Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 17 Iþróttir Iþróttir Tok tengdamommu með - kolsvört skýrsla siðanefndar í Utah og stórum styrktaraðilum líst ekki orðið á blikuna Sjálfstæö siðanefnd í Utah hef- ur skilað af sér kolsvartri skýrslu. Nefndin rannsakaði spillingu og mútur innan undirbúnings- nefndar sem vann að því að fá vetrarleikana til Salt Lake City árið 2002 og Phil Coles er einn margra sem þegið hafa mútur í tengslum við spillingarmál Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Hann hefur nú sagt af sér störfum í undirbúningsnefnd fyrir leikana í Sydney. Meðal annars er Coles sakaður um að hafa farið með fjölskyldu sína í fjórar skemmtiferðir til Bandaríkjanna og tekið tengdamóður sína með í einhverjar þeirra Siðanefndin sem skilaði af sér á dögunum í Utah telur sig hafa sannanir fyrir þessu og mörgu öðru en Coles neitar öllu saman. Reuter með- lima Al- Ólympíu- nefndarinnar (IOC). Er skemmst frá því að segja að skýrslan, sem er 300 blað- síður, er öll löðrandi í siðlausum gjörðum með- lima beggja nefnd- anna. Astralinn Phil Coles er einn þeirra sem fara illa út úr rann- sókn nefndarinnar. Hann er með- al annars sakaður um að hafa far- ið fjórar skemmtiferðir til Banda- ríkjanna á kostnað undirbúnings- nefndarinnar í Utah. Coles tók íjölskylduna með í allar ferðimar og tengda- móðir hans fór með í það minnsta einu rsinni. Gist var á rándýrum ' hótelum og ein ferðin var not- uð til þess að fylgjast með úrslta- leiknum í bandaríska fótboltan- um, Superbowl. Richard Pound, varaforseti IOC, segir að efni skýrslunnar verði tekið til skoðunar og um- ræðu á fundi allrar IOC-nefndar- innar i mars. Pound segir að ef til vill sé kominn tími til að skoða hvort ekki sé rétt að breyta að- ferðum við að skipa menn í IOC- nefndina. Juan Antonio Samaranch lætur lítið fara fyrir sér þessa dagana og sendir varamenn fyrir sig á mikil- væga fundi. Hann hefur þegar fengið skýrsluna ásamt fylgiskjöl- um. Hann neitar að tala þessa dagana. Talsmaður hans sagði í gær að ekki væri á dagskrá að hann segði af sér. Hann væri ham- ingjusamur með mikinn stuðning sem hann heföi fengið frá meðlim- um IOC síðustu daga. Styrktaraðilar varkárir Stórir styrktaraðilar Ólympíu- leikanna eru í vamarstöu þessa dagana. Tryggingafyrirtæki í Ástralíu hefur hætt viðræðum við rétthafa sjónvarpsútsendinga frá Sydney en fyrirtækið ætlaði að auglýsa í útsendingum frá leikunum fyrir einn og hálfan milljarð króna. Fleiri aðilar hafa hvatt IOC til að taka á spillingunni og sukkinu og em mjög óánægðir með hve hægt gengur hjá IOC að gera hreint fyr- ir sínum dyrum. Coca-Cola fyrirtækið hefur sagt að það standi enn við gerða samn- inga um að auglýsa á leikjunum fram til 2008. Forráðamenn fyrir- tækisins hafa hins vegar gagnrýnt IOC fyrir að taka spillinguna ekki nægilega fóstum tökum. Leynifundur í gær í gær var haldinn leynifundur í New York. Þar mættu háttsettir menn innan IOC og fulltrúar 11 stærstu styrktaraðila Ólympíu- leikanna. Flestir ef ekki allir eru þeir mjög óánægðir með hvemig IOC hefur bragðist við vandamál- um undangenginna vikna. Margir hafa sett alla samninga vegna leikanna í Sydney á næsta ári í biðstöðu og ætla ekki að styrkja gestgjafa leikanna fyrr en Talsmaður siðanefndarinnar sem rannsakði sukkið í Salt Lake City veifar svörtu skýrslunni, 300 blaðsíðum af sóðaskap. Reuter línur skýrast innan IOC. Samaranch mun fá stuðn- ingsyfirlýsinguna Stöðugt fjölgar þeim sem krefj- ast afsagnar Samaranch forseta. Hann hefur farið fram á stuðn- ingsyfirlýsingu frá meðlimum IOC á fundi nefndarinnar í Laus- anne í mars og mun örugglega fá hana. Meðlimir nefndarinnar eru ekki kosnir í nefndina heldur til- nefndir. Fullyrt er að Samaranch ráði miklu um það hverjir sitji í nefndinni, hann ráði öllu sem hann vilji ráða. Margir erlendir fjölmiðlar em þeirrar skoðunar að afsögn Sam- aranch og allra í nefndinni sé eina leiðin til að nefndin öðlist aftur traust og virðingu. Sömu fjölmiðl- ar fullyrða að Samaranch komi á fundinum fram með tillögur um breytt fyrirkomulag við ákvörðun keppnisstaða leikanna og að margir nefndarmenn muni mót- mæla slíkum tillögum. -SK r a UKVALSDEILDIN n Keflavík 17 15 2 1594-1364 30 KR 17 13 4 1463-1353 26 Njarðvik 16 12 4 1444-1199 24 Grindavík 17 12 5 1561-1426 24 KFÍ 16 10 6 1360-1333 20 Tindastóll 17 8 9 1411-1408 16 Snæfell 17 8 9 1324-1405 16 Haukar 17 7 10 1336-1426 14 tA 17 6 11 1272-1357 12 Skallagr. 17 4 13 1343-1467 8 Þór A. 17 4 13 1278-1456 8 Valur 17 2 15 1310-1502 4 Haukar steinlágu en staða Stólanna góð - KR vann stórt í Firðinum og Tindastóll vann á Akranesi Skallagr. (32)67 Snæfell (33) 68 8-7, 17-19, 29-28, (32-33), 45-40, 52^8, 59-52, 65-62, 67-68. Stig Skallagríms: Kristinn Friö- riksson 19, Tómas Holton 14, Sigmar Egilsson 14, Hlynur Bæringsson 10, Eric Franson 10. Stig Snæfells: Rob Wilson 22, A. Spyrobolus 19, Jón Þór Eyþórsson 12, Mark Ramos 8, Bárður Eyþórsson 7. Fráköst: Skallagrímur 22, Snæfell, 36. 3ja stiga körfur: Skailagrímur 27/8, Snæfell 14/1. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Einar Einarsson. Áhorfendur: 282. Maöur leiksins: Rob Wilson, Snæfelli. Haukar steinlágu fyrir KR á heimavelli sínum í Strandgötu, 59-78, i leik mikilla mistaka og þá einkum og sér í lagi hjá leikmönn- um Hauka. Upphafsmínúturnar gáfu fyrir- heit um hvað koma skyldi. Haukun- um var nánast fyrirmunað að koma knettinum í körfu KR-inga og þegar hálf 11 mínúta var liðin af leiknum höfðu þeir aðeins gert 4 stig. Þessi frammistaða segir allt um leik Haukanna í gær. Þeir voru arfaslak- ir og KR-ingar áttu ekki í vandræð- um með að innbyrða öruggan sigur. Haukamir sáu aldrei til sólar í þessum leik og þeir hefðu örugglega tapað fyrir flestum liðunum í 1. deildinni eins og þeir spiluðu. Jarðarfararstemningin var algjör í herbúðum Hauka og með svona leik eiga þar vart skilið að komast í 8-liða úrslitin. Roy Hairstone var skástur í liði Hauka sem tefldu fram nýjum erlendum leikmanni, Jimmy Stellatto, og engan þyrfti að undra ef þetta yrði hans fyrsti og síðasti leikur fyrir félagið. KR-ingar léku lengst af mjög góða vörn sem Haukamir réðu alls ekki við. Heildarsvipurinn var annars góður hjá KR. Liðsheildin vann vel saman með Keith Vassell í broddi fylkingar og ljóst er að hann er að gera góða hluti með KR-liðið. Eins og staðan er í dag er KR eina liðið í deildinni sem getur ógnað veldi Suðurnesjaliðanna. Tindastóll styrkti stöðuna Tindastóll ffá Sauðárkróki styrkti stöðu sína í úrvalsdeildinni þegar liðið sigraði Skagamenn á Akranesi, 75-68, og ef fer fram sem Um helgina Úrvalsdeildin 1 körfubolta: KFÍ-Njarðvik............Fö. 20.00 Keflavík-Haukar .......Su. 18.00 Þór Ak.-ÍA............. Su. 20.00 Njarðvík-Skallagrimur . Su. 20.00 Tindast.-Grindavík .... Su. 20.00 Snæfell-Valur ..........Su. 20.00 KR-KFÍ .................Su. 20.00 1. deild kvenna í körfubolta: Njarövík-KR..............Fö. 20.00 ÍR-Keflavik..............Su. 16.00 1. deild karla í körfubolta: Breiðablik-Hamar.........Fö. 20.00 Stafholtstungur-ÍS.......Fö. 20.00 Stjaman-Höttur..........Lau. 14.00 Selfoss-Fylkir..........Lau. 14.00 Úrslit í bikarkeppni i handbolta: Fram-Haukar ...........Lau. 13.300 Afturelding-FH .......Lau. 16.00 6-0, 15-7, 22-16, (33-27) 39-37, 52-52, 54-60, 61-74, (68-75). Stig ÍA: Kurk Lee 38, Dagur Þórisson 17, Björgvin K. Gunn- arsson 6, Alexander Ermolinski 5, Trausti Jónsson 2. Stig Tindastóls: John Woods 25, Valur Ingimundarson 16, Ómar Sigmarsson 12, Svavar Birgisson 10, Arnar Kárason 8, Sverrir Þ Sverrisson 4. Þriggja stiga körfur: ÍA 3/20, Tindastóll 7/17. Víti: ÍA 9/11, Tindastóll 7/17. Fráköst: IA 31, Tindastóll 36. Dómarar: Eggert Aðalsteins- son og Jón H. Eðvald, góðir. Áhorfendur: 200. Maður leiksins: Kurk Lee, ÍA. Valur (43) 97 Þór (32) 73 7-2, 21-16, 32-28, (43-32), 48-39, 57-43, 65-50, 71-54, 76-64, 83-64, 91-68, 97-73. Stig Vals: Kenneth Richards 27, Bergur Emilsson 21, Guðmundur Björnsson 18, Hinrik Gunnarsson 17, Ólafur Jóhannsson 6, Hjörtur Hjart- arson 4, Ragnar Steinsson 2, Ólafur Veigar Ólafsson 2. Stig Þórs: Brian Reece 30, Konráð Óskarsson 12, Einar Öm Aðalsteins- son 11, Davið Jens Guðlaugsson 10, John Cariglia 3, Hafsteinn Lúðvíks- son 3, Magnús Helgason 2, Sigurður Sigurðsson 2. Fráköst: Valur 39, Þór 20. 3ja stiga körfur: Valur 6, Þór 5. Dómarar: Einar Þór Skarphéðins- son og Rúnar Gislason, ágætir. Áhorfendur: Um 50. Maður leiksins: Bergur Emils- son, Val. horfir spila Stólamir sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni við KR. Heima- menn byrjuðu leikinn vel og höfðu yfir allan fyrri hálfleikinn, drifnir af Kurk Lee sem átti stjömuleik. í síð- ari hálfleik snerist dæmið við; heimamenn byrjuðu að gera mistök og það nýtti reynslulið Stólanna sér og sigraði með 7 stiga mun. Hjá jöfnu liði Stólanna vora þeir Woods, Valur, Ómar og Amar bestir en hjá heima- mönnum bar mest á Kurk Lee og Degi Þórissyni. Viðbúið er að Skaga- menn komist ekki í úrslitakeppni á þessu tímabili og hitt liðið á Vestur- landi, Snæfell í Stykkishólmi, komist í hana. Breiddina vantar hjá Skaga- mönnum sem hafa misst þá Bjama Magnússon og Brynjar Sigurðsson. Bjami er á leiðinni til Grindavikur. -GH/-DVÓ J Gríndavík (45) 92 Kefíavík (40)75 $ NBA-DEILDIN Atlanta-Charlotte .......100-88 Sraith 17, Henderson 16, Ellis 16 - Coleman 17, Wesley 14. Cleveland-San Antonio .. . 99-89 Kemp 25, Bgauskas 17 - Duncan 31, Robinson 16. Detroit-Orlando ..........81-87 Grant 25 - Hardaway 22. Miami-Toronto............102-84 Hardaway 27, Mouming 18 - Christie 20, Brown 16. Minnesota-LA Lakers .... 86-75 Gamett 21, Mitchell 20, Sraith 17 - Bryant 24, Knight 8. Chicago-New York .........68-73 Barry 15, Kukoc 11 - Ewing 18, Hou- ston 15. Dallas-Houston...........95-105 Pack 31, Finley 15 - Dickerson 21, Pippen 16, Barkley 16. Millwaukee-New Jersey . . 95-75 Allen 19, Robinson 18 - Burrell 17, Kittles 15. Phoenix-Utah Jazz....... 74-82 Gugliotta 18 - Malone 22. Vancouver-Indiana.......97-101 Rahim 32, Mack 20 - Smits 24, Miller 19. -JKS 124, 18-10, 29-21, 31-28, 35-35, (4540) 50-54, 65-65, 74-65, 81-73, 92-75. Stig Grindavíkur: Warren Peebles 27, Pétur Guðmundsson 24, Herbert Amarson 21, Páll Axel Vilbergsson 10, Guðlaugur Eyjólfsson 7, Unndór Sigurösson (afmælisbam dagsins) 3. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 25, Falur Harðarson 12, Gunnar Einars- son 11, Hjörtur Harðarson 9, Kristján Guðlaugsson 8, Birgir Öm Birgisson 6, Fannar Ólafsson 2, Jón Hafsteins- son 2. Fráköst: Grindavík 40, Keflavík 34. 3ja stiga körfur: Grindavik 7/22, Keflavík 9/28. Vítaskot: Grindavík 24/26, Keflavík 5/6. Dómarar: Leifur Garðarsson, Jón Bender. Áhorfendur: Um 650. Maður leiksins: Pétur Guðmunds- son, Grindavík. Haukar (22) 59 KR (36) 78 2-2, 4-16, 8-21, 16-28, (22-36), 22 40, 30-47, 40-60, 48-69, 55-78, 59-78. Stig Hauka: Roy Hairstone 31, Bragi Magnússon 13, Jónas Amar Ingvarsson 9, Daníel Árnason 2, Ró- bert Leifsson 2, Leifur Leifsson 2. Stig KR: Keith Vassell 25, Lijah Perkins 12, Marel Guðlaugsson 12, Eiríkur önundarson 11, Sigurður Jónsson 5, Eggert Garðarsson 5, Óskar Kristjánsson 4, Atli Einars- son 2, Ingvaldur Hafsteinsson 2. Fráköst: Haukar 24, KR 32. 3ja stiga körfur: Haukar 0, KR 6. Vítanýting: Haukar 11/17, KR 8/12. Dómarar: Kristján Möller og Berg- ur Steingrímsson, mistækir. Áhorfendur: Um 150. Maður leiksins: Keith Vassell, KR. Við erum tilbúnir í lokaslaginn Það var hart barist um boltann í gærkvöld í leik Vals og Þórs. Valsmenn unnu öruggan sigur og Akureyrarllðið átti aldrel möguleika á sigri. DV-mynd Hilmar Þór „Við ákváðum að gefa okkur 100% í þennan leik, spila góða vöm og vissum að þannig gætum við unnið Keflvíking- ana. Þetta gekk allt eftir og strákamir sýndu það að Grindavíkurliðið er tilbúiö í lokabaráttuna. Nú er stefnan bara að hækka sig i töflunni. Við eigum leik við Tindastól á sunnudaginn og föram norð- ur til að vinna," sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sætan sigur á Keflvíkingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld í Grindavík, en lið Grindavíkur er taplaust undir hans stjóm. Gestirnir úr Keflavík byrjuðu leikinn illa, virtust eitthvað óöruggir, en náðu að jafna leikinn þegar 3 mín. voru til hlés (35-35). Leikurinn var mjög hraður og spennandi, nema rétt í lokin, og fin stemning meðal fjölmargra áhorfenda. Bæði lið léku hraðan, áhorfendavænan bolta. Pétur fyrirliði Guðmundsson átti mjög góðan leik og tókst að halda stiga- skori Damons í lægri kantinum. Warren Peebles vex með hverjum leik og Páll Axel hirti 21 frákast. Herbert var sterkur í seinnihálfleik. í lið gestanna vantaði Guðjón Skúla- son og Damon Johnson fann ekki alveg taktinn sinn frekar en aðrir í liðinu. Þetta var ekki þeirra dagur. „Nei, við erum ekkert að gefa eftir, en við voram fullákafir og spenntir í byrjun og það varð okkur að falli. Þetta er að- eins þriðji tapleikurinn okkar í vetur. Það er tómt kjaftæði að við séum að gefa eitthvað eftir. Leikurinn var mjög hrað- ur og boltinn barst mikið undir körfum- ar og allan seinni hálfleikinn fá Grind- víkingar aðeins 4 villur á sig. Það finnst mér alls ekki eðlilegt," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eft- ir leikinn. Sterkur varnarleikur Vals Valsmenn lögðu Þórsara á sterkum varnarleik aö Hlíðarenda. Valsmenn unnu kærkominn sigur, 97-73. Þórsarar sváfu allan tímann í vöminni og fyrir vikið var eftirleikurinn auðveldur Vals- mönnum sem sýndu þó mikla baráttu frá byrjun. Kenneth Richards skoraði aðeins fjög- ur stig í fyrri hálfleik en hrökk í gang í síðari hálfleik. Bergur Emilsson átti enn fremur góðan leik og sömuleiðis Guð- mundur Bjömsson. Brian Reece bar af hjá Þórsuram en átti þó engan stjömu- leik. Hann skortir leikæfingu en þama er á ferð sterkur leikmaður. Þórsarar voru einfaldlega slappir í þessum leik. Jafnt en lélegt í Borgarnesi Lið Snæfells vann mjög mikilvægan sigur á heimavelli Skallagríms í Borgar- nesi í gærkvöld. Sigur Snæfellinga hékk á bláþræði en með sigrinum aukast möguleikar Snæ- fells verulega á að komast í átta liða úr- slitin. Að sama skapi má segja að síðasti möguleiki Skcillagríms hafi fokið út í veður og vind. Leikur liðanna var mjög slakur en spennandi í lokin. Heimamenn fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn í blá- lokin með tveimur vitaskotum en það gekk ekki. -bb/- JKS/-EP/-SK Bland i P olca Þrjár islenskar stúlkur kepptu i stórsvigi kvenna á heimsmeistaramótinu í gær- kvöld. Brynja Þorsteinsdótí- ir, Theódóra Mathiesen og Sigriður Þorláksdóttir féllu allar úr keppni í fyrri ferö. Austurriska stúlkan Alex- andra Meissnitzer sigraöi, Andrine Flemmen frá Noregi varð önnur og Anita Wachter frá Austmriki þriðja. ÍR-ingar unnu mjög öruggan sigur á Þór frá Þorlákshöfn 1 leik liðanna i 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Lokatölur urðu 73-59. Þór er enn efst með 28 stig en ÍR er í öðru sæti með 24 stig og ÍS í þriðja sæti með 22 stig. ÍR og Þór hafa leikið 15 leiki en önn- ur lið 14. Sögulegt hlaup fer fram á laugardag i ísrael. Þá keppa íþróttamenn frá Palestínu við hlið hlaupara frá ísrael. Þetta þykir mikill viðburður ekki síst þegar mikill hægagangm- í samningaviðræðum í Miðaust- urlöndum er hafður í huga. Finninn Mika Hakkinen náði bestum tima á McLaren-bíl sínum á kappakstursbrautinni í Barcelona i gær en þar hafa ökumenn i Formula 1 verið að prófa bila sína undanfama daga. Alexander Wurz á Benetton varð annar og David Coulthard á McLaren náði þriðja besta tímanum. Liklega veróur gengið frá ráðningu þjálfara fyrir enska landsliðið í knattspymu um helgina. Enskir íjölmiðlar spá þvi að Howard Wilkinson verði ráðinn og afspyrnuslak- ur leikur enska liðsins gegn því franska í fyrradag hafi ekki verið mælikvarði á möguleika Wilkinsons á að hreppa hnossið. Kevin Keegan, framkvæmda- stjóri Fulham, er stöðugt orð- aður viö þjálfarastöðuna hjá enska landsliðinu en sjálfur segist hann verða áfram hjá Fulham. „Hér liður mér vel. Það er gaman að vinna með leikmönnunum, eigandinn er góður maður og hér verð ég áfram. Ég veit ekki hvemig nýi landsliðsþjálfarinn kemur til með að lita út en það verð- ur ekki ég,“ sagði Keegan í gaer. írska sundkonan Michelle Smith-de Bruin, sem er í fjög- urra ára keppnisbanni, á vem- lega möguleika á að losna úr banninu eftir að ný sönnunar- gögn frá vísindamönnum komu fram í máli hennar. Þá hefur breski kúluvarparinn Paul Edwards fengið mál sitt tekið fyrir að nýju en hann var í lífstíðarbanni. Tveir írskir kylfingar hafa forystu eftir fyrsta keppnis- daginn á hinu þekkta móti Dubai Desert Classic. Þeir Phil Price og Paul Mcginley léku á 67 höggum. Þeir sem koma næstir á 68 höggum em Wayne Riley frá Astraliu, Sergio Garcia frá Spáni, sem er áhugamaður, og Þjóðveij- inn Alex Cejka. Margir bestu kylfíngar heims taka þátt i mótinu en þeir þekktustu náðu sér ekki á strik á fyrsta degi. Mark Hughes, leikmaöur Southampton í enska boltan- um, er á leiðinni í leikbann í fjórða sinn á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og til greiðslu 230 þúsund króna sektar. Bandariski tennisleikarinn Andre Agassi var rekinn úr tennismóti i Bandaríkjunum í gær. Hann var óánægður með sjálfan sig, blótaði og ragnaöi hástöfum í þrígang, og var að lokum sagt að hypja sig heim á leið. KA vann Þrótt Neskaupstað i undanúrslitum bikarkeppni karla í blaki í gærkvöld, 0-3. í hinum leiknum í undanúrslitunum léku Stjaman og ÍS og sigraði ÍS, 3-2, í hörkuleik. KA og tS leika til úrslita i bikarkeppninni þann 20. febrúar. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.