Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1999, Blaðsíða 40
MVinr ölur miövikudaginn 10.02. ’99 17129 Fjöldi Vinningar vinninga Vinningiupphœð 1. 6 aþ 6 0 39.073.230 2.sat6.t. 1.855.250 3-Sat6 s 59.090 4.4 at 6 179 2.620 5-3 aþ 6t, 478 420 HeildarvinningAupphœð 41.893.670 Á íslandi 2.820.440 \ I K I N c; A FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. IðDSlB 550 5555 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1999 Gómaður með 200 . þúsund Um 200 þúsund krónum var stolið úr peningakassa á Hótel Reykjavík við Rauðarárstig rétt eftir miðnætti í nótt. Maður hafði stokkið inn fyrir af- greiðsluborð hótelsins og spennt upp peningakassa og haft á brott með sér 180 þúsund krónur í peningum og eina ávísun upp á 20 þúsund krónur. Starfsmaður hótelsins elti manninn en missti af honum á hlaupum. Hann gat gefið góða lýsingu á manninum. Þjófurinn var svo handtekinn skömmu síðar á mörkum Barónsstígs og Hverfisgötu og fundust peningarn- ir á honum. Maðurinn, sem er á fer- tugsaldri, játaði á sig verknaðinn og gisti fangageymslur lögreglunnar í ^iótt. Hann hefur komið við sögu lög- reglu áður. -hb m Heimsendir og hættulegir menn í Fókusi sem fylgir DV á morgun verða birtar niðurstöður skoðana- könnunar DV um hvað landsmenn telji mikilvægast í lífinu: fjárhagslegt -•'tiryggi, tómstundir, kynlif, atvinnu eða vini. f blaðinu er sagt frá hingaðkomu erlendra hljómsveita á áttunda ára- tugnum - meðal annars óhóflegar kröf- ur Led Zeppelin í kvennamálum. Rætt er við kerfisfræðing sem varar lands- menn við tölvuvanda aldamótanna og spáir hálfgerðum heimsendi; kreppu og atvinnuleysi. Tveir ungir kvik- myndagerðarmenn útbúa söguþráð fyrir framhald Bama náttúrunnar, einu íslensku myndarinnar sem náð hefur árangri erlendis. Rætt er við nýju þuluna í Ríkissjónvarpinu, ungt fólk sem var í sviðsljósinu í plötu- og bókaflóðinu fyrir jól en er nú aftur horfið og Jón Afla Jónasson, hættuleg- asta mann Reykjavíkur, sem má ekki '^koma nær Alþingishúsinu en tuttugu metra. Það eru eflaust margir sem hlakka til þess þegar þeir geta farið að sinna vorverkum i garðinum heima hjá sér. Þór Snorrason tók forskot á sæluna og snyrti tré við Landspítalann í góða veðrinu í gær. DV-mynd Hilmar Þór Kristján Pálsson um veiðar kvótalausra: Alvarlegt lögbrot en skiljanlegt „Það er alvarlegt ef menn ætla að bijóta landslög með skipulögðum hætti en ég skil sjónarmið þeirra," segir Kristján Pálsson, þingmað- ur sjálfstæðis- manna í Reykja- neskjördæmi, um hótanir bátasjó- manna um að hefja veiðar án kvóta. Sjómenn á neta- og dragnóta- bátum halda áfram ráðabruggi um hvemig best verði að standa að veiðum án kvóta og hyggjast boða til fúndar innan skamms. „Við höldum áfram að tala saman og ekki minnkar reiðin,“ segir Ingvi Harðarson á Hrafnseynni frá Homa- firði, staddur á Homafjarðardýpi. „Kvótinn heldur áfram að hækka og við forum á hausinn ef við fáum ekki að veiða. Við verðum að taka lög- in í okkar hendur," segir hann um við- skiptin á Kvótaþingi. Kristján Pálsson alþingismaður seg- ir að Kvótaþing hafi bragðist og hann hafi varað við þessu lengi. Þróun á fiskverði þar sé alvarleg og þýði ein- faldlega að flestum minni bátum verði lagt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lifiö í landi. „Nú þýðir ekkert annað en að þjóta til Reykjavíkur til fundar við sjávarútvegsnefnd. Nefndin veit reyndar ekki að við eram að koma,“ sagði Páll Líndal Jensson á Hafsúl- unni BA á Patreksfirði, einn helsti foringi kvótalausra sjómanna sem hóta veiðum í trássi við lög. „Stjóm- málamennimir stíga nú fram einn af öðram og segja að þetta gangi ekki þing af verður að auka afláheimildir og til þess er svigrúm. Það þarf meiri fisk í pottinn," segir Kristján Pálsson. Á fundi kvótalausra og kvótalítilla bátaeigenda í Reykjavík er stefht að því að safna saman 20 til 30 bátum og stefna þeim á haf út á kvótalausar veiðar....að láta á það reyna hvort nauðsyn bijóti lög“, eins og einn sjó- maðurinn orðar það. -EIR lengur; það verði að taka frá kvóta fyrir okkur og hjálpa byggðarlögun- um á þann hátt.“ Sjómennirnir koma fljúgandi viða af landinu og segjast hafa verið að skoða stjómarskrána í gærkvöldi: „í stjómarskránni er kafli um neyðarrrétt sem fáir vita um. Við get- um flotið langt á honum," sagði Páll Líndal á Hafsúlunni í morgun. -EIR Kristján Páls- son: Ég skil mennina. „Ef menn vilja ekki leggja Kvóta- Kvótalausir suður - með stjórnarskrána í vasanum Veðrið á morgun: Él sunnan- og vestan- lands Á morgun verður suðvestan- kaldi eða stinningskaldi og él sunnan- og vestanlands, en skýj- að með köflum á Norður- og Aust- urlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Skoðanakönnun DV: Athyglisverð niðurstaða „Þetta er athyglisverð niður- staða,“ sagði Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar Reykja- vikurborgar, um niðurstöðu skoð- anakönnunar DV, þar sem fram kemur að mikill meirihluti lands- manna er fylgj- andi flutningi Reykjavíkurflug- vallar úr Vatns- mýrinni. „Ég man ekki til þess að hafa séð skoðanakönnun áður þar sem jafnmargir eru andvígir flugvellinum í Vatnsmýrinni. Það er því alveg greinilegt að sú skoðun fær aukiö fylgi að það beri að leita að öðrum stað fyrir áætlunarflugið innanlands og líklega sýnir þetta okkur það að fólk er ekki tilbúið til að bíða þar til eftir árið 2016.“ Kemur ekki á óvart „Þessar niðurstöður koma ekki á óvart,“ sagði Ey- þór Amalds vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. „Flugvallar- svæðið er fram- tíðarbygginga- land. Fólk er áþreifanlega vart við lóðaskortinn i borginni og horfir hýrum augum á þetta svæði sem lausn.“ -JSS Eyþór Arnalds. Akureyri: Eining-lðja verður til DV, Akurayri: Sameining verkalýðsfélaganna Einingar í Eyjafirði og Iðju á Ak- ureyri og nágrenni verður að veruleika. Þetta varð ljóst eftir að atkvæði úr sameiningarkosning- unni voru talin í gærkvöld. Hjá Iðju greiddu 640 atkvæði eða 15,29% og samþykktu 624 sameininguna eða 97,5%. Hjá Iðju þurftu 75% allra félags- manna að samþykkja og það tókst og nokkru betur. Á kjör- skrá voru 716, alls kusu 584 eða 81,6% og 572 þeirra samþykktu en aðeins 8 vora mótfallnir sam- einingunni. Þá fór fram skoðanakönnun um nafn á nýja félagið og hlaut Eining-Iöja 52% atkvæða og Ein- ing-Iðja stéttarfélag 30,1%. -gk = = = Ingvar M Helgason hf. — —- == Sa't'arhöföa 2 595 fiooo wu'iv. ih. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.