Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 11 DV Fréttir Bærinn að Villinganesi i Skagafirði brann til kaldra kola: Allar mínar eigur hurfu - segir Aðalsteinn Eiríksson bóndi sem haldið hefur áttatíu jól í húsinu Systkinin Aðalsteinn Eiríksson og Guðrún Eiríksdóttir máttu sjá á eftir stór- um hluta eigna sinna þegar bær þeirra að Villinganesi brann til grunna. DV-mynd Þórhallur DV, Sauðárkróki: „Mér leið náttúrlega bölvanlega að horfa á allar mínar eigur hverfa þarna. En ég hugga mig þó við að hafa haldið þama áttatíu jól, 70 í þessu húsi og tíu í torfbænum," sagði Að- alsteinn Eiríksson, aldraður bóndi frá Villinganesi í Lýtingsstaða- hverfl í Skagcifirði, en bærinn þar brann til kaldra kola í fyrradag. Fréttamaður DV hitti Aðalstein á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauð- árkróki í gær, en þar dvelst hann um stundarsakir. Aðalsteinn var hinn hressasti og tók á móti fólki úr sveitinni sem var að heimsækja hann og Guðrúnu systur hans sem einnig er orðinn vel við aldur og hefur dvalið á sjúkrahúsinu í rúmt ár. Þau systkini eru orðin nokkuð þekkt fyrir það að berjast á móti virkjun Jökulsár en stíflan mundi þá rísa við túnfótinn hjá þeim. Að- spurður sagðist Aðalsteinn hafa orðið var við einhverja sterkjulykt á ellefta tímanum á þriðjudaginn og síðan hafi ailt í einu gosið upp eldur í hominu í eldhúsinu þar sem rafmagnsofninn var. Hann sveið strax í augum en náði að forða sér í skyndingu út úr húsinu. Á Villinganesi hefur verið heimil- isfastur frá 16 ára aldri bróðurson- arsonur þeirra Aðaisteins og Guð- rúnar Eiríksdóttur, Sigurjón Valdimarsson sem nú er þrítugur að aldri. Sigurjón var á beitarhús- um skammt frá bænum þegar þetta gerðist og gat Aðalsteinn gert hon- um viðvart. Sigurjón ók síðan að næsta bæ, Tunguhálsi, og þaðan var hringt í slökkvilið og lögreglu. „Mér var orðið hrollkalt þama úti en Hjálmari nágranna mínum tókst að koma yl í mig fljótlega Frá Hornafjarðarhöfn. DV-mynd Jl með koníakstári sem hann bauð mér upp á,“ sagði Aðalsteinn. En hvað tekur nú við? „Nú, það þýðir ekkert annað en byggja upp. Þetta er svo góð jörð, fjórir kílómetrar frá norðri tii suð- urs, að vísu ekki eins langt á hinn veginn, og húsið stóð nákvæmlega á miðri jörðinni," sagði Aðal- steinn. „Já, það er ekki spurning að við byggjum upp. Það kemur ekki ann- að til mála, við erum öli sammála um það. Sigurjón á að hafa sagt að hann yrði ekki lengi að byggja nýtt hús, enda er þetta harðduglegur maður. Það er líka svo skemmti- legt með Viilinganes að þó að bær- inn standi þetta framarlega þá sést af hlaðinu út á Sauðárkrók. Við þurftum ekki nema stíga út á þröskuldinn til að sjá flugeldasýn- inguna og brennuna á Króknum“, sagði Guðrún frá Villinganesi. Bærinn og innbú í Villinganesi var eitthvað tryggt, en Aðalsteinn álitur að þeir peningar sem fyrir það fáist dugi skammt fyrir nýja húsinu. -ÞÁ Fræðslufulltrúi Hjartaverndar Hjartavemd auglýsir eftir fræðslufulltrúa í hlutastarf eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi sé innan heilbrigðissviðs og geti unnið sjálfstætt. Ráðningartími yrði 2 ár. Upplýsingar veitir Nikulás Sigfússon yfirlæknir. Umsóknir sendist til skrifstofu Hjartavemdar, Lágmúla 9, 108 Reykjavík, fyrir 25. febrúar nk. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 1.05 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Sóltún 24, breyting á skipulagi - leiðrétting í auglýsingu birtri í Lögbirtingarblaöinu 22. janúar 1999 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Sóltúni 24 misritaðist að í húsinu ættu að vera íbúðir, hið rétta er að það mun hýsa skrifstofur, eins og glöggt kemur fram á auglýstum upp- dráttum. Tillagan er til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, og þangað skal senda skriflegar athugasemdir. Kynning og skilafrestur athugasemda er til 5. mars 1999. ' Faxeyrarhöfn á hafnaráætlun DV, Höfn: Bæjarstjórn og hafnarstjórn Hornafjarðar hafa látið gera athug- anir á hagkvæmni við Faxeyri og hefur Faxeyrarhöfn verið á skipu- lags- og rannsóknarstigi undanfarin misseri. Þessar athuganir eru komnar á það stig að Faxeyrarhöfn er komin á hafnaráætlun og er ver- ið að vinna umhverfismat. Að því loknu verður hægt að byrja á höfn- inni. Áætlað er að framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjist á næsta ári. Sandgerði: Dýpkun hafnar- innar lokið DV, Suðurnesjum: Dýpkunarframkvæmdum við Sandgerðishöfn er nú lokið en þær hófust í október. Fyrsti loðnufarmurinn kom að landi í Sandgerði aðfaranótt laugar- dags þegar Sólfellið, sem gert er út af Snæfelli hf., kom með fulifermi, 690 tonn. . Bjöm Arason er hafnarstjóri í Sandgerði: „Hér em fjölbreytt fiski- mið og fyrir smærri bátana hefúr fjöl- Samkvæmt kostnaðaráætlun mun fýrsti áfangi Faxeyrarhafnar kosta um 400 milljónir króna. Þar er reiknað með vegi út að hafnarsvæð- inu við Faxeyri, afmörkun hafnar- innar, dýpkun í hafnarmynni og ytri helmingi hafnarkvíar, stálþili (160 m) og landgerð við hafnar- bakka. Áætlun miðast við dýpkun í 8 m. Efnið sem dælt verður upp, um 400.000 rúmm, verður notað í upp- fyllingu við hafnarbakkann. Með tilkomu Faxeyrarhafnar verður hægt að taka inn stærri breytnin á fiskimiðunum gefið mikið. Nú em aliir bátar á sjó og þokkaleg aflabrögð hafa verið á triiiunum en héðan era gerðir út um þessar mund- skip, t.d. loðnuskip og farmskip sem ekki komast inn á gömlu höfnina, og minni skemmtiferðaskip. Innsigling inn i Faxeyrarhöfn verður stutt og greið og munu stærri farmskip geta farið út og inn á liggjandanum. Hornafjarðarhöfn er þröng og snúningsrými takmark- að. Hámarkslengd skipa er 100 m og atvinnusvæði við norðanverða höfnina er fullnýtt. Á undanfomum árum hafa verið gerðar miklar um- bætur á innsiglingu um Homa- fjarðarós og innsiglingarleið inn á höfnina. -JI ir 80 bátar, stórir og smáir.“ Sandgerðishöfn er með stærstu bol- fiskslöndunarhöfnum landsins og ligg- ,ur hún mjög vel við miðunum. -AG Frá Sandgerðishöfn. DV-mynd Arnheiður Ókeypis netsími! Mediaring Talk 99 5.0 Sennllega besti netaíminn í heiminum!! TUCOWS: wr wr pp fsf Fimm kýr af fimm mögulegum ZO net: Fjórar stjörnur af fjórum mögulegum Ef þú sœkir símann til okkar og skráir þig sem notenda faerð þú ókeypis hljóðnema við tölvunB þínal Feir sem skrá sig geta meldað sig í verðlaunapott og þannig átt möguleike á að vinna ferð til Singapore eða Hong Kong. www.visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.