Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Engin er rós án þyrna í fLestum tilvikum gagnast prófkjör flokkunum, sem standa að þeim, svo sem sést af dæmum síðustu tveggja helga. Ef barátta milli einstaklinga verður ekki neikvæð og niðurstaðan ekki óþægileg frá svæða- eða kynjasjón- armiðum, er betur af stað farið en heima setið. Sagan kennir okkur að vísu, að ekki er unnt að setja samasemmerki milli niðurstöðu í prófkjöri og stuðnings í kosningum. Nokkur dæmi eru um það, til dæmis hjá Alþýðuflokknum, að fLeiri hafa tekið þátt í prófkjöri en síðan hafa stutt flokkinn í kosningunum á eftir. Þetta stafar af, að fLokksleysingjar og allra flokka kvik- indi taka óspart þátt í opnum prófkjörum eins og þau tíðkast flest og meira að segja líka í lokuðum prófkjörum eins og hjá FramsóknarfLokknum. Menn ganga í flokka eftir þörfum eins og að skipta um jakka. Prófkjör vekja athygli. Þau sýna líf og fjör. Frambjóð- endur fá tækifæri til að beina kastljósinu að sér persónu- lega fremur en að sameiginlegum málefnum framboðs- listans. Persónur höfða meira en málefni til fólks. Með prófkjörum verður pólitíkin persónulegri. Þeir, sem sigra í prófkjöri, fá forskot á athygli, sem kemur framboðslista þeirra að gagni í sjálfri kosninga- baráttunni. Samtök jafnaðarmanna hafa eflt ímynd helztu frambjóðenda sinna í Reykjavík og á Reykjanesi og snúið óþægu almenningsáliti sér í hag. Af Suðurlandi er Ámi Johnsen gott dæmi. Sumir hafa skemmt sér við að gera grín að honum. Eftir mikinn sig- ur í risavöxnu prófkjöri er ekki lengur hægt að líta á hann sem léttadreng. Hann er orðinn að þungavigtar- manni með öflugt landshlutafylgi að baki sér. Framsóknarflokkurinn lenti í minni háttar erfiðleik- um í prófkjörinu á Norðurlandi vestra, þegar Vestur- Húnvetningar náðu ekki manni á blað. Þá eiga konur erfitt uppdráttar í prófkjörum þess flokks og Sjálfstæðis- flokksins. Annars hafa prófkjör gengið vel. Það skaðar Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík að etja kappi við lista Framsóknarflokksins og Samtaka jafnað- armanna, sem byggðir eru upp af prófkjöri. Kosningavél- in er lakar smurð, stemningin minni og frambjóðendur ópersónulegri en hjá keppinautunum. í lofræðu um prófkjör má ekki líta fram hjá miklu og vaxandi vandamáli kostnaðar. Frambjóðendur eru úr eigin vasa, vina og kunningja að leggja út milljón krón- ur á mann eða meira til að ná sér í vinnu, sem gefur ekki af sér nema þrjár-fjórar milljónir á ári í tekjur. Samtök jafnaðarmanna á Reykjanesi reyndu að halda kostnaði í hófi með hömlum á auglýsingar. Þau gáfu líka út sameiginlegan bækling fyrir alla. Samt varð baráttan einstaklingunum dýr sem annars staðar. Fleiri en einn hafa vafalítið farið yflr eina milljón í tilkostnað. Vel heppnuð prófkjör leiða til fjölgunar prófkjöra í framtíðinni og enn meiri útgjalda frambjóðenda sjálfra. Kostnaðarvandamálið þarf að taka fastari tökum, áður en það fer gersamlega úr böndum í spilltum sníkjuher- ferðum, svo sem dæmin sýna frá Bandaríkjunum. Þeir vita bezt um þetta, sem hafa aflað sér þingsætis í erfiðum prófkjörum. Þeir ættu að ræða saman þverpóli- tískt um vandamálið og kanna, hvort ekki er hægt að hamla betur gegn kostnaði í framtíðinni og koma niður- stöðum sínum á framfæri við flokkana. Engin er rós án þyma. Að öllu samanlögðu eru prófkjör ágæt og lífleg aðferð til að auka pólitískan áhuga, dreifa valdi til fólks og efla lýðræði í landinu. Jónas Kristjánsson Sjúkdómar af völdum örvera og sníkla hafa herjað á mannkyn frá upphafi og valdið svo mörgum dauðs- follum að ekki verður nokkurn tíma tölu á komið. Svo er enn þótt mikil bót hafi verið ráðin á. Talið hef- ur verið að malaría hafi valdið stórum hluta allra dauðs- falla frá upphafi og enn herjar sú pest á fólk á hitabeltis- svæðum fjöl- margra landa; hún er enn erfið viður- eignar, aðallega þar sem um frum- dýr er að ræða. „I nokkrum Afríkulöndum deyja margar þúsundir á dag af alnæmi og pestin breiðist enn út! Enginn veit enda þeirrar sögu“. Endurhvarf til fortíðar Talið er að enn taki áratugi að finna örugga lækningu við þeim vá- gesti. Á seinni öldum hafa hræðilegar drep- sóttir af völdum bakter- ía og veira herjað á svokölluð þróuð lönd á norðlægum slóðum en nú hefur verið ráðin bót á þeim flestöllum. Meðalaldur fólks hefur hækkað þar mjög og nú er helst glímt við sjúk- dóma af völdum rangra lifhaðarhátta eða sem eru erfða- eða atvinnu- tengdir. Einnig er talið að umhverfistengdir sjúkdómar láti í vax- andi mæli á sér kræla. Þessi saga verður aldrei sögð öll í stuttu máli. Glæsilegir sigrar hafa verið unnir í heil- brigðisvísindum og næstum allt mannkyn nýtur nú meira öryggis en nokkru sinni fyrr. En á sama tíma blasa ógnvænleg vandamál í umræddum efnum við hluta mannkyns og heimurinn stendur ráð- þrota, að því er virðist. Alnæmi er nú sá ógn- valdur sem blasir við eins og óstöðvandi náttúruhamfarir sem þegar hafa lagt fjölda landa í Afr- íku hálfgert í rúst. Ennþá fer vandamálið þar vaxandi. Sefur heimsbyggðin? Umrædd vandamál eru útbreidd um flest lönd Afríku og eru löndin sunnan Sahara verst. Botsvana, Kenía, Malaví, Mósambík, Namibía, Rúanda, Suður-Afríka, Sambía og Simbabve má nefna, en þar heldur tala sýktra áfram að vaxa í öllum Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur nema einu. Talið er að milli 30 og 40 milljónir Afríkubúa hafl sýkst frá átt- unda áratugnum en það eru um þrír fjórðu af öllum sýkt- um í heiminum. Rúmur tugur millj- óna manns hefur þegar látist þar. Töl- ur allar eru óná- kvæmar og byggjast á rannsóknum á til- teknu fólki. Þegar fólk veltir því fyrir sér að einn þriðji íbúa eins landsins er sýktur fallast því „Þegar fólk veltir því fyrir sér að einn þriðji íbúa eins landsins er sýktur fallast því hendur. Fréttir berast af og til af umræddu ástandi: - „Get ég fengið kaffí- bolla? Skiptum um rás.“ - Van- máttur eða afskiptaleysi ein- kennir viðbrögð fólks eða það skynjar ekki vandann. “ hendur. Fréttir berast af og til af umræddu ástandi: - „Get ég fengið kaffibolla? Skiptum um rás.“ - Vanmáttur eða afskiptaleysi ein- kennir viðbrögð fólks eða það skynjar ekki vandann. Alþjóða- stofnanir reyna að gera eitthvað en þær ná aðeins tO hluta fólks og í takmörkuðum mæli. Sjúkdómurinn er kominn undir stjóm í flestum þróuðum löndum og lyfjablöndur virðast geta haldið honum niðri en þær kosta hundruð þúsunda á hvern sýktan einstakling á ári. Svo er vonast til að algjör lækning verði fundin í framtíðinni. Hugsanlega skýrir þetta afskiptaleysi fólks nú í efn- uðum löndum og fordómar einnig að einhverju leyti. Það er eins og sumir líti á sjúkdóminn eins og gert var við holdsveiki í gegn um aldirnar. Jafnvel Biblian segir okkur hvernig holdsveikir voru útskúfaðir í fyrndinni. Óhreint fólk! Það er eins og fortiðin sé að halda innreið sína. Áfallahjálp Sjálfagt hefur verið talið að rétta hjálparhönd þegar náttúru- hamfarir hafa orðið. Hvirfilvind- ar, flóð, hungursneyðir eða jarð- skjálftar hafa valdið miklum stað- bundnum hörmungum. Þá hef- ur stundum verið brugðist við á alheimsvísu af miklum rausnarskap, jafnvel við að afla matvæla eða koma þaki yfir eftirlifandi fólk í hremm- ingum. í nokkrum Afríkulönd- um deyja margar þúsundir á dag úr alnæmi og pestin breið- ist enn út! Enginn veit enda þeirrar sögu. Alþjóðastofnanir reyna að bregðast við eftir mætti, sem er takmarkaður, en aðeins næst til fólks sem kemur inn á sjúkra- stofnanir eða er í skólum. Mál- ið er að sjálfsögðu erfitt en án þess að ætla sér að ráðskast með atferli fólks er unnt að gera margt með fræðslu og lyfjum eins og gert er hjá efnuðum þjóðum. - Bræður okkar og systur í neyð eiga beinlín- is rétt á því að allt sé gert. íslenska þróunarstofnunin mun hugsanlega snúa sér einnig að heilbrigðismálum í náinni framtíð en framlög þjóðarinnar eru bein- línis skammarleg miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Aberandi samdráttur „Vel má vera, að við íslendingar séum að upplifa mesta góðæri aldarinnar, þótt það skuli ekki fullyrt. En við íslendingar þekkjum það betur en flestar aðr- ar þjóðir, að umskiptin geta orðið snögg á báða bóga. Segja má að samdráttur hafi hafizt á miðju ári 1998 eins og hendi væri veifað og kom flestum á óvart... Hrávöruverð hefur farið lækkandi að undanfómu og því er nú spáð, að sú þróun haldi áfram ... Þegar bygging álvers Norðuráls hófst var gert ráð fyrir, að álverð mundi halda áfram að hækka. Niðurstaðan hefur orðið önnur ... En það er ekki bara álverð sem er lækkandi um þessar mundir. Verð á mjöli og lýsi hefur einnig lækkað. Það þýðir líka, að sjómennirn- ir fá minna í sinn hlut en áður.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 7. febr. Ofbeldi í boltaíþróttum? „Þetta ofbeldi held ég að hafi ahtaf verið tU, en það sem hefur hins vegar verið á hægri leið upp yngri flokkana síðustu árin er agaleysi og sem er ekki nýtt vandamál. Menn hafa kvartað undan því síðustu ár og sagt að iðkendurnir hafi þá ekki aUtaf vitað hvar mörk mUli rétts og rangs séu. Óhóflegur munnsöfnuður og hegðun fólks í kringum íþróttim- ar eru hluti af þessu, menn eru tU dæmis famir að kaUa vígorð á leikjum í stað þess að hvetja sitt lið áfram með heilbrigðum hætti - og slíkt hefur áhrif á yngri kynslóðina." Samúel Örn Erlingsson í Degi 6. febr. Straumar sögunnar „Fáir atburðir mannkynssögunnar hafa komið jafn mikið á óvart og faU Berlínarmúrsins og hrun kommúnismans í Austur-Evrópu árið 1989 ... Senni- lega urðu engir meira undrandi en sérfræðingar í ut- anríkismálum og þá sérstaklega þeir sem höfðu sér- hæft sig í málefnum kommúnistaríkjanna ... Ef kommúnisminn hefði haldið veUi í nokkur ár enn, sem var vel raunhæfúr möguleiki, hefði þróun al- þjóðamála orðið allt önnur ... Minnkandi spennu í heiminum fylgdi lægra olíuverð og aukið framboð á ýmsum hráefnum og iðnaðarvamingi frá Austur- Evrópu gerði þungaiðnaðinn óarðbæran. Afleiðingin er sú að nú sjö árum síðar er liið gamla rússneska stórveldi að hruni komið efnahagslega og stjóm- málalega." Árni Árnason í Lesbók Mbl. 6. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.