Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 7
wwwvisiris FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 WEflJIEMf 12" með 3 áleggjum & lítill skammtur af brauðstöngum e5a 9" hvítlauksbrauð 1290.- 16" með 3 dleggjum & eitt af eftirfarandi: 2L kók, 12" margaríta, 12" hvítl.brauð 1480.- Tvœr 16" pizzur, bdðar með 2 dleggjum 1890.- 18" með 3 áleggjum á 16" margaríta eða 16" hvítlauksbrauð 1790.- 18" með 3 dleggjum, stór skammtur af brauðstöngum á 2L gos 1890,- Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is AFMÆLISTILBOÖ - SENTHEIM lágmark 5 pizzur 16" með 3 áleggjum 990,- 16" með 2 áleggjum 900.- 16" með 1 áleggi 850.- 9" hvítlauksbrauð, 9" margaríta eða lítill skammtur af brauðstöngum fylgir hverri pizzu Fýlupoki Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari körfuknattleLksliös Keflavíiuir, hefur fagnað mörgum sigrinum í vetur og oftar en ekki fagnað vel. Jafnvel sigursælustu þjálfarar verða að kunna að taka ósigri en það kann Sigurður ekki hvað sem síðar verður. Hann fór i hrika- lega fylu eftir tap- leikinn gegn Njarðvík í bikar- keppninni, neit- aði að tala við DV eftir leikinn og nánast hunsaði þjálfara Njarð- víkur þegar sá þakkaði honum fyr- ir leikinn. Framkoma hans var hon- um og félagi hans til lítils sóma. Sig- urður verður greinilega að taka sig á því það er ekki nóg að kunna að taka við hamingjuóskum eftir sigur- leiki, þjálfarar verða einnig að geta óskað öðrum til hamingju og hagað sér eins og menn þótt á móti blási... Svanfríður sigurviss Þeir sem þekkja til fullyrða að Svanfríður Jónasdóttir alþingis- maður og Þjóðvaka- og alþýðu- bandalagskona fyrrverandi, áður en hún hélt inn í Aðlþýðuflokkinn, muni eiga sigur vís- an í prófkjöri Sam- fylkingarinnar á Norðurlandi eystra um næstu helgi. Mörgum finnst prófkjörið að vísu fremur slaklega mannað, þar er jú Sigbjöm Gunn- arsson, fyrrum þing- maður krata, sem reyndar hefur ekki komið nærri stjómmálum í íjögur ár, og kratamir Finnur Birgisson og Pétur Bjarnason „rækjugúrú" sem allir era ágætir menn en ekki taldir aðsópsmiklir. Þá era þama tveir lítt þekktir alla- ballar, Örlygur Hnefill Jónsson, Húsvíkingur og Hefill samkvæmt kynningu, og Kristín Sigursveins- dóttir, og það er sama hvað gerist, annað þeirra mun vegna prófkjörs- reglna hljóta 2. sætið. Margir veðja á Kristínu í því sambandi... Úti í kuldanum Það er ekki hægt að segja að vik- an hafi verið Magnúsi Reyni Guð- mundssyni, fyrram stjómarfor- manni íshússfélags ísfirðinga, hlið- holl. Fyrst var honum steypt af stóli framkvæmdastjóra og síðan sammælt- ust félagar hans í uppstillinganefnd Framsóknar um að hann hentaði ekki sem efsti maður á lista. Lykilmaður í þessum átökum er framsóknar- maðurinn og bæj- arstjómarmaðm’inn Guðni Jó- hannesson sem nú vermir stól Magnúsar í stjóm íshússfélagsins. Framarar era Frömurum verstir, kann einhver að segja... Siðvæðing Mikil siðvæðing hófst meðal starfsmanna álvers- ins á sínum tima með tilkomu Rann- veigar Rist á for- stjórastól. Hún vill ekkert klám i sín- um húsum og á tyllidögum er starfsmönnum að sögn uppálagt að halda húmor ofanbeltis. saga gengur nú að viðskiptaaðili ál- versins hafl sent þangað nokkurt upplag af dagatölum sem skreytt hafi verið mjög fáklæddum stúlk- um. Þetta ku forstjóranum ekki hafa líkað og dagatölin voru send aftur til fóðurhúsanna ef marka má heimildir. Fallegar landslagsmynd- ír munu henta harðjöxlum álvers- ins betur... Tilboðsverð - sem er komið til að vera! Þvottavél WG 1035 • Tekur5,0 kg • Þvottakerfi 15 • Hitastillir stiglaus • Vinduhraöi 1000 - 600 sn/mín. • Sjálfvirk vatnsskömtun • Öryggislæsing • Belgur ryöfrír • Tromla ryðfrí • Mál: hxbxd 85x60x60 cm Kr. 49.900.- stgr. Pu parlt ekki ao biða eftir næsta tilboði. Þú færð okkar iága INDESIT verð alla daga IjUláj huuuujij Ííuhú juíúí i i Þurrkari SG 510 • Barki fylgir • Tekur4,5 kg • Snýr tromlu (báðar áttir • Ryðfrí tromla • Hnappur fyrir kaldan blástur • Tvö þurrkkerfi • Barki fylgir • Mál: hxbxd 85x60x54 cm Kr.29.900.- stgr. ' ' \ Þvottavél WG 1235 * Tekur 5,0 kg * Þvottakerfi 15 • Hitastillir stiglaus • Vinduhraði 1200 - 600 sn/mín. • Sjálfvirk vatnsskömtun - Öryggislæsing ■* Belgur ryðfrír - Tromla ryðfrí • Mál: hxbxd 85x60x60 cm Kr. 52.900.- stgr. Þvoltavél WG 935 • Tekur 5,0 kg • Pvottakerfi 15 • Hitastillir stiglaus • Vinduhraði 900 - 500 sn/mín. • Sjálfvirk vatnsskömtun • Öryggisiæsing • Tromla ryðfrí . Mál: hxbxd 85x60x60 cm Kr. 39.900.- stgr. B R Æ D U R M I R Þurrkari SCG600 • Með þéttibúnaði (þarf ekki barka) • Tekur5,0 kg ■ Snýr tromlu i báðar áttir • Ryðtrí tromla - Valhnappur fyrir venjulegt eða viðkvæmt tau • Tvö þurrkkerfi • Aðvörunarljós fyrir vatnslosun • Aðvörunarljós fyrir lósigti - Rúmmál tromlu 106 Itr. - Stórt hurðarop 40 cm • Hægt að breyta hurðaropnun • Mál: hxbxd: 85x60x60 cm Kr. 56.900.- stgr. Lágmúla 8 * Sími 533 2800 f/Cóteí, oeitirujaAús/, mötunet/ti Bjóðum nú I. flokks hótelpostulín á mjög góðu verði. Bjóðum einnig merkingar á postulín-kannið verðið. LelrögPostulín Höfðatúni 4, sími 552 1194 9" me<5 3 áleggjum 590.- 18" með 3 áleggjum 1190,- 12" með 3 áleggjum 18" með 3 áleggjum á 790.- 12" margarítu eða 12" hvítlauksbrauð 1490.- SERTILBOÖ* I TAKT’ANA HEIM 16“ mí 3 áleggstegundum & 9" hvítlauksbrauð eSa lítill skammtur af brauðstöngum 990.- * gildir ekki á föstudögum og laugardögum Fréttir Margrét Frímannsdóttir- Fólk trúir á Samfylk- inguna Ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu og þá miklu breytingu sem orðið hefur frá fyrri könnun- um. Ég held að hún sé miklu nær því sem úr- slitin verða í vor, í það minnsta hvað varðar at- kvæðaskipting- una, en fyrri kannanir,“ sagði Mar- grét Frímannsdóttir, formaður Al- þýðubandalagsins, í morgun í sam- tali við DV. Margrét sagði að taka yrði niður- stöðunni þó með þeim fyrirvara að Samfylkingin hefði verið mjög mik- ið í fréttum vegna prófkjara í Reykjavik og Reykjanesi. „En hún sýnir að um leið og fólk sá og trúði þvi að Samfylkingin er orðin til, þá breyttust viðhorfin aftur.“ -SÁ Andromeda ehf. kaupir skip DV, Fáskrúðsfiiði: Andromeda ehf., nýlega stofnað fyrirtæki á Fáskrúðsfirði, hefur keypt togskipið Hrannar HF sem er 390 brt. að stærð. Eigendur fyrir- tækisins eru Ingólfur Sveinsson frEunkvæmdastjóri og fleiri aðilar. Skipið verður gert út á rækju- veiðar í Barentshafi og víðar. Skip- stjóri verður Jens Hallgrímsson. Frystitogarinn Pechenga, sem áður hét Klara Sveinsdóttir SU, er nú á þorskveiðum í Barentshafi og geng- ur þokkalega að sögn Agnars Sveinssonar. Skipið var áðm' í eigu útgerðarfélagsins Akks. Þeir bræð- ur, Ingólfur og Agnar Sveinssynir, sjá um útgerðarstjórn á þessum skipum. Eiður Sveinsson, sem hefur verið skipstjóri á Pechenga, er nú hættur og við skipstjórn hefur tekið Guð- mundur Gunnþórsson en hann hef- ur verið stýrimaður og afleysinga- skipstjóri á Pechenga. -ÆK Jagúar-menn enn í gæslu Fjórir félagar, sem grunaðir eru um tryggingasvik í svokölluðu Jagúar-máli, eru enn í gæsluvarð- haldi. „Við þekkjum þessa menn. Þetta eru félagar og hafa allir orðið upp- vísir að auðgunarbrotum áður,“ sagði Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn. „Ákvörðun um frekara gæsluvarðhald verður tekin í dag.“ Tveir Jagúar-mannanna ýttu Jagúarnum fram af grjótgarði við NÁTO-bryggjuna í Hvalfirði i lok janúar. Á meðan sat eigandinn í Reykjavík. Óljóst er hvernig fjórði maðurinn tengist málinu. „Hann sá alla vega ekki um bók- haldið,“ sagði Ómar Smári. -EIR Fjöldi stöðugilda hjá Reykjanesbæ DV, Suöurnesjum: í fyrra vora stöðugildi hjá Reykja- nesbæ 395 en starfsmannaflöldi 503 þar sem margir eru í hlutastörfum. í árslok 1999 er gert ráð fyrir að starfsmenn í Reykjanesbæ verði 540 í 441 stöðugildi. Kennarastéttin er flölmennust og sú aukning sem verður á stöðugildum á þessu ári kemur til af þvi að í haust tekur til starfa nýr grannskóli í Reykjanesbæ, Heiðarskóli. -A.G. Margrét Frímannsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.