Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Fréttir Eimskip og ÍSAL höföuðu mál á hendur Sjómannafélagi Reykjavikur: „ Þ vi ngu naraðgerði r “ dæmdar ólögmætar - lestun og losun á hundraða milljóna farmi ekki nægilega tryggð Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt „þvingunaraðgerðir Sjó- mannafélags Reykjavíkur" gegn Eimskip í alla staði ólögmætar - það þegar félagsmenn hindruðu los- un og lestun á vörum íslenska álfé- lagsins úr og í leiguskipið Hanseduo á hafnarbakkaniun í Straumsvík í lok október síðastliðins. íslenska ál- félagið og Eimskip höfðuðu málið til staðfestingar á lögbanni sem Sýslu- maðurinn í Hafnarfirði lagði á eftir að lögreglan hafði stöðvað félaga i Sjómannafélaginu í Straumsvík. Sjómannafélagið hélt því fram í málinu að það ætti í vinnudeilu við þýskan útgerðaraðila, Hanseduo, sem var mannað erlendri áhöfn. MiUi þeirra væri deilt um hvaða kjarasamningur ætti að gilda fyrir áhöfn skipsins. Tilgangur aðgerða í Straumsvík hefði verið að knýja á um gerð nýs kjarasamnings við út- gerðarfélagið - kjarasamningur frá 24. apríl 1998 hefði verið útrunninn. í dómnum kemur m.a. fram að er- lendur samningsaðili fyrir hönd áhafnarinnar (ÖTV) gagnvart út- gerðarfélagi skipsins ytra hefði ekki sagt upp kjarasamningi áhafharinn- ar fyrr en 14. desember. Því hafi framsal á samningsumboði ÖTV til Sjómannafélagsins engu breytt. Félagar í Sjómannafélagi Reykjavíkur stöðvuðu vinnu starfsmanna ÍSAL við leiguskip Eimskips sem siglir undir fána ríkisins Antígva. DV-mynd Teitur Dómurinn segir jafnframt að for- gangsréttur félaga í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur á skipum Eim- skips komi ekki til álita í málinu - Raufarhöfn: Loðnubræðsla hafin DV, Raufarhöfn: Loðnubræðsla er hafin af krafti á Raufarhöfh og hefur þeg- ar verið landað um 5000 tonnum á vertíðinni. Loðnuskipið Björg frá Húsavík landaði fyrsta loðnufarminum á laugardaginn en hún hafði áður landað síldar- farmi í byrjun janúar. Sunnubergið landaði 800 tonn- um aðfaranótt miðvikudags og von var á einum til tveimur bát- um í gær. Öllu máli skiptir fyrir löndun til SR-mjöls á Raufarhöfn að gott sé í sjóinn þegar siglt er með hráefnið alla leið frá Ingólfs- höfðasvæðinu. Að undanfórnu hefur verið hægviðri og þægilegt að sigla þessa löngu leið sem létt- ir undir meö því aö hráefni ber- ist til verksmiðjunnar. Á vertíðinni í fyrravetur bár- ust einungis um 3000 tonn tO verksmiðjunnar sem helgaðist að mestu leyti af afar óhag- stæðu veðri á meðan aðalvertíð- in stóð yfir. Miklu máli skiptir fyrir afkomu verksmiðjunnar og starfsfólksins sem hjá henni vinnur að aðstæður séu hag- stæðar þann tíma sem vertíðin stendur yfir. -GJ enda héldi félagið því ekki fram að Eimskip hefði verið útgerðaraðili skipsins Hanseduo. Félagið og Eimskip væru í raun sammála um að mUli þeirra stóð heldur engin kjaradeila. Friðarskylda hafi ríkt milli ÍSAL og starfsmanna þess og hins vegar innbyrðis milli Eim- skips og Sjómannafélagsins. Héraðsdómur segir að Eimskip og ÍSAL hafi sýnt fram á verulega hagsmuni sina (tugi milljóna króna) á því að lögbannsgerðin nái fram að ganga. Röskim á hagsmun- um tengdum lestun og losun á farmi upp á hundruð milljóna króna verði ekki nægilega tryggð með réttarreglum um skaðabætur. Lögbannið var því staðfest. Jónas Jóhannsson, héraðsdóm- ari á Reykjanesi, kvað upp dóm- inn. -Ótt Marklausar skoðanakannanir Eins og rakið hefur verið hér og rökstutt í þessum pistlum er ekk- ert að marka prófkjör. Fólk er ýmist kosið sem á að kjósa hvort sem er, eða þá að fólk er kosið sem ella hefði ekki verið kosið og end- urspeglar engan vegin vilja flokksins eða fólksins eða vina fram- bjóðenda. Svo er nátt- úrlega ekkert að marka prófkjör þegar sá sem kosinn er í þriðja sæti lendir í því fimmta og sá sem er í sjötta sæti kemst upp í það þriðja. Þessa sögu þekkjum við úr girðingunum hjá Samfylkingunni og frá Guðnýju Guðbjörns- dóttur, sem ætlaði að taka mark á prófkjör- inu og hætta, en hætti við að hætta vegna þess að hún tók meira mark á vinum sínum eftir að úrslit lágu fyrir. Enda sjáum við að Sjálfstæöisflokkurinn í Reykjavík tekur ekki mark á prófkjörum og still- ir upp eins og flokkurinn telur sig best vita hvað fólkið vilji og fólkið veit náttúrlega ekkert hverja það vill í framboð þegar flokkurinn velur sjálfur fólk í framboðið af því að það er hvort sem er ekk- ert að marka prófkjör. Nú hefur komið í ljós að það eru ekki bara próf- kjörin sem eru marklaus. Skoðanakannanir eru líka algjörlega marklausar. Þannig var DV að birta niðurstöður úr skoðanakönnunum blaðsins, þar sem tölur um fylgi flokkanna eru allt aðrar en þær tölur sem skoðanakannanir hafa mælt að undanfómu. Sjálfstæöisflokkurinn fer illa út úr þesari nýjustu könnun og bendir á að ekki sé að marka hana, því hún sé tekin um það leyti sem prófkosningar fara fram hjá Samfylkingunni. Steingrímur Sigfússon með rauðgræna framboðið segir heldur ekkert að marka þessa könnun vegna þess að hún hafi verið tekin á sama tíma og hann hélt stofnfúnd síns flokks. Flokkurinn hans mæld- ist með rúmlega þrjú prósent fylgi og verður ekki önnur ályktun dregin af orðum Steingríms en að athyglin hafi beinst of mikiö að flokknum hans og þess vegna mælist fylgið of mikið. Þá má ekki heldur gleyma því að Davíð Odds- son var í Mexíkó þegar könnunin fór fram og óhætt að fullyrða að fólk hafi leyft sér að flippa í könmminni vegna þess að Davíð var ekki heima og fylgdist ekki með könnuninni og þess vegna er ekkert að marka könnun meðan Davíð er ekki heima. Skoðanakönnun er góð svo langt sem hún nær. En hún nær ekki lengra en til þess tíma þegar hún er tekin. Svo er heldur ekki talað við sama fólkið og siöast, og næst verður heldur ekki talað við það fólk sem nú var talað við og þannig er ekkert að marka skoðanakönnun sem er tekin á mismunandi tíma við mismunandi fólk við mis- munandi aðstæður. Hvað um alla hina sem ekki er talað við? Nei, það er ekkert aö marka þetta. Alls ekkert. Dagfari Stuttar fréttir i>v Breytingar á Grímsvötnum Langtímaáhrif gossins í Grím- svötnum og aukins jarðhita i kjöl- far þess kunna að verða þau að Grímsvötn stækki og Grímsvatna- hlaup verði meiri næstu ár. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur. Rikisútvarpið greindi frá. Veikara kynið Konur í starfsliði Sjúkrahúss Reykjavikur voru hlutfallslega næstum þrisvar sinnum meira frá störfum vegna veikinda árið 1997 heldur en karlamir. Dagur greindi ffá. Tölvukostur bættur Nýlega barst Grunnskóla Hveragerðis peningagjöf að upp- hæð 690.000 krónur frá Sonju W. Zorrilla, Núpum í Ölfusi. Pening- arnir munu auðvelda skólastjórn- endum að tölvuvæða skólann. Dagskráin greindi frá. 39% bjartsýnir Heldur lægra hlutfall íslend- inga er bjartsýnt á eigin hag nú en fyrir ári samkvæmt Gallup- könnun sem gerð var í 58 löndum. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar hér á landi telja 39% að hagur sinn verði betri á þessu ári en hann hafi verið í fyrra. Morg- unblaðið greindi frá. Sendingum hætt Breiðvarp Landssímans stöðv- aði í gær dreifingu sex norrænna sjónvarpsrása. Ástæðan er sögð óvissa um höfundaréttarmál. Út- sendingarnar hófust I tilrauna- skyni í desember. Sérþarfir nemenda Ásta Kr. Ragnarsdóttir, for- stöðumaður námsráðgjafar Há- skóla íslands, hef- ur um árabil unn- ið að uppbyggingu á stuðningskerfl fyrir nemendur með sérþarfir í Háskólanum. Hún segir að ekki nær allir háskólar í Evrópu hafi slíka stefnu og því veki stefna HÍ mikla athygli þegar fréttist af henni í útlöndum. Morg- unblaðið greindi frá. Norræn ráöstefna I sumar mun Norræna Atlants- nefndin ásamt Lánasjóði Vestur- Norðurlanda standa fyrir ráð- stefnu á Egilsstööum undir yfir- skriftinni „Nýsköpun og atvinnu- líf á Norðuratlantshafssvæöinu". Austurland greindi frá. Fiskmarkaður Vestfjarða Fiskmarkaðm- Vestfjarða seldi samtals um 4000 tonn af fiski í fyrra og er um að ræða um 1500 tonna söluaukningu frá 1997. Velt- an var um 40 milljónir króna og er um nær þrefoldum að ræða frá fyrra ári þegar hún var um 14 milljónir króna. Morgunblaðið greindi fi’á. 5,5% vextir af íbúðalánum Vextir af ibúðalánum Lands- bankans verða frá 5,5%. Sjö líf- eyrissjóðfr hafa lýst vilja tií að kaupa bréf fyrir 2 milljarða af bankanum til að fjármagna lánin. Ríkisútvarpiö greindi frá. Vilja í Kópavog Um 1.800 fleiri Reykvíkingar hafa flutt í Kópavog sl. tvö ár en borgin hefur feng- ið til baka. Yfir 40% allrai’ fólks- fjölgunar á ís- landi sl. fimm ár hefur verið í Kópavogi. Sigurð- ur Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, segir að það sé ægileg ásókn hjá fólki að koma í bæinn og alls ekk- ert lát á uppsveiflunni. Dagur gi-eindi frá. Vöruskipti við útlönd 25 milljarða króna halli varð á vöruskiptum við útlönd í fyrra. Verðmæti útfiutnings var meiri en árið áður en verðmæti inn- flutnings var 33 milljörðum króna meiri. Ríkisútvarpið greindi frá. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.