Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 Fréttir $ /t 5"<' Milljarðatjón vegna mistaka við byggingu nýja alþjóðaflugvallarins við Ósló: Verra en nokkur gat reiknað með - segir stöðvarstjóri Flugleiða í Ósló um þrálátar tafir og lokanir DV, Ósló: „Ástandið er verra en nokkur gat reiknað með. Við hjá Flugleiðum erum bara með eina ferð um miðjan daginn og höfum sloppið betur en flestir aðrir en þetta er samt mjög þreytandi og kemur illa við farþega okkar,“ segir Knut Berge, stöðvar- stjóri Flugleiða í Ósló, við DV um langvarandi erfiðleika við rekstur nýja alþjóðaflugvallarins á Gardermoen við Ósló. Nú eru fjórir mánuðir liðnir síð- an völlurinn var opnaður. Norskum yfirvöldum reiknast til að um miilj- arður norskra króna hafi tapast á þeim tíma vegna þess að hvað eftir annað hefur orðið að loka flugvell- inum og tafir eru daglegar vegna erfiðleika við afisun og flutning á farangri farþeganna. Landsliðslykill kynntur Sigurður Sæmundsson hefur ver- ið ráðinn landsliðseinvaldur i hesta- íþróttum. Landslið fyrir heimsmeistaramót í hestaíþróttum, sem verður haldið i Þýskaiandi í ágústbyrjun, verður valið eftir lykli sem verður kynntur á almennum fundi í Félagsheimili Gusts á bolludaginn 15. febrúar og hefst fundurinn klukkan 20. Á síðasta heimsmeistaramóti var gengi íslendinga mjög gott undir ör- uggri stjóm Sigurðar, en ekki er að efa að Þjóðverjar ætla sér stóran hlut af verðlaunabikaraborðinu á heimavelli sínum. Ágúst Sigurðsson landshrossa- ræktarráðunautur verður einnig á fundinum og mun kynna reglur um val á kynbótahrossum. Wolfgang Berg, formaður þýska hestamannasambandsins, kemur til íslands bráðlega og næstkomandi Sigurður Sæmundsson valdi hjól- hest til yfirferðar á heimsmeist- aramótinu f Noregi 1997 og hér er hann ásamt Sigurbirni Bárðarsyni sem á öruggt sæti á HM í Þýska- landi. DV-mynd E.J. fóstudag sækir hann heim forseta íslands, Ólaf R. Grímsson, að Bessa- stöðum til að ganga formlega frá boði á heimsmeistaramótið, en for- setinn verður heiðursgestur móts- ins. Langvarandi erfiðleikar hafa verið við rekstur nýja alþjóðaflugvallarins á Gardermoen við Ósló. Frostþoka, frostrigning, ísing og snjókoma hefur reynst tíðari á Gardermoen er gert var ráð fyrir. Til að bæta gráu ofan á svart virkar blindflugsbúnaður ekki. Við opnun vallarins var sagt að hverfandi lík- ur væru á að hann gæti lokast vegna veðurs. Og útlitið er allt annað en bjart. Efni til afísunar á flugbrautum hafa mengað grunnvatnið og er nú bann- að að nota þau. Ekki er heldur hægt að skafa ís af brautunum vegna þess að ljós í þeim standa vegna mistaka upp úr malbikinu. Þannig rekur einn vandinn annan og nú er verið að spá í að rífa aðra nýju flugbraut- ina upp í sumar vegna endurbóta. „Við höfum ekki orðið fyrir telj- andi fjárhagstjóni. Það versta fyrir okkur er ef flugið héðan nær ekki Ameríkufluginu frá Keflavík vegna tafa hér. Það bitnar á farþegunum og veldur því að því að fólk hættir að treysta því að það komist á leið- arenda á réttum tíma,“ segir Berge. Norska flugfélagið Braathens, sem hefur drjúgan hluta af innan- landsfluginu með höndum, tilkynnti í gær að tap yrði á rekstrinum vegna erflðleikanna á Gardermoen. Sömu sögu er að segja hjá aðakeppi- nautnum, SAS. Hjá ríkisjámbraut- unum ríkir hins vegar gleði vegna þess að þar fjölgar nú farþegum í fyrsta sinn um langt árabil. -GK Starfslið landlæknisembættis heimsótti Austurland: Heilsugæsla til fyrirmyndar - sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir F.v.: Stefán Þórarinsson, héraðslæknir á Austurlandi, Sigurður Guðmundsson landlæknir, Viiborg Ingólfsdóttir, yfir- hjúkrunarfræðingur við Landlæknisembættið, og Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. DV-mynd SB DV, Egilsstöðum: Sigurður Guðmundsson land- læknir var nýlega á ferð á Austur- landi ásamt Matthíasi Halldórssyni aðstoðarlandlækni og Vilborgu Ing- ólfsdóttur, yfirhjúkrunarfræðingi við Landlæknisembættið. „Ég hef farið hér um firðina til að kynna mér stöðuna og kynnast starfsfólki og því hvar skórinn kreppir. Ég verð að segja að sú skip- an sem hér hefur verið komið á gef- ur mikla möguleika og er öðrum landshlutum til fyrirmyndar. Mér virðist og fólk hér vera jákvætt og bjartsýnt," sagði Sigurður. Sú skipan sem landlæknir er hér að vitna í, er sameining allra heil- brigðisstofnana á Austurlandi norð- an Djúpavogs undir eina stjórn, sem átti sér stað nú um áramótin. Stefán Þórarinsson, héraðslæknir á Aust- urlandi, hreyfði þeirri hugmynd fyrstur fyrir tveimur árum. Með þessu næst fram traustari þjónusta og samstilltari stjómun. Landlæknir minntist á ýmsar nýjungar í læknisþjónustu eystra svo sem fjarlækningar, möguleika á endurhæfingu á Fjórðungsjúkra- húsinu í Neskaupstað og Alzheimersdeild við Sjúkrahúsið á Seyðisfirði. Mikill læknaskortur hefur verið á landsbyggðinni á undaníornum árum og var landlæknir inntur eft- ir horfum í þeim málum. Hann sagði að ýmislegt væri í bígerð til að bæta þar úr. M.a. yrðu heilsu- gæslulækningar gerðar að skyldu á kandidatsári og einnig kynntar bet- ur í læknadeild. Það samstarf og samhjálp sem tekist hefur mflli heilsugæslustofnana á Austurlandi myndi og stuðla að því að gera starf þar eftirsóknarvert. Nú væra í landinu 900 læknar - 500 íslensk- ir læknar störfuðu erlendis og það væri ekki raunhæft að gera ráð fyr- ir að meira en þriðjungur þeirra kæmi heim til starfa. Því yrði að taka á málinu hér innanlands. Lænisstarf úti á landsbyggðinni hefði marga góða kosti, en það þyrfti að sníða mestu agnúana af, svo sem einangrun i starfl og of mikið vinnuálag. Stefán Þórarinsson héraðslæknir sagði að menn hefðu of lengi ein- blínt á erflðleikana hver i sínu horni 1 stað þess að takast á við þá. Nú væru að opnast möguleikar á að færa nýja þjónustu inn í fjórð- unginn og auka samstarf og samnýtingu á starfsfólki milli sjúkrastofnananna i fjórðungnum. Landlæknir og fylgdarlið hans hafði ætlað að hefja ferð sína á Homafirði en sú ætlan fauk út i veður og vind í bókstaflegri merk- ingu. Þau munu á næstunni fara álíka kynningarferð á Norðaustur- land. -SB Návígi Stjórnmálaskýrendur, leikir og lærðir, hafa verið önnum kafnir við að leita skýringa á ákvörðun Bjöms Bjarnasonar menntamálaráðherra að gefa ekki kost á sér í varafor- mannsembætti Sjálf- stæðisflokksins. Margar skýringar eru á lofti, misgáfu- legar eins og geng- ur. Þeir sem þekkja sögu íhaldsins hafa hins vegar leitað skýringanna allt aftur tfl þings Sam- bands ungra sjálfstæðismanna á Eg- flsstöðum 1971. Þar tókust Bjöm Bjarnason og Friðrik Sophusson harkalega á um formannsembætti ungliðanna og hafði sá síðamefndi betur. Slagurinn skfldi marga eftir sára og sum sárin greru seint og illa. Björn hefur því slæma reynslu af hörðum kosningaslag sem háður er í návígi og það réð nokkra um ákvörð- un hans að etja ekki kappi við Geir H. Haarde... Hákarlaslagur Fóstbræðurnir harðskeyttu, Logi Bergmann Eiðsson, stjómandi Gettu betur, og 111- ugi Jökulsson dóm- ari fá sannkallaða hákarla í sjónvarps- sal á fóstudags- kvöld. Þá keppa hið sigursæla lið Menntaskólans í Reykjavik og öfl- ugt lið Verzlunar- skóla íslands. Mikfll titringur er fyrir keppnina en hvorugt liðið getur hugsað sér að tapa. Því veldur rótgróin spenna sem verið hefur mflli skólanna tveggja. Tískufrík segja MR-ingarnir gjaman um Verslinga sem svara um hæl og segja MR-ingana illa haldna af gáfu- mannahroka... Hefill I fréttatilkynningu frá frambjóð- endum Samfylkingar á Norðurlandi eystra kennir margra skemmtilegra grasa og munu tveir frambjóðendur ætla sér aö opna próf- kjörsmiðstöð. Fram kemur að þetta séu þau Örlygur Heflll Jónsson og Kristin Sigursveinsdóttir. Síðast þegar vitað var var seinna nafn Örlygs Hneffll en hugsan- legt er að í tilefni stjómmálaþátttöku sinnar hafi hann ákveðið að verða heflaðari. Hvað óheflaðir kjósendur gera í prófkjörinu er önnur saga. í sömu tilkynningu kemur fram aö Heimir Már Pétursson muni reyfa málin, hvað sem það nú þýðir. Slag- orð Örlygs gæti oröið Heflað og reyf- að... í faðmi Johnsens í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi stóð Vestmannaeyjajarl- inn Ámi Johnsen uppi sem sigur- vegari meðan Drífa Hjartardóttir vermdi annaö sætið. Einhver um- ræða fór fram um það fyrir prófkjör- ið hvort aðrir karlframbjóðenur ættu að sameinast gegn Árna en metorða- gimdin í þeirra röðum mun hafa komið í veg fyrir slíkt. Hins vegar virðist Ámi hafa verið búinn að koma ár sinni vel fyrir borð í þessum efnum. Þegar talið var upp úr kjörkassanum frá Vest- mannaeyjum fannst viðstöddum sem Eyjamenn i talningarherberginu yrðu svohtið kindarlegir í framan. Á hverjum seðlinum á fætur öðrum byrjaði lesturinn á „Ámi Johnsen og Drífa Hjartardóttir'*. Árni sagði menn vera að dæma sig af verkum sínum í prófkjörinu. Víst þykir að hann hefur látið hendur standa fram úr ermum f kosningabaráttunni og fangað Drífu i sinum stóra faðmi... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.