Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 19 Kaskótryggingar af bílum: Sjálfsáhætta borgar sig varla Eftir að kunningi blaðamanns lenti í því að skemma nýjan bíl sinn nýlega vöknuðu upp spurn- ingar um kaskótryggingar á bílum og sjálfsábyrgð bíleigenda. Borgar sig að kaskótryggja yfirleitt? Borg- ar sig að taka á sig tiltekna sjálfs- áhættu eða ekki? Þeir sem kaupa nýja eða nýlega bíla og taka bíla- lán fyrir hluta kaupverðsins verða að kaskótryggja bílinn. Kaskó- trygging er einfaldlega eitt af skil- yrðum þess að fá lánið yfirleitt. Niðurstaðan er sú að kaskótryggi menn á annað borð er óskynsam- legt að taka á sig sjálfsáhættu nema þá mög óverulega. Menn með sjálfsáhættu upp á 100 þúsund kr. sem lenda í 100 þúsund króna tjóni þurfa að greiða þá upphæð til að fá bílinn viðgerðan eða endur- nýjaðan. En auk þess missa þeir bónus af bæði ábyrgðar- og kaskó- tryggingunni og tapa þannig stærri upphæð en sem nam mis- muninum á iðgjaldi af trygging- unni með sjálfsábyrgð og án henn- ar.Og sá munur er ekki mikill. DV spurðist fyrir um þessi mál hjá þremur tryggingafélögum, Sjó- vá-Almennum, Vátryggingafélagi íslands og FÍB-Tryggingu. Fyrir tryggingasölumennina var lagt dæmi af manneskju sem ætlar að endumýja bilinn sinn og hefur augastað á meðalstórum fimm manna bíl af evrópskri gerð sem kostar 1.635 þúsund. Bileigandinn nýtur 60% afsláttar frá fullu ábyrgðartryggingagjaldi þess bíls sem hann nú á og hefur verið tjón- laus í fimm ár. Hann á ekki fyrir kaupverði nýja bílsins og verður því að taka bílalán fyrir hluta þess og verður því að kaskó- tryggja bílinn. Nokkur munur var á einstök- um liðum þessa dæmis milli trygg- ingafélaganna, einkum var hann áberandi milli FÍB-tryggingar og hinna félaganna tveggja. Þess skal þó getið að aðeins var rætt við tryggingasölumennina um trygg- ingar eins bíls af tiltekinni teg- und, óháð því hvort tryggingataki tryggir aðrar eigur sínar hjá hverju félaganna um sig. Hjá VÍS og Sjóvá-Almennum er gefinn magnafsláttur ef fólk tryggir hús sín, fjölskyldu og innbú sem hefur áhrif á heildarniðurstöðuna til lækkunar. Hjá FÍB-tryggingu eru hlutirnir klipptir og skornir og fast verð á sérhverri tryggingu. Eitt tryggingafélaganna hafði þá sérstöðu að bjóða ekki fulla kaskó- tryggingu án sjálfsábyrgðar trygg- ingartaka. Lægsta sjálfsáhætta þess var 32 þúsund krónur, en hin tvö bjóða kaskótryggingu með engri sjálfsáhættu. Þá var lítils háttar mismunur á því hversu mikil áhrif kaskótjón hafði á bón- ustap tryggingartaka, bæði bónusfall á ábyrgðar- trygg- ingunni og á kaskótryggingunni. Hjá einu tryggingafélaganna fellur tryggingartaki niður um fjóra gjaldflokka í ábyrgðartrygg- ingunni, eða úr 60% bónus í 20% lendi hann í 100 þúsund króna tjóni. Hjá hinum var fallið um þrjá flokka. Hjá öllum félögunum hækkaði iðgjald af kaskótrygging- unni um 20% við tjónið. Þegar eins konar vegin meðaltöl þeirra talna sem sölumenn trygg- ingafélaganna gáfu DV eru skoðuð kemur í ljós að það kostar um 70 þúsund krónur að tryggja þennan umrædda bíl á ári ef sjálfsáhætta er í lágmarki, eða 0-40 þúsund. Sé sjálfsáhætta upp á 100 þúsund krónur eða meira tekin kosta tryggingarnar fjögur þúsund krón- um minna á ári eða um 66 þúsund krónur, sem vart getur talist mik- Án tjóns 70.000 kr. V' ! 66.000 kr. ill munur miðað við ávinninginn ef 100 þúsund króna tjón verður. Rétt er að geta þess að ekki þarf að stórsjá á nýjum bíl sem hefur orð- ið fyrir slíku tjóni. Oftast er nóg að framljósin brotni, stuðarinn líka og kannski grillið. Eftir tjónið þarf sá með litla sem enga sjálfsáhættu að greiða fyrsta árið á eftir rúmlega 93 þúsund krónur í tryggingar, eða um 23 þúsund krónum meira en áður. Sá sem tók 100 þúsund króna sjálfsá- hættu eða meir greiddi fyrir tjón- ið um 66 þúsund kr. á ári en ið- gjöld hans hækka um 18 þúsund krónur. -SÁ Eftir tjón 93.000 kr. Meðaltalstölur þriggja tryggingafélaga, miðað við 60% afslátt af ábyrgöartryggingu og 30% af kaskótryggingu Sjálfsáhætta - lítill ávinningur 84.000 kr. jf-7. i rStæSííi I f I Lítil sjálfsáhætta (0-30 þúsund) Ábyrgðar- og kaskótrygging Mikil sjálfsáhætta (100 þús. eöa meira) Ábyrgðar- og kaskótrygging Landsbankinn: Ýmis form húsnæð- islana Veðdeild Landsbankans, sem þjónustaði aðallega Húsnæðis- stofnun ríkisins fram til síðustu áramóta, hefur fengið nýtt hlut- verk eftir að Húsnæðisstofnun var lögð niður. Veðdeildin veitir nú veðdeildarlán til húsnæðis- kaupa eða nýbyggingar á svipað- an hátt og hefðbundin húsbréfa- lán. Þem sem hyggja á íbúðar- kaup geta nú leitað beint til Veð- deildar. Lánin eru tryggð með veði í viðkomandi fasteign. Hámarks- veðhlutfall er almennt 65% en vegna fyrstu kaupa 70% af markaðsverði. Eingöngu veitt út á auðseljanlegar eignir. Lánsfjárhæð er 1.000.000-10.000.000 krónur. Vextir eru fastir, 6,65% og láns- tíminn 30 ár. Lánið er verð- tryggt miðað við vísitölu neyslu- verðs.Lántökugjald er 1,5%. íbúakaupendur geta valið um þrjár leiðir: Almennt veðdeildar- lán, veðdeildarlán með líftrygg- ingu og veðdeildarlán með söfn- unarlíftryggingu. Hámarksveð- hlutfall Veðdeildarláns - með söfnunarlíftryggingu getur numið allt að 75% af markaðs- verði. Ryðlitur á kalda vatninu algengt vandamál: Vatnið of efnasnautt Margir kannast við það að fá öðru hverju ryðlita og fremur ólystuga vatnsbunu úr kaldavatns- krananum heima hjá sér. Ryðlitur- inn hverfur yfirleitt eftir smástund þegar vatnið er látið renna. Ryðlitur í vatni leiðir óhjákvæmilega hug- ann að því hvort vatnslagnir húss- ins séu að tærast upp og hvort búast megi við vatnstjóni með tilheyrandi tjóni og umstangi. „Það kann að hljóma einkennilega í eyrum fólks sem getur státað af hreinu og heilsusamlegu vatni en staðreyndin er að neysluvatnið hér er of efnasnautt. Það er mikið af gal- vaniseruðum vatnsrörmn í bygging- um hér á landi og til að þau tærist ekki þarf að vera ákveðið magn kals- íums (kalks) og karbónats í vatninu. Þessi efni mynda sterka himnu inn- an á rörin sem vamar tæringu og ryði,“ segir Ragnheiður Inga Þórar- insdóttir, verkfræðingur á efnis- tæknideild Iðntæknistofnunar. Ryðmyndun Galvanisemð rör em sinkhúðuð. Ef ekki kemur til vöm með hjálp kalsíums og karbónats tærist sink- húðin inn að járni og ryðmyndun hefst. Mest verður hennar vart þeg- ar sjaldan er skrúfað frá og vatnið nær að hitna í lögnunum. Þetta á t.d. við um krana í bílskúr eða kjall- ara. Þá getur ryð myndast ef rennsli er lítið vegna stíflu í síu á kranan- um. Vatnið verður þá oft ryðlitt fyrst eftir að sigtið hefur verið hreinsað og vatnsrennslið hefur losað um ryðið. í versta falli geta útfellingar vegna ryðs stíflað vatnslögnina. Almennt eru rörin það þykk að ekki er hætta á ferð- um ef vatnsnotkun er eðlileg. En hvað er til ráða vilji menn losna við ryðlitað vatn? Ragnheiður bendir á þann möguleika að setja síubox meö fosfatblöndu við vatns- inntakið í húsið. Þá fer ryðliturinn. En böggull fylgir skammrifl. Mæl- ingar á málminnihaldi í kranavatni sýna að tæring getur þá aukist til muna. Ryðfrítt og plast Ragnheiður bendir á að svo virð- ist sem efnainnihald vatnsins hafi eitthvað breyst með ámnum. Dæmi séu um að vatnslagnir í 50-60 ára gömlum húsum séu ótærðar. Þá er eins og að húð hafí myndast innan í röranum í fyrstu og varið þau fyrir tæringu síðar. Hins vegar hefur tæringar orðið vart í mun yngri húsum í Grafarvogi. Það getur verið dýrt og valdið mikilli röskum að skipta um vatns- lagnir í húsum ef þetta vandamál fer úr böndunum. En þegar hús eru byggð má huga að þessu með því að velja ryðfrí rör eða plaströr. Það er einfaldlega spurning um lífsgæði að fá alltaf hreint og tært vatn úr kran- anum. -hlh Afkomutölur lyfta Nýherja virðist hafa átt von á þessari út- komu en félagið hefur hækkað um 40% frá þvi í nóvember. Bjartsýni er í garð Marels eftir fréttir af samningum um sölu á kjúklingaskurðarvélum fyrir 100 milljónir króna en markaður fyrir nefhdar vélar er gríðarlega stór. -hlh Afkomutölur Nýherja hafa haft áhrif til hækkunar eins og sést á meðfylgjandi grafi. Hagnaður fyrir- tækisins er 113 milljónir króna sam- anborið við 74 milljóna króna hagn- að árið á undan. Mikil umskipti hafa átt sér stað eftir 105 milljóna króna tap félagsins árið 1996. Niður- staðan nú er talsvert umfram vænt- ingar sem gerðar voru. Markaður- inn Verðbréf á upp- og niðurleið - síöastliöna 30 daga - Marel hf. Nýherjl hf. Lyfjaverslun Pharmaco hf. Tæknlval hf. íslands hf. islenskar Hlutabréfa- Stálsmlöjan hf. Plastprent hf. sjávarafurðir hf. Tangl hf. sjóðurinn íshaf hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.