Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 4
DV Vetrarsport ísklifur er fyrir hraustmenni: ársaukafullt, ógnvekjandi og skítkalt en Iftið um alvarleg slys Ein af þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru á veturna er ísklifur. Þeir sem stunda þessa íþrótt eru flest- ir ungir menn frá 20 til 40 ára. En hvað fær fólk til þess að klifra í ísi- lögðum, snarbröttum klettum I níst- ingskulda. Þeim fjölgar stöðugt sem stunda fsklifur. Flestir iðkendur koma úr björgunarsveitum sem eðli málsins samkvæmt þurfa að ráða mannafla sem getur athafnað sig við hrikalegar aðstæður að vetrarlagi. Þá stunda þessa fþrótt félagar Islenska alpa- klúbbsins. Einn þeirra sem stunda ísklifur af fullum krafti er (var Freyr Finnbogason sem byrjaði á ísklifri því fyrir 5 árum. Auk þess að vera í ísklifri á veturna heldur hann sér í formi á sumrin með því að stunda hefðbundið klettaklifur. „Isklifur er oft á tíðum sársauka- fullt, ógnvekjandi og oft verður manni skítkalt. En eitthvað fær mann til þess 'm': 'v-í." imm ískiifur á jöklum landsins yfir sumar- tímann segir Ivar að ísklifur á jöklum sé ekki nema fyrir kennslu fyrir byrj- endur og það sé ekki eiginlegur hluti af sportinu. Ivar bendir fólki sem vill byrja að stunda þessa íþrótt á að hafa samband við Islenska alpaklúbbinn, þar eru námskeið fyrir byrjendur í ísklifri sem og öðrum klifuríþróttum. Einnig geta menn gengið í björgunar- sveitirnar því ísklifur er oft hluti af byrjendanámskeiðum hjá þeim. „Þeg- ar maður er að fara í ísklifur er mjög mikilvægt að vera í góðu líkamlegu formi og einnig verða öryggisatriðin að vera á hreinu, ísklifur er einnig töluverð „græju"iþrótt þannig að ef maður ætlar að stunda þetta af ein- hverju viti verður maður að eiga tölu- vert mikið að búnaði." „Annars er ísland alveg frábært land til þess að stunda ísklifur og það er hægt að klifra í ís nánast hvar sem er á landinu." Háskaleg íþrótt Það hættulegasta við þessa íþrótt er niðurleiðin en einnig geta snjóflóð verið mjög skæð hérlendis. „I klifrinu sjálfu gerir maður sér það mikla grein fyrir áhættunni að slysin verða sjaldn- MIÐVKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 ast á leiðinni upp," segir (var. En þrátt fyrir að ísklifur sé mjög háskaleg íþrótt þá er furðulítið um slys og minnist Ivar þess ekki að neinn hafi látist við ísklif- ur hérlendis. „Nokkur slys voru þó á síðasta ári en þar á undan liðu tvö ár án slysa við klifrið. Ef um er að ræða slys er oftast um að ræða beinbrot en það alvarlegasta við slysin er að oft getur verið erfitt að koma hjálp við sökum staðsetningar," segir Ivar. Þó ekki sé keppt í þessari íþrótt hérlendis hefur einn (slendingur reynt fyrir sér og náði hann ágætisárangri, fjórða sæti í keppni þar sem sterkustu ísklifr- arar heims sýndu getu sína. Þegar keppt er eru byggðir veggir með þar til gerðum búnaði og felst stigagjöfin I þvl að gefið er fyrir tækni, hraða og hversu mörg högg eru notuð með ísöxunum og svo líka hversu hátt menn komast. Ivar segir þó að hinn al- menni Isklifrari sé ekki að þessu til þess að keppa, heldur sé það persónu- legur árangur sem skipti meira máli. Þegar kaupa þarf búnað er hægt að fara í allar helstu útilífsbúðir landsins. Búnaðurinn sem þarf til þess að stunda þessa íþrótt er frekar dýr en Ivar telur að hægt sé að komast af með búnað upp á hundrað þúsund krónur. En það er þó hægt að byrja án þess að kaupa allt dótið strax. Ivar vill taka fram að stelpur séu meira en vel- komnar I ísklifrið. Þelamerkursveiflan: Svig á gönguskíðum Þelamerkursveifla er upprunin í Telemarkfylki í Noregi. íþróttin er aðallega stunduð í Skandinavíu og Bandaríkjunum. Einn þeirra fáu er stunda þessa íþrótt hérlendis er Rúnar Óli Karlsson, en hann komst I kynni við þessa íþróttagrein fyrir u.þ.b fimm árum. Norskur skíða- kennari var þá staddur hérlendis og kynnti Rúnar og félaga hans fyrir Þelamerkursveiflunni. „Iþróttin var við það að deyja út þegar Bandaríkjamenn tóku hana upp aftur með betrumbættum bún- aði. Við ástundun hennar er maður I gönguskíðabindingum en rennir sér niður hlíðarnar líkt og gert er á svig- skíðum. Líkamsbeitingin er þó allt öðruvísi ," segir Rúnar. Hann segist hafa stundað bæði svigskíði og snjóbretti en Þelamerk- ursveiflan hafi ýtt öllu öðru til hlið- ar. Fjöldi þeirra er stunda þessa íþrótt er að færast ( vöxt og Islenski alpaklúbburinn er með námskeið fyrir þá sem langar að spreyta sig á Þelamerkursveiflunni. Rúnar segist þó ekki þora að skjóta á tölu þeirra sem að stunda þessa íþrótt á Islandi enda sé íþróttin að lifna við eftir að hafa nær horfið algjörlega. Iþróttin var uppgvötuð um 1868, en það gerðist með frægu atviki á Ólympíu- leikunum í Osló það ár er Sondre Norheim keppti í skíðastökki, en hann lenti með svokölluðum „Tele- mark" beygjum. Nokkrir byrjuðu þá að stunda Þelamerkursveifluna en fljótlega gleymdist hún þó nær al- veg. Iþróttin hefur verið hér á landi ( um tíu ár en hefur ekki náð miklum vinsældum þó svo að hún sé að ná sér að einhverju leyti á strik. -þt að gera þetta aftur og aftur, lík- lega er það einhver „adrenal- in"fíkn sem og náttúrufegurðin sem dregur mann í þetta," segir Ivar. Helstu leiðirnar sem farnar eru til að stunda ísklifur eru í Esj- unni. „Annars er Island alveg frá- bært land til þess að stunda ísklifur og það er hægt að klifra í fs nánast hvar sem er á landinu svo lengi sem til þess viðrar," segir ívar. Isklifur er eins og nafnið gefur til kynna vetrarsport og hefst tímabilið í lok nóvember gjarnan með því að farið er inn á hálend- ið upp af Þórisjökli. Síðan nær tímabilið fram yfir páska. Að- spurður hvort ekki sé stundað ivar Freyr Finnbogason byrjaði i ísklifri fyrir 5 árum en auk þess að vera í því á veturna heldur hann sér í formi á sumrin með því að stunda hefðbundið kletta- klifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.