Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 11
JL>"\r ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 enmng u Form, rými og hreyfing Fyrsta verkið á sýningu Is- lenska dansflokksins í Borg- arleikhúsinu síðastliðið fostudagskvöld var Flat space moving eftir Portúgal- ann Rui Horta, sem hefur hlotið frægð sem danshöf- undur og verk hans verið sýnd víða um heim. Nýlega fékk hann danshöfundaverð- laun sjálfstæðra leikrita- framleiðenda í Þýskalandi sem veitt eru annað hvert ár fyrir markverðasta framlag- ið til þýsks dansheims. Hann hefur samið verk fyrir marga af bestu ballettflokk- um Evrópu, svo sem Culberg Ballettinn í Svíþjóð, en verk- ið Flat Space moving samdi hann fyrir þann flokk 1997. Dans Lilja Hallgrímsdóttir Rui Horta byggir verkið á formi, rými og hreyfingu. Hann stundaði nám í bygg- ingarlist og hefur unnið að myndlist jafnframt dansin- um. Hann hannar tjöld og lýsingu í sýningunni og fell- ur hvort tveggja vel að dans- verkinu. Segja má að ljósin dansi með dönsurunum. Búningar Kathy Brunner eru sérstakir, fallegir og fjöl- breytilegir, þó undirtónninn sé sá sami á þeim öllum. Verkið snýst um samskipti og samskiptaleysi fólks sem tekur breytingum eftir rým- inu frekar en þótt einhver tali og tali. Þegar græni dansdúkurinn í sýn- ingunni er orðinn lítill þríhymingur í lokin þá minnist maður græna litarins á jörðinni sem alltaf er að verða minni og minni. Dansverkið er framúrskarandi og fagna ég því að íslenski dansflokkurinn hafi fengið tækifæri til að glíma við það. Flokkurinn er orðinn samstæður, góður hópur sem ræður vel við erfið verk eins og þetta. Dönsurunum fer enn fram og vil ég nefna Jóhann F. Björgvins- son sem hefur eflst mikið. Á frumsýningunni dansaði Katrín Á. Johnson stærsta kvenhlut- Katrín Á. Johnson sýndi mjög góðan dans í framúrskarandi dansverki Rui Horta. DV-mynd E.ÓI. verkið og brást hún ekki vonum manns held- ur sýndi mjög góðan dans. Chad Adam Bantner túlkaði sannfærandi í tali og dansi hlutverk utangarðsmannsins bjartsýna sem reynir að koma hugmyndum sínum til ann- arra. Það er mikill fengur fyrir flokkinn að hafa fengið eins góðan listamann og Chad Adam til liðs við sig. Annað verk sýningarinnar var Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur. Verkið var sérstak- lega samið fyrir íslenska dansflokkinn og var þetta frumsýning þess. Kæra Lóló er létt og fágað verk gert við 18. aldar tónlist. Mjúkur dans með klassísku yfirbragði og gleði einkenna verkið. Búningar Hjördísar Sigurbjörnsdóttur voru glæsilegir. Allir dans- ararnir gerðu sínum hlut- verkum góð skil en sérstak- lega vil ég nefna Hildi Ótt- arsdóttur sem greip augað hvað eftir annað. Lára Stef- ánsdóttir dansaði aðalhlut- verkið af sinni alkunnu snilli og var tvídans hennar og Chad Adam mjög góður. Að lokum kom Diving eft- ir Rui Horta, fyrst sýnt í Frankfurt 1991, byggt á texta og hreyfingum ásamt nátt- úruaflinu vatni. Hér er utan- garðsmaðurinn á stökkbretti fyrir dýfmgarmenn. Hann heldur ræðu í bundnu og óbundnu máli á íslensku og sænsku en enginn hlustar á né skilur hann. Guðmundur Helgason, sem oft hefur sýnt að í honum blundar mikill leikari, gerði hlutverkinu góð skil og þótt hann hefði ekki mikið rými til hreyf- inga á stökkbrettinu kom líkamleg þjáifun hans hér að góðum notum þó ekki væri nema vegna jafnvægisins. Leiktjöld, lýsing og búningar léku stórt hlutverk eins og í fyrra verki Horta en ef til vill tóku þessi atriði of mikla athygli áhorfenda á kostnað dansins. Verkið í heild er skemmtileg tilraun með texta og hreyfingu, en er kannski ekki eins frum- legt nú og þegar það var frumsýnt. Á sívaxandi áhorfendaöölda á sýningum ís- lenska dansflokksins sést að stefna listdansstjóra flokksins, Katrínar Hall, er komin til að vera. Ég óska aðstandendum sýningarinnar til hamingju og þakka fyrir góða skemmtun. Islenski dansflokkurinn frumsýnir 5.2. á Stóra sviði Borgarleikhússins: Diving og Flat Space Moving eftir Rui Horta og Brot - Kaera Lóló eftir Hlíf Svavarsdóttur. Listdansstjóri íslenska dansflokksins: Katrín Hall. Um borð í Pegasus Hugmyndin að leikverkinu Hótel Heklu er skemmtileg. Karlmaður í embættiserindum lend- ir í orðaskaki við flugfreyju út af sæti í flugvél á leið til Ósló og Stokkhólms. Einnig kýta þau um handfarangur sem hann vill hafa í kjöltu sér en það stangast á við reglugerðimar sem hún kann utanbókar. Eftir þrefið sofhar hann og dreymir áframhaldandi viðskipti sín við flugfreyjuna þar sem allt er á súrrealískum nótum: ljóðabókum er útbýtt í vélinni í stað Morgunblaðsins, það eru ljóð í matinn og orðræður em meira og minna í bundnu máli. Fjör færist í drauminn þegar flug- freyjan stelur hinum leyndardómsfulla og dýr- mæta handfarangri mannsins og fer með hann inn á hótel í erlendri borg þar sem hún reynir að opna töskuna með sög og farþeginn dulbýr sig með gervinefi og þykist vera þjónn á hótelinu til að reyna að komast aftur yfir töskuna sína ... Þórey Sigþórsdóttir var undurfalleg rauðklædd flugfreyja og náði bæði hinu fjarræna fasi flug- freyju veruleikans og ólíkindalátunum í flug- freyju draumsins. Hún fer einstaklega vel með ljóðrænan texta eins og sjónvarpsáhorfendur hafa sannfærst um undanfarna mánuði, og verð- ur lengi í minnum haft hvernig hún flutti til dæmis „Ég verð að vera hluti af einhverju“ eftir Flugfreyjan og erfiði farþeginn: Þórey Sigþórsdóttir og Hinrik Ólafsson í hlutverkum sfnum. DV-mynd Hilmar Þór Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir Elísabetu Jökulsdóttiu: fljótlega eftir flugtak eða ljóð Diddu, „Nei, í dag ætla ég ekki að vera há- dramatísk". Ekki fór hún síður með staðlaðan flugfreyjutextann á þremur tungumálum sem vakti mesta kátínu á frumsýningunni í fyrra- kvöld. Hinrik Ólafsson leikur farþegann og gerði líka margt skínandi vel. „Orð“ eftir Sigfús Daðason smellpassaði inn í atburðarásina en sérstaklega naut Hinrik þess að fara með ljóð Kristínar Ómarsdóttur, „Að sumarlagi er best að fá sér sítrónubrjóst“. Salurinn var farinn að sleikja út um þegar hann hætti loks að smjatta á því. Eina ljóðið sem farið var með af nokkru viröingarleysi var „Hótel Jörð“ eftir Tómas Guðmundsson. Þar voru skilaboðin skýr: stuðluð og rímuð ljóð eru til þess að syngja þau; þau geta ekki orðið hluti af daglegum texta nútímalífsins eins og hin óhefðbundnu. Sá er galli á Hótel Heklu að það er eftir að þjappa textanum betur saman, og i samræmi við eðli verksms er alveg ómögulegt að hafa hlé í því miðju. Hótel Hekla er 34. frumsýning Kaffileikhúss- ins síðan það tók til starfa i október 1994. Það hefur auðgað bæjarlífið þessi ár með margvís- legum uppákomum og vonandi verður næsti framkvæmdastjóri þess jafnhugmyndaríkur og Ása Richardsdóttir sem yfirgefur húsið í vor. Kaffileikhúsið og leikhópurinn Fljúgandi fiskar sýna í Kaffileikhúsinu: Hótel Hekla eftir Anton Helga Jónsson og Lindu Vilhjálmsdóttur Leikmynd og búningar: Áslaug Leifsdóttir Ljósahönnun: Ævar Gunnarsson Hljóð: Páll Sveinn Guðmundsson Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Ásgeirsson - ekki Árnason Þau leiðu mistök urðu í frétt á menn- ingarsíðu í gær um tilnefningar til Menningarverðlauna DV í byggingarlist að ranglega var farið með fööumafh ann- ars arkitekts Tónlistarhússins í Kópa- vogi. Höfundar þess em Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson en ekki Ámason og biðjumst við innilega afsökunar á klaufa- skapnum. Pétur og Proust Annaö kvöld kl. 20.30 ætlar Pétur Gunnarsson að halda fyrirlestur um franska rithöfundinn Marcel Proust í salarkynnum Alliance Frangaise að Austurstræti 3, gengið inn frá Ingólfs- torgi. Verk Prousts sem í ís- lenskri þýðingu Péturs hefúr fengið nafnið í leit að glötuðum tíma er eitt af stórvirkjum heimsbók- menntanna. Hugsun þess, frásagnarhátt- ur og stíll ber allt snillingi vitni. Pétur hefur nú gefið út fyrsta hluta þessa mikla sagnabálks, Leiðina til Swann, í tveimur bindum (Bjartur 1997 og ‘98) og vinnur að framhaldinu. Um þýðingu Péturs sagði Geirlaugur Magnússon m.a. í þessu blaði: „Sannar- lega sýnir það sig í þýðingu þessari hví- líkt þanþol tungan hefur. Löngu máls- greinarnar hans Prousts, svo ofurfransk- ar, era orðnar rammíslenskar í meðför- um þýðandans. Ef það er ekki afreksverk veit ég ekki hvað afrek er.“ Pétur mun tala á frönsku og íslensku og er öllum heimill aðgangur. Háskólatónleikar í hádeginu á morgun, kl. 12.30, verða Háskólatónleikar í Norræna húsinu. Þar munu Hallfríður Ólafsdóttir flautuleik- ari og Miklós Dalmay píanóleikari leika verk eftir Anne Boyd og Sergei Prokofi- ev. Aðgangur er ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírtemis, aðrir greiða 400 kr. Að skrifa eins og hinar Sigþrúður Gunnarsdóttir heldur fyrir- lestur á vegum Rannsóknarstofu i kvennafræðum á fimmtudag- inn kl. 12-13 í stofu 2011 Odda. Hann fjallar um saumakonuna undan Eyjafjöllum, Önnu frá Moldnúpi, sem þvældist um viða veröld en kom heim á milli og skrifaði ferðasögur sem hún gaf út sjálf af miklum dugnaði. Sigþrúður gaf út bók um Önnu sl. haust sem heitir Fjósakona fór út í heim - og vísar titillinn til frægustu bókar Önnu. Fyrirlesturinn kallar Sigþrúður „Aö skrifa eins og hinar“ og fjallar þar um ferðasögur Önnu, sjálfsævisögur kvenna og önnur ritstörf þeirra. Fyrirlestur og námskeið A morgun kl. 12.30 ætlar Erla Þórarinsdóttir myndlist- armaður að fjalla um eigin list í fyrirlestri i Myndlista- og handíðaskóla íslands, Skip- holti 1. Á næstunni hefjast ýmis námskeið við MHÍ. Námskeið í teiknimyndagreð hefst á laugardaginn kemur og verður þrjár helgar. Þar verð- ur farið yfir grandvallaratriði í klass- ískri teiknimyndagerð og hún tengd við nútíma tölvutækni í gerð teiknimynda. Einnig verða kynntar aðrar tegundir hreyfimynda, brúðumyndir, klippimynd- ir og fleira. Kennari er Jón Axel Egilsson kvikmyndagerðarmaður og kennslan fer fram í Skipholti 1. 15. febrúar hefst námskeið í módel- teikningu í MHÍ í Laugamesi. Kennari er Hafdís Ólafsdóttir. Og 16. febrúar hefst námskeið í myndbandaklippingu í tölvu sem einnig verður í Laugamesi. Kennari er Arnfinnur R. Einarsson myndlistar- maður. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.