Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 27 Fréttir Skvaldur í Menntaskól- anum á Egilsstöðum DV, Egilsstöðum: Minkur drepur 70 hænur DV, Skagafirði: Hún var óskemmtileg aökoman hjá Gunnari Gunnarssyni, bónda í Syðra-Vallholti, þegar hann kom í hænsnahúsið í gærmorgun. Minkur hafði komist í húsið og var búinn að drepa allar hænumar nema eina, um 70 að tölu. Hún var farin líka þegar Birgir Hauksson, minkabani frá Valadal, kom á vettvang og skaut minkinn. „Mér frnnst full ástæða til að láta vita af þeim skaða sem þessi dýr valda. Friðunarsinnar vilja vemda bæði ref og mink en taka ekkert til- lit til þess skaða sem þessi dýr valda,“ sagði Birgir. Hann telur greinilegt að um búrmink sé að ræða og segir að alltaf virðist vera eitthvaö um að dýr sleppi úr búrum og líklega sé mjög erfitt að girða fyr- ir að svo verði í framtíðinni. -ÞÁ Leikfélag Menntaskólans á Egils- stöðum hefur tekið til sýninga leik- ritið Skvaldur eftir Michael Frayn. „Þetta hefur gengið frábærlega vel. Krakkarnir era áhugasamir og gott að vinna með þeim. Við komum saman í byrjun desember og höfð- um samlestur og svo höfðu þau jóla- fríið til að læra rulluna," sagði Elf- ar Logi Hannesson leikstjóri. Krakkarnir hafa notað jólafríið vel því textinn rann ljúflega í gegn. Leikfélag Menntaskólans er sann- arlega metnaðarfullt í verkefnavali sínu og er skemmst að minnast ágætrar sýningar þeirra í fyrra á söngleiknum Hárinu. Leiksýningin á Skvaldri er stað- færð og látin gerast á íslandi. Þetta er leikrit um leiksýningu þar sem flest gengur á afturfótunum. Fyrsti þáttur gerist á generalprufu í Vala- skjálf. Annar þáttur fer fram á sýn- ingu á Akureyri og þá sjáum við hvað gerist baksviðs á sýningu, þ.e. leiktjöldum hefur verið snúið um 180 gráður. Þriðji þáttur gerist á sýningu Frá sýningu Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum á Skvaldri. DV-mynd SB í Grímsey og aftur sjáum við sjálft sviðið og þá loks er ljóst hvernig leikritið í leiksýningunni á að vera. Elfar Logi hefur náð frábærum léttleika og fjöri í þessa sýningu og engum ætti að leiðast. Leikendur era níu og skila hlutverkum sínum með sóma. Hér er grunnurinn að at- vinnuleikhúsi lagður og við þurfum engu að kvíða um framhaldið. -SB Útvarp Kántrýbær: V\n nings Aðalvinningur: Roces-skautar frá Markinu. Kári S. Kárason nr. 11765 10 aukavinningar: lúffur og tölvugæludýr. Sindri Sigfússon nr. 5582 Fanney O. Pálsdóttir nr. 6626 Halldór Óskarsson nr. 5941 Helena R. Heimisdóttir nr. 121193 Ólöf Svafarsdóttir nr. 12615 Sigrún Magnúsdóttir nr. 11721 Sunna R. Garðarsdóttir nr. 11669 Sigrún Eva nr. 7640 Sigurður Sigurðsson nr. 3597 Ásdís Hilmarsdóttir nr. 10440 Krakkaklúbbur DV og Markið þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og óska vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. Ströndum ávarpaðir af jafnmikilli hlýju og innileik eins og þegar útvarpsstjór- inn, Hallbjörn Hjartarson, sest við hljóðnemann og talar til áheyrenda sinna. Einkanlega þykir fólki við margs konar útivinnu og þeim sem eru á ferðalagi notalegt að heyra rödd hans. Einstakir hafa haft á orði að þeim líði eins og verið sé að tala til þeirra persónulega þegar hann segir með sinni hlýju rödd: „Kæri vinur minn“ eða „Elskulegi vinur minn“. Þá er það siður hans, sem sjaldan eða ekki heyrist á öðr- um útvarpsstöðvum, að hann þakk- ar jafnan öllum flytjendum framlag þeirra. Lagavalið heldur og ekki fólki frá því að stilla á þá útvarpsstöð. Fólk með börn á ferðalagi hefur haft á orði að allt gangi betur og minna þurfi jafnan fyrir bömunum að hafa þegar opnað hefur verið fyrir Út- varp Kántrýbæjar því þá fmni allir fyrir þægilegri líðan. Slíkur sé áhrifamátturinn. -GF Vinsælt á DV, Hólmavík: Strandamönnum var það fagnað- arefni sem dyggum hlustendum Út- varps Kántrýbæjar þegar sú út- varpsstöð hóf útsendingar að nýju eftir að byggt hafði verið upp eftir branann sem varð í húsakynnum hennar fyrir nokkrum árum og eirði þar engu. Ekki er annað vitað en það útvarp heyrist allvel víðast hvar um sýsluna enda nánast í sjón- máli frá útsendingarstaðnum, Skagaströnd. Mörgum er til efs að á annarri út- varpsstöð á íslandi séu hlustendur Páll Pálsson stefndi upp á grynningarnar við Norðurtangann eftir að drepist hafði á aðalvél skipsins. DV-mynd Hörður ísafjörður: Pall Palsson stefndi upp í Norðurtangann - vél stöðvaðist er togarinn var á leið út Sundin Gæðarúm á góðu verði -rumi Betur fór en á horfðist á þriðja tímanum eftir hádegi á þriðjudag- inn þegar togarinn Páll Pálsson var á leið út Sundin á ísafirði til veiða. Skyndilega stöðvuðust vélar togar- ans sem snerist og stefndi upp í fjöru við Norðurtangann. Hélt lóðs- báturinn á ísafirði af stað til að kippa í skipið ef á þyrfti að halda. Eftir nokkra stund tókst að koma vélum togarans aftur í gang og átti þá að halda til hafs. Nokkur bið varð þó á því þar sem skömmu síð- ar var ákveðið að senda einn skip- verja í land vegna meiðsla í baki. Orsök óhappsins er rakin til þess að aðfaramótt þriðjudags fékk skip- ið togvír í skrúfuna við hafnarkant- inn á Ísaíirði. Þá festist líka togvír- slás á milli skrúfú og skrúfuhrings svo allt stóð fast. Vora tveir kafarar fengnir úr Reykjavík til að logskera úr skrúfunni. Að sögn Úlfars Ágústssonar hafn- arvarðar er talið líklegt að togvír, sem lagður hafði verið til hliðar á hafnarkantinn, hafi fyrir misgáning verið mokað í sjóinn af snjóraðn- ingstæki. -HKr. Ragnar Bjömsson eM. wm. Dalshraun 6, Hafnarfirði Sími 555 0397 • fax 565 1740 <//•

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.