Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 dv Fréttir Ferðamenn og hvalir: Aleigan lögö undir - segir Einar Bollason „TiUögunni um að hefja hval- veiðar á ný má líkja við það að leggja húsið sitt, aleiguna, undir í póker. Maður getur hugsanlega fengið fullt hús, en líka tapað öllu. Með tillög- unni er verið að leggja mn 70% af tekjustofnum þjóðarinnar und- ir, þ.e.a.s. ferða- þjónustuna og fiskútflutning- inn,“ sagði Einar Bollason, fram- kvæmdastjóri ís- hesta, í samtali við DV í morgun. Bæði Samtök ferðaþjónustunnar og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hafa sent sjávarútvegsnefnd um- sagnir um þingsályktunartillögu þá sem liggur fyrir Alþingi um að hefja hvalveiðar á ný. í umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar segir að aðeins það að Alþingi samþykki tilöguna geti valdið skaða. Fyrir- tæki í ferðaþjónustu hafi fengið viðvaranir frá sölumönnum ís- landsferða erlendis. Þeir haldi því fram að hvalveiðar íslendinga mimi hafa mjög alvarlegar afleið- ingár í för með sér fyrir ferðaþjón- ustuna og hætta á að kynningar- starf sem unnið hefur verið verði að engu gert í einu vetfangi. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur einnig sent sjávarútvegs- nefnd umsögn sína um frumvarp- ið. í henni er tekið sterkt til orða og fullyrt að fiskmarkaðir íslend- inga erlendis muni hreinlega hrynja. Ekki náðist í Friðrik Páls- son, forstjóra SH, vegna þessa máls í morgun. -SÁ Einar Bollason, forstjóri íshesta. Hryssan með nýfædda folaldið. DV-mynd Guðfinnur Folald fæðist um vetur DV, Hólmavík: Hryssa á bænum Kollafjarðar- nesi, sem horfið hafði úr hestahópi heimilisins og lét ekki sjá sig þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan heimil- isfólks í um vikutíma, lét loks sjá sig með folald sér við hlið þegar skammdegið var einna svartast. Að sögn Sigurðar Marinóssonar bónda var hann alla tíð nokkuð viss um að hryssan myndi skila sér heim en siður að hún kæmi með folald með sér enda var veður- far æðibreytilegt þessa daga sem hún var í burtu: allt frá slagviðris- hláku suma dagana með nokkrum hitastigum til veðurfars með frosti allt að 10 stigum. Hryssan var ekki parrakuð. Hún hafði frjálsan aðgang að landi í næsta umhverfi og því ekki eins auðfundin. Við heimkomuna tók við betra atlæti en bæði höfðu not- ið ,í úthaganum og er folaldið, sem er hestur, hið sprækasta, svo og móðirin þótt 17 vetra sé. -Guðfinnur frábaeirií sunnudað ttá Ul. 13 -1 i JaP»s Lauaavcði » 1 U i *.-Ci H i í i fWBi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.