Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Ingibjargar Sólrúnar „Vídeóin í miðborginni, sem eru almennt kölluð Augu Ingibjargar Sólrúnar, vekja j engu að síður viss vonbrigði, því ung- lingurinn, kvik- * myndastjaman, kemur hvergi fram nema á skjánum Hollywood lögregl- unnar sem væntanlegt e&ti í glæpamann eöa gestur henn- ar.“ Guðbergur Bergsson rithöf- undur, í DV. Gengur ekki lengur „Stórútgerðimar eru að gera okkur ókleift að róa með því að sprengja upp verð á Kvótaþingi með alls kyns marklausum til- færslum. Þegar meira en fimm- tíu prósent af veltu okkar er farin í Kvótaþingið er þetta ekki hægt lengur." Ingvi Harðarson útgerðar- maður sem ætlar að róa kvótalaus, í DV. Endalokin „Ég get vel hugsað mér að koma síðar meir aftur - þegar útvarpsráð hefúr verið lagt niður.“ Anna Kristine Magnúsdóttir, dagskrárgerðar- maður hjá RÚV, sem sagt hefur upp, í Degi. Þriðji bankastjórinn „Stóll bankastjóra við Seðla- banka íslands hefur nú verið laus um margra mánaða skeið án þess að staðan hafi verið auglýst, enda hefur rekstur bankans síður en svo gengið verr þótt eigi sé fyllt lögmælt tala bankastjóra." Ásta R. Jóhannesdóttir, al- þingismaður, í Morgunblað- Þingmenn ekki ósjálfbjarga „Ég hef aldrei skilið það mikla umtal sem tengist framtíð manna sem gegnt 1 hafa störfum á Al- f þingi um hríð. Sumir virðast álíta að þing- menn séu nánast ósjálfbjarga eftir f að hafa skilað umboðinu.“ i Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður, í Morgunblað- inu. Sá ekki um bókhaldið „Hann sá alla vega ekki um 3 bókhaldið.“ Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn, um fjórða aðiiann í trygginga- svikamáli, í DV. Guðlaugur Bergmann, nýráðinn verkefnastjóri Staðardagskrár 21 í Snæfellsbæ: Dropamir búa til hafið DV, Snæfellsbæ: „Þetta er auðvitað draumaverk- efni fyrir mig. Ég fluttist að Helln- um fyrir tæpum fjórum árum með konunni minni og félögum 1 Snæ- fellsássamfélaginu til að skapa lítið vistvænt sjálfbært samfélag, byggt á nýjum hugsunarhætti. Að fá nú að takast á við svipað verkefni á miklu breiðari grundvelli er stórkostlegt," segir Guðlaugur Bergmann, nýráð- inn verkefnastjóri Staðardagskrár 21 í Snæfellsbæ. Guðlaugur segir að margir mis- skilji þetta verkefni: „Það er nauð- synlegt að undirstrika að Staðardag- skrá 21 er ætlað að vera heildará- ætlun um þróun samfélagsins en ekki aðeins áætlun um skipulag á t.d. sorpeyðingu og fráveitumálum. Vissulega er mikilvægt að nota líf- rænan áburð, flokka sorpið sitt, borða lífrænt ræktað grænmeti og annan lífrænan mat, aka á spar- neytnum bíl, nota umhverfisvæn hreinsiefni, hafa frárennslismálin í lagi og margt fleira í þeim dúr en málið snýst um miklu fleiri þætti lífsins. Umhverfismál í víðasta skilningi þess orðs snerta öll mál þjóðfélagsins. Dagskrá 21 eða Agenda 21 þýðir dagskipun eða áætlun fyrir tuttugustu og fyrstu öldina. Hún er áætlun sem 179 þjóð- ir, þar á meðal ísland, urðu ásáttar um að gera á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó 1992 um umhverfi og þróun. Dagskrá 21 er áætlun fyrir hverja þjóð fyrir sig um það hvemig hún kemst nær því að vera sjálfbær. Þetta miðar allt að þvi að samfélög- in nálgist það að verða sjálfbær, nálgist sem sagt markmiðið sjálf- bæra þróun sem var skilgreind af hinni svokölluðu Brundtland-nefnd 1987 sem þróun sem gefur núver- Maður dagsins andi kynslóð möguleika á að fúll- nægja þörfum sínum án þess að gengið sé á möguleika komandi kynslóða að fullnægja sínum þörf- um. Þetta hugtak, sjálfbær þró- un, er sem sagt meginhugtakið bak við Dagskrá 21. Staðardagskrá er siðan sams konar áætlun fyrir hvert sveit- arfélag eða svæði fyrir sig, hvemig hvert samfélag ætlar að nálgast þetta sama mark- mið. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að Staðar- dagskrá 21 er ekki að- eins áætlun sveitar- stjómarinnar heldur samfélags- ins í heild. Nauð- synlegt er að sem flestir hópar samfé- lagsins hjálpist að við gerð hennar og það Guðlaugur Bergmann svalar þorsta sínum í lindarvatni á Snæfellsnesi. verður langveigamesti þátturinn í mínu starfi að fá fólk til að taka þátt i þessu stórkostlega verkefni. Mesta umhverfishættan er að hver ein- staklingur heldur að það skipti ekki máli hvað hann gerir en það gleym- ist að dropamir búa til hafið.“ Guðlaugur er kvæntur Guðrúnu G. Bergmann, rithöfundi og leið- beinanda, en hún starfar einnig að félagsmálum í Snæfellsbæ, er for- maður atvinnu- og ferðamálanefnd- ar. Þau eiga tvo syni. Guðlaugur á þrjá aðra syni og sex bama- böm. -DVÓ Kárl Stefánsson ásamt myndlistar- mönnunum þremur. Þetta vil ég sjá Fyrsta sýningin í sýn- ingaröðinni Þetta vil ég sjá var opnuð um síðustu helgi. Þessi sýningaröð er ólík öðmm myndlistarsýn- ingum að því leyti að leik- menn hafa verið fengnir til að velja listaverk. Hug- myndin að sýningunum er að áhugamenn um myndlist velji verk eftir listamenn sem þeir hafa vel- þóknun á til sýn- ingar í Gerðu- bergi. Sá sem hef- ur riðið á vaðið er Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Honum til að- stoðar var Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur. Kári valdi að sýna verk eftir Kristján Davíðsson, Magnús Kjart- Sýningar ansson og Sigtrygg Bjama Baldvinsson sem era full- trúar þriggja kynslóða í myndlist. Sýningin stendur til 28. febrúar. Myndgátan Breytingaskeið Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. Frá leik og Keflavík fyrr í vetur en bæði liðin veröa í eidlínunni f kvöld. Grindavík-Kefla- vík í körfunni Sautjánda umferðin af tuttugu og tveimur i úrvalsdeildinni í körfubolta hefst í kvöld og verða leiknir fimm leikir, sá sjötti verð- ur annað kvöld. Hæst ber viður- eign Keflvíkinga sem eru í efsta sæti deildarinnar og Grindvík- inga sem hafa verið í sókn undan- farið. Keflvíkingar töpuðu bikar- úrslitaleiknum við Njarðvík um síðustu helgi og hafa varla hug á því að tapa tveimur leikjum í röð, en Grindvíkingar eru á heima- velli og era sigurstranglegir. Á Akranesi leika ÍA-Tindastóll, í Borgarnesi Skallagrímur-Snæfell, í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði leika Haukar-KR og í Valsheimilinu leika Valur -Þór Akureyri. Allir leikimir hefjast kl. 20. Síðasti leikurinn í umferð- inni fer svo fram annað kvöld á ísafirði þegar heimamenn í KFÍ taka á móti bikarmeisturunum frá Njarðvík. íþróttir Einn leikur er í 1. deild karla í körfuboltanum í kvöld, í Selja- skóla leika ÍR-Þór Þorlákshöfn kl. 19. Tveir leikir í deildinni em annað kvöld, Breiðablik-Hamar og Stafholtst.-ÍS, þá er einn leikur annað kvöld í 1. deild kvenna, Njarðvík-KR leika í Njarðvíkum kl. 20. Bridge Besta spilaáætlunin í fjórum spöðum á a-v-hendurnar er að von- ast til að norður eigi tígultíuna. Fyrst er gerð atlaga að tígullitnum og ef tígultían reynist vera í suður er alltaf hægt að prófa laufsvíning- una sem lokatilraun. En spilið býð- ur reyndcir upp á aðra möguleika. Þegar það kom fyrir í sveitakeppni í Danmörku, fann Lars Munksgaard skemmtilega spilaleið eftir að hafa fengið eilitla hjálp frá vöminni. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og a-v á hættu: * 108 •é ÁK952 * D105 * 987 * Á32 «4 74 4 ÁG842 * ÁG5 * DG 4* 10863 4 K6 * D10432 Vestur Norður Austur Suður 2 4 pass 2 grönd pass 3 grönd pass 4 4 p/h Tveir spaðar lýstu veikri opnun með 6 spil í spaða og tvö grönd var spurnarsögn. Þrjú grönd lýstu há- marki með dreifðum styrk og aust- ur valdi að sjálfsögðu 4 spaða sem lokasögn. Vömin byrjaði á því að taka tvo hæstu í hjarta og skipti síð- an yfir í lauf. Það gaf Munksgaard færi á að prófa lauf- gosann án nokkurr- ar áhættu. Suður átti drottninguna og Munksgaard yf- irdrap á kónginn heima. Nú virðist sem sagnhafi þyrfti að treysta á áður- nefnda legu í tíglinum, en Munks- gaard sá mun vænlegri vinnings- leið. Allt byggðist það á því að spað- inn væri 2-2 hjá andstæðingunum. Munksgaard spilaði spaða á ásinn, lagði niður tígulás, spilaði spaða á kóng, laufi á ásinn og trompaði lauf. Síðan var lágum tígli spilað frá báð- um höndum. Suður varð að spila upp í tvöfalda eyðu. Þessi spilaleið dugði ef tígullinn lá 3-2 með háspil- in sitt á hvorri hendinni. Ef suður hefði átt bæði háspilin þriðju hefði spilið hvort eð er verið vonlaust. ísak Öm Sigurðsson 4 K97654 «4 DG 4 973 * K6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.