Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 14
+ 14 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRUAR 1999 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRUAR 1999 27 Iþróttir Iþróttir i NBA-DEILDIN Úrslit leikja í nótt: Philadelphia-Detroit.....90-86 Iverson 19, Geiger 16, Hughes 16 - Hill 32, Stackhouse 15, Dele 14. Toronto-Milwaukee ........77-91 Carter 22, Willis 16, Brown 13 - Allen 17, Robinson 16, Curry 15. Miami-Boston........... 101-108 Hardaway 24, Porter 21, Mourning 14 - Walker 31, Andewrson 22, Pierce 19. Minnesota-San Antonio .. . 74-70 Sealy 16, Gamett 12, Marburry 12 - Robinson 16, Johnson 12, Jackson 11. Chicago-Atlanta ..........71-87 Kukoc 16, Bryant 16 - Smith 30, Henderson 14, Long 14. Dallas-Utah Jazz..........79-90 Ceballos 19, Nowitzki 15, Finley 15 - Malone 31, Stockton 12, Eisley 11. Phoenix-Sacramento .... 95-112 Gugliotta 26, Kidd 17, Robinson 17 - Webber 28, Williams 22, WUliamson 18. Seattle-Golden State......90-71 Payton 20, EIlis 13, Baker 8 - Starks 12, Mills 10, Caffey 9. Philadelphia vann sinn þriðja leik í röð í nótt og það hefur ekki gerst í 14 ár. Það er langt síðan að Chicago hefur fengið annan eins skell á heimavelli. Það er talandi dæmi um breytta tíma þar á bær eftir að tveir lykilmenn hurfu á braut. -JKS ENGLAND Bobby Robson, fyrrrnn landsliðsein- valdur enska landsiiðsins í knatt- spymu, lýsti því yflr í gær að hann væri fylgjandi því að Howard Wilk- inson yrði ráðinn til frambúðar sem þjálfari enska landsliðsins. Robson segir hann vera samviskusaman þjálfara sem búi yftr mikilli reynslu. Wilkinson stjómar Englendingum í vináttuleik gegn Frökkum á Wemb- ley í kvöld. Frank Rijkaard, þjálfari Hollend- inga í knattspyrnu, hefur valið Bou- dewijh Zenden I stað Marc Over- mars í leikinn gegn Portúgal í kvöld. Overmars er lagstur i flensu. Peter Reid hefur framlengt samning sinn við enska B-deildarliðið Sunder- land. Samningurinn sem Reid skrif- aði undir í gær tryggir að hann verði við stjómvölinn hjá liðinu fram til júní 2001. Reid tók við liði Sunder- land árið 1995. Hann kom því upp í A- deildina en liðið féll ári síðan aftur. Nú er Sunderland langefst i B-deild- inni og stefnir hraðbyri í deild þeirra bestu. ítalinn Alessandro Melli er kominn til Nottingham Forest til reynslu. Melli er 29 ára gamaU framherji sem leikið hefur með Parma og AC Milan. Hann mun leika æftngaleik gegn Scunthorpe og eftir leikinn ætti að koma i ijós hvort Ron Atkinson, stjóri Forest, gerir honum tilboð. Danny Murphy, miðvallarleikmaöur úr Liverpool, er á leið til síns gamla félags, Crewe. Liverpool hefur ákveð- ið aö lána Murphy til Crewe í einn mánuð en honum hefur ekki tekist að vinna sér sæti í aðalliði Liverpool siðan hann var keyptur frá Crewe fyrir 180 milljónir árið 1997. Gamla kempan John Barnes leikur væntanlega sinn fyrsta leik með Charlton gegn gömlu félögunum í Liverpool í ensku A-deildinni á laug- ardaginn. Bames, sem er orðinn 35 ára, hefur verið lánaður frá New- castle til Charlton út leiktíðina. Bam- es lék 407 leiki í 10 ár meö Liverpool áður en hann var seldur til New- castle. -JKS/GH Ikvöld 1. deild kvenna i körfubolta: Keflavík-Grindavík .... 20.00 Njarðvík-ÍS 20.00 IR-KR 20.00 Guðmundur Guðmundsson til Dormagen? „Þarf að fá ýmis- legt á hreint“ - fer utan til viðræðna í næstu viku Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari 1. deildarliðs Fram í handknatt- leik, fer út til Þýskalands í næstu viku til viðræðna við forráðamenn þýska handknattleiksliðsins Bayer Dormagen, liðsins sem Héðinn Gils- son, Róbert Sighvatsson og Daði Hafþórsson leika með. Félagið, sem leikur í B-deildinni, hefur gert Guð- mundi tilboð og vill fá hann til að þjálfa liðið næstu þrjú árin. „Ég hef enn ekki gert upp hug minn en það ætti að skýrast eftir ferð mína út í næstu viku. Það er ýmislegt sem ég þarf að fá á hreint varðandi mannskapinn hjá liðinu. Það er ljóst að liðið þarf að styrkja sig með 3-4 leikmönnum," sagði Guðmundur í samtali við DV í gær. Dormagen hefur missti flugið í undanfomum leikjum og er sem stendur í 2. sæti í suðurhluta B- deildarinnar, tveimur stigum á eftir Willstátt. Efsta liðið úr suðurhlut- anum og norðurhlutanum fara beint upp í A-deildina en liðin í öðru sæti eiga tvo möguleika á að komast upp því fjölgaö verður um tvö lið i A-deildinni. „Ég get ekki beðið eftir því hvort liðið fer upp eða ekki varðandi það hvort ég geng að tilboði Dormagen en auðvitað yrði skemmtilega ef lið- ið færi upp,“ sagði Guðmundur. Guðmundur klárar tveggja ára samning við Fram í vor og verður þá búinn að vera við stjómvölinn hjá Safamýrarliðinu í fjögur ár. Hann hóf þjálfaraferilinn hjá sínu gamla félagi, Víkingi, og fór þaðan til Aftureldingar þar sem hann kom Mosfellingum á landakortið í hand- boltanum. Hann hefúr um árabil verið talinn einn hesti þjálfari landsins og tilboðið frá Dormagen er viðurkenning á störfum þessa metnaðarfulla þjálfara. -GH Aamodt jafnaði metið - hlaut sín 13. verðlaun á heimsmeistaramóti í gær Kjetil Andre Aamodt ffá Noregi varð í gærkvöldi heimsmeistari karla í alpatvíkeppni annaö skiptið í röð og jafnaði um leið verðlaunametið á heimsmeistaramóti í alpagreinum. Þetta vora hans 13. verðlaun á HM frá upphafi og aðeins Marc Girardelli ffá Lúxemborg hefur áður náð þeim fjölda. Aamodt var annar eftir svigið í Vail í fyrrakvöld og náði síöan besta tímanum i braninu í gærkvöld. Lasse Kjus frá Noregi varð annar og gamla brýnið Paul Accola ffá Sviss náði þriðja sætinu með mikilli keppnis- hörku. Brano Kernen frá Sviss, sem var fyrstur eftir svigið, varð að láta sér lynda fimmta sætiö. -VS • • Valur aftur til Orgryte - og Brynjar Gunnarsson kemur þangað í dag Kjetil Andre Aamodt og Lasse Kjus fagna tvöföldum norskum sigri í Vail í gærkvöld. Reuter Valur Fannar Gíslason, knattspyrnumaður hjá Strömsgodset í Noregi, er kominn til æflnga á ný hjá Örgryte í Svíþjóð og líkur aukast á að hann gangi til liðs við félagið. Brynjar Björn Gunnars- son, leikmaður Válerenga í Noregi, er væntanlegur til Örgryte í dag. Valur Fannar hefur KRog Þróttur hefja tímabilið Knattspymuvertlðin utanhúss hefst formlega sunnudaginn 7. mars en þá er á dagskrá fyrsti leikur Reykjavíkurmóts karla. Það era KR og Þróttur sem þar eigast við. Deildabikarinn hefst fjórum dögum siðar, 11. mars, með leik ÍA og Fjölnis. í Reykjavikurmótinu er ekki leikið í deildum eins og undanfarin ár. Liðunum tíu er nú skipt í tvo riðla þar sem tvö efstu komast áífam í undan- úrslit. í A-riöli leika KR, Þróttur, Fjölnir, ÍR og Leiknir en í B-riðli era Fram, Fylkir, Léttir, Valur og Víkingur. Þann 8. mars era aðrir leikir i fyrstu umferð en þá mætast Fiölnir-ÍR, Fram-Fylkir og Víkingur-Léttir. Allir leikir fara fram á gervigras- völlunum í Laugardal og Effa-Breiðholti. -VS Huckerby bestur Franck Lehoeuf, landsliðsmaður Frakka í knatt- spymu og leikmaður með Chelsea, segir að enska landsliðið sé án besta framherjans í ensku knatt- spymunni. Þar á Leboeuf við hinn 24 ára gamla Darren Huckerby sem leikur með Coventry. „Það kom mér mjög á óvart þegar ég sá að Huckerby var ekki valinn í enska landsliðið því mín skoðun er sú að hann sé besti framherjinn í ensku knattspymunni á þessu tímabili. Alan She- arer, Andy Cole og Michael Owen era mjög sterk- ir framherjar en í augnablikinu er Huckerby betri en þeir,“ segir Leboeuf. -GH Gaman að fara héðan með glans ur hefur gengið mjög vel í úrslitakeppn- inni til þessa. Stefhan í upphafi var að ná í Evrópusæti og fara í undanúrslitin um svissneska meistaratitilinn. Svo virðist sem þessi markmið ætli að ganga eftir. Það er mjög mikil eining í leik- mannahópnum og allir staðráðnir í því að gera sitt besta. Þetta er góður klúbb- ur og vel hugsað um leikmennina. Ég myndi segja að við værum með lið sem hefur burði til að fara alla leið,“ sagði Júlíus Jónasson þegar DV sló á þráðinn til hans í Sviss í gær. St. Otmar og Winterthur era jöfn í efsta sætinu en Winterthur á einn leik til góða. 10 leikir era eftir hjá liði sem kemst alla leið í úrslit en handbolta- verðtíðinni í Sviss lýkur í lok apríl. segir Júlíus Jónasson, handboltakappi í Sviss Júlíus Jónasson og samherjar hans í svissneska liðinu St. Otmar hafa leikið sér- lega vel í úrslitakeppninni og eins staðan er nú stefnir allt í það að liðið komist í undan- úrslitin. Þetta er einn besti árangur liðsins í mörg ár en síðast varð liðið meistari 1986. Eins og áður hefúr komið ffam er Júlíus á heimleið úr atvinnumennskunni eftir 10 ára útivist í íþróttinni á Spáni, í Frakk- landi og í Sviss. Gengið á okkur verið framar von- um „Það yrði gaman að kveðja liðið með meistaratign en það er allt of snemmt að spá í þau mál. Því er ekki að leyna að okk- Af línunni sér maður leikinn í allt öðru Ijósi Júlíus hefur stundum í vetur verið f nýju hlut- verki hjá liðinu. Vanda- mál hafa komið upp gagn- vart línunni en um sið- ustu áramót fékk einn línumaður reisupassann. „Það er allt öðravísi að leika á línunni en fyrir utan. Þar eru meiri slagsmál og mað- ur er að vinna á fullu fyrir skytturnar. Af linunni sér maður leikinn í allt öðru ljósi. Þegar vel gengur er maður ekkert að kvarta og lætur sig hafa það að vera á línuunni. Hins vegar tel ég mig vera skyttu enn þá þó að ég hafi þurft að fara inn á línuna tíma- bundið,“ sagði Júlíus sem skoraði sex mörk af línunni í síðasta leik um helgina. Læt mér kannski nægja að spila heima Júlíus flytur alkominn til íslands þegar tímabilinu lýkur í Sviss. Hann ætlar að leika hér á landi næsta vetur en með hvaða félagi er ekki komið á hreint enn þá. Þau mál skýrast vonandi í næsta mánuði. Það hefur lengi verið stefna mín að þjálfa einhvem tím- ' ann en það gæti allt eins orðið að ég ______________________ léti mér nægja að leika einungis næsta vetur og taka síðan að mér þjálfum síðan meir,“ sagði Július Jónasson við DV. -JKS av cj S léti 4> Guðjón fylgist með íslenskum leikmönnum í Evrópu: „Gott tækifæri" - landsliðshópurinn valinn um næstu mánaðamót 2. deild karla í handbolta: Fylkir-Ögri..................20.00 Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálf- ari í knattspymu, er þessa dagana staddur á La Manga á Spáni en mörg lið frá Norðurlöndunum era þar við æfingar og keppni eins og vanalega á þessum árstima. Guðjón fær tækifæri til að fylgj- ast með íslensku landsliðsmönnum sem leika í Noregi en flest norsku A-deildarliðin era stödd á Spáni eða era væntanleg á næstu dögum. Skoðar leikmenn á Spáni og í Belgíu „Ég fæ þarna gott tækifæri til að kíkja á ástand landsliðsmannanna. Ég ætla að vera héma í einhverja daga og síðan mun ég færa mig um set og fylgjast með Helga Kolviðs- syni en lið hans, Mainz, tekur þátt í móti á öðrum stað hér á Spáni. Ég mun síðan fara yfir til Belgíu og sjá leik hjá Genk og þá ætla ég að sjá Amar Viðarsson í leik með Lokeren," sagði Guðjón í samtali við DV. Landsliðið kemur saman 8. mars íslenska landsliðið leikur vináttu- landsleik gegn Lúxemborg ytra þann 10. mars en sá leikur er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leik- ina gegn Andorra og Úkraínu í und- ankeppni EM sem fram fara ytra í lok mars. Guðjón fær ekki langan tíma til undirbúnings með landslið- ið fyrir leikinn gegn Lúxemborg en hópurinn kemur saman ytra mánu- daginn 8. mars og síðan aftur rétt fyrir leikinn í Andorra. „Ég mun væntanlega velja lands- liðshópinn sem tekur þátt í þessum leikjum um mánaðamótin. Ég geri ekki ráð fyrir öðra en að byggja lið- ið meira og minna á þeim leikmönn- um sem léku leikina gegn Frökkum og Rússum í haust," sagði Guðjón. -GH Magdeburg mætir Lemgo Ólafúr Stefánsson og félagar í Magdeburg mæta öðra þýsku liði, Lemgo, í undanúrslitum EHF-bikarsins í handknattleik en dregið var í gær. Lemgo á fyrri leikinn á heimaveEi. Spánverjar hafa staöið sig best á Evrópumótunum í vetur en þeir eiga sex af þeim 16 liðum sem komin era í undanúrslit mótanna ijögurra. Þjóöverjar koma næstir með fjögur liö og síðan Norðmenn með tvö. Þessi lið mætast í undanúrslit- um Evrópumótanna fjögurra: Meistaradeild Evrópu: Barcelona (Spánij-Celje Lasko (Slóv.) B. Zagreb (Króatíu)-Portland (Spáni) Evrópukeppni bikarhafa: Partizan Bel. (Júg.)-Caja Sant. (Sp.) Vardar (Maked.ý-Ademar Leon (Sp.) Borgakeppni Evrópu: Flensburg (Þýsk.ý-Nettelstedt (Þýsk.) Drammen (Nor.)-Ciudad Real (Spáni) EHF-bikarinn: Lemgo (Þýsk.)-Magdeburg (Þýsk.) Sandefjord (Nor.j-Valladolid (Spáni) -VS England-Frakkland í kvöld: Arsenal-vörnin - öll komin í hópinn hjá Wilkinson Lee Dixon leikur í kvöld sinn fyrsta lands- leik með Englendingum í tæp fimm ár þegar Eng- lendingar mæta heims- meisturam Frakka í vin- áttulandsleik á Wembley. Dixon, sem er orðinn 35 ára, var kallaður inn í hópinn á síðustu stundu vegna meiðsla Gary Ne- ville og hann kemur beint inn í byrjunarliðið. í gær var síðan félagi Dixons og jafnaldri hjá Arsenal, Nigel Winter- bum, líka kallaður í hópinn þegar í ljós kom að Andy Hinchcliffe væri meiddur. Þar með er öll Arsenal-vömin, sem er vel á fertugsaldri, komin í hópinn. Leikurinn er fyrir margra hluta sakir mjög áhugaverður. Howard Wilkinson stjórnar í fyrsta skipti enska lands- liðinu og frammistaða Englendinga í leiknum mun líklega ráða miklu hvort Wilkinson verður ráðinn þjálfari liðsins. Frakkar aldrei unnið í Englandi Frakkar hafa ekki rið- ið feitum hesti í leikjun sínum á enskri grandu en þeir hafa aldrei borið sigur úr býtum. í fyrsta landsleiknum töpuðu Frakkar í Englandi, 12-0, árið 1908 og síðast þegar þjóðimar áttust við í Englandi fyrir sjö árum fóru heima- menn með sigur af hólmi, staðið sig vel hjá Ör- gryte og Eric Hamrén, þjálfari liðsins, sagði við DV að hann hefði mikinn áhuga á að semja við hann. Við- ræður við Strömsgod- set væru hafnar en ekki komnar langt á veg. Strömsgodset á í fjár- hagserfiðleikum og í norskum fjölmiðlum í gær var sagt að það myndi leysa hluta vandans ef Valur Fannar og annar leikmaður til yrðu seldir, eins og flest benti til. Brynjar hefur að undanfórnu ver- ið í Englandi og æft með Sheffield United og Southampton. Örgryte hefur haft augastað á honum í nokkurn tima, eins og fram hefur komið í DV, og það ætti að skýrast betur á næstu dögum hvort meira verður úr því. -EH/VS Hallsteinn aftur í FH Fyrstu deildarlið FH í knatt- spymu fékk góðan liðsstyrk í gær- kvöld en þá ákvað Hallsteinn Am- arson að ganga í raðir síns gamla fé- lags. Hallsteinn fór frá FH-ingum fyrir keppnistímabilið í fyrra til Fram og lék með Safamýrarliðinu í úrvalsdeildinni síðastliðið sumar. Hallsteinn er vel kunnugur FH- liðinu en hann lék með því í 8 ár áður en hann gekk í raðir Fram en þar áður lék hann með Víkingi. Hallsteinn er 28 ára gamall varnar- og miðjumaður sem á að baki 126 leiki í úrvalsdeildinni og hefur skorað 3 mörk í þeim leikjum. „Það var auðvitað freistandi að spila áfram í úrvalsdeildinni. Fram- aranir vildu halda mér og fleiri úr- valsdeildarlið töluðu við mig en ég valdi að fara aftur til FH. Þar liggja ræturnar og ég vil taka þátt i að koma liðinu í hóp þeirra bestu,“ sagði Hallsteinn í samtali við DV frá Bandaríkjunum en þar dvelur hann við nám og kemur til landsins um miðjan maímánuð. -GH Kristína setti met og náði lágmarki 2-0. En Frakkar eru nú- verandi heimsmeistarar og i þeirra röðum er val- inn maður í hverju rúmi. Fimm landsliðsmenn Frakka leika á Englandi. Það era: Franck Leboeuf, Marcel Desailly, Emman- uel Petit, Patrick Vieira og Nicolas Anelka og þeirra heitasta ósk er að leggja Englendinga á Wembley. Líklega verður byrjun- arlið Englendinga þannig skipað: David Seaman - Lee Dixon, Tony Adams, Martin Keown, Graeme Le Saux - David Beck- ham, Paul Ince, Jamie Redknapp, Dcuren And- erton - Michael Owen, Alan Shearer. -GH Kristína Sigurðardóttir, ÍFL, setti nýtt íslandsmet og náði jafnframt ólympíulágmarki á flokkameistara- móti Skotsambands íslands. Krist- ína, sem er skotíþróttakona íslands, fékk 372 í 1. flokki kvenna en ólymp- íulágmarkið er 365 stig. Flokka- meistarar í loftskammbyssu urðu þessir: Míl........Hannes Tómasson, SR 559 1. fl....Jónas Hafsteinsson, SFK 560 2. fl. ... Þorsteinn Guðjónsson, ÍFL 553 3. £1.....Eiríkur Ó. Jðnsson, ÍFL 521 Flokkameistarar í staðlaðri skammbyssu: Mfi........Hannes Tómasson, SR 514 1. fl............Carl J. Eirfksson 537 2. fl.....Kjartan Friðriksson, SR 512 3. fl.....Anton Konráðsson, SKÓ 465 Flokkameistarar í 60 skot liggj- andi riffill: Mfl.........Carl J. Eirfksson, SÍB 588 1. fl....Einar I. Steinarsson, SFK 589 3. fl......Hafsteinn Pálsson, SFK 546 Árangurinn hjá Karli og Einari er yfir ólympíulágmarkinu sem er 587 stig. Þetta er í þriðja sinn sem Carl er yfir lágmarkinu en hann verður sjötugur á þessu ári en Ein- ar er nýorðinn tvítugur. -GH Tíu Kólumbíumenn seigir Þýskaland og Kólumbía skildu jöfn, 3-3, í knattspyrnulandsleik í Miami í Flórída í gærkvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik en Kólumbíumenn jöfnuðu tvisvar í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera manni færri frá 44. mínútu. Faustino Asprilla gerði tvö marka Kólumbíu og Ivan Ram- iro Cordoba eitt. Michael Preetz skoraði tvívegis fyrir Þjóðverja og og Marco Bode einu sinni. -VS Fimm leikja bann Gunnar B. Runólfsson, markvörður 2. flokks ÍBV í knattspymu, var í gær úrskurðaður i fimm leikja keppnisbann af aganefnd KSÍ fyrir gróft brot í leik gegn HK á íslandsmóti 2. flokks innanhúss fyrir skömmu. Hann missir því af um þriðjungi íslandsmótsins í sumar en ÍBV leikur 14 leiki í A-deiId 2. flokks. Brot Gunnars er til rannsóknar hjá lögreglu en þolandinn, Villy Þór Ólafsson, sem fótbrotnaði, kærði hann á þeim forsendum að um ásetn- ingsbrot hefði verið að ræða. -VS Blcmd í poka Charles Bark- ley, framheiji Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik, hefur verið sektaður um 350.000 krónur fyrir ósæmilega hegðum við áhorfendui' í leik Houston og LA Lakers um helgina. Þá voru Steve Smith, Atlanta, og Kendall Gill, New Jersey, sektaðir um 125.000 hvor fyrir slagsmál í leik liöanna um heig- ina. íþróttadeild RÚV hefur gert 3ja ára samning um beinar útsendingar frá Formulu 1 kappakstri. Fyrstu útsend- ingarnar verða 6. og 7. mars frá keppninni í Ástralíu, en 16 mót fara fram á árinu, flest i Evrópu. Sýning- ar frá Formulu 1 hafa notið mikilla vinsæida og hefur áhorfið aukist jafnt og þétt. Umsjónarmaður útsend- inganna verður sem fyrr Gunnlaug- ur Rögnvaldsson. Ole Gunnar Solskjœr verður einn í framlínunni hjá Norðmönnum þegar þeir mæta ítölum í vináttulandsleik í knattspymu í Pisa i kvöld. Johan Semb, landsliðsþjálfari Norðmanna, gat ekki gengið fram hjá Solskjær eft- ir að kappinn setti fjögur gegn Nott- ingham Forest á laugardaginn. Hjálmar Jónsson, ungur sóknar- maður úr Hetti á Egilsstöðum, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Keflavíkur. Hjálmar skoraði 10 mörk í 11 leikjum fyrir Hött í 3. deildinni i fyrra. Stefán Þ. Þórð- arson skoraöi annað af mörk- um Brann sem gerði 2-2 jafntefli gegn Stabæk í æfingaleik á La Manga á Spáni i gær. Stefán var mjög frískur í framlínu Brann og var óheppinn að skora ekki fleiri mörk að sögn Guójóns Þórðarsonar landsliðsþjálfara, sem fylgdist með leiknum. Helgi Sigurðsson lék með Stabæk en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Magakveisa hefur herjað á mörg knattspymuliðanna sem hafa æft á La Manga undanfariö. Nær helming- ur leikmanna Brann hefur t.d. fengið kveisuna. Ilie Dumitrescu, knattspymumaður- inn kunni frá Rúmeniu, tiikynnti í gær að hann væri hættur sem at- vinnumaður hjá Steaua Búkarest. Þar hefur hann leikið frá síðasta sumri en áður meðal annars með Tottenham og West Ham í Englandi og Sevilla á Spáni. Dumitrescu, sem er þrítugur, skoraði 3 mörk fyrir Rúmena í lokakeppni HM í Banda- ríkjunum 1994. AEK vann góðan sigur á Panionios, 3-0, í grísku A-deildinni í knatt- spymu í fyrrakvöld. Arnar Grétars- son lék ekki með AEK vegna leik- banns. Topplið Olympiakos gerði að- eins 0-0 jafntefli heima við eitt botn- liðanna, Apollon. Olympiakos er með 41 stig, Panathinaikos 40 og AEK39 stig og útlit fyrir harðan slag þessara liða um meistaratitilinn. Tékkar sigmðu Belga, 0-1, í knatt- spymulandsleik í Brassel í gærkvöld. Jan Koller skoraði sigurmarkið á 73. mínútu. ísrael vann Hvíta-Rússland, 2-1, í Haifa. Englendingar lögðu Frakka, 2-1, í landsleik 21-árs iiða í knattspymu á Pride Park í Derby f gærkvöld. Phil- ippe Christanval kom Frökkum yfir en Lee Bowyer og Matthew Upson svöruðu fyrir Englendinga. Áhorf- endur vom 32 þúsund sem er met á 21-árs leik í Englandi. Sigurður Jónsson og félagar í Dundee United komust í 4. umferö skosku bikarkeppninnar í knatt- spymu 1 gærkvöld með naumum 1-0 sigri á D-deildarliði Queens’s Park. Dundee United mætir Clydebank eða Ross County í 4. umferð. Forráðamenn Manchester United em byrjaðir að ræða við Alex Fergu- son um að hann geri nýjan þriggja ára samning við félagið sem tryggir honum 570 milljónir króna í laun. Taki Ferguson tilboðinu verður hann hæst launaði knattspyrnustjórinn á Englandi og þarf engan að undra enda hefur hann náð frábærum ár- angri með liðið í þau 13 ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn. -GH/VS Zt:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.