Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 Útlönd Neitar að hafa tafiö skimun Laurent Fabius, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, neitaði því fyrir rétti í gær að hafa átt þátt í því að hindra að blóð yrði skimað. Fabius og tveir aörir fyrrverandi ráðherrar eru sakaðir um vanrækslu á árunum 1984 til 1985 þegar ljóst þótti að al- næmi væri banvænn sjúkdómur. Þúsundir Frakka smituðust af al- næmi við blóðgjöf á þessum ár- um. Eru ráðherramir fyrrverandi sakaöir um að hafa tafið kynn- ingu á bandarískri aðferð við blóðskimun á meðan beðið var eftir að Frakkar þróuðu eigin tækni. Ný snjóflóð í Sviss og Frakklandi Kona sem renndi sér á skíðum utan við merkt skíöasvæði i Dav- os í Sviss í gær lést í snjóflóði. Eiginmanni konunnar var bjarg- að úr snjónum. Áður en flóðið féll hafði honum tekist að vara tíu ára dóttur þeirra hjóna við flóð- inu. ígær féll snjóflóð í Les Houches nálægt Chamonix í Frakklandi. Engan sakaöi. Nauðgunardómi mótmælt Sex ítalskar þingkonur klædd- ust í gær gallabuxum til að mót- mæla sýknudómi í nauðgunar- máli. Hæstiréttur Ítalíu sýknaði á miðvikudaginn ökukennara frá Potenza sem dæmdur hafði verið í 34 mánaða fangelsi vegna nauðg- unar á 18 ára stúlku. Niðurstaða úrskuröar hæstarréttar var að konur í gallabuxum gætu ekki haldið því fram að þeim hefði ver- ið nauðgað. Ómögulegt væri að klæða konu úr gallabuxum án aðstoðar hennar sjálfrar. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Barónsstígur 2, merkt 020101, hótelíbúð á 1. hæð m.m., þingl. eig. Neskjör ehf., gerðarbeiðandi Gunnar G. Valdimarsson, þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 16.00. Bauganes 44, íbúð á efri hæð ásamt bfl- geymslu m.m., þingl. eig. Jytte Th. M. Jónsson og Helgi Jónsson, gerðarbeið- endur Ibúðalánasjóður og Tollstjóraskrif- stofa, þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 16.30. __________________________ Langholtsvegur 105, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, þingl. eig. Haraldur Kristófer Har- aldsson og Guðný Soffía Marinósdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðju- daginn 16. febrúar 1999, kl. 14.30. Sóltún 28, 3ja herb. íbúð, 63,3 fm, á 8. hæð, önnur t.v., ásamt 42,2 fm íbúðar- hluta á 9. hæð m.m., þingl. eig. Kirkjutún sf., gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 14.00. Öldugrandi 5, 5 herb. íbúð, merkt 0203, þingl. eig. Hans Sigurbjömsson og Ásta Jónsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóð- ur, þriðjudaginn 16. febrúar 1999, kl. 15.30. __________________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Serbum kennt um seinagang friöarviöræöna: Deilendur í Kos- ovo fá meiri tíma Friðarviðræðumar um Kosovo hafa gengið heldur stirðlega alla vikuna og ekki er búist við öðru en að tengslahópur stórveldanna gefi deilendum vikufrest til viðbótar til að jafna ágreining sinn og komast að samkomulagi. Robin Cook, utanrikisráðherra Bretlands, sakaði fulltrúa Serba á friðarráðstefnunni um að koma í veg fyrir niðurstöðu og hrósaði sendimönnum albanska meirihlut- ans í Kosovo fyrir að vera sam- vinnuþýðir. Stjómarerindrekar neyddust í gær til að éta ofan í sig fyrri orð sín um að viðræðunum miðaði áfram. Þeir viðurkenndu að hvorki gengi né ræki vegna krafna Serba um að Albanarnir undirrituðu pappíra þar sem núverandi landamæri Júgó- slavíu væm viðurkennd. Alþjóðlegir sáttasemjarar, sem stjórna viðræðunum í Rambouillet- Albanar í Kosovo jarðsettu í gær 40 félaga stna sem Serbar myrtu. höll skammt utan við París, stóðu fast á þeirri skoðun sinni að deilendur hefðu fallist á drög að framtíðarskipan mála í Kosovo upp á tíu liði með því að mæta til fund- arins. Tengslahópurinn, sem í eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Þýskaland og Rússland, hafði upphaflega gefið deilendum í Kosovo vikufrest til að komast að samkomulagi. Gert var ráð fyrir að hægt yrði að lengja fundartímann um vikutíma ef ástæða þætti. Herforingjar hafa ákveðið að senda bandaríska landgönguliða til Kosovo við upphaf friðargæslu í héraðinu, að því er bandaríska dag- blaðið Washington Post skýrði frá í morgun og hafði eftir bandarískum embættismönnum. Landgöngulið- amir eiga að fá það hlutverk að búa í haginn fyrir komu landhersins sem verður lengur við gæslu. / Þessir tveir guttar gripu til sinna ráöa þegar þeir þurftu aö komast leiöar sinnar í Sao Paulo í Brasilíu í gær. Látlaus- ar rigningar hafa veriö þar um tíma og mikil flóö eru í austurhluta borgarinnar. Miklar tafir hafa oröið á umferö af þeim sökum og einnig hafa oröiö talsveröar skemmdir á húseignum manna. Siðprúði meirihlutinn lætur ekki að sér hæða: Vinsælar sjónvarpsfígúrur sakaðar um samkynhneigð Bandaríski sjónvarpspresturinn Jerry Falwell, höfuðpaur hreyfingar sem kennir sig við hinn siðprúða meirihluta vestanhafs, hefur sakað flgúru í vinsælum breskum bama- þætti um að vera samkynhneigö. Fígúra þessi er hinn fjólublái Tinky Winky í þættinum um hina loðnu og mjúku Teletubbies. Prédikarinn segir í grein í mán- aðarriti sem hann gefur út að Tinky Winky tali með drengjarödd en til hans hafi sést með rauða hand- tösku. Ekki bæti úr skák að fjólublái lit- urinn sé litur homma og lesbía og að þríhymingurinn á haus figúr- unnar sé einnig merki samkyn- hneigðra. Klerkur varar foreldra Tinky Winky og félagar hans úr barnaþættinum vinsæla. við þeim skilaboðum sem þátturinn sendi bömum þeirra. Tinky Winky og félagar hans hafa nú fengið öflugan talsmann sem er Steve Martin, borgarstjóri í West- Hollywood, úthverfi Los Angeles þar sem mikið er um samkynhneigða. „Jerry Falwell hefur tekist að valda mörgum börnum miklu hug- arangri með því að blanda Tinky Winky á ósvífinn hátt í kynlífs- deilu,“ sagði borgarstjórinn í gær. Hann sagði að það horfði til vand- ræða hvað Falwell væri upptekinn af málefnum samkynhneigðra. Að sögn kunnugra er handtaskan umdeilda í raun töfrataska sem Tin- ky Winky notar í þáttunum, sér og sínum til gagns og gamans. Stuttar fréttir :dv 140 saknað Talið er að um 140 manns hafi drukknað þegar ferja sökk í regn- skógum í Brasilíu. í gærkvöld höfðu fundist níu lík. Tugir létust í eldsvoða Að minnsta kosti 23 létust og 38 er saknað eftir eldsvoða í lög- reglustöð í Samara í Rússlandi á miðvikudag. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Of snemmt Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að of snemmt væri að full- yrða að árang- ur hefði náðst í málefhum Aust- ur-Tímors þrátt fyrir að yfir- völd á Indónesíu hefðu lýst sig fús til að verða við kröfunum um sjálfstæði. Flóð í Ástralíu Yfir eitt þúsund manns voru Outt frá heimilum sinum í Queensland í Ástralíu í morgun vegna flóða í kjölfar fellibyls. Fangi á flótta Þekktasti fangi Noregs slapp er verið var aö sýna fóngum Gardermoen, nýja flugvöllinn í Ósló. Fanginn afplánaði sex ára dóm fyrir að stela málverkinu Óp- ið eftir Edvard Munch. Póliand í NATO Pólland verður formlega aðild- arríki NATO þann 12. mars næst- komandi. Líta Pólverjar á aðild sem tryggingu fyrir því að þefr verði aldrei undfr stjóm Rússa á ný. Styður Primakov Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði að hann og Bill Clinton Banda- ríkjaforseti væru sammála um að besta leiðin til að koma á stöðug- leika í Rúss- landi væri að styðja Jevgeníj Primakov forsætisráðherra. Schröder átti í gær þriggja klukkustunda langan fund með Clinton í Hvíta húsinu í Was- hington í gær. Krefjast aðhalds Fulltrúar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins halda í dag frá Brasilíu eftir tveggja vikna heimsókn þar. Hafa fulltrúarnar gert samkomu- lag við Brasilíustjóm um mark- mið hennar í efnahagsmálum og aðhaldsaðgerðir. Herferð gegn smygli Sameinuðu þjóðirnar og Evr- ópusambandið ætla að verja rúmum hálfum milljarði ís- lenskra króna til að koma í veg fyrir fíkniefnasmygl frá Balkanskaga. Fordæma stríð Evrópusambandið fordæmdi í gær landamærastríð Eþíópíu og Erítreu. Hvatti sambandið til tafarlauss vopnahlés. Assad endurkjörinn Hafez al-Assad Sýrlandsforseti hefur verið endurkjörinn forseti landsins með 99,99 prósentum atkvæða. Kjör- sókn var 99 prósent í kosningunum sem fram fóru á miðvikudaginn. Assad, sem verið hefur forseti síðan 1971, mun því sitja næstu sjö árin á forsetastóli. Unaður kynlífs Fulltrúar ungu kynslóðarinnar á ráðstefnu hjá Sameinuðu þjóðunum krefjast fræðslu um unað kynlífsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.