóttir, rithöfund- ur og myndlistarmaður, í DV. Bergmálið „Kunningi minn sagði við mig nýlega að það væri allt í lagi að koma of seint á tónleika í Hallgrímskirkju, bergmálið væri svo mikið að maður heyrði fyrstu tónana.“ Jónas Sen tónlistargagnrýn- andi, í DV. Snilld eða hallærislegt „Sumum flnnst þetta timalaus snilld en öðrum finnst þetta ótrú- lega gamaldags og hallærislegt og ég einfald- ur.“ Pétur Einarsson tón- listarmaður, í Fókus. Skoðanabræður „Ég hef samúð með Hannesi (Hólmsteini Gissurarsyni) að vera í flokki með mönnum sem vilja færa vínsölugróðann frá ríkinu til kaupmanna en gefa skít í neytandann. Ég býð Hannes velkominn í hóp hinna skynsömu. Hver veit nema með tíð og tima verði hann... Nei, annars, gætum hófs í draumum sem drykkju. Eiríkur Brynjóifsson, kennari og rithöfundur, í Morgun- blaðinu. I Skálafell 771 m.y.s. Stólalyfta Lengd 1200 m Flutningsgeta 1200 manns pr. klst. Skíðasvæðið Skálafelli Skíðaskáli Hrannar 'trj-rl Skíöaskáli KR Æflngasvæðl Fjórar lyftur © Erfiöari leið IDV Magnús Guðmundsson, forstöðumaður vinnueftirlits Varnarliðsins: Reyni að komast eins oft í veiði og fjárhagurinn leyfir DV, Suðurnesjum; „Eg lít ekki eingöngu á þetta sem viðurkenningu fyrir mig sjálfan heldur alla mína ----------------- starfsmenn og það IVIaðlir er óneitanlega gam- ______________ an og gefur okkur vísbendingu um að við séum á réttri leið,“ segir Magnús Guðmundsson, forstöðumaður vinnueftirlits Varn- arliðsins, en hann fékk í desember síðastliðinn viðurkenningu fyrir störf að vinnuvemdarmálum. Hann veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðlega athöfn í San Diego í Bandaríkjunum á árlegri ráðstefnu bandaríska flotans um vinnuvemd- armál. Viðurkenning þessi, sem veitt var nú í fyrsta skipti, er kennd við Jerry E. Schultz sem var brautryðj- andi á sviði vinnuverndarmála hjá Bandaríkjaflota og veitt einstaklingi sem skarað hefur fram úr í störfum að vinnuverndarmálum. Magnús hefur starfað sem for- stöðumaður Vinnueftirlitsins frá ár- inu 1975 og segir hann gífurlegar breytingar hafa orðið á vinnuvemd- armálum síðan þá: „Starfsemin felst í eftirliti með vinnustöðum og vinnuaðferðum, auk rannsókna, mælinga og ýmiss konar ráðgjafar i þeim tilgangi að fyrirbyggja slys. Kennsla og ráðgjöf í öryggismálum er eitt af stóm verkefnunum. Kennslan miðast við það að vera ekki með fjölmennari hópa en 20 starfsmenn í einu og hefur það gef- ið góða raun. Þar er farið yfir rétt- indi og skyldur starfsfólks auk þess sem farið er sérstaklega í þá þætti sem snúa beint að þeirra störfum. ---------------- Samstarfið við yf- dassins irmennina hefur °___________ verið sérstaklega gott og eins og máltækið segir: „Eftir höfðinu dansa limirnir" og ef yfir- stjómin er ekki jákvæð þá brestur í undirstöðunum. Núverandi kapteinn er Allen A. Efraimson og er það ekki síst hans stuðn- ingi og áhuga að þakka hvað vel hefur tekist til Hann er brátt á forum eftir þriggja ára vera á landinu og verður mik- il eftirsjá í honurn." Magnús er innfæddur Keflvíkingur og hefur búið þar allan sinn aldur. Hann á sér mörg áhugamál sem hann stundar eftir því sem tími vinnst til. „Ég er mikill náttúruunnandi og dýravinur og það má segja að ég hafi feng ið þann áhuga þegar ég var sem barn og unglingur í sjö sumur í sveit hjá einstaklega góðu fólki í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Þá hef ég mjög gaman af laxveiðum og reyni að komast í veiði eins oft og fjárhagurinn leyfir." Magnús er einnig áhugamaður um söng og var kórfélagi í Karlakór Keflavíkur til margra ára. Eig- inkona Magn- úsar er Stella Björk Baldvins- dóttir sem er Siglfirð- ingur að upprana en hún rekur Skóbúð- ina í Kefla- vík. Þau eiga sex uppkomin börn. -A.G. Að njóta leiklistar Annað kvöld kl. 20.30 * hefst í stofu 201 í Odda nám- skeið undir yfirskriftinni Að njóta leiklistar og er námskeiðinu stjómað af Jóni Við- ari Jóns- syni leikli- starfræð- ingi. Þegar hafa þátt- takendur farið að sjá leiksýn- inguna Frú Klein í Iðnó. Þetta er í fjórða skiptið sem slíkt námskeið er haldið og er markmiðið að kynna leik- húsið, veita innsýn inn í þá fjölmörgu ólíku þætti sem í sameiningu mynda leiksýn- ingu. í því skyni fara þátt- Jón Viðar Jóns- son leiklistar- • fræðingur. takendur að sjá nokkrar leiksýningar, sem í boði era á fjölum leikhúsanna, og hittast síðan í tímum þar sem fjallað er um þær frá ólíkum sjónarhomum. Samkomur Rúrí fjallar um eigin list Á vegum Fræðsludeildar Myndlista- og handíðaskóla íslands fjallar myndlistar- maðurinn Rúrí um tíma og afstæði í eigin list kl. 12.30 í dag í Laugamesi. Á mið- vikudaginn á sama tíma í Barmahlíð, Skipholti 1, mun Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður fjalla um eigin list.. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2323: Athafnamaður Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Eitt verka Gunnars á sýningu hans í Bílar & list. Kona Myndlistarmaðurinn Gunnar Þjóðbjöm Jónsson hefur opnað sýningu á verkum sínum í Bílum & list að Vegamótastíg 4 í sam- starfi við Gallerí Smíðar og skart. Gunnar er fæddur 1949. Hann lauk námi frá Glermesterskolen ved Holbæk í Danmörku árið 1996 og frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1993. Gunnar hefur tekiö þátt i nokkram samsýningum og var með sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Hominu 1997. Öll verk Gunnars era unnin á striga og er þema sýningarinnar Kona. Sýn- ingin er opin virka daga kl. 10-18 og laugardaga 10-16. Sýningar Tré og uppsprettur Þessa dagana sýnir Sveinbjöm Halldórsson olíumálverk og skúlp- túra í Gallerí Hominu. Sýningin sem ber yfirskriftina stendur til 10. febrúar. Sveinbjörn hefur tek- iö þátt í nokkrum samsýningum meðal annars á Mokka og í Ný- listasafninu, þá hefur hann haldið einkasýningu í Helsinki en hann var í framhaldsnámi við Listaaka- demíuna þar í borg. Bridge í þætti gærdagsins sagði frá töfra- brögöum Brasilíumannsins Gabriels Chagas í vörninni. Hann hefur oft náö snilldartilþrifum á þeim vettvangi og hér er eitt til við- bótar. Spilið kom fyrir á Cap Gemini boðsmótinu í Hollandi. Vestur var gjafari og allir á hættu: * ÁK95 «* 1093 * ÁK54 * KG * - «* 8542 ♦ G876 * 109743 * G87642 *ÁD76 * - 4 D82 Vestur Norður Austur Suður Branco Westra Chagas Leufkens Pass 1 -f pass 1 4 Pass 2 grönd pass 3 Pass 4 * pass 5 -f Pass 5 * p/h Flest pör í þessu móti ofmátu spil sín og sögðu sig alla leið upp í spaðaslemmu sem að sjálfsögðu var ekki hægt að vinna í þessari legu. Hollendingarnir Leufkens og Westra virtust hins vegar vera að sleppa við þau grimmu örlög en Gabriel Chagas var á öðra máli. Branco spilaði út laufi i upphafi sem Chagas drap á ásinn og hann var fljótur að skipta yfir í hjartagosa í öðr- um slag. Leuf- kens bjóst fastlega við því að hjarta- gosinn væri einspil og þurfti nú að velja á milli hjartasvíningar (sem þrátt fyrir allt var 50%) eða þess að trompin myndu haga sér vel (78% líkur). Leufkens valdi að sjálfsögðu betri möguleikann, fór upp með hjartaásinn en gat nú ekki lengur unnið spilið vegna hinnar slæmu tromplegu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.