Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 13 Lenda - hafna hljóta - ná... „Þeir sem stunda íþróttir gera það fyrst og fremst fyrir sjálfa sig,“ segir Gunnhildur m.a. í grein sinni. um hlotnaðist, hann náði næst- besta árangri á mótinu o.s.frv. Mikil vinna Ég hef metnað fyrir hönd ís- lensks íþróttafólks, hvort sem er heima eða á erlendri grundu. Mér er ljóst að mikil vinna, timi og erf- iði liggur á bak við árangur í íþróttagreinum. Það er dýrt að stunda íþróttir. Fatnaður, golfsett, spaðar, skíði og skautar kosta sitt. Að maður nefni ekki fyrirhöfnina við að koma sér á æfingastað. Oft eru íþróttahús svo umsetin að ekki er hægt að fá æfingatíma fyrr en seint á kvöldin eða efdsnemma á laugardags- eða sunnudags- morgnum. Á þeim tímum liggja al- menningssamgöngur niðri eða eru í lágmarki. Þeir sem stunda íþróttir gera það fyrst og fremst fyrir sjálfa sig. Þeir bestu taka þátt í keppni er- lendis og er alltaf gaman fyrir okk- ur sem heima sitjum að fá fréttir af árangri þeirra. Gengi þeira er mismikið, en ég hef alltaf litið svo á að markmið íþrótta væri heil- brigð sál í hraustum líkama og mest um vert væri að taka þátt. Sýnum íþróttafólkinu okkar virð- ingu og tungunni líka. Gunnhildur Hrólfsdóttir Við íslendingar erum framarlega á mörgum sviðum og eigum, mið- að við fólksfjölda, marga framúrskarandi einstaklinga sem geta sér gott orð á ýmsum vettvangi. í hverjum fréttatima fáum við fregnir af einhverri íþróttagrein og leikjum er lýst í beinni útsend- ingu bæði í sjónvarpi og útvarpi. En oft vek- ur málnotkun frétta- manna athygli mina þegar þeir segja frá gengi okkar ágæta íþróttafólks. Okkar menn eru að sigra, segir þulurinn gjarnan þegar drengj- unum okkar gengur vel. Hins veg- ar eru það oft íslendingar sem tapa leikjum. Þá eru þeir ekki lengur drengirnir okkar. í mörg ár voru öll mörk sem skoruð vor glæææsileg, sóknar- leikur var glæææsilegur, einstak- lingar voru glæææsilegir. Þetta var orðið dálítið þreytandi. í dag berjast menn til síðasta blóðdropa, þeir sýna tennurnar og meistara- takta, hún ver eins og berserkur. Að ekki sé nú talað um hraðaupp- hlaup og dauðafæri af línu og stór- leik í marki. Svo má lesa um það að íslenskir knatt- spyrnumenn séu meiri markahrókar en sparkbræður þeirra í Englandi og Ítalíu og oft eiga fs- lendingar stórkost- legan leik. Fræknir íþrótta- menn og auðugt mál Ekki verður um villst að við eigum marga frækna iþróttamenn af báð- um kynjum. Við eigum einnig auð- ugt mál. Því rak mig í rogastans þeg- ar ég las þær fréttir að Björgvin Björg- vinsson, skíðamaðurinn efnilegi frá Dalvík, hefði „hafnað“ í öðru sæti á alþjóðlegu stórsvigsmóti. Takið eftir; þetta var alþjóðlegt mót og hann hafnaði í öðru sæti. Því er ekki sagt að hann hafi náð öðru sæti eða hreppt annað sæti? Maðurinn er 19 ára og var í 4. sæti heimslista í stórsvigi í sín- um aldursflokki um áramót. í Orðastað, . bók um íslenska mál- notkun segir um sögnina að hafna (lenda): hann varð sekur um ým- iss konar afbrot og hafnaði að lok- um í fangelsi; bréfið hefur hafnað ofan í skúffu. Eftir margra ára æflngar og bar- áttu „hafnaði" Björgvin sem sagt í öðru sæti. Svo frábær árangur kallar á jákvæðara lýsingarorð og tungan okkar á nóg af þeim. Hon- Kjallarinn Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur „Okkar menn eru að sigra, segir þulurinn gjarnan þegar drengjun- um okkar gengur vel. Hins vegar eru það oft íslendingar sem tapa leikjum. Þá eru þeir ekki lengur drengirnir okkar.“ Þegar fólkið kýs með fótunum Hægt er að líkja búferlaflutning- um við það að fólk kjósi með fót- unum og velji á milli byggðarlaga. Það sem ræður því kjöri eru al- menn lífskjör á hverjum stað en fólk vill búa þar sem það telur að sér vegni best. Árangursríkar byggðaaðgerðir verða að taka fullt tillit til þessara persónulegu sjón- armiða en þótt einstökum byggð- um sé hjálpað með sértækum að- gerðum breytist heildarmyndin ekki. Þess vegna þarf almennar aðgerðir sem ná beint til fólksins sjálfs, án milligöngu stofnana, nefnda og ráða. Við þurfum lífskjarastefnu Leiðin að þessu markmiði getur legið í gegnum skattkerfið. Nú eru háir skattar á bifreiðar og bensin og ríkið hagnast um 27 milljarða á ári af þessum gjöldum, að mati FÍB. Lækkun á þessum sköttum myndi koma öllum landsmönnum vel en landsbyggðarmönnum mun betur því þeir eyða að meðaltali 40% meira í rekstrarkostnað bif- reiða sinna vegna lengri fjar- lægða. Að sama skapi mun lækk- un virðisaukaskatts verða til bóta því hann leggst ofan á flutnings- kostnað og eyk- ur verðmun á milli stórra þétt- býlissvæða og smærri staða. Þetta myndi því skapa meiri kaupmátt úti á landi og styrkja samkeppnis- stöðu lands- byggðarfyrir- 1 tækja. Þá ber að íhuga aðrar leið- ir, svo sem að lækka önnur gjöld til ríkisins sem landsbyggðarfyrirtæki þurfa að bera. ... og betri samkeppnisstöðu Mikilvægt er að skapa nýja val- kosti í atvinnulífi með því að styrkja nýjar hugmyndir á hverj- um stað. En það kemur fyrir lítið ef háir skattar á samgöngur og flutninga hamla ný- sköpun og koma í veg fyrir uppbyggingu iðn- aðar og þjónustu. Óhagræði vegna fjar- lægða og flutnings- kostnaðar er hreinlega of mikið á landsbyggð- inni og raunveruleg nýsköpun getur því ekki orðið fyrr en sam- keppnisstaða atvinnu- lífsins batnar úti á landi. Lægri skattar á að- fong og rekstur myndu á sama tíma styrkja grundvöll höfuð- atvinnuveganna, land- búnaðar og sjávarút- vegs, sem áfram verða burðarásar byggðar i landinu. Það þarf einnig að tryggja jafnt aðgengi fólks til menntunar hvar sem er á landinu en það er bæði erfiðara og kostnaðarsamara fyrir foreldra á landsbyggðinni mennta börn sín. í öðru lagi verð- ur að efla menntunarstofhanir úti á landi og ekki hvað síst hvað varðar starfs- og tæknimenntun. Fólk sem menntast í sinni heima- byggð er líklegra til þess að festa rætur þar, auk þess sem starfs- fólki og verkefhum námsstofhana fylgir kraftur. Enn fremur er mikil þörf á því að fá menntað fólk út á land til þess að sinna lykilþjónustu, s.s. í heilbrigðis-og fræðslumálum. For- dæmi eru fyrir því erlendis að gefa sér- menntuðu fólki, sem mikil samkeppni er um, eftir hluta af námsskuldum eða veita skattaivilnan- ir svo það fáist þangað sem brýn þörf er á þjónustu þeirra. Ekkert bruðl Ekkert af því sem að ofan er nefnt get- ur talist fjáraustur eða ósanngimi. í raun mismunar skattkerfið þeim sem búa úti á landi og eru háðir landflutningum og samgöngum og það er réttlætis- mál að lífskjör séu sem jöfhust á milli þegnánna. Og fjármagn sem varið er til nýsköpunar og styrkir nýtingu auðlinda landsins kemur allri þjóðinni til góða. Jón Bjamason „Mikilvægt er að skapa nýja val- kosti í atvinnulífi með því að styrkja nýjar hugmyndir á hverjum stað. En það kemur fyrir lítið ef háir skattar á samgöngur og flutn- inga hamla nýsköpun og koma í veg fyrir uppbyggingu iðnaðar og þjónustu.“ Kjallarinn Jón Bjarnason skólastjóri Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal, býður sig fram í 1. sæti Samfylkingar á Norðurlandi vestra í prófkjöri 13. febrúar. Með og á móti Eiga samkynhneigðir að fá að ættleiða börn? Sjálfsögð mannréttindi Ossur Skarphéöins- son alþingismaöur. „Eg er eindregið þeirrar skoð- unar að sömu lög og reglur eigi að gilda um samkynhneigða og aðra, hvort sem það er varðandi ætt leiðingar eða eitthvað annað. dag eru reglur varðandi ætt- leiðingar þannig að þegar fólk vill ætt- leiða böm þarf það að ganga í gegnum mjög nákvæmt mat af hálfu yfir- valda. Þetta mat leiðir svo í ljós hvort sá sem sækir um ættleiðinguna sé hæfur til að ala upp börn. Ég tel að samkynhneigðir eigi að ganga í gegnum þetta sama ferli og ef nið- urstaðan verður sú að viðkom- andi einstaklingar séú hæfir til að verða kjörforeldrar þá eigi þeir aö sjálfsögðu að fá að verða þaö. í mínum huga á það ekki að skipta neinu hvað þetta varðar hvort við- komandi em samkynhneigðir eða ekki. Svo fremi sem þeir eru tald- ir hæfir foreldrar, eins og við hin sem höfum ættleitt, þá eiga þeir að sjálfsögðu að njótá þeirra mannréttinda. Hvað varöar stjúpættleiðingar er ekki spurn- ing að samkynhneigðir eigi að fá að ættleiða börn sambýlisfólks síns. Þar er nefnilega ekki síður um að ræða mannréttindi viðkom- andi bárna þvi stjúpbörn innan staðfestrar samvistar njóta ekki nákvæmlega sömu réttinda, t.d. til erfða, og önnur börn.“ Ekki til góðs „Böm em eftirsótt í lífskeðj- una, annars slitnar hún auðvitað. Öllum ber saman um mikilvægi þeirra til að skapa heimili enda á það að vera griðastaður barn- anna. Sorgar- sagan er aftur á móti sú að bömum er sýnd versta hlið mannlífsins. Þau hafa engan rétt í hjóna- skilnuðum og móðurlífið er ekki lengur hið Snorri Oskars- örugga skjól son 1 Betel- Deirra. En það hryggilegasta er að nú á enn að bæta ofan á þrengingar barna með því að opna þeim leið i upp- eldi samkynhneigðra þar sem lífsmátinn er í hæsta máta áhættusamur. Sambúð samkyn- hneigðra er ótraust og staðfest samvist haldlítil stofnun. Öllum ber saman um gildi fyrirmyndar- innar í kynhlutverki fyrir böm. Það getur ekki verið til góðs þeg- ar samfélagíð er samofið lífsmáta sem leiðir til tætings. Hommar viðurkenna sjálfir að hommar séu allt annað en skírlífir. Sá vett- vangur er því mannskemmandi í uppeldi. Getur Alþingi ekki fund- ið öruggara skjól fyrir framtíðar- œgna þessa lands? Ég get fagnað dví ef ættleiðing bams bjargar því frá fóstureyðingu en ég hryggist yfir hinu að menn velji barninu iann kost að búa við uppeldi þar sem lífsmátinn er áhættusamur í meira lagi og jafnvel eyðnivald- andi þegar verst gegnir.“ -KJA Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.