Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 5 Fréttir Neyðarúrræði í Austurbæjarskóla: Maggý Hrönn farin heim gafst upp og sagði upp „Eg er komin heim og sit í eld- húsinu launalaus," segir Maggý Hrönn Hermannsdóttir, fyrrverandi kennari í Austurbæjarskóla. Maggý gafst upp á að kenna 28 krakka bekk þar sem nokkrir í hópnum þurftu nauðsynlega á sérkennslu og aðstoð að halda. Niðurstaðan var sú að Maggý sagði upp enda gat hún ekki sinnt öllum nemendunum sem skyldi vegna hinna ókyrru. „Stuðn- ingsyfirlýsingar streyma til mín og fyrir það er ég þakklát," segir Maggý. Guðmundur Sighvatsson, skóla- stjóri í Austurbæjarskólanum, er búinn að leysa vandamálin sem upp komu við uppgjöf og uppsögn Maggýjar Hrannar: „Við réðum leiðbeinanda sem heldur utan um bekk Maggýjar og kennir stærðfræði, dönsku og sam- félagsfræði. Sjálfur kenni ég bekkn- um íslensku á móti öðrum,“ segir Guðmundur skólastjóri. „Þetta er neyðarúrræði og gildir aðeins fram á vor.“ Maggý Hrönn hefur fengið stuðn- ingsyfirlýsingar frá kennurum jafnt sem skólastjómendum víða að: úr Hvassaleitisskóla, Húsaskóla, Foss- vogsskóla, Mýrarhúsaskóla, Vestur- hlíðarskóla og Hvaleyrarskóla en þar segja kennarar í stuðningsyfir- lýsingu til Maggýjar Hrannar: Björk Guðmundsdóttir. Björk með lag í nýrri kvikmynd DV, Akranesi: 23. mars mun hljómplötufyrir- tækið Elektra gefa út plötu með lög- um úr væntanlegri kvikmynd, „ModSquad". Þeir sem meðal ann- ars eiga lögin i myndinni eru Busta Rhymes, Everlast, The Crash, Test Dummies og Björk. Samkvæmt fréttum frá einni af heimsíðum Bjarkar verður end- urunnin útgáfa Bjarkar á laginu „Alarm Call“ framlag hennar til „ModSquad". Myndband Bjarkar Guðmunds- dóttur, Hunter, varð í öðru sæti á Imagina Festival í Frakklandi um síðustu helgi. Paul White, sem er leikstjóri myndbandsins, hefur unn- ið með Björk síðan hún byrjaði sól- óferil sinn. Paul og fyrirtæki hans hefur verið ábyrgt fýrir hönnun á öllum umslögum, smáplötum og og albúmum fyrir Björk og einnig fyr- ir Sykurmolana. Hunter hefur vak- ið mikla athygli og imnið til fjölda verðlauna. -DVÓ „Grunnskólinn á að leitast við að veita öllum nemendum þjónustu sem er í samræmi við eðli og þarflr þeirra. Þá er átt við þjónustu við alla nemendur. Slíka þjónustu er ekki hægt að veita í 28 nemenda bekk með tveimur frávikum. Allir kennarar hljóta að taka undir orð Maggýjar Hrannar Hermannsdótt- ur...“ -EIR Maggý Hrönn á heimili sfnu. DV-mynd ÞÖK Nýjaosbetri skóverslun í Kringlunni I tilefni dagsins veitum við 20% afslátt af öllum vöaim ídag. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Kringlunni, Reykjavík, sími 568 9212. Tllboöiö gildir einnig í verslun okkar í Domus Medica viö Snorrabraut. OPIÐ í KRINGLUNNI FRÁ 10-18:30 OG í DOMUS MEDICA FRÁ 9-18. Tilboöiö gildir aöeins í dag, miövikudaginn 10. febrúar 1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.