Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Spurningin Lest þú Vísi á veraldarvefn um og hvernig líst þér á? (Spurt á Akranesi) Kristinn Reimarsson íþróttafull- trúi: Já, ég skoða íþróttasiðuna mikið og líst vel á. Kári Daníelsson nemi: Ég fer oft inn á vefinn til að leita að getraun- um og smáauglýsingum. Birgir Birgisson súndlaugarvörð- ur: Ég á ekki tölvu. Það er þó á dag- skrá og þá fer ég að skoða visir.is. Björn S. Lárusson, markaðs- og ferðamálafulltrúi: Ég les hann daglega og líst vel á hann. Arinbjörn Kúld þjónustufulltrúi: Ég les hann stöku sinnum. Þetta er flottur vefur og ég les mest fféttimar. Sævar H. Böðvarsson fram- kvæmdastjóri: Ég les hann stund- um og þá aðallega fréttir og íþróttir. Lesendur Hafskipahofn Þorlákshöfn - fyrir erlend sem innlend skipafélög i „Það myndi gleðja marga íslendinga sem og fjölda erlendra ferðamanna að eiga þess kost að sigla til og frá landinu," segir m.a. í bréfinu. Björn Bjömssson skrifar: Ég sendi DV stuttan pistil er birt- ist í blaðinu 23. nóv. sl. Hann var eins konar hvatning til að hefja millilandasiglingar héðan frá Þor- lákshöfn, ekki síst með farþega, svo að við hér á þéttbýlissvæðinu á sunnan- og vestanverðu landinu ættum þess kost að komast frá land- inu með öðrum hætti en flugleiðis. - Síðan hafa menn komið að máli við mig og þakkað þá ábendingu sem þeir telja meira en tímabæra. Nýlega var svo lögð fram þings- ályktunartillaga á Alþingi um að láta kanna kosti þess að gera vöm- skipahöfn í Þorlákshöfn. Varla hef- ur það verið gert út í bláinn. Mönn- um þykir líklega að góð hafskipa- höfn eigi rétt á sér á suðurströnd- inni. Það munar um þessar klukku- stundir í siglingu fyrir Reykjanesið (hvort sem þær eru 6, 8 eða 12 - allt eftir stærð og hraða skipanna), sér- staklega ef miðað er við siglingu til næstu nágrannalanda, svo sem Bretlands, eða Frakklands, svo að dæmi séu tekin. En fleira kemur til. - Portúgalskt skipafélag hefur hug á að sigla með saltfiskferma frá íslandi til Portú- gals og Spánar og fleiri staða og tek- ur mið af Þorlákshöfn sem við- komustað hér á landi. í Morgunblaðinu í dag (9.2.) er frétt sem greinir frá þvi að einn talsmanna Eimskipafélags íslands hf. sé „ekki trúaður á gildi vöru- hafnar í Þorlákshöfn". í lok fréttar- innar i Mbl. segir svo talsmaðurinn: „Fyrir Eimskip er þetta ekki raun- hæfur möguleiki því fyrir utan þennan kostnað verður að taka með þá aðstöðu sem er fyrir hendi í Reykjavík, tækjabúnað o.s.frv." Og dregur í efa að þetta hentaði erlend- um skipafélögum vegna beinteng- ingar við inn- og útflutningsmark- aðinn í Reykjavík og nágrenni. Þetta eru ofur eðlileg viðbrögð Eimskipafélagsins. En þetta er hins vegar mjög raunhæfur möguleiki fyrir erlend skipafélög og líklega innlend líka (önnur en þá Eimskip). Vonandi stuðlar ofannefnd þings- ályktunartillaga að byggingu við- unandi hafskipahafnar í Þorláks- höfn fyrir erlend sem innlend skip til vöru- og farþegaflutninga, jafnvel samtengdra eins og erlend skipa- félög eru farin að bjóða í skipum sínum. Það myndi gleðja marga íslend- inga sem og fjölda erlenda ferða- manna að eiga þess kost að sigla til og frá landinu. Það hæfir eyþjóð að eiga kost á fjölbreyttum samgöng- um innanlands sem og til og frá landinu. Sú er ekki raunin í dag. Gróðurhúsaáhrif og kolsýringur Björgvin skrifar: Ég tel að gjalda verði varhug við þeim spádómum og hræðsluáróðri sem náttúrvemdarmenn hafa alið á hér á landi um langt skeið. Ég er ekki einn þeirra sem ber hatur í huga til náttúruvemdarmanna en mér finnst þeir hafa fengið að kom- ast upp með allstífan áróður um loftslagsbreytingar af mannavöld- um og þar með rýrt orðstír sjálfra sín gagnvart okkur íslendingum. Og við því megum við ekki vegna þess að við eigum að geta haft hin- um færustu náttúrufræðingum á að skipa, mönnum sem hægt er að treysta og leita til og fá frá þeim sannferðug svör við flestu sem varðar náttúmnna. Ekki síst á landi, legi og í lofti. Það er engum til framdráttar að heyra sífellt sönginn um að gróður- húsaáhrif séu að leggja allt í rúst og kolsýringurinn sé versta mengunin í þéttbýli landsins. Sannleikurinn er sá að hvomgt er við hættumörk og varla nálægt þeim. Við íslendingar þurfum því ekki að vera í vamarstöðu gagn- vart hættuáhrifum af þessum sök- um. Sjálfseyðingarhvötin er okkur mun hættulegri á flestum öðrum sviðum. Rafstöðin í Elliðaárdal - og lífríki Elliöaánna Þórarinn Jóhann Jónsson skrifar: Ég vil beina orðum mínum til Össurar Skarphéðinssonar alþingis- manns og Stefáns Pálssonar, for- stöðumanns Minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur, um ofangreind mál. Össur telur að mengun í Elliðaán- um sé það mikil að jafnvel álar, sem hann segir lífseigustu vatnadýr sem fyrirfinnast, gefi upp öndina. Þar eð menn geta veitt ála í Rínarfljóti, sem er eitt það mengaðasta í Évr- ópu, þá er auðsætt að ástand Elliða- áa er vægast sagt slæmt. - Vill Öss- ur kenna gömlu Rafstöðinni um og láta loka henni. Forstöðumaður Minjasafns Orku- veitu Reykjavikur segir hins vegar í svargrein að rannsaka þurfi betur áhrif Rafstöðvarinnar á lífríkið í ná- [LÍ©ÍRQ®Æ\ þjónusta allan sólarhringinn Aðeliis 39,90 mínútan - eða hringið í síma 5000 milli kl. 14 og 16 Gamla Rafstöðin við Elliðaárnar. - Er hún mengunarvaldur fyrir árnar? spyr bréfritari. grenni hennar og ef Rafstöðinni verði lokað þýði það að Rafstöðin, þetta fallega mannvirki, muni smám saman grotna niður og eyði- leggjast. Nú langar mig sem áhugamaður um lífriki Elliðaánna og um viðhald og viðgang gömlu Rafstöðvarinnar að fá að senda þessum tveimur heið- ursmönnum eftirfarandi spurning- ar: 1. Hver er notkun Rafstöðvarinn- ar á ári í kW, og í dögum talið? 2. Hvers konar mengun framleið- ir Rafstöðin sem valdið getur slík- um skaða sem Össur lýsir? 3. Hví er hætta á að Rafstöðin grotni niður ef til er Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur? 4. Geta Össur og stangaveiði- menn, og Stefán og orkuveitumenn ekki náð samkomulagi sem bjargar hæði lífríkinu sem og Rafstöðinni? Innfæddum Reykvíkingum, og ef- laust fleirum, er nefnilega mjög annt um hvort tveggja. - í von um svar á sama vettvangi, eftir hentug- leikum þessara heiðursmanna. DV Ólöglegar kattagildrur Kristinn skrifar: Ég var undrandi er sjónvarps- fréttir greindu frá því að hér í borginni væri starfandi maður sem framleiddi kattagildrur og veiddi m.a. heimilisketti í ein- hvers konar gildru. Ég á varla orð til að lýsa mannvonsku sem felst í þessu athæfi. Og ekki síður að talsmaður einn sem rætt var við skyldi telja þetta gott mál. Fólk gæti bara sótt sína ketti í viðkom- andi athvarf kattanna. í fréttinni kom og fram að meiðsl katta væru umtalsverð er þeir reyndu að komast úr gildrunni. Ég for- dæmi þessa aðferð og mun hik- laust eyðileggja slík búr verði þau á vegi mínum.. Ónýtur flug- völlur víki Jón Sigurjónsson skrifar: Er loks einhver kominn fram á sjónarsviðið sem þorir að líta til framtíðar með stórhug? Að færa þennan ónýta flugvöll úr Vatns- mýrinni út í Skerjafjörð er frábær hugmynd og fá i staðinn verð- mætt byggingarland í hjarta borg- arinnar sem myndi styrkja hana svo um munar og gera hana vist- vænni. - Guðrún Ágústsdóttir, formaður Skipulagsnefndar; til hamingju. það standa þúsundir Reykvíkinga með þér um að at- huga þessa frábæru hugmynd nánar. Jóhanna leiði Samfylkinguna Kristján Ólafsson skrifar: Ég er því hlynntur að Jóhönnu Sigurðardóttur verði falið að leiða lista Samfylkingar á landsvísu fyrir kosningarnar í vor. Það er ekki einasta að hún varð efst i prófkjöri í Reykjavík heldur er hún einn trúverðugasti stjóm- málamaðurinn hér á landi í dag. Ég vil ekki þessum nýju samtök- um svo illt að sjá þau liðast í sundur svo að segja í sömu andrá og þau eru stofnuð. En það tel ég verða raunina verði Jóhanna ekki látin leiða listann. Þá yrði mikill kurr í kjósendum um land allt og á það er hreint ekki hætt- andi. Það yrðu mistök sem ekki væri hægt að fyrirgefa. Skortir á við- hald vélanna Flugfarþegi hringdi: Maður kemst ekki hjá því að halda að eitthvað skorti á viðhald Qugvéla Flugleiða eða eftirlit með því þegar raðbilanir verða hjá fé- laginu á farþegavélum sem eru í miðri áæQun eins og kemur nú fyrir svo að segja dag eftir dag. I KeQavík urðu bilanir á tveimur Qugvélum nýlega sama morgun- inn og nú segja fréttir frá röskun í miUQandaQugi frá Minneapolis í Ameríku vegna bilunar einnar þotunnar sem þaðan átti að Qjúga. Þetta bætist ofan á bilana- tíðni Qugvéla í innanlandsQugi Flugfélags íslands sem hlýtur aö sækja viðhaldsþjónustu sína til móðurfélagsins, Flugleiða hf. - Þetta eykur ekki traust Qugfar- þega á þessu eina miUUandaQug- félagi okkar íslendinga. Hvar fást skóhlífar? Eysteinn hringdi: Ég er einn þeirra sem hafa not- að skóhlífar í bleytu og slabbi. Þið vitið, þessar gömlu góðu sem fengust hjá Hvannbergsbræðrum og í Geysi þar til sú verslun lagði upp laupana. Ég hef ekki séð svona skóhlífar auglýstar í háa herrans tíð. Er einhver sem Qyt- ur þær inn eða getur upplýst hvar þær fást? Gott væri að fá um það upplýsingar ef DV vildi nú taka við þeim. Með fyrirfram þakklæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.