Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 18
18 Iþróttir Bland i P oka íslands- og bikarmeistararnir í knattspymu, ÍBV, sigmöu Fram, 3-1, í æfingaleik á gervigrasinu á Ásvöll- um í Hafnarfirði á laugardaginn. Mörk ÍBV skomðu Steingrimur Jó- hannesson, Sindri Grétarsson og ívar Ingimarsson. Mark Fram skor- aði Höskuldur Þórhallsson. Helgina á undan lék ÍBV við Skaga- menn á sama velli og þá unnu meist- aramir, 3-0. Mörk IBV skomðu Jó- Itann Möller, Óskar Jósúason og ívar Bjarklind. Gabriel Batistuta, framherjinn snjalli hjá Fiorentina, verður liklega frá knattspyrnuiðkun næstu 6 vik- umar en hann meiddist á hné í leikn- um gegn AC Milan í fyrradag. Bandaríski kylfingurinn Payne Stewart vann sitt fyrsta PGA mót í golfi í fjögur ár þegar hann bar sigur úr býtum á móti sem lauk í Kaliforn- iu í fyrrinótt. Stewart tryggði sér sig- urinn á síðustu holunni og lauk keppni á 206 höggum eða 10 höggum undir pari. Næstur kom Franck Lickliter á 207 höggum og í þriðja sætinu hafnaði Craig Stadler á 209 höggum. Roger Lemerre, landsliðsþjálfari Frakka í knattspymu, hefur valið framheijann Silvain Wiltord úr Bordeaux í landsliðshópinn fyrir vin- áttuleikinn gegn Englendingum á miðvikudaginn. Hann kemur inn í hópinn í stað Lilians Laslanders sem er meiddur. Wiltord er enginn aukvisi en hann er sem stendur markahæsti leikmaður frönsku A- deildarinnar með 15 mörk. Leifur Haróarson, fyrsti alþjóða- dómari íslands í blaki, verður aðstoð- ardómari á Evrópuleik í Portúgal þann 16. febrúar. Þar tekur portú- galska liðið Espinho á móti Olympi- akos Pireus frá Grikklandi. Helga Torfadóttir, landsliðsmark- vörður í handbolta, átti stórleik í marki Bryne gegn toppliðinu Toten i norsku B-deildinni á laugardaginn. Hún varði á þriðja tug skota, en það dugði þó ekki og Bryne tapaði leikn- um, 28-30. Helga og Hrafnhildur Skúladóttir em í aðalhlutverkum í liði Bryne, undir stjóm Einars Guö- mundssonar, en Hrafnhildur var tekin úr umferð nær allan leikinn á laugardag. Jónatan Bow skoraði 17 stig fyrir Edinburgh Rocks í stórsigri á Wort- hing Bears, 85-51, í bresku A-deild- inni í körfubolta á laugardaginn. Þóróur Þóróar- son, markvörður frá Akranesi, þótti standa sig mjög vel í fyrsta æfingaleiknum meö sinu nýja fé- lagi i sænsku knattspymunni, Norrköping, um helgina. Liðið gerði þá 0-0 jafntefli við Átvitaberg á malarvelli í 10 stiga frosti, en Þórður sá við sóknarmönn- um andstæðinganna í nokkrum dauðafærum. Martin O’Neill, framkvæmdastjóri Leicester, viðurkenndi i gær að hann vissi ekki alveg hvemig hann ætti að nota Arnar Gunnlaugsson. Sem sóknarmann með Emile Heskey eða sem fremsta miðjumann fyrir aftan Heskey og Tony Cottee. Amar lék fyrst inni á miðjunni þegar hann kom inn á gegn Sheffield Wednesday á laugardaginn en fór síðan á vinstri kantinn. 8-liöa úrslitunum í meistaradeild Evrópu í handknattleik karla iauk um helgina og em tvö lið frá Spáni komin í undanúrslit en ekkert þýskt en Þjóðverjar státa sig af sterkustu deildakeppni í heimi. Liðin sem kom- in era í undanúrslit eru Barcelona og og San Antonio Portland frá Spáni, Badel Zagreb frá Króatíu og Celje Lasko frá Slóveníu. Barcelona sigraði ungverska liðið Fotex Veszprem í síðari leiknum á heimavelli, 29-24, og samanlagt, 58-53. Patrik Cavar skoraði sjö mörk fyrir Börsunga og Jozsef Eles 7 fyrir Fotex. Badel Zagreb sigraði Zaporozhye, 26-22, í Zagreb og samanlagt 48-43. Bilic og Saracevic skoraðu níu mörk hvor fyrir Badel. Þá sigraöi Lasko frá Slóveníu rússneska liðið Volgograd, 29-23, og samanlagt 51-41. Eins og kom fram í blaöinu í gær vann Kiel lið Portland með einu marki á Spáni en þýska liðið tapaði leiknum á heimavelli með þremur mörkum og er úr leik. -VS/GH/JKS Þrjú heimsmet - hjá Kristínu Rós á sundmóti Ármanns Kristín Rós Hákonardóttir setti þijú heimsmet í flokki hreyfihaml- aöra á sundmóti Ármanns sem haldið var um helgina. Hún synti 50 m skriðsund á 35,68 sek., 100 m bringusund á 1:38,33 mín. og 200 m bringusund á 3:37,18 mín. Þá settu Bjarki Birgisson, Har- aldur Þór Haraldsson og Gunnar Öm Ólafsson alls 8 íslandsmet fatlaðra. Stigahæsti keppandi mótsins úr röðum ófatlaðra varð íris Edda Heimisdóttir úr Keflavik fyrir 200 metra bringusund sem hún synti á 2:36,43 mínútum. Þessi tími er nýtt unglingamet. Þá fékk Eva Dís Heimisdóttir skriðsundsbikarinn fyrir 100 metra skriðsund sem hún synti á 1:01,95 mínútum. Ásgeir Valur Flosason, KR, fékk farandbikarinn eftirsótta sem veittur hefur verið árlega á mótinu. Ásgeir fékk bikar- inn fyrir að koma fyrstur í mark í 100 metra skriðsundi á timanum 54,68 sekúndum. -GH Brassarnir komnir til Ólafsfjarðar DV, Ólaísfírði- Brasilísku knattspymumenn- imir, sem spila með Leiftri í úr- valsdeildinni í knattspymu í sum- ar, komu norður í síðustu viku. Þeir komu til landsins á þriðjudag og héldu norður í fylgd þjálfarans, Páls Guðlaugssonar. Það voru að sjálfsögðu mikil viðbrigði fyrir þessa kappa að koma úr miklum suðrænum hita í norðlenskan vetur, en á móti kem- ur að það er allt á hvolfi á verð- bréfamarkaðnum þar suður frá! Nokkrir dyggir stuðningsmenn tóku á móti strákunum og gáfu þeim viðeigandi fatnað. Þeir byrja að vinna innan tíðar. Mönnum líst vel á þessa fótboltamenn, enda segir Páll þjálfari, sem fór til Bras- ilíu og valdi þá sjálfur, að þeir væru báðir frábærir. Sá yngri heitir Alexandre Bamaeto dos Santos, 24 ára fram- herji, eldsnöggur og ákveðinn. Sergio Luis Barbosa de Maleno heitir miöjumaðurinn sem er 26 ára. -HJ Sergio og Alexandre mátuðu strax Leiftursbúninginn. Þeir kunna eflaust vel við sig í honum þvf hann er keimlíkur hinum fræga landsliðsbúningi Brasilíu. DV-mynd HJ Marcello Lippi pússar gleraugun eftlr að flautað var til leiksloka í tapleiknum í fyrrakvöld. Reuter Sú gamla á hnén - slakasti árangur Juventus í 37 ár. Lippi hættur og Ancelotti strax tekinn við „Gamla kerlingin er komin á hnén“ segir í fyrirsögn í einu ítölsku dag- blaðanna í gær og þar er átt við gengi meistaraliðs Juventus í ítölsku A- deildinni í knattspyrnu. Juventus er í 9. sæti deildarinnar eftir tapleikinn gegn Parma í fyrrakvöld, 15 stigum á eftir forystusauðunum í Fiorentina, og meistaramir eru úr leik í ítölsku bikarkeppninni. Þetta er slakasti árangur félagsins í 37 ár en liðiö hefur borið ægishjálm yfir önnur félög á Ítalíu síðustu árin. Það er ekki bara vamarleikurinn sem hefur bmgðist hjá Tórínóliðinu á leik- tíðinni heldur hefur sóknarleikurinn verið mjög bitlaus. Liðið missti Al- essandro Del Piero í meiðsli í upphafi leiktíðarinnar og hefur ekki tekist að fylla skarð hans sem sést best á því að liðið hefur aðeins skorað 22 mörk í 20 deildarleikjum. Hef reynt allt en ekki tekist Og eftir leikinn gegn Parma dró heldur betur til tíðinda því reiður þjálfari meistaranna, MarceUo Lippi, sagði starfi sínu lausu. „Ef vandamál liðsins er ég þá er ekki um annað að ræða en að hætta. Ég hef reynt allt sem í mínu valdi stendur til að koma lífi í liðiö en það hefur ekki tekist,“ sagði Lippi þegar hann tilkynnti forráðamönnum Juventus ákvörðun sína. Lippi hafði ákveðið að hætta með liðið í lok tímabilsins og búið var að ákveða að Carlo Ancelotti yrði eftir- maður hans. Hlutimir gerðust hratt í herbúðum Juventus í gær og seinni partinn var frá því gengið að Ancelotti tæki strax við stjóminni. Lippi tilkynnti í desember að hann myndi hætta með liðið í vor. „Frá því að ég skýrði mönnum frá að ég myndi hætta í vor hefur liðið leikið illa og ég ber auðvitað fulla ábyrgð á því,“ sagði Lippi. Juventus hefur verið mjög sigur- sælt á Qóram og hálfu ári undir stjóm Lippis. Liðið hefur þrívegis hampað ítalska meistaratitlinum, einu sinni sigrað í Evrópukeppni meistaraliða og tvívegis komist í úrsht á Evrópu- mótunum. -GH ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 Kristján til Stabæk Kristján Halldórsson, þjálfari karlaliðs ÍR í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari norska kvennaliðsins Stabæk fyrir næsta tímabil. Hann fékk tilboð þaðan fyrir skömmu eins og fram kom í DV. Kristján er því á fómm til Noregs á ný eft- ir ársdvöl hér heima því hann þjálfaði þar kvennaliðið Larvik um nokkurra ára skeið. -VS ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 Þjóðverjar lagð- ir í Grenoble ísland hafnaði í 5. sæti á Continental Cup snókermótinu sem lauk í Grenoble í Frakklandi á sunnudaginn. ísland varð í öðra sæti í sínum riðli og spilaði því til úrslita um 5.-8. sætið á mótinu en 16 þjóð- ir tóku þátt. I leiknum um 5. sætið vann íslenska liðið það þýska, 2-1. Brynjar Valdimarsson og Jó- hannes R. Jóhannesson unnu sína leiki en Jó- hannes B. Jóhannesson tapaði sínum. -VS Bruno Kernen fráSviss er með 0,08 sek- úndna forystu í alpatvíkeppni á heimsmeistara- mótinu í Vail í Colorado eftir sigur í bruni í gær- kvöld. Síðari hlutinn, svigið, fer fram í kvöld. Tveir Norðmenn eru á hælum Kernens, þeir Kjetil Andre Aamodt og Lasse Kjus. Hér er Kernen á fleygiferð í brautinni í Vail í gærkvöld. Reuter Gunnar og Júlíus skoruðu grimmt Gunnar Andrésson og Júlíus Jónasson vora í aðalhlutverkum hjá sínum liðum í úrslitakeppni svissneska handboltans um helgina. Gunnar skoraði 8 mörk fyrir Amicitia sem tap- aði, 19-27, heima fyrir Kadetten. Gunnar er orð- inn næstmarkahæsti leikmaður úrslitakeppninn- ar með 34 mörk í 5 leikjum, en Amicitia er hins vegar næstneðst af liðunum átta. Júlíus Jónasson skoraði 6 mörk í útisigri á Endingen, 20-22, og er kominn með 19 mörk i úr- slitunum. St. Otmar er í öðm sæti með 10 stig, jafnmörg og Winterthur sem á leik til góða. -VS Bjarki af staö á ný: Erfiður tími Bjarki Gunnlaugsson er byrjaður að æfa á fúllu á ný með norska knattspymufélaginu Brann en hann er búinn að vera meira og minna meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar. Bjarki er með Brann við æfingar á La Manga á Spáni en hefur ekki tekið þátt í æfmgaleikjum liðsins þar. í samtali við Bergensavisen í gær sagðist Bjarki vera fullur til- hlökkunar, erfiður tími væri að baki og það yrði frábært að geta byrjað að spila á ný. Bjarki segist hafa mikinn hug á að standa sig með Brann í ár og njóta þess að vera hjá félaginu. Það sé stórt og alltaf mikið um að vera. Brann hafi alltaf verið sitt drauma- DV, Grindavík: Milan Stefán Jankovic, þjálfari knattspymuliðs Grindvíkinga, og Albert Sævarsson markvörður em nú staddir í Porec í Króatíu, en þar er fjöldi þekktra liða í æfingabúð- um, jafnframt því að taka þátt í mjög sterku æfingamóti. Meðal þátttökuliðanna má nefna Hamburger SV, Sturm Graz frá Austurríki, Vasas frá Ungverjalandi og gamla liðið hans Jankovic, Osi- lið í Noregi. Nauðsynlegt sé að það komist i hóp þriggja bestu liða Nor- egs og stefni á sigur í bikamum. „Ég ætla að sýna mig og sanna hjá Brann. Ég gæti farið heim til ís- lands og spilað þar en ég mun ekki fara héðan án þess að sýna hvað í mér býr,“ segir Bjarki. Svipaður og Arnar Blaðið fjallar um kaup Leicester á Amari bróður hans og bendir á að íslenski landsliðsþjálfarinn hafi sagt að þeir bræður séu svipaðir að getu. Þar með hljóti Bjarki að vera nógu góður að komast í ensku úr- valsdeildina og kosta meira en 200 milljónir króna. jek. Alls munu 36 landsliðsmenn vera þama saman komnir. Albert hefur verið á ströngum markvarðaæfingum undir stjórn þjálfara 21 árs landsliðs Króatíu, en Milan Stefán hefur notað tímann til að fylgjast með æfingum og funda með starfsbræðmm sínum i knatt- spymunni. Hann hefur einnig veriö að svipast um eftir arftaka sínum í Grindavíkurvörninni og er með nokkra leikmenn i skoöun. -bb NBA-DEILDIN Úrslit í fyrrinótt: LA Lakers-Utah ..........91-100 O’Neal 37, Bryant 16, Campbell 14 - Malone 28, Stockton 26, Russell 15. New Jersey-Atlanta........79-69 Van Hom 24, Burrell 16, Catling 14 - Smith 24, Henderson 10. Phoenix-Denver .........115-108 Gugliotta 29, Kidd 17, Manning 15 - McDyess 28, Van Exel 20, Lafrentz 17. Seattle-Portland..........91-88 Payton 32, Norris 12, Schrempf 12 - Stoudamire 19, Rider 15, Grant 12. Golden State-Dallas .....99-102 Cummings 23, Starks 20, Caffey 12 - Ceballos 26, Finley 19, Nowitzki 16. LA Clippers-Chicago ......84-89 Murry 20, Taylor 14, Olowokandi 12 - Kukoc 22, Harper 20, Barry 15. Sacramento-Vancouver . . 109-87 Webber 25, Williamson 18, Stojakovic 15 - Rahim 12, Mack 11, Bibby 11. Úrslit í nótt: Charlotte-Miami...........94-91 Reid 19, Wesley 18, Person 16, Phillis 16 - Hardaway 32, Mouming 29. Cleveland-Indiana ....... 89-95 Kemp 26 - Miller 28, Mullin 22. Detroit-Washington . . . 106-103 Hill 46, Stackhouse 29 - Richmond 26, Strickland 24. Orlando-Boston ......... 107-90 Hardaway 28, Anderson 26, Arm- strong 17 - Walker 20, Jones 13. San Antonio-LA Lakers . . 75-80 Duncan 21, Robinson 11 - O’Neal 26, Jones 21, Bryant 19. Houston-Denver........... 99-80 Pippen 24, Barkley 15, Olajuwon 14 - McDyess 14, Alexander 14. Vancouver-Portland.......76-95 Massenburg 24, Rahim 14 - Sabonis 24, Jackson 17. Detroit Pistons hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í NBA-deild- inni. í nótt sem leið sigraði hðið Washington þar sem Grant Hill skoraði 46 stig sem er persónulegt met htms í deildinni. í fyrsta leik- hluta skoraði hann 19 stig. LA Lakers vann góðan sigur í San Antonio þar sem David Robinson var gjörsamlega haldið niðri. Hann skoraði aðeins eina körfú í öllum síðari hálfleiknum. Charlotte lék án Glen Rice og Anthony Mason og náði samt að vinna góðan sigur á Miami. -JKS -VS Martha varð sjöunda Martha Emstsdóttir gerði það gott i Evrópukeppni félagsliða í víðavangs- hlaupi sem fram fór um helgina. Martha gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 7. sæti af þeim 102 keppendum sem luku keppni. Hún skaut mörgum snjöllum hlaupakonum aftur fyrir sig og meðal þeirra var Carla Sacramento, Evrópu- meistari í 1500 metra hlaupi. Konumar kepptu í Lanciano á Ítalíu og hafnaði sveit ÍR í 16. sæti af 22 liðum. Martha varö eins og áður sagði í 7. sæti, Bryndís systir hennar varð í 74. sæti, Fríða Rún Þórðardóttir lenti í 82. sæti og Anna Jeeves kom 85. í mark. Martha undirbýr sig fyrir maraþonhlaup í vor þar sem hún hefur sett markiö á að slá íslandsmetið og ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Sevilla á Spáni. Martha er í ólympíuhópnum og hefur sett stefn- una á að keppa í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í Sydney á næsta ári. Karlasveit ÍR keppti í Qeiras í Portúgal fyrir skömmu og hafnaði í neðsta sæti. Sveinn Emstsson náði bestum árangri ÍR-inganna en hann lenti í 92. sæti. Aðrir i sveitinni vom Burkni Helgason, Amaldur Gylfason, Daníel Guðmundsson og Pálmi Guðmundsson. -GH Milan og Albert í Króatíu Veriðað lesasamn- inginn - allir vilja Þorbjörn áfram Nýr samningur Handknattleikssam- bands Islands og Þorbjöms Jenssonar landsliðsþjálfara er í burðarliðnum og samkvæmt heimildum DV verður skrif- að undir Scimninginn á næstu dögum. Samningaviðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur. DV hefur fyrir því traust- ar heimildir að öll landsliðsnefndin sé sammála um að ráða Þorbjöm áfram og sömu sögu er að segja af stjóm Hand- knattleikssambandsins. Samningur Þorbjöms rennur út í maí. Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, hefur haft með viðræður við Þorbjöm að gera fyrir hönd HSÍ og DV hefur traust- ar heimildir fyrir því að samningur sé þegar tilbúinn fyrir Þorbjöm til yfir- lestrar. Innan handknattleiksforystunnar rík- ir mikil ánægja með störf Þorbjöms Jenssonar og þrátt fyrir að landsliðinu hafi ekki tekist ætlunarverk sitt er það almennt álit manna að færari þjálfari fyrir landsliðið en Þorbjörn sé einfald- lega ekki í augsýn. Þrátt fyrir allt hefur Þorbjöm náð góð- um árangri með landsliðið og þeir eru ekki margir landsliðsþjálfaramir sem geta státað af betri árangri. -SK ENGLAND Blackburn hefur hafnað beiðni Tim Flowers markverði um að verða sett- ur á sölulista. Flowers er ósáttur viö stöðu sína hjá félaginu en hann hefur mátt sætta sig við að verma vara- mannabekkinn i undanfómum leikj- um. Nicolas Anelka, framherjinn ungi hjá Arsenal, er ekki sáttur viö félaga sinn Marc Overmars. Anelka sagði eftir leikinn gegn West Ham að Overmars væri of gráðugur og þjónaði sér ekki með sendingum fyr- ir markið. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri hjá Arsenel, segir að Dennis Berg- kamp sé besti sóknarmaðurinn í ensku knattspymunni. Gamla markavélin Ian Rush, fyrr- um leikmaður Liverpool, er ekki á sama máli og Wenger. Rush segir að Dwight Yorke, framherji Manchest- er United, eigi að bera þennan titil og þar á eftir komi Bergkamp. Rush seg- ir að Yorke og Bergkamp séu þeir bestu en þar á eftir komi Gianfranco Zola, Michael Owen og Alan Shear- er. Charlton vann í gærkvöld langþráð- an sigur í A-deildinni, 2-0 á Wimble- don, en nýliðamir höfðu ekki unnið leik síðan 24. október. Martin Pringle kom Charlton yfir og síðan gerði Dean Blackwell slysalegt sjálfsmark. Charlton komst upp fyrir Southampton á markatölu en bæði lið era með 20 stig. Nottingham Forest er fyrir neðan með 16 stig. -GH/VS Nýi Benzinn hjá Mika Hakkinen: Stoppaði strax Mika Hakkinen, heimsmeistari í kappakstri, var kokhraustur þegar Mc- Laren kynnti í gær nýjan Mercedes Benz-bíl sem þeir Hakkinen og David Coulthard keppa á í vetur. Ekki gekk þó allt snurðulaust fyrir sig. Skömmu eftir blaðamannafund var komið að því að reynsluaka bílnum. Coulthard hugðist aka honum einn hring fyrir framan hundrað fréttamanna. Hann fór hraustlega af stað en komst ekki hjálparlaust til baka aftur. Bilun varð í rafkerfí bílsins og var hann dreginn út af brautinni í Barcelona þar sem kynningin fór fram. Nýi Benzinn er mjög frábragðinn keppnisbílnum frá síðasta keppnistíma- bili og aðeins 10% hluta í bílnum fengu að halda sér í nýja bílnum. Fall er fararheill stendur einhvers staðar og vonandi fyrir Hakkinen og félaga að framhaldið verði betra en upphafið. -SK Þjóðverjar reiðir eftir tap gegn Bandaríkjunum Knattspymuspekingar hafa hamast út í þýska landsliðið í knattspymu eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrir Bandaríkjamönnum um liðna helgi, 3-0. „Þýska landsliðið er skipað meðalgóðum knattspyrnumönnum og jafhvel hreinum farþegum. I fyrsta skipti síðan 1954 em í gangi vandamál varðandi kynslóðaskipti hjá liðinu,“ sagði Franz Beckenbauer, fyrrum „keisari”, eft- ir tap Þjóðverja og honum var ekki skemmt. Þjálfari þýska liðsins, Erich Ribbeck, hefur farið ákaflega illa af stað og aðeins náð að landa einum sigri úr fjórum leikjum. Eftir Ribbeck var haft eftir leikinn að ósigurinn væri meiri háttar skref aftur á bak fyrir þýska knattspymu. Reiner Calmund, framkvæmdastjóri Bayer Leverkusen, sagði að ef kapp- aksturshetjan Michael Schumacher hefði skilað viölíka árangri og þýska knattspymulandsliðið undanfarið væri hann fyrir löngu dauður. -SK 23 íþróttir Bland 1 P oka Tékkneska tenn- issambandið hef- ur sett Korda bundið bann landi. bannið mótum Petr í tíma- keppnis- í Tékk- Keppnis- gildir á atvinnu- manna og ems má Korda ekki keppa fyrir hönd Tékklands. Korda var mjög óhress meö bannið en hann féll á lyfjaprófi snemma á þessu ári. „Þetta skiptir mig ekki miklu máli. Ég hef aðeins farið til Tékklands til að heimsækja foreldra mina og með landsliðinu hef ég ekki leikið síðan 1997. Það hefði verið skemmtilegra að frétta af þessu beint frá tékkneska sambandinu en ekki í fjölmiðlum,” sagði Korda í gær. Þaö hefur ekki farið mikið fyrir friði og ró hjá brasilíska knattspymulið- inu Atletico Mineiro. Forráðamenn liðsins leita nú að fjóröa þjálfaranum og keppnistímabilið er ekki enn haf- ið. Tveir þjálfarar hafa hætt eftir rifr- ildi og nú síðast tók stjórnarformað- urinn þjálfarastarfið að sér. Norski knattspymumaðurinn Erik Mykland hefur neitað að hafa bitið í eyrað á andstæðingi sínum í grisku knattspymunni um síðustu helgi. Norskir fjölmiðlar liktu atvikinu við frægt bit Tysons gegn Holyfield i hnefaleikum í fyrra. Fyrrverandi markvörður skoska landsliðsins í knattspymu, Andy Goram, hefur verið sakaður um það í skoskum fjölmiðlum að tengjast samtökum hryðjuverkamanna á Norður-írlandi. Goram, sem lék 42 landsleiki fyrir Skotland, neitar frétt- um þessum alfarið og félag hans, Motherwell, stendur við bakið á sín- um manni. íþróttamálaráöherra Indlands hef- ur lýst þeirri skoðun sinni að rétt sé að reyna að fá Glenn Hoddle, fyrr- verandi landsliðsþjálfara Englands, til aö taka við þjálfun landsliðs Ind- lands fyrir Ólympiuleikana í Sydney á næsta ári. Kemur áhugi Indveija í kjölfar yfirlýsinga Hoddles sem leiddu til brottreksturs hans. Þaö er oft mikil harka í ísknattleik en þó sjaldgæft að menn láti lífið í leikjum. Þetta gerðist þó í deildarleik í Rússlandi á dögunum. Hinn 27 ára gamli Oleg Kostrikov datt niður og var úrskurðaður látinn skömmu síð- ar. Engin átök áttu sér stað og Rúss- inn ungi var einn á stóru svæði er hann datt niður og dó. Tiger Woods heldur enn efsta sætinu á lista yfir bestu kylf- inga heims. Woods er með 11,39 stig en í öðra sæti er David Duval með 11,25 stig. Þessir tveir era langefstir og Ijóst að Tiger Woods á erfitt verkefni fyrir höndum að halda efsta sætinu enda Duval skammt á eftir og hefur fariö mjög vel af stað á keppnistímabilinu. í vikunni er væntanleg skýrsla frá sjálfstæðri aganefnd sem rannsakað hefur spillingarmál varðandi umsókn Salt Lake City um vetrarólympíuleik- ana árið 2002. Hingað tU hafa aðeins meðlimir Alþjóða Ólympiunefndar- innar setið i dómarasætum en brátt veröur breyting á þvi. Aganefndin hefur ekki völd til að stefna fólki fyr- ir dómstóla. Þegar er farið að draga trúverðugleika nefndarinnar í efa án þess að skýringar hafi verið gefnar. Nefnd á vegum dómsmálaráðuneytis- ins bandaríska er einnig að rannsaka spiUinguna og úrskurðar hennar er beðið með mestri eftirvæntingu. Ríkissaksóknarinn í Svíþjóð hefur sett í gang sérstaka rannsókn á þvi hvort nefnd sem reyndi að fá Ólymp- íuleikana tU Sviþjóðar hafi beitt beUi- brögðum. Alþjóöa knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sett nýjar reglur fyrir heimsmeistarakeppnina árið 2006. Engir leikir keppninnar fara fram á minni vöUum en þeim sem taka 40 þúsund áhorfendur í sæti. Þjóðverjar sækjast eftir HM 2006 ásamt mörgum fleiri þjóðum. Var þýskum brugðið er þeir fréttu af þessum nýju reglum varðandi stærð vaUanna. Fyrir breyt- inguna hjá FIFA vora reglurnar mið- aöar við 30 þúsund áhorfendur. For- ráðamenn þýska knattspyrnusam- bandsins sögðu í gær að breyttar reglur ættu ekki að skaða umsókn Þjóðverja. Margir veUir i Þýskalandi tækju meira en 40 þúsund áhorfendur og fyrirhugað væri að stækka marga veUi sem væra undir nýjum tak- mörkum FIFA. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.