Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 15 Tónlistarhúsin og tónlistin Það hafa verið ævin- týralegir tímar í tónlist- arlífi landsins frá ára- mótum og hver stórvið- burðurinn rekið annan. Fyrst skcd telja tónleika Bjarkar og strengja- oktettsins í Þjóðleik- húsinu i byrjun janúar, því næst vígslu Tónlist- arhúss í Kópavogi sem markar tímamót og er jafnt tónlistarmönnum sem tónleikagestum mikið gleðiefni. Þar er loks komin tilhlýðileg aðstaða fyrir kammer- tónleika af ýmsu tagi sem fram til þessa hafa hvergi átt fastan sama- stað. Kvikmyndahús, leikhús, mynd- listarsalir, kirkjur og íþróttasalir Kjallarinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur „A meðan beðið er eftir tónleika- höll heldur tónlistarfólkið áfram að semja og æfa sig og koma fram og vinna sigra hvar sem það fær strengina til að óma og söng- inn að hljóma og sum hús sem við eigum geta verið réttu húsin og hæft best ákveðnum tilefnum. “ „Og hvar átti orgelkonsert Jóns Leifs að hljóma nema í Hallgrímskirkju?" - Björn Steinar Sólbergs- son við Klais-orgelið í Hallgrímskirkju. víða um land hafa komið í staðinn fyrir tónlistarhús og hýst margan listviðburðinn þrátt fyrir van- kanta á aðstæðum og skort á hljómgæðum. Á því verður vænt- anlega ekki lát í bráð þrátt fyrir Salinn í Kópavogi. En Salurinn er frumkvöðlunum til mikils sóma og sannaði umsvifalaust ágæti sitt á Myrkum músíkdögum, þar sem athyglisverðir tónleikar og ný- smíði í músík örv- uðu og glöddu eyru hlustenda kvöld eft- ir kvöld. Hvatning til dáða Salurinn í Kópa- vogi mun verða tónlistarfólki mikO hvatning til dáða, á því er enginn vafl, en tilkoma hans virðist einnig hafa ýtt við stjómendum ríkis og höfuðborg- ar því í kjölfar vígslu Tónlistar- hússins gáfu menntamálaráð- herra og borgar- stjóri út sameigin- lega yfirlýsingu um að hafinn yrði undirbúningur að því að reisa tónlistar- og ráð- stefnuhús í Reykjavík, fram- tíðarheimOi Sin- fóníuhljómsveit- ar íslands. Sú yf- irlýsing markar einnig tímamót, þvi orð em tO aOs fyrst, og að sjálfsögðu hefur áratuga þrýst- ingur Samtaka um byggingu tónlistarhúss undirbúið jarðveginn. Væntan- lega verður það glæsOegt hús á góðum stað. Tónlist í heimsklassa Á meðan beðið er eftir tónleika- höO heldur tónlistarfólkið áfram að semja og æfa sig og koma fram og vinna sigra hvar sem það fær strengina tO að óma og sönginn að hljóma og sum hús sem við eigum geta verið réttu húsin og hæft best ákveðnum tilefn- um. Poulenc-hátíð- in í Iðnó fannst mér t.d. fara fram í ákjósanlegri og yndislegri umgerð. Þessar tónsmíðar, sem bera með sér andrúmsloft Evr- ópu frá fyrri hluta aldarinnar, urðu einkar sannfær- andi í endurgerðu Iðnaðarmannahús- inu, faOegasta samkomusal bæj- arins, enda hús og tónskáld nær jafn- aldra. Og hvar átti org- elkonsert Jóns Leifs að hijóma nema í HaOgríms- kirkju? - Þar komu saman tvö voldug- ustu hljóðfæri landsins, Klais-org- elið og Sinfóníu- hljómsveit íslands, og mögnuðu tóna- seið sem risti upp hjörtu og skók sál- ir svo kirkjurottan á orgeOoftinu hef- ur aldrei orðið vitni að öðru eins. Það var söguleg stund. Og sárs- aukafúO. Stund opinberunar þess að við áttum tón- skáld sem fæddist og starfaði áður en hljóðfærin, húsin og tónlistar- menntunin komu tO í landinu. Tónskáld sem aldrei fékk að heyra verkin sín maklega flutt á íslandi sem lifir í þeim eins og eldsum- brot, æðandi stormur, öskrandi brim, straumþung fljót og blíðasti blær. TröOaslagur og þjóðvísa. ís- lenskt tónskáld í heimsklassa. Jón Leifs. Steinunn Jóhannesdóttir Af sönnu sanngirnismáli TO allra átta er hoOt að horfa, þegar hugað er að lífskjörum og lífsaðstæðum öOum hjá hiniun ýmsu þjóðfélagshópum. Inn í þá umræðu aOa koma óneitanlega hin samfélagslegu viðhorf, sem svo miklu skipta, ekki síst fyrir þá hópa fólks sem eiga á brattann að sækja. Þar skiptir oft sköpum hvort velferðar- og samhjálpar- sjónarmið eru ríkjandi eða hvort hið viOta frumskógarlögmál mark- aðarins ræður ríkjum. Vanhelgun í Sjónvarpinu Ég leyni í engu þeirri skoðun minni að þessi köldu, hörðu og grimmu markaðslögmál hafa aOt um of sótt á í íslensku samfélagi. Eitt skýrt dæmi og lýsandi um leið er það, að okkur skuli af Ríkis- sjónvarpinu á hverju kvöldi hinna virku daga vera boðið upp á þulu um úrvalsvisitölu verðbréfanna og brasktölur víxlaranna. Slík van- helgun segir hins vegar sitt um áhrifih. Hvemig væri nú að við fengjum á hverju kvöldi rauntölur um afkomu þess fólks í landinu sem býr við bágust kjör? En blessunarlega er samfélag okkar þó enn slíkt að það viður- kennir vissar staðreyndir sem varða afkomu fólks og möguleika í lífinu. Eitt þessara atriða hefur öðm fremur leitað á hugann nú af eðlOegum orsökum. Þetta snertir aðstoð ríkisins við hreyfihamlaða einstaklinga sem sannanlega eiga erfiðara um vik í svo mörgu tiOiti en þeir sem fullhraustir teljast tO gangs. Bifreiðakaupastyrkir er það form sem samfélagið hefur valið og þeim er úthlutað árlega og niður- staða þeirrar út- hlutunar liggur nú fyrir og hing- að til okkar ber- ast nú óteljandi kvartanir fólks sem sannanlega býr við umtals- verða hreyfi- hömlun, en hefur fengið synjun. Ástæðan er fyrst og fremst sú að svo fáum styrkj- um er árlega út- hlutað að ekki er unnt að verða við svo ótalmörgum umsóknum sem eiga fyOOega rétt á sér, þar sem þörfin er vissulega tO staðar. Spurt um synjanir Fyrir fáum árum var styrkjum fækkað um rúm 40% og afleiðing- ar þessarar fækkunar lýsa sér æ betur með ári hverju og auðvitað í æ fleiri synjunum tO þeirra sem þó eiga rétt samkvæmt sett- um reglum. Af mik- Oli samviskusemi veit ég að úthlutunar- nefndin vinnur sín verk og leitast við að velja og hafna sem réttlátast. En þegar svo margir í þörf sækja, svo miklu fleiri en fjöldi styrkja segir tO um, verður afleiðingin sú að synjanir verða langt umfram úthlutanir og það veldur því að aOt of margir verðug- ir fá synjun og spyrja sig eðlOega hvað í ósköpunum valdi. Hingað leita þeir svo eðlOega eftir skýringum og mögulegri leiðrétt- ingu og ég veit að enn meiri fyrir- spumafjöldi berst nú þessa daga tO þeirrar stofnunar sem um af- greiðsluna sér, þ.e. Trygginga- stofnunar rikisins. TO viðbótar þessu kemur svo það að styrkupphæðir hafa engan veginn haldist i horfi, verið óbreyttar í a.m.k. 6 ár með þeim afleiðingum að of margir hinna efnalitlu, hreyfihömluðu einstak- linga hafa neyðst tfl að skOa út- hlutunarleyfi aftur, hafa einfald- lega ekki efni á bifreiðakaupum vegna ónógs stuðnings. í viðræð um við ráðherra þessara mála hef- ur komið fram ákveðinn vOji hennar tO að gjöra betur og aldrei sem nú, í synjanaflóð- inu til þeirra sem þó eiga rétt, knýr þetta mál á um úrbætur og úrlausn. Eindregin ósk Þar ber hæst ósk okk- ar svo eindregna að styrkjafjöldi verði ámóta og hann var allt frá 1986 þegar þessi skipan komst á um styrki í stað nið- urfeOingar aðflutn- ingsgjalda. Sömuleið- is eðlflega hækkun bifreiðakaupastyrkja í takt við verð bif- reiða, svo þeir komi þeim sem best að not- um sem mesta hafa þörfina og við erfiðust kjör búa. Fyrir svo ótalmarga skiptir bif- reiðareign sköpum m.a. í tengsl- um við vinnu sem samfélagið aOt hagnast einnig á. Sannleikurinn enda sá að svo mikið tekur ríkið tO sín af bifreiðaverði að sú spum- ing vaknar hvort fjölgun bifreiða- kaupastyrkja sé ekki beinlínis hagstæð fyrir ríkiö þegar aOt kem- ur tO alls. Ég hygg einfaldlega að sú sé raunin. Ráðherra hefur gefið viss fyrirheit um leiðréttingu þessa máls og ég veit að hennar vOji stendur tO þess. Ekki síst með tiOiti tO niðurstöðu nú er ráð- herra treyst tO að taka nú mynd- arlega á málum sem allra fyrst. Með því mælir öO sanngirni. Helgi Seljan „Til viðbótar þessu kemur svo það að styrkupphæðir hafa engan veg- inn haldist í horfí, verið óbreyttar í a.m.k. 6 ár með þeim afíeiðing- um að of margir hinna efnalitlu, hreyfíhömluðu einstaklinga hafa neyðst til að skila úthlutunarleyfí aftur.u Kjallarínn Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaöur \ Með og á móti Fer bikarinn í fyrsta skipti í sögunni í Mosfellsbæinn? Þorbjörn Jensson, landsliösþjálfarí karlaí handknattlcik. Meiri trú á Aftureldingu „Miðað við stöðu Afturelding- ar í deOdinni og hafa aldrei unn- ið bikarinn áður hlýtur hungrið að vera það mikið að öOu verður fómað sem tO er. Ég held að þetta dugi tO að bikarinn fari upp í Mos- fellsbæ. Aftur- elding hefur verið að spOa mjög öflugan vamarleik og það hefur hara sýnt sig að þeg- ar sá þáttur er í lagi fara liðin ansi langt. Styrkur liðsins i sókn- arleiknum liggur í þeim Bjarka og Gintaras sem hafa verið að leika mjög vel að undanförnu. Hvað FH-liðið áhrærir hefur lið- ið ekki verið að leika sannfær- andi varnarleik en þaö hugsan- lega lagast ef Kristján Arason tekur sér stööu í vörninni. Aftur- eldingu veröur vandi á höndum ef Kristján nær aö binda vörn síns liðs saman. Að mínu mati samt eru líkumar meiri á því að Afturclding vinni leikinn sem hefur verið að lcika betri vöm og sókn en FH-ingar í vetur. Þetta verður ábyggOega mjög spenn- andi leikur en Afturelding verð- ur samt að vara sig á einu að FH- liðið hefur oft leikið til úrslita og það er þvi ákveðið forskot sem Hafnfirðingar hafa fram yfir MosfeOinga." Stappar stálinu í FH-ingana „Sálarlega séð leggst þessi leik- ur mjög vel í mig. Það tala aOir afiit Afturelding- Geir Ha llsteinsson, fyrrum handknatt- leiksmaöur. um það úti í bæ,. armenn sem aðrir, að það sé formsatriði fyr- ir MosfeOinga að klára þenn- an leik. Sagan í gegnum tíðina segir mér hins vegar að þetta hjálpi ekki Aft- ureldingu þegar út í slaginn er komið. Á hinn bóginn stappar þetta stálinu í FH ingaog ég er klár á þvi að það verða önnur úrslit sem líta dags- ins ljós í leiknum á laugardaginn kemur en menn halda. Það verður erfitt fyrir Aftureldingu að mæta í sinn fyrsta bikarúrslitaleik. Að vísu em þar menn innan um sem vita hvað er að sfanda í toppbar- áttu. Þessi umgjörð sem er í kringum leikinn á eftir að taka á taugarriár fyrir leikmenn og áhan- gendur Aftureldingar. Við FH-ingar mætum saOaróglegir inn í Höllina tO að vinna bikar- inn. Ég veit alveg hvað klukkan slær hvað mitt Oð áhærir enda segir staðan á Oðinu í deOdinni sína sögu. Afturelding hefur Bjarka Sigurðsson innanborð sem er að mínu mati einn besti hand- boltamaðurinn í dag. Ef við náum að stöðva hann kemur óöryggi í leik þefira sem við munum nýta okkur. Ég er aOtaf bjartsýnn og er þannig einnig fyrir þennan leik.“ -JKS Kjallarahöfundar Athygli kjaOarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaöið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.