Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 Erfitt að gera öllum til hæfis í Hollywood: Pitt af stallinum Sviðsljós Friðrik prins fór stúkuvillt Friðrik Danaprins var eitthvað utan við sig þegar hann kom til að horfa á Konunglega danska ballettinn í Óp- erunni í París á dögunum. Frið- rik kom einn í Óperuna og eng- inn tók á móti honum. Skipti þá heldur eng- um togum en prinsinn fór í vitlausa stúku. Þurfti sætavísu til aö koma hon- um í rétt sæti. Prinsinn var þreyttur þetta kvöld og afþakkaði þvi boð um að sitja veislu eftir sýninguna. Danski sendiherrann í París, Pet- er Dyvig, bauð nokkrum mektar- mönnum í samkvæmi, þar á með- al franska utanríkisráðherranum, Hubert Védrine. Hjartaknúsarinn Brad Pitt er ekki öfundsverður þessa dagana. Hann er fallinn ofan af stallinum sem hin nítján ára gamla Athina Marie Rolando hafði sett hann á. „Ég hafði mikið álit á honum en því er öðruvísi farið nú,“ sagði At- hina litla við fréttamenn fyrir utan dómhús í Los Angeles í vikunni. Dómari hafði skömmu áður harð- bannað stúlkunni að koma nálægt leikaranum fræga og heimili hans næstu þrjú árin. Og ekki að ástæðu- lausu. Lögreglan kom að Athinu uppi i rúmi stórstjömunnar og í fot- unum hans í janúar síðastliðnum. Leikarinn vsir víösfjarri góðu gamni, ef svo má að orði komast. Brad Pitt er laus allra mála. Stúlkan sagði hins vegar þegar úr dómsalnum var komið að hún vildi reyndar fá dómara til að banna Pitt að koma nálægt henni. Hún var nefnilega hálfspæld yfir því að leik- arinn skyldi ekki koma sjálfur í réttarsalinn þegar mál hennar var tekið fyrir. „Núna er hann ekki einu sinni þess virði að ég andi á hann,“ sagði stúlkan sem lagði einhvers konar álög á Gwyneth Paltrow, fyrrum kærustu Brads. Fyrir réttinum kom fram að stúlkan hafði tjáð lögregluþjónum við yflrheyrslur að hún heyrði radd- ir. Að vísu voru þær hennar eigin, bætti hún við. Gæðarúm á RB-rÚmÍ á góðu verði Ragnar Björnsson eM. Dalshraun 6, Hafnarfirði Sími 555 0397 • fax 565 1740 Krakkaklúbbur DV 11» FJOLSKYLDU- OC HÚSDÝRACARÐURINN ■yinnlngshafai: Árskort í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn Stefán Ó. Jónsson nr. 15110 Boðsmiðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, gilda fyrir fimm manns. Ingibjörg A. Bergþórsdóttir nr. 12283 Ingibjörg I. Ásgeirsdóttir nr. 4884 Birgir Þ. Þorbjömsson nr. 8940 Sigrún E. Magnúsdóttir nr. 7640 Stefanía Hrund nr. 14779 Amar L. Guðnason nr. 5676 Rósa D. Ómarsdóttir nr. 11341 Eygló Karlsdóttir nr. 14959 Jóhanna L. Brynjólfsdóttir nr. 280289 Björn Ó. Jóhannsson nr. 7300 Guttormur var vigtaður fimmtudaginn 11. febrúar oq var hann 079 kg. Krakkaklúbbur DV og Húsdýragarðurinn þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og óska vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga. Þýska leikkonan Maria Schrader leikur í umtalaðri kvikmynd sem frumsýnd var á kvikmyndahátiðinni í Berlín i' vikunni. Myndin, Aimée og Jaguar, grein- ir frá ástarsambandi tveggja kvenna. Önnur er gyðingur en hin er eiginkona þýsks nasista. Tuttugu og fimm kvikmyndir keppa til aðalverðlaunanna á kvikmyndahátfðinni að þessu sinni. Nú er komið að Jóakim að ferðast: Alexandra gras- ekkja í 2 vikur Alexandra prinsessa verður að gera sér að góðu að vera grasekkja í hálfan mánuð í byrjun næsta mán- aðar. Þannig er að Jóakim prins, elskulegur eigin- maður hennar og yngri sonur Danadrottningar, ætlar að bregða undir sig betri fætinum og halda til Bólivíu. Þangað fer prins- inn með toppmönnum úr hjálparsamtökunum CARE. Jóakim hefur verið vemdari CARE-samtak- anna frá því hann var nítján ára gamall og hann Alex Danaprinsessa. Bólivíu,“ segir prinsinn í viðtali við hið danska Billed Bladet. Og bætir við að hann voni að heimsóknin muni vekja athygli á starfi CARE þarna suður frá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau hjón Jóakim og Alexandra eru aðskilin vegna svona góðgerðarstarfa. Siðast- liðið haust fór prinsessan til Vietnams á vegum Rauða krossins og skildi hún bónda sinn eftir heima i Danmörku hinni dásamlegu. hefur brennandi áhuga á starfi Jóakim mun meðal annars skoða þeirra. landbúnaðarverkefni CARE í „Ég ætla að heimsækja staði þar Bólivíu og þar verður hann á sem CARE er með starfsemi í heimavelli, óðalsbóndinn sjálfur. DV Cate vill bara vera viðskotaill Ástralska leikkonan Cate Blanchett, sem margir telja að muni veita Gwyneth Paltrow harða keppni um óskarsverðlaun- in í ár, segist ekkert hafa á móti því að líta út fyrir að vera fremur viðskotaill. „Allt í finasta lagi,“ segir Cate, sem hefur vakið mikla athygli fyrir túlkun sína á Elísa- betu fyrstu Englandsdrottningu. Svo góð er hún að hún fékk Golden Globe verðlaunin um dag- inn. Þau þykja hafa forspárgildi fyrir óskarsverðlaunin. Cate segir í tímaritsviðtali að hún sé gefin fyrir að lifa úti á jaðrinum. Alicia ekki hrif- in af Hollywood Alicia Silverstone er ekkert yf- ir sig hrifin af kvikmyndaiðnað- inum í Hollywood. Samt er hún kvikmyndaleikkona sjálf. „Nokkr- ar vinsælustu kvikmyndirnar eru móðgun við heilbrigða skyn- semi,“ segir leikkonan sem geröi garðinn frægan í Clueless. Síðan dalaði frægðarsól hennar nokkuð og pressan hamaðist i henni. Nú hefur Alicia hins vegar snúið aft- ur i rómantískri gamanmynd og þar er hún jafnsexí og áður, bara pínulítið eldri og þroskaðri. í mál við Kid- man og Cruise Hjónakornin Tom Cruise og Nicole Kidman þurfa kannski að gjalda fyrir frægðina. Fyrrum að- stoðarkona þeirra hefur stefnt þeim og krefst bóta fyrir að hafa verið vikið úr starfi ástæðulaust. Aðstoðarkonan, Judita Gomez, var hjá þeim hjónum í fimm ár og ann- aðist algeng heimilisverk, auk þess sem hún aðstoðaði þau við fataval. Gomez heldur því fram að hún geti ekki fengið sömu tekjur og hún var vön að fá hjá Tom og Nicole og því hefur hún stefnt þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.