Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 11
DV LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 11 - á v. y ’ : ' , Míf 11 ; jiM 1 ||8H| Þögult tilgangsleysi „Heima ræður mamma“. Svo sagði í fyrirsögn í Mogga fyrr í vikunni. Fréttin var látlaus og fyrirferðarlítil og langt inni í blaði. Hún er þó merkari en stærðin og staðsetningin sagði til um og gott innlegg i eilífa um- ræðu um jafnrétti kynjanna. í fréttinni sagði af dönskum félags- fræðingi, Sörensen að nafni, sem tók sig til og rannsakaði verka- skiptingu og kynjahlutverk á heimilinu. Fræðingurinn kom fyr- ir segulbandi hjá útvöldum fjöl- skyldum úr öllum lögum þjóðfé- lagsins. Þegar sá danskí spilaði af böndunum komst hann að hinu sanna um fjölskyldulífið þar í landi og því hver hefur þar tögl og hagldir. Það er enginn annar en mamman á heimilinu. Pabbinn og bömin mega sín lítils. Nú þarf þetta ekki að koma á óvart. Sumir segja eflaust að ekki þurfi hámenntaðan fræðing til þess að segja okkur það sem allir vissu. Félagsfræðin er jú þeirrar náttúru að greina það sem er að gerast í daglega lífinu, og flestir kannast við, en færa það í fræði- legan búning. Viö þykjumst til dæmis vita að hið sama eigi við um íslensk heimili þótt fræðileg rannsókn liggi ekki fyrir. Danir em jú skyldir okkur og líkir í háttum. Víginu haldið Danski félagsfræðingurinn vakti sérstaka athygli á því að konum hefði orðið talsvert ágengt í jafnréttisbaráttunni undcutfarin ár og áratugi og mætti meðal ann- ars marka slikt af þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Hið sama þekkjiun við hér á landi og einnig hitt að konum í stjórnmálum fjölgar þótt enn eigi þær talsvert í land með að ná körlunum. Gengi þeirra í prófkjömm flokkanna að undanfomu er til dæmis athyglis- vert og augljóst að konum á þingi mun fjölga talsvert eftir kosning- arnar i maí. Jafnréttisumræðan öll breytir þó ekki því að konur gefa ekkert eftir þar sem vígi þeirra er sterkast, á heimilunum. Karl- menn eru þar í heldur ómerkilegu hlutverki. Sörensen félagsfræð- ingur segir, og tekur segulbands- spólumar til vitnis, að konumar, þ.e. mömmurnar á heimilunum, tali langmest. Pabbarnir segi lítið eða ekki neitt og bömin komast heldur ekki að fyrir mömmu. Mamma ákveður líka, segir Sör- ensen í Mogganum, hver geri hvað af þeim hlutum sem að mati mömmunnar, vel að merkja, era nauðsynlegir. Niðurstaða félags- fræðingsins er því sú að konan ráði öllu, karlinn þvælist í besta falli fyrir í þögulu tUgangsleysi sinu og bömin sitji og standi eftir kröfu mömmu. AUt heimUislífið snýst því í kringum eina konu og eftir þeim línum sem hún leggur. Sterkara kynið í raun Eina lífsmarkið sem félagsfræð- ingurinn sá hjá karlkyninu á dönskum heimUum var að strák- ar, synir málugra kvenna og dauf- gerðra karla, reyndu stundum að grípa fram í. Mömmurnar þögg- uðu niður i þeim. Það er strákun- um hoU og nauðsynleg lexía fyrir þeirra eigin sambúð síðar á lífs- leiðinni. Staða konunnar er því sterk, svo sterk að hún gefur ekk- Jónas Haraldsson aðstoðanitstjórí ert eftir af valdi sínu. Karlamir eru að vísu í einhverjum þykjustuleik úti í samfélaginu en þegar kemur að undirstöðu samfé- lagsins, heimUinu, era þeir núU og nix. Félagsfræðingurinn Sören- sen veit aUt um stöðu karla, ver- andi sjálfur einn af þeim. Hann bendir því réttUega á þau gömlu sannindi að konur séu betri en karlar i að koma hugsunum sín- um i orð og málflutningur þeirra sé lifandi og skýr en ekki ragl- ingslegur að hætti karlkynsins. Konurnar halda fiölskyldunni gangandi með stuðningi mömmu og ömmu og vinkvenna eftir at- vikum. Eiginmaðurinn verður að sætta sig við að hafa lítið um framgang mála að segja enda hef- ur hann líklega lítið fram að leggja. Sörensen segir karlana því lítið við. Hornkarlar í einsemd Nú kann að vera einhver mun- ur á íslenskmn og dönskum heim- Uum hvað þetta varðar. Það er tU dæmis yfirleitt styttra á næsta bar í Danmörku en á íslandi þótt það hafi nokkuð hreyst hin síðari ár. Við gefum okkur því að is- lenskir pabbar reyni af fremsta megni að halda sig innan dyra heimUanna og taka við fyrirmæl- um réttmætra stjórnenda þar. Auðvitað gengur þeim misjafn- lega að fara að fyrirmælunum. Það fer eftir þvl hvort eitthvað skemmtUegt er í sjónvarpinu: fót- bolti, box, kappakstur eða annað enn uppbyggUegra. í látum eiginkvenna, mæðra þeirra, amma og vinkvenna reyn- ir eiginmaðurinn að sjálfsögðu að finna sér horn þar sem hann get- ur þagað í næði, helst einangrað- ur frá hávaða í ryksugu eða upp- þvottaglamri. Það má hugsa sér að í þessu rólega homi hafi hann aðgang að sjónvarpi, bókum og tímaritum og geti jafnvel hnýtt flugur. Sófi er æskilegur í svona hom svo ekki fari iUa um hom- karlinn eða hann detti út af ef hann dottar þar í einsemd sinni. Þyki karlinn samt fyrir innan veggja heimilisins og trufli at- hafnasemi konunnar er hugsan- legt að hann láti lítið fara fyrir sér í hílskúmum. Þar getur hann dundað sér við að strjúka heimU- isbílnum og láta sem hann hafi enn eitthvað með hann að gera, þ.e. aUt þar tU konan þarf að skreppa eitthvað. Tilgangslítið kyn Svona er jafnréttinu háttað, eða svo segir danski félagsfræðingur- inn Sörensen að minnsta kosti. Konan ræður öUu innan heimUis og gefur ekki þumlung eftir. Þá aukast völd kvenna og áhrif utan heimUis hægt og bítandi. Karlamir era að gefa eftir þar. Þessi þróun verður að teljast farsæl, einkum í ljósi upplýsinga Sörensens um aö konur séu betur gerðar en karlar. Þær hugsi einfaldlega skýrar og tjái sig skilmerkUegar en þeir. Þessi félagsfræðUega könnun segir, eins og aðrar slíkar, það sem menn vissu fyrir, að minnsta kosti kvenmenn, að karlar eru fremur tilgangslitlir. Þegar grannt er skoðað er tUgangur þeirra varla annar en að viðhalda stofnimun. Þess á mUli leika þeir sér, ungir jafnt sem aldnir. Leik- fóngin stækka bara með aldrinum eins og glöggt má sjá á jeppaeign íslenskra karla. Konur gera því rétt i því að tala þá í kaf með skýrri framsetningu og skilmerkUegri. Karlamir era best geymdir þar sem þeir þvæl- ast ekki fyrir - og þegja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.