Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 13 DV Fréttir Ótryggt ástand er í atvinnumálum á Hofsósi. Atvinnumál á Hofsósi: Tvísýnt ástand DV, Skagafirði: Vinnsla í Höföa á Hofsósi er aft- ur komin í gang eftir mjög stopula vinnu síðustu mánuði liðins árs. „Þetta var þokkalegt seinni hlut- ann af janúar og lítur sæmilega út. Svo framarlega sem verða gæftir þá sýnist mér að okkur muni takast að útvega hráefni," segir Árni Egils- son, framkvæmdastjóri Höfða. Nú vinna 25 manns í Höfða í 18 stöðugildum. í janúar voru söltuð tæp 90 tonn af ufsa en til saman- burðar voru þar unnin 20 tonn í sama mánuði í fyrra. Ámi Egilsson, framkvæmdastjóri og þjónustufulltrúi Skagafjaröar á Hofsósi, segir að engu að síður sé at- vinnuástand erfitt á Hofsósi og und- irstöðumar þurfti að tryggja. Um 25 manns eru nú á atvinnuleysisskrá á Hofsósi en hluti þess fólks vinnur þó hálfan dag hjá Höfða. Að undanfórnu hefur verið kann- aður möguleiki á sameiningu salt- fiskvinnslunnar í Höfða og skel- vinnslunnar hjá Rækjunesi. Eftir því sem Feykir hefur fregnað stend- ur það mál og fellur með kvótamál- um í skelinni. Rækjunes hefur kært að bát frá Hofsósi var synjað um veiðileyfi á miðum vestur með Ströndum þar sem hann stundaði tilraunaveiðar. Segja má að lyktir þess máls ráði miklu um framhaldið en aðilar á Hofsósi eru að kanna kaup á full- búnum bát til skelveiða til að tryggja vinnslunni hráefni. -ÞÁ Kántríútvarp í Skagafjörð Hallbjörn Hjartarson færir enn út kvíarnar. DV; Sauðárkróki: Hallbjörn Hjart- arson, kántríkóng- ur á Skagaströnd, er bjartsýnn á að langþráð markmið sé að nást með stækkun á hlust- endasvæði Kán- tríútvarpsins á Skagaströnd. Nú á að leggja Skaga- fjöröinn að fótum sér. „Ég hef trú á að þetta fari að ganga og ég verði farinn að útvarpa í Skagaflrði með vorinu. Ætli þetta verði ekki komið fyrir Sæluvikuna þannig að ég geti þá kannski kynnt lögin fyrir kvenfélagið í dægurlaga- keppninni." Hallbjöm segir að aðilar i Skaga- firði hafl heitið sér stuðningi en peningalega sé dæmið upp á eina og hálfa milljón. Það sem hafi þó þvælst mest fyrir sér sé að komast að samkomulagi við STEF, samtök höfundaréttarhafa, en þau mál séu vonandi að leysast. Hallbjöm segist hafa fengið leyfi til uppsetningar sendis í svokölluðu Gerðakoti á Höfðaströnd sunnan Hofsóss, skammt frá Grafarkirkju. Þar þurfi að reisa 10-15 metra hátt mastur og Hallbjöm segir að þaðan eigi út- varpið að nást um allan Skagafjörð. „Ég hef orðið var við spenning og áhuga fólks í Skagafirði. Viðbrögðin varðandi útvarpið eru góð og nokk- uð um að fólk hafi samband við mig. Þetta er þó ákaflega misjafnt, stundum hringja margir en stund- um fáir,“ segir Hallbjöm. Hann útvarpar alla daga allan sól- arhringinn en tekur sér sjálfur al- gjörlega frí frá kynningum á mánu- dögum og þriðjudögum. Hallbjörn segir að lítið sé um að fólk bjóði fram aðstoð varðandi dagskrárgerð, þó sé aðeins um að unglingar komi með einn og einn þátt. Borgarbyggö: Hlutabréf seld DV, Vesturlandi: Bæjarstjóm Borgarbyggðar sam- þykkti á síðasta fundi sínum að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning að sölu hlutabréfa í eigu framkvæmda- sjóðs Borgarbyggðar. Um er að ræða sölu í nokkrum hlutafélögum, svo sem Afurðasölunni, Hótel Borg- amesi, Eðalfiski og Ferðaskrifstofu Vesturlands. Þá samþykkti bæjar- stjóm einnig að fela atvinnumála- nefnd að standa fyrir kynningar- fundum forráðamanna atvinnufyr- irtækja í Borgarbyggð með forsvars- mönnum háskóla í héraðinu sem hafi það að markmiði að auka tengsl þessara aðila og meðvitund um það sem er að gerast í atvinnu- og fræðslumálum. -DVÓ ✓ Hættu að blekkja sjálfan þig Þaö þarf að æfa reglulega til að halda sér í formi. Það lifir enginn lengi á fornri frægð. Hreyfðu þig, þér líður betur á eftir. Body pump - pallapuð - sund - skokk ... Það skiptir ekki máli hvað þú gerir, svo lengi sem þú gerir það reglulega. Fáðu þér stimpilkort í næstu sundlaug eða líkamsræktarstöð sem er í samstarfi við okkur, mættu tíu sinnum í holla hreyfingu í febrúar og fáðu stimpil í hvert skipti. 5000 fyrstu sem skila inn stimpluðum kortum fá bókina Betri línur eftir heilsuræktargúrúinn Covert Bailey að gjöf! Allir fara i heilsupottinn og gætu komist ókeypis til London eða unnið einn af tugum glæsilegra vinninga frá samstarfsaðilum átaksins. Átakið stendur út febrúar. Kortinu verður að skila fyrir 6. mars. Fylgist með umfjöllun um holla lifnaðarhætti í DV og á Bylgjunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.