Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 17 |P Flestir foreldrar þekkja vel þann kostnað sem fylgir leik- fangakaupum fyrir bömin. Margir foreldrar kvarta jafn- vel yfir því að kostnaðurinn sé svo mikill að það komi harkalega nið- ur á fjárhag fjölskyldunnar því alltaf komi ný og ný leikföng sem börnunum sé talin trú um að þau verði að eignast. Hún Hera Sveinsdóttir fótaað- gerðarfræðingur er hins vegar afar hagsýn þegar kemur að leik- föngum barnanna og gerir sitt til að kostnaðurinn verði ekki of mikill. Hera og eiginmaður hennar Haukur eiga tvö börn, Arinbjöm sem er fjórtán ára og Eddu Þöll sem er níu ára. Eins og flestar ungar dömur hefur Edda Þöll gam- an af því að leika sér í barbíleik og með dúkkur. Hins vegar er ekki nóg að eiga dúkkurnar, sem kosta sitt, heldur verða þær að eiga klæðnað við hin ýmsu tækifæri. Þar kemur hagsýni og sköpun- argleði Heru til skjalanna þvi þær mæðgur sauma mikið af fötum á dúkkumar úr afgöngum, gömlu bolum, sokkum o.fl. Skemmtilegt og ódýrt „Ég man sjálf eftir því að hafa langað í falleg föt á barbídúkkurn- ar mínar þegar ég var yngri og þá settist ég niður og saumaði kannski kjól úr gömlum sokk eða beinar buxur úr afgangsefni. Nú geri ég það sama með dóttur minni og henni finnst þetta mjög spenn- andi og er þakklát fyrir,“ segir Hera. Hera telur ljóst að hún hafi spar- að talsverðar fjárhæðir með því að sauma dúkkuföt handa dóttur sinni í stað þess að kaupa þau. „Einn pakki með barbífotum kost- ar e.t.v. 800 krónur en við getum saumað fin fot á dúkkurnar fyrir nánast ekki neitt úr sokkum eða bolum sem maður á. Svo finnst mér þetta bara skemmtileg sköpun og gaman að geta gert þetta með dóttur minni sem kann miklu frek- ar að meta þessi heimatilbúnu föt heldur en barbífot úr búð. Það er nefnilega svo einfalt að fara út í búð og kaupa t.d. pakka með bar- bífotum og rétta barninu en það skilur miklu meira eftir sig ef þetta er handgert og barnið hjálp- ar jafnvel til,“ segir Hera. Hagsýni í ieikfangakaupum: Saumar og prjónar á dúkkurnar Tilraunastarf- semi Hera segist ekki sauma mikið á sjálfa sig heldur hafi hún meira gaman að sauma dúkkuföt- in og að búa til öskudagsbún- inga á bömin. „Ég hef gaman af að skapaj hvað villt og búa til mín eigin snið.“ Hera segir að ráðlegt sé að kaupa ódýr afgangs- efni þegar fólk vill skapa eitt- hvað sjálft og er að prófa sig áfram t.d. við bún- ingasaum- inn því þá fólk Edda Þöll, t.h., er himinlifandi með barbífötin sem þær mamma hennar hafa saumað. Gullefnið er úr jólaskreytingu og röndótta peysan og pilsið er úr gömlum barnasokk. Hvíta efnið er úr gömlum bol af mömmu. Hér sýna Edda Þöll og vinkona hennar, Eva Hilerz, afraksturinn. DV-mynd Teitur djarfara og minna máli skipti þótt flíkin heppnist ekki fullkomlega held- ur en ef dýrt efhi hefði verið keypt. „Ég hef t.d. búið til bangsabúning fyrir öskudaginn úr afgangs flisefni og svo saumuðu við gulldress á barbi- dúkkumar úr afgangsefni sem notað var til jólaskreytingar." Máttur auglýsing- anna Hera segir að þrátt fyrir að hún sé hagsýn séu leikfóng bama dýr og komi því við pyngjuna hjá mörgum. „Það eru líka alltaf einhver æði í gangi og þau leikfóng sem em í tísku í það og það skiptið era yfirleitt dýr. Börnin verða fyrir miklum þrýstingi, sérstaklega úr auglýsingum sjón- varpsins þar sem opnuð er fyrir þeim ný veröld leikfanga sem þeim fmnst þau verða að fá. Ég hugsa að þrýstingurinn hér á ís- landi sé of mikill. Þegar við hjónin bjuggum í Danmörku með son okkar, sem þá var þriggja ára, var andrúms- loftið allt annað. Þá vora auglýsingar sem beint var að börnum ekki sýndar í sjónvarpinu og bömin því ekki jafn meðvituð um hver nýjasta tískubólan væri. Þegar við komum síðan heim í jólafrí þetta árið vora allir litlir strák- ar héma á íslandi komnir með ein- hverja He-man karla sem auglýstir vora í sjónvarpinu sem nýjasta æðið. Á sama tíma hafði sonur okkar verið að leika sér með bollastell eða eitt- hvað álika og verið hæstánægður með sinn hlut, „ segir Hera hlæjandi að lokum. -GLM Verðkönnun á skíðakortum: Skíðakort við allra hæfi Á skiðum skemmti ég mér“ segir í gömlu dægurlagi og víst era það orð að sönnu. Hagsýni fór á stúfana og kannaði verð á ýmsum gerðum af skíðakortum viðs vegar um land. Nokkur verðmunur var á kortunum en skýrt skal tekið fram að svæðin eni misjöfh og aðstaða þar mismunandi og kortin ein og sér því e.t.v. ekki full- komlega sambærileg. Bláfjöll, Skálafell og Hengill Sama verð er á öllum þremur stóru skíðasvæðum höfúðborgarsvæðinsins, þ.e. í Bláfiöllum, í Skálafelli og á Heng- ilssvæðinu. Þar kosta árskort fullorðinna 11.000 krónur, árskort bama 5000 krónur, dagskort fúllorðinna 1000 krónur og dagskort bama á aldrinum 5-16 ára 500 krónur. Böm að fimm ára aldri og ellilífeyrisþegar greiða ekki fyrir að- gang að lyftunum. Afnot af byijenda- lyftum era hins vegar ókeypis fyrir alla. Einnig er hægt að kaupa hálfsdag- skort fyrir fuilorðna á 600 krónur og fyrir böm á 300 krónur. Svokölluð æfingakort kosta síðan 4500 krónur íyrir átta ára og eldri en 1800 krónur fyrir börn yngri en átta ára. í Bláfiöllum er opið virka daga frá kl. 10-22 og frá 10-18 um helgar og aðra frídaga. Forstöðumanni er hins vegar heimilt að hafa opið lengur um helgar þegar vel viðrar. í Skálafelli er opið frá kl. 9-21 þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga og frá 10-18 um helgar. Á Hengils- svæðinu er síðan opið frá kl. 10-21 þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga og frá 10-18 aðra daga. ísafjörður og Akur- eyri Á skíðasvæði ísfirðinga á Selja- landsdal kostar dagskort 700 krónur fyrir fullorðna og 300 krónur fyrir böm og árskort fyrir fúllorðna 10.500 krónur og árskort fyrir böm 5000 Verð á skíðakortum / Fullorðnlr N Börn Dagskort 750 kr. 350 kr. Árskort 8.000 kr. 4500 kr. J ( Fullorðnir A Börn Dagskort 600 kr. 300 kr. (^Árskort 9.000 kr. 4.500 kr. J / Fullorðnlr Börn Dagskort 700 kr. 300 kr. Árskort 10.500 kr. 5.000 kr. J Bláfjöll, 4 Skálafell, Hengilssvæöiö r~ Dagskort Árskort m— krónur. Á Seljalandsdal er opið frá kl. 14-19 á mánudögum, frá kl. 14-20 á þriðjudögum, frá kl. 14-21 á mið- vikudögum, frá 14-20 á fimmtudög- um, frá kl. 14-19 á fóstudögum og frá kl. 10-17 um helgar. Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðar- fialli er opið frá kl 10-18.45 á mánudög- um og fóstudögum, frá kl. 10-17 um helgar og frá kl. 10-19.45 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Þar kost- ar árskort fyrir fullorðna 9000 krónur, árskort bama 4500 krónur, dagskort fullorðinna 600 krómu og dagskort bama 300 krónur. Böm hafa ókeypis aðgang að svokallaðri byrjendalyftu í Hlíðarfialli en fúllorðnir greiða 200 krónur fyrir afnot af henni. Dalvík og Oddsskarð Skíðasvæði Dalvikinga í Böggvis- staðafialli er opið frá kl. 10-19.30 frá mánudegi til fimmtudags og til kl. 22 á föstudagskvöldum og frá kl. 10-17 um helgar. Þar kostar árskort fyrir full- orðna 8000 krónur, árskort fyrir börn 4500 krónur, dagskort kostar síðan 750 krónur fyrir fúllorðna og 350 krónur fyrir böm og hálfsdagskort kostar 500 krónur fyrir fullorðna og 250 krónur fyrir böm. í Oddsskarði, skíðasvæði Austfirð- inga, er opið frá kl. 13-20 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, frá kl. 13-22 á fóstudögum og frá kl. 11-17 um helgar. Þar kostar árskort fyrir fullorðna 9000 krónur og árskort fýrir böm 4500 krónur. Dagskort fyrir fullorðna kost- ar nú 600 krónur en hækkar í 800 krón- ur þann 25. mars næstkomandi og dag- skort fyrir börn kostar nú 300 krónur en hækkar í 350 krónur þann 25. mars. Samkvæmt þessum tölum ættu þeir sem fara oft á skíði, t.d. þijár helgar i mánuði, að fiárfesta í árskorti en hinir ættu að geta sloppið nokkuð vel með dagskort eða hálfsdagskort. Þeir sem kaupa sér árskort verða þó að muna að snjóleysi getur sett strik í reikninginn eftir að kortið hefúr verið keypt. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.