Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 8
22Œavetrarsport MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 Ómar Ragnarsson hleypur, boxar og flýgur: Lemur Ijósastai „Ég stunda líkamsrækt tvisvar í viku og æfi alltaf úti þegar hægt er," segir fréttamaðurinn, skemmtikraft- urinn, rithöfundurinn og söngvarinn Ómar Ragnarsson um stopular tóm- stundir sínar sem hann reynir að nýta til að halda sér í nauðsynlegu formi. Hann segist að vísu hafa neyðst til að taka sér nokkurra vikna pásu um þessar mundir vegna uppskurðar á „Þaó er ekkert aldurstakmark hvað varðar líkamsrækt og þó ég sé að verða sextugur er ekk- ert mál að halda iíkamanum í formi. Viljinn er allt sem þarf." hné en þegar þau sár verði gróin taki við stífar æfingar að nýju. Hlaupin æfir hann eftir mjög stífu prógrammi sem er það sama og Jón Arnar Magn- ússon frjálsíþróttakappi notar: „Þetta eru svo harðar æfingar að ég þoli ekki nema tvisvar í viku á þriggja daga fresti. Ég er þá í klukku- stund á fullu með skeiðklukku og til- heyrandi. Æfingarnar byggjast á því að vera með hámarks útleysingu á orku á 60 mínútum. Mér nægir því ekki að hjóla í líkamsræktinni heldur verð ég að lyfta lóðum með," segir Ómar. „Ég nýti tímana í heilsuræktinni til að semja lög og texta. Það er mjög gefandi að stunda þetta þar sem mað- ur er algjörlega í friði," segir hann. Farsíminn nærri Ómar er þekktur að því að vera alltaf I sambandi og ekki er óalgengt Hér er Ómar á skaftinu góða sem hann flýgur gjarnan til að komast í tengsl við náttúruna. Vetraræfingar Ómars - 66 mínútur - 12 mín: Hjólað á æfingarhjóli með mismunandi ðlagi og æft með lóðum um leið. 15 mín: Upphitun: Mismunandi hratt skokk og ganga.Mismunandi háar hnélyftur og mislöng skref. Teygjuæfinar, armlyftur, spyrnurvið vegg. 75 sek: 110 hraðar hnélyftur I hoppi, þ.á.m. 30 "can can’’ lyftur.Kviðaæfingar þ.á.m. 12 "v-lyftur": Úr liggjandi stööu eru hendur og tær látnar snertast viö að rétta sig snöggt upp og láta sig falla niður aftur. 4 mín: Jafn löng leið skokkuð og gengin á mlsmunandi hraða. 15 mín: Fimm loturí boxi: þrjár 5 skugga- og spegilboxi, tværvíö sparkpúðann. 2 mín: Eftirlíking af 400 metra hlaupi: Hlaupnar viðstööulaust 12 feröir horn í horn 12 x 16m á vel innan við 50 sek.Besti tími 45,7 sek. x 200 metra undir 27 og 10 mín: Teygju-, slökunar- "niðurhitunar” æfingar, sturta, gufuklefi og heitur pottur. Ómar Ragnarsson slær ekkert af í líkamsræktinni þó hann sé að nálgast sextugsaldurinn. Hann hleypur, boxar og lyftir. að sjá hann á sjónvarpsskjánum með farsímann ( hendinni. Það vaknar því sú spurning hvort slökkt sé á símanum þegar hann stundar líkamsræktina: „Nei, hann er alltaf innan seilingar. Hann er alltaf nálægur svo ég get gripið hann. Þá hleyp ég alltaf með hann eins og boðhlaupskefli. Þetta er arfur frá því í gamla daga þegar ég hafði gífurlega gaman af boðhlaupi. Hluti af trimmprógarammi mínu er að boxa. Þegar ég hleyp úti stoppa ég gjarnan við Ijósastaura og boxa þá. Það er ekkert aldurstakmark hvað varðar líkamsrækt og þó ég sé að verða sextugur er ekkert mál að halda líkamanum í formi. Viljinn er allt sem þarf ," segir Ómar. Hann segir að utan vinnunnar sé hann laus við þá dellu að klöngrast á jeppa sínum um fjöll og firninindi. „Ég gef mér tíma nokkrum sinnum á ári til að fara austur í Flóa á skaftinu til að vera einn í náttúrunni. Það er fátt skemmtilegra og maður kemst ekki nær því frelsi sem fuglinn fljúg- andi býr við en á þessu opna flygildi. Maður endurnærist gjörsamlega," segir hann. Hann segir sögu sem undirstrikar að misjafnt er hvað menn sjá úr fjarlægð og hvað þeir sjá á staðnum. „Það sagði maður eitt sinn við mig að hann væri búinn að fljúga yfir Þjórsárver og það væri hreinleg ekkert varið í þau. Ég sagði honum þá að þetta væri alveg rétt þar sem spurn- ingin væri um það hversu neðarlega maður væri. Ég hefði flogið yfir Hlíð- arfjall þar sem Linda Pétursdóttir og Rósa Ingólfsdóttir voru á skíðum og það hafi ekkert verið varið í þær. Síð- an hitti ég þær í brekkunni og þá var allt annað uppi á teningnum. Það er nálægðin sem skiptir öllu og hversu neðarlega maður er," segir Ómar. Hann segist ekkert vera á leiðinni að hætta trimmi og hnefaleikum. Það verði ill akomið fyrir honum þegar hann fari í rólegri íþróttir eins og t.d. golf. „Ég fer ekki i golf fyrr en ég get ekkert annað," segir Ómar Ragnars- son. -rt Vinsælar vetrarferðir við Eyjafjörð: Dorgað og grillað til fjalla „Dorgveiði er hluti af ævintýraferð sem við förum í Þorvaldsdal sem er vest- ur af Hrísey. Fólk hefur mjög gaman af dorgveiðinni og það er venjulega topp- urinn á þeim ferðum sem við förum," segir Marinó Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sportferða á Árskógsströnd, sem halda uppi vinsælum fjallaferðum á bíl- um og snjósleðum í Eyjafirði. Um er að ræða fjölskyldufyrirtæki sem fjölskyldan frá Kálfskinni stendur að. Það er að mestu fjölskyldan sem stendur að rekstr- inum en að auki eru utanaðkomandi starfsmenn - fólk í íhlaupavinnu og starfsmenn í fullu starfi. Dorgferðirnar eru aðeins hluti af víðtækari rekstri á sviði ferðaþjónustu. Þær taka á bilinu 2-4 tlma . Um miðbik ferðarinnar er dorgað niður um ís en síð- an er aflinn grillaður á áningarstað áður en haldið er til byggða. „Fólk hefur kunnað vel að meta ferðirnar og sérstak- lega eru margir ánægðir með þann hluta sem felst í dorgveiði niður um ís í Þor- valdsdal. Þar veiðist fjallableikja sem síð- an er oft grilluð á áningarstað. Fjalla- bleikjan er mjög góður matfiskur," segir Marínó. "Það ert farið um hverja helgi í ein- hverja ferð. Það er mikill áhugi og búið að panta f fjölmargar ferðir allt fram á vor. Við bætum við ferðum eftir því sem pantanir berast. Hann segir fyrirtækið hafa sloppið við slys fram að þessu, engin stóróhöpp hafi orðið. "Alltaf einhver smáóhöpp en ekkert sem orð er á gerandi," segir Marinó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.