Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 15 Studebaker, árgerð 1927, fremstur í fyrsta hópakstri Fornbílaklúbbsins árið 1977. Druslur verða drossíur Bílar verða fornbílar þegar þeir ná 25 ára aldri. Hérlendis eru nokkur hundruð gangfærir fornbílar frá öll- um tímum aftur til 1904 þegarfyrsti bíllinn varfluttur inn. Fornbílamir sjást aðeins á sumrin og því lék Tilverunni forvitni á að vita hvað menn væru að bauka yfir vetrartímann. Öm við Bensana tvo. Fólksbíllinn er árgerð 1956 en vörubfllinn frá 1959. DV-mynd Pjetur sumrin leggjast klúbbfélagar í ferða- lög. „Við förum allt að fimmtán ferðir á sumri og svo hittast ailir á lands- móti. Næsta sumar ætlum við að eftia til stórsýningar í Laugardalshöllinni í tileftii þess að 95 ár eru liðin frá því fyrsti bíllinn kom hingað til lands. Vetrartíminn fer að mestu í viðgerðir og menn eru að gera klárt fyrir sumar- ið. Sumartíminn er oftast liflegur og þá taka menn fjölskyldumar með á lands- mótið og i ferðalögin," segir Öm Sig- urðsson, formaður Fombílaklúbbsins. •aþ Örn Sigurðsson, formaður Fornbílaklúbbsins: Menningarsöguleg verð- mæti í fombflunum Flestir íslendingar hafa áhuga á bílum og Halldór Laxness sagði einhverju sinni að þjóðin væri biiatrúar. Ég veit ekki hvemig á þessu stendur en við í Fombílaklúbbmnn finnum fyrir miklum áhuga á fombíl- um oe öllu sem þeim tengist," segir Örn Sigurðs- son, formaður F o r n b í 1 a - klúbbsins. Félagar í Fornbíla- klúbbnum em i kringum sex hundmð og að sögn Amar er mikil gróska í f é 1 a g i n u . „Margir eru að vakna til vitundar um þau menning- arsögulegu verðmæti sem felast í fombílunum. Við höfum undanfarið unnið að því að koma upp bílasafni og stefhum á að það verði opnað árið 2000.“ Amenskir bflar vinsælastir Öm segir islenska fombílaflotann góðan á heimsmælikvarða. Norður- landaþjóðimar standi sig almennt vel í þessum efnum og Svíar og Norðmenn séu meðal þeirra fremstu í heiminum. Öm segir margt merkilegra fombila til hér á landi en þeir eiga það sammerkt að vera flestir bandarískir. „Það hefur alltaf verið minna um evrópska bíla og það var einmitt ástæðan fyrir því að ég leiddist út í þetta. Mér fannst vanta meiri jöftiuð í flotann og ákvað að eign- ast gamla Bensa. Það er dýrara að eiga við evrópsku bílana en sem betur fer Rúdolf Kristinsson: Ætlar að smíða nýjan Thomsensbíl eigum við dálítið af þýskum bílum eftir 1955. Hvað austurevrópska bila snertir þá em þeir að mestu horfnir. Þeir vom mjög algengir alþýðubílar á sjötta ára- tugnum en þvi miður ryðguðu þeir og var flestum hent,“ segir Öm. Stórsýning næsta sumar Starfsemi Fombílaklúbbsins er mik- 0 allt árið um kring. Á vetuma em haldnir vikulegir félagsfundir og á Fyrir tveimur áratugum keypti Rúdolf Kristinsson Ford-bíl frá 1930 af nágranna sínum. Síðan þá hefur hann eytt frítíma sínum í bílskúmum þar sem hann hefur gert upp fleiri bíla en hann hefur tölu á. „Ég hef alltaf haft bíladellu og þeir eru orðnir margir bílarnir sem ég hef gert upp. Fordinn hefur reynst mér vel og ég er búinn að fara tvo hringi um landið á honum. Hann er miðstöðvarlaus en að öðru leyti prýðisbíll," segir Rúdolf. Þegar fornbílar eru gerðir upp nú þá er öllu fleygt sem ekki er upp- runalegt. „Það er kannski galli en margir bílanna verða í raun verri eftir að maður hefur sett alla réttu hlutina í þá. Ég á til dæmis tvo Overland-bíla, frá 1924 og 1926, sem em bremsulausir að framan. Þessir bilar þóttu góðir á sínum tima og það er gaman að eiga þá. Það er alltaf kappsmál að eiga elstu og flottustu bílana enda erfiðast að inn sem kom hingað til lands, árið 1904. Sá bíll er ekki lengur til en Rúdolf hefur þegar tekist að útvega þrjá hluti í hann. „Ég er kominn með vélina, afturöxulinn og gírhús- ið. Boddíið hefúr ekki fúndist og er líklega með öllu ófáanlegt. Þá verð ég bara að smíða það.“ Rúdolf segir að félögum hans i Fombílaklúbbnum þyki hann hálf- ruglaður að ætla að takast þetta verkefni á hendur. Hann segist ekki hlusta á það og stefnir á að bíllinn verði tilbúinn árið 2004, hundrað árum eftir að Thomsensbíllinn kom hingað til lands. „Bíllinn var af gerðinni Cudell og reyndist illa þau fjögur ár sem hann var hér á landi. Það era til sögur af því að krakkar gerðu sér oft leik að þvi að láta hann renna niður Hverfisgötuna og einhverju sinni hafnaði hann víst í Læknum. Það er tilhlökkunarefni að smíða þennan bil og vonandi verður hann tilbúinn á aldarafmæl- inu,“ segir Rúdolf Kristinsson. -aþ Rúdolf við tvo bíla af tegundinni Overland. Sá svarti er frá 1926 og sá blái frá 1924. Að sögn Rúdolfs þóttu þessir bflar prýðilegir í akstri en ekki er víst að nú- tímamanninum fyndist gott að hafa engar bremsur að framan. DV-mynd Pjetur gera þá upp. Það getur tekið mánuði og stundum ár að útvega varahluti sem vantar," segir Rúdolf. Nýjasta verkefni Rúdolfs er ekki af léttara taginu. Hann ætlar að end- ursmíða Thomsensbílinn, fyrsta bíl- Þórður Sveinsson við einn af sínum uppáhaldsbflum. Bíll- inn, sem er sériega fallegur, er Buick, árgerð 1932. Hann er jafnframt elsti gangfæri bíll þessarar tegundar hérlendis. DV-mynd Pjetur gerð 1941, sem ég keypti fyrir tilstilli vinnufélaga míns. Ég keypti bílinn óséðan og viðurkenni hann. Þá er gott að vera þrár og ég lagði strax til at- lögu við hann. Síðan Þórður Sveinsson: Keypti fyrsta fornbílinn óséðan að mér féllust hendur þeg- a r é g á era liöin fimmtán ár og þeir era víst orðnir æðimargir bílamir sem ég hef gert upp,“ sagði Þórður Sveinsson þegar blaðamaður heim- sótti hann á verkstæði hans. „Mað- ur heldur að maður sé sloppinn þegar eimnn bíl er lokið en það er svo voðalega erfitt að hætta. Það er engu líkara en menn verði stundum heltekn- ir af þessu.“ Þórður er kominn á eftirlaun og vinnur við bílana sína á hverjum degi. „Ég gæti þess að vera alltaf bara með einn bíl i einu og klára hann áður en ég byrja á þeim næsta. Mér finnst alltaf skemmtilegast að fá bílana illa fama og auðvitað era elstu bílarnir áhugaverðastir," segir Þórður. Tveir bílar era í mestu uppáhaldi hjá Þórði. Það era Buick 1932, elsti gangfæri bíllinn þeirrar tegundar hérlendis, og Chrysler, árgerð 1941. „Chryslerinn er draumabíll úr æsku. Það var ekki til bíll á mínu æskuheimili en ég man alltaf þegar slíkur bíll kom fyrst í Hólminn þar sem ég ólst upp. Ég heillað- ist gjörsamlega og var strax sannfærður um að fallegri bíll yrði aldrei smíðaður. Mér finnst hann enn óskap- lega fallegur." Þórður segir að þolinmæði og bjartsýni séu nauðsyn ætli menn að gera upp fombíl. „Það sem gerir þetta skemmtilegt er að sjá bílinn verða til. Það er líka gaman að varöveita söguna með þessum hætti og hugsa til þess að bílarnir eiga jafnvel eftir að verða til löngu eftir að maöur er horfinn úr þessum heimi,“ segir Þórður Sveinsson. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.