Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 AjV 2 fréttír Stefnt að því að net verði strekkt fyrir Klettsvík í maí - f]ör í víkirini í vikunni: Selur í kví Keikós - synti í burtu eins og hann ætti lífið að leysa þegar háhyrningurinn hreyfði sig „Já, það er rétt. Það var lítill sel- ur, landselskópur, undir brúnni í kvinni hans Keikós. Ég veit ekki hvernig hann komst inn. Hann hef- ur verið þarna í 5-10 mínútur. Þeg- ar Keikó sá selinn og fór að synda í áttina að honum þá var ekki að sök- um að spyrja - selurinn hvarf snögglega eins og hann ætti lífið að leysa. Ég veit ekki hvort Keikó át hann eða hvort kópurinn slapp út úr kvinni neðansjávar," sagði Jeff Foster, aðalþjálfari Keikós, í samtali við DV í gær. Verkfræðingar voru við kvína í gær til að kanna að- stæður til að setja upp net, sem strekkt verður í þeim til- gangi að loka Kletts- vík af. Keikó mun þá fá miklu meira pláss til að synda um, svo hann aðlagist náttúr- unni enn frekar á ný. Jeff segist bjartsýnn á að Keikó verði sleppt - annað hvort í sumar eða á árinu 2000. „Ég vona að netið Jeff Foster, þjálfari Keikós. Landselskópur komst í kví Keikós og hvarf eftir 5-10 mínútur. Óvíst er um örlög selsins og hvort Keikó át hann. vetur,“ sagði Jeff. Hann segir Keikó hafa það mjög gott - háhyrningur- inn spjari sig geysilega vel fyrir komandi viðburði ársins. „Keikó fékk reyndar magapínu i verði komið upp í maí. Ef Keikó verður héma enn þá í október mun- um við setja hann aft- ur í kvína fyrir næsta desember en það er allt búið núna. Eftir eina til tvær vikur munum við hefjast handa við að gefa honum lif- andi fisk,“ sagði þjálfarinn. Aðaldýralæknir Keikós, Lanny Comell, sem kom frá Bandaríkjun- um í vikunni, og Gísli Johnsen, yf- irdýralæknir vegna fiskisjúkdóma, hafa skoðað Keikó undanfarna daga: „Þeir vom mjög ánægðir með framfarir Keikós. Lanny, sem fór heim til Bandaríkjanna í dag (í gær), er mjög hamingjusamur yfir því hve vel Keikó gengur,“ sagði Jeff. Hallur Hallsson sagði að íslenski veturinn hefði vissulega verið erfið- ur fyrir Bandarikjamennina sem annast Keikó og kvína með aðstoð Vestmannaeyinga. Oft hefði fólk orðið sjóveikt á kvínni. Hallur sagði að vissulega hefðu „affóll" orðið á mannskapnum - lífiö á kvínni í sjónum á Norður-Atlantshafi væri hreinlega ekki fyrir alla. Sumir Bandaríkjamannanna hefðu því far- ið heim og koma ekki aftur. „En það hefur samt flestum liðið vel í Eyjurn," sagði Hallur. „Þetta verkefni hefur gengið rosalega vel.“ -Ótt Sex frá Afríku taka próf á íslandi: Gætu orðið hörkukeppinautar Sex afrískir nemendur á aldrinum 29 ára til fertugs fengu prófskírteini í hendur í gærdag í húsakynnum Haf- rannsóknastofhunar. Hópurinn er hinn fyrsti sem útskrifast frá Sjávar- útvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóð- anna, samstarfsverkefni nokkurra að- ila. Skólareksturinn er um það bil 6% þróunaraðstoðar íslendinga. Tumi Tómasson flskifræðingur er forstöðumaður skólans og hann var ánægður í gær. Fyrsta reynslan af skólanum er góð. „Það sem stendur upp úr er hvað sjávarútvegur á ís- landi tók okkur vel og hefur sýnt verkefninu skilning og velvilja. Ég uppgötvaði hvað þessi atvinnugrein er framsækin og hversu alþjóðleg hún er orðin á íslandi," sagði Tumi. Nemendumir sex eru frá Mósam- bík, Úganda og Gambíu, fimm karlar og ein kona, og öll með háskólamennt- un. Flest starfa við gæðaeftirlit í heimalöndum sínum og hafa fengið frekari þjálfun á því sviði hér. Nem- endur voru hér í hálft ár við nám og starfsþjálfún, kynntust vinnustöðum og eftirliti. Án efa snýr fólkið heim með verðmæta reynslu og upplýsing- ar á ýmsum sviðum fiskveiða og fisk- iðnaðar. Afríka er reyndar hörku- keppinautur í fisksölunni. Úganda til dæmis, landlukt ríki, er engu að síður keppinautur íslendinga á fiskmörkuð- Sex nemendur fró Afríku fengu prófskírteini í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóöanna í gær. Þetta er fyrsti útskriftarárgangur skólans. ísiendingar leggja reksturinn fram til þróunaraðstoðar. DV-mynd um. Tumi Tómasson segir að komi maður til dæmis á leikskóla í Hollandi megi reikna með að þar sé á borðum Nilarkarfi frá Úganda, stór, beinlaus en frekar bragðdauf flök. Næsti nemendahópur kemur til landsins í júní, 9 nemendur sem klára fyrir áramót. Síðan er meiningin að næsti hópur komi upp úr áramótum. Enn er ekki búið að ákveða hvemig starfið verður, en Tumi Tómasson segist vona að framhald verði á skóla- rekstrinum, hann hafi þegar gefið góða raun. -JBP Níu milljarða króna mótssvæði - fyrir heimsmeistaramót í hestaíþróttum Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur þekkst boð þýska hestamannasambandsins að koma á heimsmeistaramótið í hestaíþróttum og vera þar heiðursgestur. Mótið verð- ur haldið 1. til 8. ágúst og er búist við að forsetinn verði á mótinu tvo síðustu dagana. Mótið verður haldið í Amberg, á svæði sem er í einkaeign 74 ára gam- als manns. Hann hefur lagt niu millj- arða króna í svæðið, sem er talið vera hið glæsilegasta sem sést hefur fyrir hestamót íslenskra hesta til þessa. Wolfgang Berg, formaður þýska hestamannasambandsins, kona hans og Hanjö Dúring, ritstjóri Das Islands- pferd, hafa verið að kynna mótið hér á landi síðustu dagana, og eru þau mjög bjartsýn á að vel takist til. í Þýska- landi eru um 18.000 félagar -í samtök- um hestamannafélaga íslenskra hesta og búast mótshaldarar við allt að 25.000 manns víða að úr veröldinni. Tekið hefur verið frá hótelrými fyr- ir 500 manns frá íslandi. Landsliðslykill fyrir íslenska lands- liðið verður kynntur í félagsheimili Gusts næstkomandi mánudagskvöld en íslenskir knapar munu keppa um landsliðssæti í sumar. Sigurður Sæ- mundsson landsliðseinvaldur mun að auki velja tvo knapa eftir því hve efni- legir þeir þykja. Wolfgang Berg sagði að vegna slaks árangurs þýskra knapa á síðasta heimsmeistaramóti í Noregi hefi verið ákveðið að breyta vali á landsliðinu og Wolfgang Berg, formaður þýska hestamannasambandsins, bauö forseta ís- lands, Ólafi R. Grímssyni, á heimsmeistaramótið í hestaíþróttum í Þýska- landi í sumar, og þáði Ólafur boöiö. Fjær sjást Þröstur Karlsson, formaöur landsliösnefndar, Jón A. Sigurbjörnsson, formaöur Landssambands hesta- mannafélaga, og eiginkona Wolfgang Berg. DV-mynd Teitur lfkja eftir íslenska fyrirkomulaginu að hluta til. Sem fyrr verða tvö úrtöku- mót hjá þýskum knöpum og árangur á þýska meistaramótinu mun einnig gilda. Þá mun landsliðseinvaldurinn, Marlise Grimm, hafa rétt á að velja einn knapa að auki. Mikið verður um dýrðir á heims- meistaramótinu og verður þar mikil hestasýning ýmissa hestakynja, í höll sem tekur 5.000 manns í sæti. Heyrst hefúr af miklum áhuga ís- lendinga á mótinu, sem er á mjög góð- um stað miðsvæðis í Evrópu. -EJ stuttar fréttír Nýtt ferðamálaráð I Halldór Blön- dal, samgöngu- ráðherra hefur nýlokið við að skipa nýtt ferðamálaráð. í því sitja 23 full- trúar og eru þeir skipaðir til | flögurra ára í senn. Nýr formaður ráðsins er Tómas Ingi Olrich al- þingismaður og varaformaður Jón I Kristjánsson alþingismaður. ! Jagúar-mál að leysast S Rannsókn Jagúar-málsins svo- kallaða er nú langt komin hjá lög- reglunni í Reykjavík. Fjórir menn j voru handteknir vegna gruns um að hafa keyrt bifreið af Jagúar-gerð ! í sjóinn í Hvalfirði til aö ná út tryggingafé. Einn þeirra er enn í ! gæsluvarðhaldi. RÚV sagði frá. Hagnaður ÚA j Útgerðarfélag Akureyringa hf. (ÚA) ! var gert upp með 251 miljjónar króna hagnaði á árinu 1998. Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins nam að- j eins fimm milljónum króna. Það er 3 talsvert lakari afkoma en vonir verð- e bréfafyrirtækja stóðu til. Hins vegar | er um verulegan afkomubata frá árinu 1 1997 að ræða þegar 131 milljónar króna tap varð af starfsemi ÚA. Gegn Háskóla íslands 1 fréttatil- kynningu frá Stúdéntaráði Há- skóla íslands I kemur fram að htið hafl verið fram hjá breyt- ingatillögum Stúdentaráðs og háskólaráðs í frumvarpi tfi laga um j HÍ og því sé frumvarpið þvert á | vilja Háskólans. 517 þúsund á mánuði Heildaraflaverðmæti 5 skipa Hraðfrystihúss Eskiflarðar nam Uð- lega 950 milljónum króna á árinu 1 1998 á móti 984 miiljónum króna árið 1997 sem var það besta í sögu fyrirtækisins. Ræningi í varðhald Maðurinn sem handtekinn var fyrir rán 1 gestamóttöku Hótels Reykjavikur í fyrradag var í dag úr- í skurðaður í tíu daga gæsluvarð- hald. Hann er síbrotamaður og á | nokkur mál óuppgerð hjá lögreglu. Ekki barnabókaverðlaun Dómnefnd Verðlaunasjóðs ís- lenskra bamabóka 1999 hefur lokið stöifrun og komist að þein-i niður- stöðu að ekkert þeirra handrita sem bárust í samkeppnina standist þær ; kröfúr sem dómnefndin gerir tU verðlaunahandrita. Stjórn sjóðsins hefúr af þessum sökum ákveðið að i íslensku barnabókaverðlaunin ! verði ekki veitt í ár. Guðríður veðurteppt Leikhópurinn sem sýnt hefur ! undanfarið við miklar vinsældir leikritið Ferðir Guðríðar hefúr beð- ið ferðbúinn í Nuuk á Grænlandi frá því á laugardag en setið veður- tepptur þar eð vetur konungur hamlar flugi. Sofnaði líklega undir stýri Bifreið var ekið utan í ganga- vegginn í Hvalfiarðargöngunum um fjögurleytið f fyrrinótt. Einn maður var í bilnum og var hann fluttur á sjúkrahús með lítUs háttar meiðsl. Loka þurfti göngunum í um eina klukkustund. Svavar sendiherra Utanrikis- Iráðherra hefrn- staðfest skipun Svavars Gests- sonar, alþingis- mann og fyrr- verandi ráð- herra, sendi- herra i utanrík- isþjónustunni frá 1. mars og fela honum daglega yfirumsjón með verkefnum landafundanefndar. í Kanada um árþúsundamót. Sand- korn DV hafði áður greint frá því | að Svavar yrði skipaður sendi- herra í Kanada. -BÓE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.