Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 15 Hvaðan kemur góðærið? „Verðhækkun á fiski er ein höfuðstoð góðæris á íslandi,“ segir Árni m.a. í grein sinni. Allt frá því á dögum faraóanna hefur það verið til siðs að þakka kónginum og ráðgjöf- um hans góðæri - en kenna þeim um hall- æri. Og vitaskuld hef- ur ríkisstjórn Davíðs sama sið og reynir sem oftast að minna á að það sé hennar ráðsvisku að þakka að íslendingum vegnar vel. Útgerðarmenn hóa svo í lætin og segja að góðærið teng- ist þvi ekki síst hvað þeir séu orðnir slungnir við hag- kvæmar veiðar. Dýrari en kjöt Þá rifjast upp fyrir mér lítil stað- reynd úr viðskiptasögunni: fyrir svo sem þrjátíu ármn kostaði sæmilegt ýsuflak jafnmikið og frí- merki á bréf til Rússlands. Nú má sjáifsagt senda átta bréf fyrir sama verð óg soðningin kostar. Fiskur hefur stórlega hækkað í verði. Fyrir 20 árum, segir í úttekt í Guardian, var fiskur heimingi ódýrari en kjöt. Nú er fiskur miklu dýrari en kjöt: á veit- ingahúsum Evrópu er fiskréttur að meðal- tali þrisvar sinnum dýrari en kjötréttur. Þetta á sér nokkrar ástæður: ein er heilsuræktarbylgja sem tortryggir kjöt, einnig slys í naut- gripa- og svínarækt. En sú langstærsta er blátt áfram ofveiði á flestum miðum, ekki síst í þeim höfúm sem alltof stór og margnið- urgreiddur floti Evr- ópusambandsins hef- ur verið að skrapa og skarka í. Norðursjáv- arþorskur er fágætur orðinn, Nýfundnalandsmið eru lok- uð, nú síðast segir frá hruni í Barentshafi. Vitanlega græða íslendingar á þessu ástandi. Þeir hafa kannski ekki mikið til þess unnið - en þeir njóta þess að hafa þrátt fyrir margar rányrkjusyndir til þessa verið ögn varfæmari en aðr- ar Evrópuþjóðir - a.m.k. á sínum heimamiðum. Ríkir og fátækir Verðhækkun á fiski er ein höfuð- stoð góðæris á ís- landi. En fiskveiði- dæmið litur allt öðmvísi út víða annars staðar. Evrópusambandið rekur alltof stór- an flota og notar peninga sína óspart til að kaupa um 4000 skipum sínum rétt til að veiða á fiskimið- um fátækari landa. 14 slíkir samn- ingar hafa verið gerðir við Afríku- ríki og ríki við Indlandshaf. Tökum dæmi af Máritaníu. Þar sátu fyrr í vetur fiskimenn hnípnir í landi: þeim var bannað að veiða úr sardínugöngunni sem kom að ströndinni. Ástæðan er ofveiði. En ekki ofveiði heimamanna. Meðan Máritaníumönnum var bannað að veiða í eigin sjó mokuðu stórir verksmiðjutogarar frá Evrópusam- bandinu upp þeim sardínum sem áður höfðu séð strandbúum fyrir tekjum og eggjahvítu. Ástæðan er sú að stjóm Máritaníu skuldcir ES mikið fé og hefur selt fiskimiðin fyrir 600 miljónir punda til sex ára. Fyrir þetta fé fá spænskir og hol- lenskir að veiða hömlulaust. Fiskimenn heima fyrir em at- vinnulausir - og um leið hefur fæða landsmanna versnað. Evrópu- togarar fara með sardínurnar til Kanaríeyja þar sem þeim er pakk- að í dósir. Og af þvi Evrópumenn sjálfir éta ekki nein kynstm- af sardinum er mikið af þessum dósa- fiski sent til Máritaníu og annarra landa Vestur-Afríku. Nema hvað verðið er nú orðið alltof hátt - enda búið að nota bæði dýr skip og vinnuafl á Evrópulaunum til að framleiða vömna. Miklu færri heimamenn hafa efni á að éta flsk en áður. Enn einni loku hefur ver- ið fyrir það skotið að fátækir menn fái þau prótín í kroppinn sem þeir þurfa og voru vanir. Nú er að spyrja: munu íslenskir Evrópufiklar eða þá útgerðarstjór- ar hneykslast á þessu dæmi? Áreið- anlega ekki. Þeir era líklegri til að reka upp gól yfir því að við séum ekki með í ránsskapnum við Afr- íku, kvarta hástöfum yfir því að við séum ekki í næsta bát við Spán- verja að „afla okkur veiðireynslu" við strendur Máritaníu. Því þeir sem búa við góðæri era bæði viss- ir um að þeir hafi til þess unnið og að heimurinn skuldi þeim enn meiri gróða. Árni Bergmann Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur „Vitanlega græða íslendingar á þessu ástandi. Þeir hafa kannski ekki mikið til þess unnið - en þeir njóta þess að hafa þrátt fyr- ir margar rányrkjusyndir til þessa verið ögn varfærnari en aðrar Evrópuþjóðir - a.m.k. á sínum heimamiðum. “ Saga og menning - ný auðlind í ferðaþjónustu í dag, fostud. 12. febrúar, munu nokkrir framtakssamir einstak- lingar gangast fyrir málþingi mn „íslenskan menningararf - auð- lind í ferðaþjónustu". Það er gleði- legt að skynja að augu íslendinga eru loks að opnast fyrir þeim möguleikum að markaðssetja menningu, sögu og þjóðararf sem þessum þáttum fylgja. Um nokkurt skeið hafa verið byggð upp byggðasöfn á íslandi og mörg þeirra af miklum myndar- skap. Byggðasafnið að Skógum er í algeram sérflokki hvað lands- byggðarsöfn snertir, enda koma þangaö um þrjátíu þúsund gestir á ári hverju. Safnið að Skógum er löngu þjóðþekkt, þar sem hús- bóndinn, Þórður Tómasson, ræður ríkjum með einstakri þrautseigju, lagni og þjónustulund. Verslunarminjasafn Á þessum áratug hafa fleiri söfn verið stofnuð og það með nokkuð öðrum hætti en byggðasöfnin. Dæmi um slík söfn má nefna Vesturfara- safhið á Hofsósi, Stríðsminjasafnið á Reyðar- firði, Hekluminjasafn í Brú- arlandi í Holta- og Land- sveit, Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri, Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka og Sögusetrið á Hvolsvelli. í Sögusetrinu á Hvolsvelli fer fram sýning á Njálssögu í sérstökum sýningarsal auk þess sem helstu sögustaðir hafa verið merktir í Rangárþingi. Sögusetrið er samstarfsverkefni sex sveitarfé- laga í Rangárþingi. í allt of langan tíma hafði þessi síunga auðlind, sem er Njálssaga, verið ónýtt hvað ferðaþjónustu og ferðamennsku varðar. Nú um helgina verður opnað sérstakt verslunarminjasafii í húsnæði sögusetursins á Hvolsvelli. Versl- unarminjasafnið rekur sögu Kaup- félags Hallgeirseyjar, sem síðar varð Kaupfélag Rangæinga á Hvolsvelli. Safnið er sett upp af einstakri smekkvísi og lýsir þróun verslunarmála í Rangárvallasýslu. Þá er og fyrirhugað að reisa tækni- og samgöngusafn í Skógum. - Þannig vex safnamenningunni enn fiskur um hrygg í Rangár- þingi. Þingsályktunartillaga um landkynningu sem hér er um fróðlega og merki- lega afþreyingu að ræða fyrir ferða- menn og áhuga- menn um sögu og menningu við- komandi land- svæða. Ég hef oft upplifað það að fara með útlend- inga, sem kunna góð skil á Njáls- sögu, um Rangár- þing. Einnig er skemmtilegt að rökræða innihald Njálssögu við ýmsa góðbændur í Rangárþingi sem hafa mjög ákveðn- ar skoðanir á ein- stökum þáttum sögunnar. Fyrir Alþingi liggur þingsálykt- unartillaga, sem ég hef lagt fram ásamt nokkrum félögum mínum úr þingflokki Framsóknarflokksins, þeim Hjálmari Ámasyni, Magnúsi Stefánssyni og Guðna Ágústssyni, um að auka landkynningu og eflingu ferðaþjónustu í dreifbýli. í þeirri tillögu er lagt til að ítarleg könn- un verði gerð á ferðaþjóp- ustu og öllum möguleik- um hennar í dreifbýli með aukinni kynningu á landinu og íslenskri menningu. í framhaldi af þeirri at- hugun verði gerð framkvæmda- og landnýtingaráætlun um hvernig atvinnugreinin verði efld á þessum grunni. Landnýtingaráætlun Mjög brýnt er að gera landnýtingaráætlun á ís- landi þar sem kortlögð er nýting ákveðinna svæða með ýmiss konar atvinnurekstur í huga og einnig það að fjöl- breytni megi ríkja á sem flestum sviðum. í beinu framhaldi af könnun- inni verði gerð áætlun um það hvemig landið verði kynnt og hvað við getum boðið upp á í þeim efnum. Allar þess- ar hugmyndir lúta að sama grunni. Það er ljóst að inn- lendir og erlendir ferðamenn sækjast eftir einhverri sérstöðu hvers svæðis fyrir sig. Með þess- um hætti má hæglega auka fiöl- breytni í ferðaþjónustu landsins og kappkosta að allir séu ekki að gera það sama. Það er von mín að þingsálykt- unartillagan falli í góðan jarðveg og hugmyndir er búa að baki henni megi rætast. Á sama hátt er það von mín að málþingið um „íslenskan menningararf - auð- lind í ferðaþjónustu" megi vel til takast og þar opnist enn frekari hugmyndir um á hvern hátt megi nýta sögu og menningu sem auð- lind í ferðaþjónustu á íslandi. ísólfur Gylfi Pálmason Starfsemi safha sem þessa hefur „Starfsemi safna sem þessa hef■ ur mikið menningarsögulegt gildi fyrir viðkomandi héruð, auk þess sem hér er um fróðiega og merki- lega afþreyingu að ræða fyrir ferðamenn og áhugamenn um sögu og menningu viðkomandi landsvæða.u mikið menningarsögulegt gildi fyrir viðkomandi héruð, auk þess Kjallarinn ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður Með og á móti Sjónvarpsver sem rísa á við hlið höfuðstöðva RÚV við Bú- staðaveg. Mjög í hag Ríkisútvarpinu „Eg er meðmæltur þessari bygg- ingu. Búið er að marka þá stefnu af hálfu stjómvalda að öll starfsemi Ríkisútvarpsins eigi að rúmast í því húsi sem hér er risið. Og síðan er það til lengri tíma litið mjög í hag Ríkisútvarpinu að hér myndist öflugur sjón- varps- og kvik- myndaiðnaður. Þetta gæti vissu- lega orðið þáttur í því. Þá má nefna að ef af einhverjum Markús órn Ant- framtíðarfiárfest- onsson útvarps- ingum í húsnæði stióri- og tækjum verð- ur á vegum Ríkisútvarpsins um- fram það sem verður hér í þessu húsi, þá tel ég að það eigi að verða úti á landi. Hins vegar er þetta háð þeim skilyrðum sem við höfum sett fram við borgaryfirvöld, sem háfa leitað til okkar með fyrirspurn um það hvort við getum afsalað okkur hluta af lóðinni. Það er greinilega vilji Reykjavikurborgar að úthluta ís- lenska sjónvarps- og kvikmyndaver- inu lóöinni. Við höfum svarað því til að að uppfýlltum ákveðnum skil- yrðum um bílastæðafiölda og að- komuleiðir að þessu húsi hér sé það allt í lagi. Jafnframt höfum við ósk- að eftir upplýsingum um hvað mik- ið okkur verður leyfilegt að byggja hér ef á því þarf að halda. Strax upp úr 1980 var okkur til- kynnt að öll starfsemi útvarps og sjónvarps ætti að rúmast í húsinu sem hér er risið“. Hrafn Gunnlaugs- son kvikmyndaloik- stjórf. Hrífst af ungum ofurhugum „Ég veit ekki betur en að það standi sjónvarpsver um alla Evrópu sem eru lítið eða ekkert notuð, mönnum er jafnvel borgað fyrir að koma þangað til að taka upp. Ég fæ oft tölvupóst, bréf og pakka með boði um að taka upp i hinum og þessum sjón- varpsstúdíóum. Þar eru boðin vildarkjör, lán og starfsfólk og allur skollinn. Oft eru það bæjarfélögin sem leggja mikið fé í þessi stúdíó, þau era orðin mjög ódýr. Ég tek það ffarn að ég er ekkert á móti þessu sjónvarpsveri sem talað er um hér á landi. Ég býst við að ég muni notfæra mér þessa aðstöðu, ef þar bjóðast eins góð kjör og erlendis. Ég á hins vegar eftir að sjá það gerast. Auðvitað má hugsa öll mál betur, en þá gerir maður náttúrlega aldrei neitt. Oft er stórhættulegt að hugsa sig of lengi um. Raunveruleikinn getur oröið svo hrikalegur að eng- inn gerir neítf. Ég væri líklega enn að hugsá og engin bíómynd komin ef ég hugsaði allt of mikið um verk- efnin. Ég hrífst alltaf af ofurhugun- rnn og vona að vel takist til með þetta. Það er mjög virðingarvert að framkvæma stórar hugmyndir. Annars tel ég að kvikmyndagerð sé best komin hjá stöku einstakling- um hér og þar en ekki hjá einhverj- um stóram batteríum. Mér skilst að þeir í Kvikmynda- samsteypunni sem ætluðu að gera mikið í Héðinshúsinu hafi eitthvað misst áhugann þegar þeir sáu á hvaða markað þeir voru að fara. Þessi risavöxnu kvikmyndaver sem kommúnisminn skildi eftir sig standa flest eftir auð og tóm úti um allt. Svo er risavaxið stúdíó í nýja útvarpshúsinu. Hvað á að gera við það? Ég finn ekki verkefni fyrir það í höfði mínu. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.