Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1999, Blaðsíða 12
26 ŒE2 Vetrarsport MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 Alhliða útivistarfatnaður í 25 ár: Ekki þrælar tískunnar Útilíf hefur í 25 ár boðið allt til útivistar og til að byrja með var megináhersla lögð á skíði og skíðabúnað. En í dag fæst hjá Útilífi allt varðandi útivist og hef- ur úrvalið aukist mikið. Þar er einnig hægt að fá gert við skíði, skauta og snjóbretti. Þar gefur að líta mikið úrval af skíðavörum, brettum og fatnaði þeim tengdum. Einnig er verið að byrja með nýja skíðalínu, svoköll- uð „Carving"skíði eða kúrfuskíði en þau eru sérstaklega góð fyrir byrjendur. Að sögn Tómasar hef- ur þessi nýja gerð skíða verið að taka verulega við sér nú undan- farið í sölu sem og snjóbrettin. Af skíðum hafa þeir hjá Útilífi upp á að bjóða Blizzard og Kástle. Að- spurður hvort betra sé að kaupa sér dýr skíði til að byrja með seg- ir Jónas að svo þurfi ekki að vera. „Búnaðurinn verður að henta not- andanum og getur dýr búnaður hentað byrjendum mjög illa," segir Jóna's. Hann segir einnig að best sé að fá ráð hjá starfsfólkinu á staðn- um enda búi það yfir mikilli þekk- ingu á þessu sviði. -þt Guðlaugur Tryggvi og Vigdís heltekin af hestamennskunni: Afinn og barna- börnin í skítnum - segir Guðlaugur Tryggvi „Við ríðum út daglega að vetrin- um. Það þarf auðvitað að gefa hrossunum daglega og þá er tæki- færið notað til að skella á skeið," segir Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur sem á 16 hesta ásamt eiginkonunnni Vigdísi Bjarnadóttur, deildarstjóra hjá forseta íslands. Hann segir að í raun hafi þau mikið meira af hestunum að segja yfir vetrartímann þegar daglega þurfi að sinna þeim. Að sumrinu fari þau gjarnan í hálendisferðir sér til skemmtunar en einnig vegna kvik- Guðlaugur Tryggvi notar hvert mögulegt tækifæri til að sinna hrossum sínum. Hann kann öll nauðsynleg handtök, svo sem að járna hrossin. Vigdís kona hans er hér til aðstoðar við járnunina. myndagerðar þar sem unnið sé að gerð myndaflokks um íslenskar út- reiðar. Hestarnir eru efstir á vin- sældalista fjölskyldunnar allan ársins hring. "Þetta eru allt gæðingar. Alltaf þegar ég kemst upp í hesthús fer ég þangað. Reiðleiðirnar eru stórkost- legar og borginni er mikill sómi að öllum aðbúnaði. Það er ekkert til sem er skemmtilegra og meira gef- andi en útreiðartúr á góðum hesti og í góðum félagsskap," segir Guð- laugur. Honum leiðast heldur ekki þau störf sem vinna þarf í kringum hest- ana, svo sem að moka skít og dag- leg gjöf. "Það er auðvitað bölvað puð að moka undan hestunum en ég hef mjög gaman að því eins og öllu þessu stússi. Við eigum fjögur börn sem komin eru til manns og þeim fylgja sex barnabörn. Þau taka öll þátt í þessu með okkur gömlu hjón- unum. Skítmoksturinn er þó ekki mjög vinsæll hjá öllum. Það lendir því mest á afanum og barnabörnum sem sjá um þá hlið mála. Það má því segja að afinn og barnabörnin séu í skítnum," segir Guðlaugur Tryggvi og hlær hrossahlátri. "Það er stór hlaða við hesthúsið. Ég hef aldrei farið í að innrétta kaffistofu en I hlöðunni er búið að koma fyrir skáp og felliborði þar sem ýmislegt hefur dúkkað upp. Þarna höldum við þorrablót og vinir og kunningjar koma og fá sér góð- meti. Það fylgir þvi bæðí hesta- mennskunni og stússinu mikill og góður félagsskapur sem ég vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af," segir Guðlaugur. -rt mæðginum á myndinni eru Hafþór Ingi, 12 ára, og Arnar Davið, 12 ára. DV-mynd S Vinsælt skíðasvæði í Breiðholti: Skemmtir sér betur en barnið S k e I j u i Vandað útivistarfttnaður. Suðurlandsbraut 4, si 50 punktar fyrir hverjar 1000. kr. „Ég fer eins oft og ég mögulega get með strákinn að renna mér á þotunni. Ég held jafnvel að ég skemmti mér enn betur en krakk- inn," sagði Anna Karlsdóttir sem var ásamt syni sínum, Sindra Frey, að renna sér á snjóþotu undir Rjúpnahæð I efra Breiðholtinu. Fjöldi fólks fer að vetrinum á svæðið enda aðstaðan hin besta með skíðalyftum og þægilegri brekku. Þegar DV kom við var nokkur óánægja meðal fólks vegna þess að skíðalyfturnar voru ekki í gangi þrátt fyrir ekta veður til útivistar og vetrarsports. „Ég fer ekki nógu oft hingað. Reyndar er þetta ( fyrsta sinn í vet- ur," sagði Ásgeir, sem var ásamt Ernu dóttur sinni í brekkunni þeg- ar DV bar að garði. „En nú stendur þetta allt til bóta og ferðunum á svæðið mun fjölga," segir hann og hlær. Hann lét ekkert á sig fá þótt skfðalyftur væru ekki í gangi og dró dóttur sina upp brekkuna með skíðastöf- unum sínum jafnharðan og hún hafði rennt sér niður. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.