Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Fréttir DV Hart barist um varaformannsembættið í Sjálfstæðisflokknum: Hægri hönd Davíðs Þróun forystu Varaformenn Sjálfstæöisflokksins (Pétur Magnússon (Bjarni Benediktsson 1937-1948 1948-196ld Gunnar Thoroddsen 1961-1965?| 1974-1981 (Jóhann Hafstein 1965-1970}_ (Geir Hallgrímsson 1971-1973)_ (Magnús Jónsson 1973-1974) 1991-1999 I B| 8 111 s á[Forma6ur 1970) J Formaður 1973) (Davíð Oddsson 1989-1991') f Formaður 199l] 'Friðrik Sophusson 1981-1989? iriT^a Það stefnir í harða baráttu um embætti varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. Baráttu sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvænt- ingu allt frá því ljóst var að núver- andi varafor- maður, Friðrik Sophusson, ákvað að láta af- skiptum af stjómmálum lokið. Þau Sól- veig Pétursdótt- ir alþingismað- ur og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra hafa þegar tilkynnt að þau sækist eftir kjöri í embætt- ið og fleiri íhuga málin. Þeir sem hafa verið nefndir sem hugsanleg- ir frambjóðendur em einna hefst þingmennirnir Sigríður Anna Þórðardóttir og Sturfa Böðvarsson. Sólveig og Geir Ljóst er að Sólveig Pétursdóttir hefur náð töluverðu flugi í barátt- unni enda bámst formlegar áskor- anir frá Landssambandi sjálfstæð- iskvenna og öðrum um að hún gæfi kost á sér. Hún gegnir auk þess áhrifamiklum stöðum innan Alþingis og Sjálfstæðisflokksins; er formaður þing- mannanefndar NATO og vara- formaður þing- flokks Sjálfstæð- isflokksins. Eig- inmaður hennar er Kristinn Björnsson, for- stjóri Skeljungs sem er bróður- sonur Geirs Hallgrimssonar. Sólveig hefur verið þingmaður frá 1991. Geir Haarde hefur á tiltölulega skömm- um tíma komist til æðstu metorða innan flokksins. Hann gegndi starfi formanns þingflokks sjálf- stæðismanna frá árinu 1991 þar til hann varð fjármálaráðherra á síð- asta ári. Hann er kvæntur Ingu Jónu Þórðardóttur borgarfulltrúa. Undirbúningur Sólveigar og Geirs er hafinn og þau leggja allt undir til þess að ná kjöri. Margir telja Geir hafa töluvert forskot á Sól- veigu í dag en aðrir segja Sólveigu komna vel af stað með undirbún- inginn og það megi alls ekki van- meta hana. Aðrir úr leik í stríðsfyrirsögn á forsíðu dag- blaðsins Dags er svo Sturla Böðv- arsson, foringi sjálfstæðismanna á Vesturlandi, nefndur sem hugsan- legur kandídat í varaformanns- slaginn. Hann segir i viðtali við blaðið að hann sé að hug- leiða málið og landsbyggðar- fólkið þrýsti á hann. Þó tekur hann fram að það geti verið vandamál fyrir lands- byggðarþingmenn að þeir hafa svo mikið að gera við að sinna eigin kjördæmi í sam- anburði við þing- menn höfuðborg- arsvæðisins að það verði erfitt að sinna starfi vara- formanns sam- hliða. Sturla er með því að hafa nafn sitt í um- ræðunni að láta almenning líta á sig sem aðal landsbyggðarráð- herraefni flokks- ins eftir kosningar. Sumir segja sömuleiðis að hann sækist mjög eft- ir forsetastól Alþingis enda er Sturla einn af varaforsetum þings- ins í dag. Sigríður Anna Þórðardótt- ir, alþingismaður á Reykjanesi, virðist sömuleiðis eiga litla mögu- leika ákveði hún að fara fram. Hún varð fyrir nokkru áfalli í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjanesi á síð- asta ári þar sem hún lenti í þriðja sæti en stefndi á fyrsta. Hún hefði átt raunhæfa möguleika á varaformanns- sæti flokksins hefði hún unnið prófkjörið á Reykjanesi. Sömuleiðis ligg- ur styrkur henn- ar mikið i því að hún er kona og þar sem Sólveig varð á undan að tilkynna að hún færi fram situr Sigríður eftir. En Sigríður gæti hæglega blandað sér í toppbarátt- una fengi hún stuðningsyfirlýsingu einhverra áhrifamikilla aðila innan flokksins. Fleiri gætu blandað sér í baráttuna milli Geirs og Sólveigar en það þarf mjög sterkan kandídat til að eiga möguleika þar sem Bjöm Bjamason ákvað að fara ekki fram. Einhverjir gætu þó gefið kost á sér til embættisins, vitandi að mögu- leikar þeirra væru litlir, og þá að- eins í þeim tilgangi að kynna sig fyrir síðari tíma. Þar horfa flestir einkum til ungra manna eða þeirra sem hafa starfað lengi að sveitar- stjómarmálum. Björn leggur til breytingar Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra tilkynnti á fundi á Akureyri að hann hygðist ekki gefa kost á sér til embættis varaformanns en nafn hans hafði verið mikið í umræð- unni. Hann lagði þess í stað til að embættið yrði lagt niður og fimm manna framkvæmdastjórn yrði for- manni til ráðuneytis. Björn er mað- ur margra sigra. Hann var kjörinn á þing árið 1991 eftir frækilega próf- kjörsbaráttu. Næsta prófkjör á eftir, árið 1995, stefndi hann á þriðja sæt- ið í prófkjöri fyrir alþingiskosning- ar eins og Geir H. Haarde. Björn fékk þriðja sætið en Geir fjórða. Hann ákvað því að fara ekki fram en menn hljóta að spyrja sig hvort Björn ætli að sitja rólegur i ráð- herrastólnum meðan Geir situr sem fastast í varaformannssætinu og undirbýr framboð til formanns flokksins. Björn hefur þó mikla möguleika á því að verða arftaki Davíðs Oddssonar sem hefur sagt að hann ætli sér ekki að verða ellidauð- ur í pólitík. Sá slagur er eftir og Björn þarf að vinna vel og vandlega að stuðningi innan flokks- ins ætli hann sér í þá baráttu, hvenær sem hún verður. Það er þó alveg óljóst hvort það verður Björn eða Geir sem skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík í vor en þeir hafa báðir lýst yfir áhuga á því. Varaformaður hefur áhrif Vcuaformenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa oftast haft mikil áhrif. Embættið var stofnað árið 1937 þeg- ar Pétur Magnússon var kjörinn varaformaður. Allt frá því hefur varaformaður flokksins verið kos- inn á landsfundi með þeim undan- tekningum þegar varaformaður hef- ur látið skyndilega af embætti og hann kjörinn á flokksráðsfundi. Björn Bjarnason segir á heimasíðu sinni sunnudaginn 31. janúar að síð- asta aldarfjóröung hafi varafor- mennska ekki verið öruggur stökk- pallur í formennsku við kjör á landsfundi. Kjör Davíðs í formanns- slag við sendiherrann verðandi, Þorstein Pálsson, sé undantekning- in sem sanni regluna. Sömuleiðis sé Davið eini varaformaðurinn sem hefur boðið sig fram gegn sitjandi formanni. En það er engin spurning að embætti varaformanns mun hafa áhrif á stöðu þess sem ákveð- ur að bjóða sig fram til for- manns. Dæmin sanna að fjórir af þeim átta vara- formönnum Sjálfstæðis- flokksins sem setið hafa á þess- ari öld hafa orðið formenn flokks- ins. Tveir af þeim fjórum sem hafa ekki orðið formenn létu af embætti varaformanns án þess að reyna að ná kjöri til formanns. Það er því öllum ljóst að fyrir utan það að hafa forskot þegar að kosningu formanns kemur hefur varafor- maður mikið um það að segja hvernig innri málum flokksins verður stjómað í upphafi aldarinn- ar. Þau mál skipta ekki síður máli þar sem fyrirhugaðar eru breyting- ar á kjördæmaskipan landsins. Engan þarf að furða að mikil skipulagsvinna er fram undan inn- an stjórnmálaflokkanna vegna þeirra breytinga. Með breyttri kjördæmaskipan munu mörg flokksfélög leggjast af eða samein- ast öðrum og sú vinna hlýtur að koma til umsagnar bæði varafor- manns og formanns flokksins. Hugmyndir Bjöms um fram- kvæmdastjóm flokksins munu hugsanlega ná fram að ganga síðar - en í dag stefnir allt í að annað hvort Sólveig Pétursdóttir eða Geir H. Haarde setjist í stól varafor- manns. Ekki er þó öll nótt úti enn og era sjálfstæðismenn þess enn minnugir þegar núverandi formað- ur flokksins var kjörinn en hann til- kynnti það ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir kosningar. Fréttaljós Sólveig Péturs- dóttir: Hefur stuðning kvenna. Sturla Böðvars- son: Fulltrúi landsbyggðar- innar. Sigríður Anna Þórðardóttir: Of sein að ákveða sig. Geir H. Haarde: Sterkur kandídat. Frystihúsið á Breiðdalsvík: Vinnan aftur á fullt DV, Breiðdalsvik: Vinna hefúr hafist aftur í frystihús- inu á Breiðdalsvík hjá nýstofnuðu fyr- irtæki sem hlotið hefúr nafhið Útgerð- arfélag Breiðdælinga h/f en vinna hafði legið niðri síðan fyrir jól. Eftir að fjölskyldufyrirtækið Vísir í Grindavík keypti meirihluta í Bú- landstindi ákváðu hinir nýju eigendur að hætta allri starfsemi á Breiðdalsvík eftir áramót. Við það misstu 47 manns vinnuna og var fólk uggandi um sinn hag. Breiðdalshreppur stóð þá fyrir stofn- un ÚB h/f og lagði fram 20 milljóna króna hlutafé. Félagið keypti allar eignir Búlandstinds á staðnum og tog- skipið Mánatind að auki en honum fylgir 600 tonna þorskígildiskvóti sem dugar ekki til að halda uppi samfelldri vinnu í frystihúsinu. Fyrst um sinn mun Rúnar Björg- vinsson gegna stöðu framkvæmda- stjóra. Að hans sögn er verið að vinna að aukningu hlutahár og er stefnan sett á 100 milljónir. Einnig er verið aö leita eftir meiri kvóta og er þá litið til byggðakvóta meðal annars. Mánatindur kom að landi með 40 tonn og er nú verið að vinna fyrir Am- eríkumarkað og einnig svokallaðan flugfisk en hann er fluttur ferskur á markað erlendis. Báturinn fer í shpp um miðjan mánuðinn og á meðan verður unnið í loðnu og er nú mun léttara yflr mannskapnum. -HI Úr frystihúsinu eftir að vinna hófst þar aftur. DV-mynd Hl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.