Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 7
á ótrúlegu veröi • Hátt og lágt drif - byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is FÖSTUDAGUR 12. FEBRUAR 1999 Fréttir Þögnin rofin Bræðurnir Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður og Heimir Már Pét- ursson stjórnmálafræðingur fóru á í þætti Ingólfs Margeirsson- , Eftir fréttir, í Sjónvarpinu á mið- vikudagskvöld. Þar upplýsti Rúnar Þór að hann hefði ekki árum saman fengið spiluð lög sína á Rás 2 vegna andúðar Magnúsar Einars- sonar tónlistar- stjóra. Það slcorti ekki á viðbrögðin hjá Rásinni því morguninn eftir stoppaði ekki síminn og voru spiluð á örfáum tímum 5 lög með rokkaranum ráma. Þögnin var því rofin með stæl... Enn siðvætt Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Svo sem Sandkorn greindu frá stendur yflr mikil siðvæðing í álver- inu í Straumsvík. Ekkert klám eða of- drykkju eru meðal dagskipana. Þannig var nokkurt upplag dagatala eins viðskiptavina ál- versins endursent vegna þess að það þótti sýna nakta kroppa með grófum hætti. Það var Einar Guðmundsson fræðslustjóri sem endursendi ósköpin en ekki sjálf álkon- an Rannveg Rist sem stjómar álveri sínu af einstakri hag- sýni og festu. Nú heyrist pískrað um að hluti siðvæðingarinnar felist í því að banna mönnum að pissa úti undir vegg svo sem gerðist til sveita í den. Harðjaxlarnir skuli á klóið verði þeim mál óg gott ef þeim er ekki gert að sitja svo ekki sullist í kring... Stigavörður með stæl Hin geysivinsæla spuminga- keppni framhaldsskóla, Gettu betur, hefst í dag þegar lið Verzlunarskóla tslands og Menntaskólans í Reykja- vík mætast. Keppnin, sem hófst raunar í útvarpi, hef- ur gengið stórslysa- laust fyrir sig fram að þessu. Dómarinn, Illugi Jökulsson, er sagður lesa spurningarnar a.m.k. tíu sinnum yfir til að koma í veg fyrir vafamál. Framhaldsskól- amir eru svo nokkuð sáttir við stjórnandann, Loga Bergmann Eiðsson, en minna er um að hann sletti háðsglósum framan í skarann eins og oft tíðkaðist i fyrra. Síðast en ekki síst hefur hinn spánnýi stiga- vörður, Þóra Amórsdóttir, staðið sig með prýði. Karlkynskeppendur eru stórhrifliir af Þóru og segir sag- an að áhorfendur og aðrir taki andköf þegar hún gengur í salinn... Þorsteinn og tóbakið Einhver Þorsteinn Njálsson sótti um stöðu landlæknis fyrir.skömmu en var algjörlega hafnað af nefnd heil- brigðisráöuneytisins þar sem hún taldi hann ekki einu sinni hæfan til að gegna embættinu. Þetta kom þess- um Þorsteini nokkuð á óvart þar sem hann er jú einu sinni bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins í Hafnarfirði og ráðherra Ingi- björg Pálmadótt- ir er flokkssystir Steina. En Þor- steinn hefur nú endanlega sig út í hom eftir þvi sem heyrist í Firðinum því á síðasta fundi bæjar- stjómar Hafnarfjarðar lá fyrir tillaga þess efnis að veita sem svaraði verði eins sígarettupakka á hvern nemanda í grunnskólum bæjarins til tóbaksfor- varna í bænum. Þessi Þorsteinn hafn- aði tillögunni en það þótti stórfurðu- legt þar sem hann er formaður Tó- baksvamamefndar... „Það kemur ýmislegt til greina í þessu húsnæði," sagði Karl J. Steingríms- son, kaupmaður í Pelsin- um, í gær. Senn tekur hann ákvörðun um hvað verður um húsnæði elsta apóteks landsins, vöggu lyflafræðinnar á íslandi, Reykjavíkurapóteks. Hús- ið að Austurstræti 16 keypti hann fyrir um 290 mUljónir króna. Jóhannes Skaftason apótekari hefur starfað við Reykjavíkur- apótek síðustu 8 árin. Hann segir að 1. apríl næstkomandi verði ekkert apótek á staðnum, það verður búið að loka. Apó- tekið hefur verið á þessum stað í nærri 70 ár, en var stofnað vestur á Seltjarn- arnesi 1760 og er ótvírætt elsta starfandi fyrirtæki landsins. íþróttahús byggtí Olafsvík DV, Snæfellsbæ: Bygging nýs íþróttahúss í Ólafs- vík verður líklega boðin út í lok febrúar, að sögn Kristins Jónasson- ar, bæjarstjóra í Snæfellsbæ, og er áætlað að húsið verði tekið í notkun í júlí árið 2000. Það verður 2300 fermetrar að stærð og gólfflöturinn verður 24x45 m. Þar verða löglegir handbolta- og körfuboltavellir þannig að þá geta íslensku landsliðin.í handbolta og körfubolta att hér keppni. Heildar- kostnaður við byggingu hússins er áætlaður um 230 milljónir króna. “Staða bæjarsjóðs Snæfellsbæjar um síðustu áramót var mjög góð,“ sagði Kristinn. Við seldum hluta- bréf okkar i Snæfellingi fyrir um 180 milljónir króna og fyrir það gát- um við greitt upp eldri og óhagstæð- ari lán og lagað vel til í flármálun- um.“ -DVÓ Bogaborð og ómetanleg listaverk Kaupandi Austurstrætis 16 er Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, sem er í eigu Karls og Esterar konu hans, kaupmanna í Pelsin- um. Karl sagði í gær að vissulega væru ýmsar hömlur á rekstri í hús- næði Reykjavíkurapóteks. Húsið væri sögufrægt hús sem hýsti Landsbankann um 8 ára skeið eftir Austurstrætisbrunann 1915. Þarna var líka veitingastaður Rósenbergs. Húsið veu: í meira en hálfa öld ráð- hús Reykjavíkur, borgarskrifstofur voru þar og ekki eru mörg ár síðan Davíð Oddsson flutti úr húsinu yfir í hið nýja Ráðhús við Tjömina. í húsinu era ómetanleg verk eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Það sem lengi hefur hindrað eðli- lega starfsemi í afgreiðslusal er bogaborðið mikla sem þar er. Karl sagðist ekki vilja ræða þá friðun sem á húsinu hvílir. Hann muni ræða það viö Húsfriðunarnefnd og hafi hann skrifað henni erindi sitt og vonist til að hægt verði að flnna lausn sem öllum verði að skapi. Inn- réttingar i afgreiðslusal, sem Sig- urður Guðmundsson arkitekt teikn- aði á sínum tíma, eru friðaðar, og það er útlit hússins lika. Aðrar inn- Jóhannes Skaftason apótekari og starfskonur apóteksins verða síðustu starfsmenn elsta fyrirtækis landsins sem er nærri 290 ára gamalt. Bogaborðið og innréttingar afgreiðslu eru friðað og takmarkar mjög útleigu á húsnæðinu fáist ekki leyfi til breytinga. DV-mynd Hilmar Þór. réttingar eru ekki ö’iðaðar, en þær eru áratugagamlar og hafa löngu þjónað ætlunarverki sínu. Ár er liðið síðan Háskólinn tók þá ákvörðun að ekki hentaði fyrir stofhunina að reka lyflabúð og alls ekki á þessum stað. Ingjaldur Hannibalsson, formaður stjórnar Lyflabúðar Háskóla íslands, segir einmitt að friðun innréttinga hafi þau áhrif að mjög erfitt sé að hag- ræða í rekstri eins og nauðsynlegt væri. Reynt var að selja reksturinn, sem ekki tókst. Um áramótin var húsið siðan selt og var þá sjálfhætt. Jóhannes lyfsali sagði þó að við- skiptin í Reykjavíkurapóteki væru í sjálfu sér með ágætum í dag. -JBP ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn í rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • VITAEA TEGUND: VERÐ: JLX SE 3d 1.580.000 KR. JLXSE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 KR. Karl í Pelsinum tekur viö húsnæöinu: Friðað afgreiðsluborð er Ijón í veginum - þegar leigja skal út húsnæöi Reykjavíkurapóteks

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.