Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSÖN Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Marklaust þjark um heitt vatn Erfitt er aö sjá, að það komi Hafnarfjarðarbæ neitt við, hvað Orkuveita Reykjavíkur gerir við tekjur sínar af heitavatnssölu í Hafnarfirði, hvort hún greiðir eiganda sínum meiri eða minni arð, hvort hún reisir Perlur fyr- ir þær eða hvort yfirmennirnir drekka þær bara út. Samningurinn frá 1973 um heitt vatn í Hafnaríirði frá þáverandi Hitaveitu Reykjavíkur var gerður að frum- kvæði Hafnarfjarðar, sem vildi fá ódýrara heitt vatn og spara sér að leggja heitavatnsæðar í bæinn. Samið var um að fá þetta allt á silfurfati frá Reykjavík. Gáfulegra hefði verið fyrir Hafnarfjörð að kaupa heita vatnið í heildsölu frá Reykjavík og eiga lagnirnar sjálfur, svo að auðveldara væri að slíta viðskiptunum, ef mál þróuðust á þann veg, að samningurinn yrði talinn óhag- stæður við nýjar aðstæður aldarfjórðungi síðar. Skynsamlegt væri fyrir Hafnarfjörð að semja við Orkuveitu Reykjavíkur um að kaupa af henni lagnirnar í Hafnarfirði og öðlast þannig betri stöðu til að bjóða út heitavatnsviðskipti, annaðhvort frá Reykjavík eða Svartsengi eða frá nýjum borholum í Hafnaríirði. Gagnvart Hafnarfirði kom þáverandi Hitaveita Reykjavíkur fram sem fyrirtæki, er tók að sér ákveðna fjárfestingu og rekstur gegn gjaldi, sem átti að vera sama og hjá gamalgrónum viðskiptamönnum hitaveitunnar í Reykjavík. Þetta var vel boðið hjá hitaveitunni. Hitaveitan og síðan Orkuveitan hafa staðið við þennan samning í aldarflórðung. Þessum fyrirtækjum er, eins og öðrum fyrirtækjum í landinu, heimilt að ákveða sjálf, hvemig þau ráðstafa tekjum sínum. Þau eru Qárhagslega ábyrg gagnvart eigendum, ekki viðskiptamönnum. Ábyrgð gagnvart viðskiptamönnum er af allt öðrum toga. í samkeppnisástandi ræður markaðurinn verði og gæðum þjónustunnar. í einokunarástandi er oft samið um að miða við verð og gæði þjónustu á öðrum vett- vangi, í þessu tilviki á heimavellinum í Reykjavík. Þjónustukaupi hefur engan rétt umfram aðra til af- skipta af innri málum þjónustusala. Honum kemur við, hvort þjónustan er samkeppnishæf í verði og gæðum, en ekki, hvort sukkað er með tekjumar af þjónustunni eða þær notaðar til að greiða eigendunum arð. Á sama hátt á það ekki að koma heilbrigðisráðuneyt- inu við, hvort heilsustofnanir, sem það gerir þjónustu- samning við, nota tekjumar til að borga læknum eða hjúkrunarfólki meira eða til að borga eigendunum meiri arð. Verð og gæði eiga hins vegar að skipta máli. Ráðamenn Hafnarfjarðar virðast haldnir sömu efna- hagslega skaðlegu áráttunni og ráðamenn heilbrigðis- ráðuneytisins. Þeir telja sig eiga að hafa afskipti af innviðum fyrirtækja, sem þeir skipta við, fremur en að einbeita sér að samanburði í útkomunni. Reykjavíkurborg hefur svarað Hafnarflarðarbæ í sömu mynt með útreikningum um, að hitaveituverð í Hafnarfirði hefði þurft að vera 80% hærra en það er og að tekjurnar frá Hafnarfirði hefðu þurft að vera meira en milljarði króna hærri til að standa undir kostnaði. Þessir útreikningar Reykjavíkur em eins marklausir og útreikningar Hafnarfjarðar. Hvor aðili getur enda- laust framleitt tölur upp úr eigin poka. Meintur fram- kvæmda- og rekstrarkostnaður þjónustusala er ekkert innlegg í umræðu um söluverð þjónustunnar. Það eru ekki innviðir dæmisins, sem skipta máli, held- ur útkoman; hvort markaðurinn eða eitthvert markaðs- ígildi ráða verði og gæðum þjónustunnar. Jónas Kristjánsson ■ Nokkur kunn andlit úr röðum samfylkingarmanna á góðri stundu. - „ Við vitum þó að þau munu ekki feta í fót- spor Jóns Baldvins Hannibalssonar. Því eins og einn ungur krati sagði: Það vantar aiit frjálslyndi á þennan lista,“ segir Árni f lok greinar sinnar. Quo vadis? ópusambandinu, var líka hafnað af ný- kjörnum leiðtoga samfylkingarinnar i Reykjavík, Jóhönnu Sigurðardóttur, í síð- ustu viku. Einnig hef- ur öllum hugmyndum um tekjutengingu í tryggingakerfinu ver- ið hafnað en Sighvat- ur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokks- ins, var helsti arki- tekt slíkra tenginga þegar hann var heil- brigðisráðherra. Liðið Það er einnig at- hyglisvert að athuga „Fjórír af sjö efstu mönnum listans hafa veríö í fleirí en ein- um stjórnmálaflokki. fímm hafa verið í Alþýðubandalaginu og þrír hafa verið ritstjórar Þjóöviljans. Ef viö vitum hvaö- an þau koma, vitum viö þá hvert þau stefna?“ Kjallarinn Árni M. Mathiesen alþingismaður Eftir að niðurstöð- ur í prófkjörum sam- fylkingarinnar í Reykjavík og Reykja- nesi liggja fyrir má segja að fylkingin sé farin að taka á sig mynd. Héðan í frá er hægt að bera saman bæði stefnu og full- trúa þessarar fylking- ar við önnur framboð bæði í nútíð og fortíð. Þannig má bæði bera saman þá valkosti sem kjósendur munu standa frammi fyrir í alþingiskosningum í vor og eins sjá hvern- ig valkostirnir á vinstri væng stjórn- málanna hafa þróast síðustu árin og ára- tugina. Stefnan Á síðasta ári skrif- aði ég grein í þetta sama blað um stefnu- skrá samfylkingar- innar sem þá hafði nýlega verið kynnt. Komst ég að þeirri niðurstöðu að lítið ef nokkuð væri eftir af stefnu þess Alþýðuflokks sem Jón Baldvin Hannibalsson var leiðtogi fyrir. Þessi niðurstaða hefur síðan margsinnis verið staðfest, m.a. með því að einn af helstu leiðtog- um samfylkingarinnar fagnaði ný- lega á Alþingi tillögu Steingríms J. Sigfússonar um brottför vamar- liðsins og úrsögn úr NATO. Helsta baráttumáli Alþýðu- flokksins og Jóns Baldvins í síð- ustu kosningum, aðildinni að Evr- hverjir það eru sem skipa munu lið samfylkingarinnar í Reykja- vík. Leiðtoginn er auðvitað Jó- hanna Sigurðardóttir sem klauf Alþýðuflokkinn með framboði Þjóðvaka fyrir síðustu kosningar og kom þannig í veg fyrir áfram- haldandi stjórnarsetu Alþýðu- flokksins. í öðru sæti er fyrrver- andi ritstjóri Þjóðviljans og fyrr- verandi frambjóðandi Alþýðu- bandalagsins, Össur Skarphéðins- son. Þriðja sætið skipar fulltrúi Alþýðubandalagsins, Bryndís Hlöðversdóttir, en Guðrún Helga- dóttir vék fyrir henni af lista Al- þýðubandalagsins fyrir síðustu kosningar. Guðrún Ögmundsdótt- ir skipar fjóröa sætið en allir frambjóðendur Alþýðuflokksins í prófkjörinu fengu fleiri atkvæði heldur en hún. Þá kemur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir í fimmta sæti en hún hefur verið i framboði fyrir Þjóðvaka, Fram- sóknarflokkinn, Kvennaframboð- ið og Alþýðubandalagið. Enda gekk Ástu Ragnheiði mjög vel í prófkjörinu þrátt fyrir að hafna einungis í flmmta sæti. Fyrrver- andi ritstjóri ÞjóðvOjans og fram- bjóðandi Þjóðvaka, Mörður Áma- son, skipar svo sjötta sætið. Sjö- unda sætið skipar svo enn einn fyrrverandi ritstjóri Þjóðvflj- ans, Ámi Þór Sigurðsson, en hann er arftaki Svavars Gests- sonar og handhafi arfleiföar gamla Sósíalistaflokksins. Átt- unda sætið hefur verið að taka breytingum og því best að segja sem minnst um það ef endanleg niðurstaða er ekki fengin. Hvaðan og hvert? Fjórir af sjö efstu mönnum listans hafa verið í fleiri en ein- um stjómmálaflokki. Fimm hafa verið í Alþýðubandalaginu og þrír hafa verið ritstjórar ÞjóðvOjans. Ef við vitum hvaðan þau koma, vitum við þá hvert þau stefna? Kannski, kannski ekki. Við vitum þó að þau munu ekki feta í fótspor Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þvi eins og einn ungur krati sagði: Það vantar aOt frjálslyndi á þenn- an lista. Ámi M. Mathiesen Skoðaiúr annarra Islenski hótelhlekkurinn „Markaðssetning á stöðluðum og þrauthugsuðum þjónustuhugtökum er lykOlinn að velgengni alþjóð- legra hótelkeðja og það er ögrandi verkefni að standa þannig að málum að íslenski hlekkurinni valdi eng- um vonbrigðum. Við ættum að hafa burði tO þess að ná samkeppnisforskoti með því að bæta íslenskum sérkennum og reynslu við viðurkennt alþjóðlegt þjón- ustustig. Fyrir viðskiptafólk, ráðstefnur og fundagesti og aðra ferðalanga." Hrönn Greipsdóttir í Mbl. 10. febr. Miðstýring skólakerfisins „Hér á landi er líklegt að vandi skólakerflsins sé miðstýring þess og skortur á samkeppni. Samkeppni virðist raunar lengi vel hafa verið bannorð í skóla- kerfinu. Viðhorf jafnaðarrmennskunnar hafa ráðið mestu og öOum nemendum hefur verið boðið upp á sama námsefnið í eins skólum í eigu sama aðOans - ríkisins. Nýlega hafa verið stigin varfærin skref sem kunna á endanum að breyta þessu, þótt enn sé of snemmt að spá fyrir um þaö. Hins vegar er auðvelt að spá því hvers kyns menntun nemendum verður boð- ið upp á í framtíðinni verði engu breytt og hið opin- bera áfram látið reka skólana og miðstýra öOu menntakerfínu." Úr Vef-Þjóöviljanum 9. febr. Dreifbýlishugsjón „Sveitafólk og nesjamenn, sem sjá sér þess vænst- an kost að flytja tO Reykjavíkur, telja ekkert eðlOegra en að flytja dreifbýlið með sér í borgina... Það er mik- ið framtak að stöðva byggingu bamaspítala og rífast um hvort byggja eigi Geldinganesið og fyOa upp í Skerjafjörðinn. Akureyringar tvístíga og deOa um hvort flytja eigi fótboltavöO eða fólk út fyrir bæinn. í Kópavogi er hrúgað upp háhýsum og enginn spurður hvort nágrönnum líka betur eða ver, enda lenda íbú- arnir að lokum á sjúkrahúsum og í kirkjugörðum í Reykjavík, þar sem dreifbýlishugsjónin býr.“ Oddur Ólafsson í Degi 10. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.