Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Sviðsljós Sambandi Fergie og ítalska greifans lokið Ástarsambandi hertogaynjunnar af Jórvík, sem kölluð er Fergie, og ítalska greifans Gaddo deilla Gher- ardesca, er lokið. Vinir Fergie segja að ástin hafi fjarað út en turtildúf- umar fyrrverandi séu þó enn mjög góðir vinir. Breska blaðið Sunday Mirror hefur það einnig eftir vinum Fergie að það sé að vissu leyti einnig Elisabetu drottningu og Fil- ippusi prins að kenna að Fergie og greifinn skuli ekki lengur vera par. Drottningin og prinsinn hafi þver- tekið fyrir það að dætur Fergie og Andrésar prins, þær Beatrice og Eu- gene, byggju erlendis. Sjálfur vildi greifinn, sem er vellauðugur og enn kvæntur þó hann hafi ekki búið með konunni sinni í þrjú ár, ekki flytja til Englands. Fergie hefur ekkert hitt Gaddo síðan um jólin og er sögð hafa sætt sig við að átján mánaða ástarsam- bandi þeirra sé lokið. Sambandsslit Fergie og greifans eiga sér stað samtímis því sögusögn- um fjölgar um að hertogaynjan og Andrés prins séu að taka saman á Orðrómur er á kreiki um að Fergie og Andrés prins kunni að taka saman á ný. Símamynd Reuter ný. Þau em sögð ætla saman í róm- antískt skíðafrí til Verbier í Sviss. Sunday Mirror hefur það eftir þeim sem þekkja Andrés vel að hann myndi taka við Fergie á stundinni samþykkti hún að reyna aftur. Prinsinn og hertogaynjan búa enn undir sama þaki þar sem hún hefur neitað að flytja í húsið sem El- ísabet drottning útvegaði henni. Segist Fergie ekki hafa efni á því. Vinir Fergie og Andrésar eru á þeirri skoðun að þau elski enn hvort annað og að hún myndi jafn- vel giftast Andrési sinum á ný ef hirðfólkið í Buckinghamhöll væri ekki til staðar. Það gerði henni líflð leitt á sínum tíma. Heimildarmaður innan hallarinnar segir hins vegar að það sé ekki bara hirðfólkið held- ur einnig drottningin og prinsinn sem séu andvíg því að Fergie og Andrés taki saman. „Þau myndi hrylla við tilhugsuninni um að Fergie kæmi aftur að hirðinni." Þótt einkennilegt megi virðast lagði eiginkona greifans blessun sína yfir samband hans og Fergie. Slater verður bráðum pabbi Þvílík umskipti. Ekki er nema tæpt ár liðið frá því leikarinn Christian Slater losnaði úr stein- inum þar sem hann sat inni fyrir að berja fyrrum kærustu sína, slást við lögguna og fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna. Nú á kappinn hins vegar von á barni með kærustunni. Frægur slúður- dálkahöfundur segir að bamið sé væntanlegt með vorinu. Erfitt hjá Bond James Bond stendur frammi fyrir erfiðu verkefni í nýjustu mynd sinni. í henni taka nefnilega þátt næstum því allar fyrrverandi Bondbrúðirnar sem hann hefur forfært síðastliðin 37 ár. Tökur á nýju myndinni, The world is not enough hófust í janúr í Englandi og Tyrklandi. Fjórtán Bondbrúðir hafa tekið boði um að leika í myndinni. Þýska fyrirsætan Heidi Klum gat ekki stillt sig um að smella léttum kossi á kinn stallsystur sinnar, hinnar kalifornísku Rebeccu Romijn-Stamos. Stúlkurnar eiga það sameiginlegt, fyrir nú utan að vera glæsilegar og fallegar, að koma fram í sundfatahefti íþróttatímaritsins Sports lllustrated. Sala á þessu vinsæla hefti hefst í dag vestanhafs og þess verður vafalaust ekki langt að bíða að það reki á fjörur okkar. DV Hanks er stoltur af tilnefningunni Stórleikarinn Tom Hanks er í hópi þeirra útvöldu sem voru til- nefndir til óskarsverðlauna í fyrradag. Hanks fékk tilnefning- una að sjálfsögðu fyrir leik sinn í Björgun óbreytts Ryans eftir Spi- elberg. Hann er að vonum kátur. „Það var dýrmæt reynsla fyrir okkur öll að gera þessa mynd. Það er mikill heiður að vera tilnefnd- ur til óskarsverðlauna og þeim mun meiri fyrir Björgun óbreytts Ryans. Ég er að sjálfsögðu mjög kátur og ég er líka ákaflega stolt- ur,“ sagði Tom Hanks. lífsins á ný Uma Thurman ætlar ekki að láta klúðrið sem kvikmyndin Avengers var spilla meira fyrir sér en orðið er. Leikkonan er aft- ur farin á stjá. Um næstu helgi verður frumsýnt leikrit Moliéres um mannhatarann þar sem Uma leikur eitt aðalhlutverkanna. „Ég er skithrædd,“ segir Uma sem er vön því að geta endurtekið leik- inn ef illa fer fyrir framan mynda- vélamar. Annars hefur Uma var- ið drjúgum tíma með bónda sín- um og barni upp á síðkastið. Paltrow kann að gera stólpagrín Breska leikkonan Gwyneth Pal- trow skildi ísdrottninguna í sjálfri sér eftir heima þegar hún kom fram í vinsælum grínþætti í amerísku sjónvarpi um helgina. Gwyneth sýndi það og sannaði að hún hefur kímnigáfuna í lagi þeg- ar svo ber undir og gerði stólpa- grin að öllu og öllum, allt frá fyrr- um elskhuga sínum Ben Affleck til kynbombunnar og tískudrósar- innar Sharon Stone. Viðstaddir höfðu gaman af. Best var þó þeg- ar Ben reis á fætur í áheyrenda- skaranum eftir einræðu frökenar- innar. Hún þóttist ekki þekkja hann. Uma vaknar til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.