Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 end og fell með áhuga mínum „Ég hef ekki fundið annað en menn hafi gaman af þess- um áhuga mínum. , Einhverjir telja mig kannski furðufugl en það er bara hið besta , mál. Ég stend og , fell með þessum áhuga mínum.“ Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður og Roll- ing Stones aðdáandi, í DV. Aðeins á kvöldin og morgnana „Flestir eru miklir vinir mínir enda afar geðþekkt fólk. Þeir drekka ekki svo mikið. Það er einna helst á kvöldin og morgnana.“ Red, bílstjóri sem keyrir ís- lendinga í Minneapolis, í DV. Þetta sagði ég „Auðvitað væri freistandi að segja: „Þetta sagði ég.“ Hvemig stóð á því að hinir sáu ekki hvaö myndi gerast. Mér fannst það svo augljóst." Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, um skuldir Norðurpólsins, í Degi. Hvað er list „Ég á stöðugt erfiðara með að skilgreina hugtakið list af því ég er sífellt í meiri óvissu um hvað er list.“ Bernard Marcadé listfræð- ingur, í DV. íslenskt samfélag „Þaö er algengur misskiln- ingur að islenskt samfélag sé svo gagnsætt og opið, þvert á móti, sennilega er vandfundið í Evrópu samfé- lag sem býr við öllu meiri upp- lýsingateppu. Sennilega yrði að leita til einræðisríkja til að finna samsvörun." Pétur Gunnarsson rithöf- undur, í DV. Ljóð úr efstu hillunni „Þaö sem hefur verið að gerast undanfarin ár er að ljóðskáld og aðrir hafa verið að reyna að setja ljóðið fram á nýstárlegan hátt. Ná því ofan úr efstu hillunni þar sem þaö hefur verið svo lengi.“ Anton Helgi Jónsson skáld, í DV. Ólöf Sverrisdóttir, leikari og einn aðstandenda Furðuleikhússins: Höfum áhuga á því sem við erum að gera „Leikritið sem við hjá Furðuleik- húsinu eram með í gangi núna, Sköpun heimsins, fjallar eins og nafnið gefur tO kynna um sköpunar- söguna, þar sem farið er allt aftur til þess þegar maðurinn var i beinu sambandi við Guð í aldingarðinum og fram í nútímann. Við framsýnd- um verkið í Neskirkju í október og síðan höfum við verið með sýningar í skólum og kirkjum. Viðtökur hafa verið mjög góðar og nú erum við á leið norður í land þar sem áætlaðar hafa verið tíu sýn- ingar og er sú fyrsta í dag,“ seg- ir Ólöf Sverris- dóttir leikari, sem er ein að- standenda Furðuleik- hússins, sem hefur getið sér gott orð fyrir sýningar sínar. Ólöf segir sýningrma auðvelda í flutningi: „Leikmyndin er gerð með það í huga að auðvelt sé að ferðast með hana og við eram bara tvö sem leikum í sýningunni, Ólafur Guð- Maður dagsins mundsson og ég, og það má segja að allar okkar leiksýningar nema núna helst Ávaxtakarfan sem við erum með í samstarfi við Drauma- smiðjuna, séu byggðar upp sem ferðasýningar." Ólöf er spurð um nafh- ið Furðuleikhúsið, hvemig það hafi kom- ið til: „Það kom af sjálfu sér. Áður en við stofnuðum þetta leik- iús vorum við með götuleikþátt í gangi sem hét Furðufjölskyldan og erum enn með í gangi. Um er að ræða spunaverk með ákveðnum karakt- erum sem svo sagan er spunnin í kring- um eftir að- stæðum. Þetta er leikþáttur sem við sýn- um meðal annars í Fjöl- skyldugarð- inum og 17. júní. Furðuleik- húsið kemur svo í framhaldi af þessu starfi og við voram fjögur sem stofnuðum það fyrir fimm áram.“ Furðuleikhúsið hefur sýnt nokk- ur verk: Við erum yfirleitt með eitt verk í gangi og höfum meðal annars sýnt Hlina kóngsson, B2 og Mjall- hvít og dvergarnir sjö og nú erum við byrjuð að undirbúa verk verk um kristnitökuna þar sem meðal annars er fjallað um muninn á heiðni og kristni og ætlum ætlum okkur að sýna næsta vetur.“ Ólöf segir að rekstur leikhússins sé mikið starf og ekki vel launað: „Við erum meira og minna í þessu af áhuga á því sem við erum að gera. Við fáum engin laun fyrr en farið er að sýna verkið, allan æf- ingatímann erum við launalaus. Við reynum að verða okkur úti um styrki en það gengur ekki alltaf upp og því er það oft áhuginn og þrautseiga sem rekur okkur áfram.“ Ólöf lærði leiklistina í Englandi og hefur auk þess að starfa með Furðuleikhúsinu leikið í stóra leik- húsinum: „Ég hef tekið þátt í nokkrum stórum verkum á vegum leikhúsanna i landinu, var með í Söngvaseiði, Vesalingunum, Kabar- ett og barnaleikritum svo ég nefni eitthvað, en i dag finnst mér meira gaman að vinna við Furðuleikhúsið að skapa eitthvað sjálfur og ætla ég að halda þvi áfram þó einnig væri gott af hafa eitthvað fast undir fót- unum.“ -HK Tölvuimnar ljósmyndir og hönnun í Stöðlakoti við Bók- hlööustíg sýnir þessa dag- ana Guðmundur Oddur Magnússon tölvuunnar ljós- myndir og hönmm. Á sýn- ingunni era afbyggðar ljós- myndir af listamönnum og húsum sem meðal annars eru teknar á hina goðsagna- kenndu LOMO-myndavél frá Pétursborg. Myndirnar era eftirunnar í tölvu og bleksprautuprentaðar. Einnig sýnir Guðmundur nokkur veggspjöld. Guðmundur Oddur var nemandi í nýlistadeild Magnúsar Pálssonar við MHÍ 1977-1979 og dvaldi síð- an um fimm ára skeið í Vancouver í Kanada þar sem hann lærði ljósmyndun og grafiska hönnun við Em- ily Carr institute of Art & Design þar í borg. Hann var einn af stofnendum Rauða hússins á Akureyri og rak um tíma vinnustofú í Lista- gilinu. Síðastliðin sjö ár hefur Guðmundur fengist Sýningar við kennslu ásamt ýmsu öðra og er núna deildar- stjóri í grafískri hönnun við MHÍ. Sýningin er opin dag- lega kl. 14-18 og stendur til 14. febrúar. Myndgátan Stjómvölur Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi. Bjarni Haukur Þórsson leikur heil- isbúann sem er eina hlutverkiö í leikritinu. Hellisbúinn Hellisbúinn er kannski það leikrit sem hefúr fengið mesta að- sókn á þessu leikári og ekkert lát virðist vera á henni. Búið er að sýna verkið í íslensku óperunni frá því í sumar og nánast alltaf fyrir fullu húsi svo óhætt er að segja að þetta bráðskemmtilega verk hafi slegið í gegn. Aðeins einn leikari er í sýningunni, Bjarni Haukur Þórsson. Hug- myndina að verkinu, sem fjallar á skemmtilegan hátt um samskipti kynjanna, má rekja til leikritsins Defending the Caveman eftir Rob Becker en það hefur verið á fjöl- unum vestur í Bandaríkjunum í sex ár. Hallgrímur Helgason rit- höfúndur skrifaði Hellisbúann og byggir hann verkið á hugmynd Beckers. Sigurður Sigurjónsson er leikstjóri. Leikhús Hellisbúinn er verk sem karlar og konur eiga að sjá saman. Verk- ið á að geta gefið lexiu um hitt kynið og gæti ef til vill hjálpað fólki að skilja ýmislegt í fari makans sem hingað til hefur ver- ið torskilið. Þess má geta að það er ódýrara fyrir konur á leikritiö. Næsta sýning á Hellisbúanum er á miðvikudagskvöld. Hallgrímur Helgason rithöfund- ur skrifaði Hellisbúann og byggir hann verkið á hugmynd Beckers. Sigurður Sigurjónsson er leik- stjóri. Næsta sýning á Hellisbúan- um er annað kvöld. Bridge Einn af þekktustu spilurum Svía af yngri kynslóðinni er Peter Fred- in. Hann hefur oft náð góðum ár- angri í keppni á alþjóðlegum vett- vangi. Fredin hef- ur verið þátttak- andi í mörgum frægum spilum. Frægast þeirra er þó sennilega þetta en Fredin vill gjarnan gleyma því sem fyrst. Það kom fyrir í Evrópuleik Svía og Þjóðverja í sveitakeppni en spilastaðurinn var Montecatini á Italíu. Fredin sat í vestur, norður var gjafari og enginn á hættu: 4 D98 44 G75 ♦ K852 * G108 Norður austur suður vestur 1 44 pass U 2 4 4 4 pass pass ??? Þrátt fyrir að Peter Fredin hafi sagt tvo spaða sem eðlilega sögn ofan í spaðasögn suðurs ákváðu NS að spila fjóra spaða. Fredin kveikti hreinlega ekki á peranni því hann ákvað að dobla þennan samning. Fredin líkaði hins vegar miður hvemig framhaldið var: Norður austur suður vestur 1» pass 1 4 2 4 4 4 pass pass dobl 4 grönd pass 5 4 pass 6 4 pass 74 p/h Græðgisdobl með viðlíka árangri sem þessum era nú stundum kölluð „Fredin-dobl“. ísak Öm Sigurðsson 4 AK10632 4» 62 4 DG643 * -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.