Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 10
10 '★★ ennmg í öðru lagi vildi ég leggja áherslu á hvernig menn tala hver um annan í þessu verki. Það eru merkilegar and- stæður í leikritinu milli þess hvemig menn tala um aðr- ar persónur og hvemig þær reynast svo vera. Best kem- ur þetta frám í því hvemig Georg talar um Lenna. Hann talar oft illa um hann, kannski til að stækka sjálfan sig. Hann er óömggur um sig og reynir að öðlast sess í nýju samfélagi með því að hafna Lenna svolítið Júdasarlega, eins og í samtalinu við Slim. Það er líka talað illa um konu Curleys - allir tala illa um hana - og við fyrstu sýn virðist hún vera flenna. En þegar hún talar sjáif kemur fram að aht sem hún þráir er félagsskapur, vinátta og hetra líf. Hún á átakanlega ævi að baki.“ - En ef maður skoðar verkið i sögulegu samhengi er trúlegt að hún hafi ekki kunnað önnur ráð til að vekja athygli á sér í þessu karlasamfélagi en skjóta fram barm- inum og klæða sig djarflega. Þú dregur mjög úr hvom tveggja í sýningunni. . . „Hennar fyrirmyndir koma allar úr kvikmyndum," segir Guðjón, „og í rauniimi er margt svipað með tísk- unni þá og nú. Hún vill vera falleg og glæsileg eins og fyrirmyndirnar era, og hana langar til að tala við fólk um drauma sína, en meinið er að í kringum hana era bara karlmenn með sinar einhæfu hugsanir um konur. Hún er gift manni sem hefur aldrei þurft að hafa fyrir neinu í lífinu. Sumir hafa talað um að hann sé kvenleg- ur í sýningunni og ég er ánægður með það. Því þó að Curley sé sá sem hefur völdin er hann fyrir mér puntu- dúkka sem var settur upp á stól í matrósafótum og hafð- ur til sýnis. Það er hans tragedía. í þriðja lagi fjaliar verkið um draumana sem allir eiga, og þessir draumar kristallast í draumi Georgs og Lenna. En er það einn og sami draumurinn? Og hvenær rætast draumar? Við segjumst vera kristin en samt eru draumar okkar allir um eitthvað efnislegt. Þó rætast hefur sig þeir ekki fyrr en við fórum til þess sem vakir yflr okkur. Lenni fær sem sagt óskir sínar uppfylltar í leikslok, þess vegna endum við sýninguna ekki á dauða heldur upprisu. Þá fyrst skilur Georg draum Lenna.“ Ef Georg hefði tekið Lenna að sér eftir að Klara frænka dó þá væri eðlilegt að Georg væri eldri en Lenni. En þá fjallaði leikritið líka um skyldurækni og það er allt annar póll. Hilmir Snær Guðnason og Jóhann Sigurðarson í hluverkum sínum. DV-myndir E.ÓI. Ekki skyldurækni - Ertu ánægður með sýninguna eins og hún er? „Ég er aldrei fyllilega ánægður með mína vinnu en ég er stolt- ur af fólkinu sem ég vann með, leikurunum, Vytautas Narbutas sem gerir leikmynd og búninga, Agli Ólafssyni sem kom með hár- réttan tón inn í hljóðmyndina og Lárusi Björnssyni sem sá um ljósin. Sjálfur er maður alltaf að bíða eftir að búa til sýninguna en kannski verður hún aldrei til!“ - Ekkert sem þú vildir hafa gert öðravísi? „Nei,“ segir Guðjón eftir langa umhugsun, en bætir svo við: „Og þó er svarið auðvitað líka já því á framsýningu fer maður oft að velta fyrir sér hvemig sýningin hefði orðið ef maður hefði farið aðra leið.“ - Nú hefur leikaravalið verið gagnrýnt... „Já, menn hafa sagt að Hilmir Snær sé of ungur í hlutverk Ge- orgs, en ég skil söguna þannig að hún fjalli um vináttu og þá kem- ur aldur leikaranna málinu hreint ekkert við. Ef Georg hefði ver- ið eldri en Lenni og tekið Lenna að sér eftir að Klara frænka dó þá hefði mér fundist verkið fjalla um skyldurækni. Það er allt ann- ar póll. Vinátta hefur sig yflr aldur, kyn, litcirhátt, allt.“ - Einhvers staðar var gefið í skyn að verkið yrði harmsögulegra ef Georg væri eldri. „Georg á sér draum sem hann er alltaf að skemma fyrir sjálfum sér þó að hann finni að efnislegir hlutir fylla ekki líf hans af raun- veralegri gleði. Þess vegna er sorglegra að hann skuli vera ungur maður en ekki miðaldra. Og þess vegna hoppaði ég af kæti þegar ég fékk Hilmi Snæ í hlutverk Georgs." Guðjón Pedersen: Ákvörðunin um að nota þýðingu Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar á Músum og mönnum réð áferð sýningarinnar. yfir allt Þann 20. janúar sl. var leikritið Mýs og menn eftir John Stein- beck framsýnt í Loftkastalanum undir stjórn Guðjóns Pedersens. Þó að verkið sé vandlega sett niður í kreppunni á 4. áratugnum í Bandaríkjunum er þetta mögnuð saga sem á við á öllum tímum. Uppfærsla Guðjóns er nærgöngul og að ýmsu leyti óvænt, og Jó- hann Sigurðarson og Hilmir Snær Guðnason era eftirminnilegt par í hlutverkum Lenna og Georgs. En gagnrýnendur gerðu ýmsar athugasemdir við grundvallarat- riði í uppsetningunni og okkur lék forvitni á að heyra viðbrögð Guðjóns við þeim. Hann byrjaði á að skýra hugmyndir sínar bak við uppsetninguna. Vinátta og draumar „Fyrsta málið sem við stóðum frammi fyrir var hvort við ætt- um að nota gamla þýðingu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar eða láta þýða verkið á nútíma hliðstæðu við slangurmálið sem Steinbeck notar sjálfur. Við ákváðum að nota gömlu þýðinguna og áferð sýn- ingarinnar stýrist mjög mikið af þeirri ákvörðun. En ég lagði aðallega áherslu á þrennt í þessari sýningu," held- ur Guðjón áfram. „í fyrsta lagi vináttuna milli mannanna tveggja, Georgs og Lenna, sem ég held að hafi verið eitt aðalviðfangsefni Steinbecks sjálfs. Menn þurftu að hafa mikið fyrir lífinu á kreppu- áranum og svona náin vinátta var kannski sjaldgæf þess vegna. Auk þess er vinátta milli þessara ólíku einstaklinga spennandi vegna þess aö líklega hafa þeir ekki skilið hana til fulls sjálfir. Ekki staðlaðar ímyndir - Hefur fleira komið þér á óvart í umsögnum fólks um sýning- una? „Ég hef hitt enskukennara ásamt nemendum þeirra nokkrum sinnum eftir sýningar, og ég átti von á því að þetta fólk sem hef- ur lesið skáldsöguna vel myndi mótmæla uppfærslunni af því að við settum verkið ekki í smekkbuxur, ef svo má segja. Ameríski kvikmyndaiðnaðurinn hefur stimplað inn í okkur ákveðna og mjög einfalda mynd af hvernig allt leit út fyrr á timum, og maður er afar þakklátur mönnum eins og Cohen-bræðram sem koma með aðra sýn á þessa stóra heimsálfu, Ameríku, og láta okkur vita að þar er til margs konar fólk, ekki bara staðlaðar ímyndir. En nemendurnir kvarta ekki, segja bara að þetta hafi verið allt öðra- vísi en þeir héldu. Og þeim finnst gaman að spekúlera í hvemig við höfum hugsað þetta í stað þess að fella verkið inn í samræmda kreppuímynd. Sumir hafa talað um að við höfum hlaðiö táknum utan á verk- ið. Það finnst okkur dálítið broslegt því það sem við voram að reyna var að búa til andrúmsloft sem gæfi tilfinningu um að öll- um væri svo sama um heiminn að hann væri að sökkva í sand- inn, og þá líka hlutir sem tilheyra vísindum, menningu og listum. Meiningin var alls ekki að teyma neinn á asnaeyranum með há- fleygum táknum." FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 ARSIS-tónleikar Á sunnudaginn kl. 17 verða ARSIS-tónleikar í Norræna húsinu. Þar leika Bemard Korfiker á fiðlu og Kana Yamaguchi á píanó verk eftir Fauré, Wieniawski, Beethoven og Janacek. Passíusálmar og fyrirlestur í Hallgrímskirkju SÁ sunnudagsmorgun kl. 10 flytur dr elsson prófessor erindi um trú og vísindi á fræðslumorgni í Hallgríms- kirkju. Jóhann er lífeðlisfræðingur og verður fróðlegt að heyra hvemig 1 hann tengir þessar gömlu andstæð- I UT- Að venju verða Passíusálmar Hall- gríms Péturssonar lesnir í Hall- grímskirkju hvern virkan dag á | löngufóstu, frá mánudegi til fóstu- | dags, og hefst lesturinn með tónlistarflutningi kl. | 12.15. Fyrsti lesturinn verður á mánudaginn. Við ströndina fögru Á sunnudaginn kl. 14. hefst á rás 1 þáttaröð um líf og starf Sigfúsar Einarssonar tónskálds og af- komenda hans. Þættirnir verða níu talsins en veröa fluttir í þremur lotum. í fyrstu lotu segir frá forföður Bergsættarinnar, Bergi Sturlaugssyni, forsöngvara í Stokkseyrarkirkju, komu nokkurra orgela í kirkjur austanfjalls og bemskuáram Sig- fúsar þangað til hann fór utan tfi náms eftir stúd- entspróf. Þættimir eru í umsjón Bjarka Sveinbjömsson- ar. Wagner Á morgun kl. 14 sýnir Wagner-félagið fyrsta hluta kvikmyndar Tonys Palmers um ævi Ric- hards Wagners. Alls er myndin um átta klukku- stundir að lengd og „wagnerísk“ að öllu umfangi. Hún kostaði um 11 milljónir dala í framleiðslu og var tekin upp í mörgum borgum sem Wagner starfaði í, til dæmis Múnchen, Vín, Sienna, Búdapest, Núrnberg, Bayreuth og Feneyjum. Myndin var frumsýnd í tveimur hlutum í London í apríl 1983. í október sama ár var hún sýnd á La Scala í Mílanó og er eina bíómyndin sem sýnd hefur verið 1 því húsi. Hér hefur hún verið sýnd í sjónvarpi. Aðalhlutverk myndarinnar leikur Richard Burton og varð þetta eitt síðasta hlutverk þessa mikla listamanns; hann dó 1984. Eiginkonur Wagners leika Vanessa Redgrave (Cosima) og Gemma Craven (Minna). Kvikmyndin verður sýnd í þremur hlutum og verða seinni sýningarnar tvo næstu laugardaga, 20. og 27. febrúar, og hefjast einnig kl. 14. Myndin er með ensku tali án skjátexta. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Selma Guðmundsdóttir er nú formaður Wagner-félagsins sem heldur aðalfund sinn kl. 13 á morgun. Barnatónleikar Kvennakór 'Reykjavíkur heldur tvenna bamatónleika í Möguleikhúsinu viö Hlemm á morgun, kl. 14 og kl. 16. Snuðra og Tuðra ætla að vera með á tónleikunum og láta öragglega hrika- lega illa eins og þær era vanar. Kannski verða þær flengdar, hver veit? Snuðra og Tuðra verða svo með sína sérstöku leiksýningu á sunnudaginn kl. 14 í Möguleikhús- inu og þegar þetta er skrifað eru enn þá til miðar á hana. Þæoii strákar Þægir strákar Hjá Máli og menningu kom út fyrir jólin skáldsagan Þægir strákar eftir Helga Ingólfsson. Þar segir frá hrekklausum kennara sem er einn heima hjá sér í makindum þegar kött- ur nágrannans stekkur skyndilega inn um gluggann hjá honum. Þessi hvers- dagslegi atburður verður til þess að hann kynnist rithöfundinum granna sínum og saman lenda svo þessi dyggðaljós í hinum mestu hremming- um. Sagan er sjálfstætt framhald tveggja síöustu bóka Helga, Andsælis á auðnuhjólinu og Blá nótt fram í rauða bítið. í nýju bókinni leiðir höfundur saman aðalpersónur þeirra bóka og spinnur sögu þeirra áfram.Um leið og þetta er saga tveggja reykvískra meðaljóna er þetta skörp rann- sókn á íslenskum samtíma og ólíkindum hans. Helgi Ingólfsson er sagnfræðingur og fékk Bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 1994 fyrir skáldsöguna Letrað í vindinn - samsærið. Umsjón Silja AðalstBÍnsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.