Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 7 Fréttir Björn og Laxness Vefþjóðviljinn hefur oftar en ekki harmað ýmis embættisverk Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra. Sama dag og Bjöm opnaði sýningu sem ætlað var að kynna verk Hall- dórs Laxness og verk hans erlendis fer Vefþjóðviljinn á kostum í umfjöllun sinni um ráðherr- ann. Þar segir VÞ að Bjöm gæti bmgðið á það ráð að lesa upp eitt- hvað sem skáid- ið skrifaði, eins og t.d. grein sem skrifuð var í Þjóð- viljann (hinn gamla) 1939 efíir samninga Stalíns og Hitles og tíu dögum eftir að Sovétmenn réðust inn í Pólland. Svo vitnar VÞ i grein skáldsins sem fagnar því að um 15 milijónir manna hafa verið innlim- aðir undir bolsévismann. Já, þeir era ekki ánægðir með Bjöm, stutt- buxnadrengimir hans Hannesar Hómsteins á Vefþjóðviljanum. Drottning og prins Drottning Alþýðubandalagsins, Margrét Frímannsdóttir, er sam- kvæmt heimildum sandkoms farin að huga að útgöngu í pólítík. Hún hefur ákveðið varaþingmann sinn á næsta kjörtímabili. Krónprinsinn er Björgvin G. Sig- urðsson og mun hann skipa fjórða sæti lista allaballa á næsta kjörtíma- bili. Hann hefur að sögn heimild- armanna úr innsta hring fengið bæði skriflegt og munnlegt loforð fiá Margréti um að koma inn sem varaþingmaður með reglu- bundnu mUlibili á næsta kjörtíma- bili Margrét er sögð ætla honum að taka að mestu leyti við kjördæminu síðar, jafnvel á þamæsta kjörtíma- bili. Sumir hugsa lengra fram í tím- ann en aðrir... Samvinnufúsir Góður gangur hlutabréfa í DeCode Genetic, fyrirtæki Kára Stefánssonar, hefur vakið verð- skuldaða athygli. Sérstaklega hafa menn tekið eftir því að gengið hækkar gjaman á miðviku- dögum eftir að Stöð 2 sýnir vel unna ,Hver lífsins Þættirnir em mjög áhuga- verðir en nokkuð stingur í augu að fastagestur þar virðist vera áðumefndur Kári. Undir lok hvers þáttar kemur svo í ljós að styrktaraðili eða sam- vinnuaðili þáttanna er íslensk erfðagreining. Það þýðir væntan- lega að einhveijir íjármunir hijóta til Stöðvarinnar af gnægtaborði Kára... þætti, þraut“. Ólga á Isafirði Mikil ólga er vegna hallarbylting- arinnar hjá íshúsfélagi ísfirðinga. Þar var skipt um framkvæmda- stjóra og stjóm og nýir menn komu að fyrirtækinu sem er eitt hið stærsta á Vestfjörðum. Þungavigtar- menn fuku í hreins- ununum og þannig þurfa þeir Magn- ús Reynir Guð- mundsson, fyrr- um stjómarfor- maður, og Björg- vin Bjarnason, fyrrum fram- kvæmdastjóri, leita sér að vinnu. Byltingin mun eiga sér rætur í því að hvorki hefur gengið né rekið í að sameina fyrir- tækið Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífs- dal. Nú er talið borðleggjandi að sameining bresti á. Og það sem meira er, hugsanlegt er talið að Básafell hf. gangi inn í sameining- una en það fyrirtæki hefur átt döpra gengi að fagna. Með því yrði til risafyrirtæki á Vestfjörðum... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Almenningur styrkir stjórnmálaflokkana: Þúsundkall á kjósanda Stjómmálaflokkamir og þingflokk- ar þeirra fá 183 milljónir króna af al- mannafé til starfsemi sinnar á þessu ári, hátt í þúsund króna nefskatt af hveijum kjósanda í landinu. Á dögun- um sendi fjármálaráðuneytið frá sér svokailaða útgáfústyrki til stjómmála- flokkanna, alls 136 milljónir króna. Al- þingi greiðir þingflokkunum auk þess nærri 47 miiljónir sem em eyma- merktar kaupum á sérfræðiaðstoð. Vit- að er þó að þingflokkamir nota aðeins hluta af fénu til slíkra hluta en afgang- urinn rennur I flokkssjóð og því um dulbúna aðferð að ræða til að styðja við bak flokkanna. Peningavandamál Alþýðubandalags- ins og reyndar líka Álþýðuflokksins fylgja þeim ekki inn í samfylkingu flokkanna. Þær skuldir verða greiddar af baklandinu sem mun lifa áfram að nafninu tO. Alþýðubandalagið fékk í sinn hlut um 20 milljónir króna í „út- gáfustyrk" frá flármálaráðuneytinu á dögunum og mun nýta það til að grynnka á skuld við Landsbanka ís- lands. Margrét Frímannsdóttir hefur sagt hér í blaðinu að allt verði gert til að losa Alþýðubandalagið við skuldina sem var 40 milljónir fyrir nokkrum dögum. Alþýðuflokkur og Þjóðvaki, þingflokkur jafnaðarmanna, fengu nærri 26 milljónir af almannafé til rekstursins. Eins og fram hefur komið er Al- þýðubandalagið búið að loka skrifstofu sinni og á engin viðskipti við Sigfúsar- sjóð sem hefur það að markmiði að styðja flokkinn í húsnæðismálum. Sig- uijón Pétursson, framkvæmdastjóri og prókúruhafi þess félags, vill að fram komi að hann hafi ekki hugmynd um hvort nýir vinstriflokkar, Grænt fram- boð og Samfylkingin, muni leita til sjóðsins. Þess skal enn fremur getið hér að Stefán Sigfússon er formaður Sigfúsarsjóðs, ekki Siguijón eins og sagt var hér í blaðinu. Þessu til viðbót- ar má nefna til fróðleiks að sex fulltrú- ar í stjóm sjóðsins era kjömir af Al- þýðubandalaginu en afkomendur Sig- fúsar tilefna þrjá. Alþýðuflokkurinn, hinn aðatflokk- urinn i Samfylkingunni, er að komast á beinu brautina í fjármálum sínum, að sögn Ingvars Sverrissonar, fram- íslensku tónlistarverðlaunin: Lesendur DV ráða úrslitum Það verður mikið um dýrðir á Grand Hotel í Reykjavík 11. mars næstkomandi þegar íslensku tónlistar- verðlaunin verða veitt í sjötta sinn. 350 manna faghópur tónlistarmanna og annarra sem tengj- ast tónlist vinnur nú að þvi að til- nefna væntanlega • verðlaunahafa en það verða lesendur DV og Fókuss sem ráða úrslitum með atkvæði sínu. At- kvæðaseðlar munu fylgja Fók- usi, fylgiblaði DV, á fóstudaginn í næstu viku. Alls er um nítján sæti að keppa í íslensku tónlistarverðlaunun- um, allt frá bestu röddinni til takt- mestu trommunnar - og allt þar á milli. Valið stendur ekki endilega um hver hafi verið bestur á síðasta ári heldur frekar hver hafi verið eftirtekt- arverðastur og virkastur á sínu sviði. Við síðustu úthlutun sópaði Björk Guðmundsdóttir til sín flestum verð- laununum og kom á hátíðina til að veita þeim viðtöku. Fjölbreytt dagskrá verður á Grand Hotel þegar verðlaunafhendingin fer fram og þar verða 350 manns í mat. Hátíðin er öflum opin og er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma því á ís- lensku tónlistarverðlaunahátíðina komast færri en vilja. -EIR Björk Guð- mundsdóttir sópaði til sín ís- lensku tónlistar- verðlaununum í fyrra. kvæmdastjóra flokksins. Flokkurinn fékk um 26 milljónir af aimannafé á dögunum, útgáfustyrk fyrir þingmenn Alþýðuflokks og Þjóðvaka. Sjáifstæðis- flokkurinn fékk rúmar 50 milljónir og Framsókn um 35. Hjá krötum var bruðlað mjög með peninga fyrir kosn- ingar 1991 og 1995. Alþýðuflokkurinn tók enn fremur á sig miklar skuldir sem hrönnuðust upp vegna Alþýðublaðsins síðustu ár þess. Ingvar Sverrisson fram- kvæmastjóri segir að skuldin sé komin á eitt langtímalán sem eigi ekki að vefj- ast fyrir mönnum að greiða. í ár renna 46,7 mifljónir til sérfræði- aðstoðar við þingflokkana. Reikniað- ferðin er að deilt er í fjárhæðina með þingmannafiölda þingflokks. Hver flokkur fær hlut á þingmann, auk eins hlutar á þingflokkinn sjálfan, 676.811 krónur í hvem hlut, segir Karl M. Kristjánsson, rekstrar- og fiármála- stjóri. Eins manns þingflokkur fær að- eins einn hlut en tveggja manna fær þrjá hluti. Alþýðubandalagið hefur misst spón úr askinum þar sem þrír þingmenn hafa yfirgefið þingflokkinn. Hins vegar hefur Alþýðuflokkurinn bætt sinn hag við það að Þjóðvakafólk hefur gengið í þingflokk Alþýðuflokksins undir nafni þingflokks Jafnaðarmanna. Útgáfustyrkur fiármálaráðuneytis er hins vegar óháður brotthlaupnum þingmönnum. Hann er borgaður sam- kvæmt fengnum atkvæðum í síðustu alþingiskosningum samkvæmt upplýs- ingum Jóns Magnússonar, deildar- stjóra í fiármálaráðuneytinu. -JBP Borgin er hætt að gefa öndunum. Þessi kona ákvað þó að láta endurnar ekki sveita. DV-mynd GVA ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ • vökvastýri • 2 loftpúða • aflmikiar vélar • samlæsingar rafmagn I rúðum og speglum • styrktarbita I hurðum • • samlitaða stuðara • Metsölubíll í Japan » Ódýrasti 4x4 bíllinn á íslandi » Skemmtilegur bíll sem hægt er að breyta » Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll með ABS hemlalæsivörn (4x4), loftpúðum o.m.fl. IDRIFI SUZUKI DRIf SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzuldbilar.is WAGON R+ TEGUND: VERÐ: GL 1.099.000 KR. GL 4x4 1.299.000 KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.