Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 Jj"V" i8 feygarðshornið Vinstri menn eiga að hætta að kveinka sér sífellt undan öllu sem Davíð Oddsson segir um þá. Væl er málflutningur hins veika. Og vinstri menn eru ekki veikir um þessar mundir. Þegar Davíð talar um að það sé sambærilegt að af- henda minki lykla að hæsnahúsi að afhenda vinstri mönnum að- gang að ríkissjóði þá er sú líking að vísu stráksleg - en hún er hnyttin og alveg svaraverð, gam- alt og gott þjóðlegt líkingamál sem engin ástæða er til að nötra yfir. Það er kominn tími til að ræða við Davíð um pólitík á jafn- réttisgrundvelli og hætta þessu væli um hroka í honum. Hins vegar er full ástæða til að amast við málflutningi mennta- málaráðherra í nýlegum netpistli þar sem hann nefnir í sömu andrá Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur og Pol Pot. Tengir saman þjóðarmorð viðurstyggilegasta einræðisherra aldarinnar og það sem hann segir vera hvarf Kvennalistans úr íslenskum stjórnmálum; segir Ingibjörgu Sólrúnu vera að þurrka út fortíð- ina eins og Pol Pot; skilur eftir þá tilfinningu með lesanda að lagt sé að jöfnu dráp á tveimur milljón- mn manna og pólitískt lánleysi Guðnýjar Guðbjörnsdóttur sem hann hefur „heyrt“ að sé verk Ingibjargar Sólrúnar - sem í sjálfu sér er ómerkilegt slaður. Nú kann vel að vera að pólitísk afdrif Guðnýjar í nýafstöðnu prófkjöri séu menntamála- ráðherra mikið harms- efni - en er það ekki svolítið langt seilst til að túlka þann harm að láta að þvl liggja að borgarstjóri Reykjavík- ur standi fyrir hreinsunum á pólitískum andstæðingum að hætti Pols Pot? íslensk umræða er oft æði ábyrgðarlaus þeg- ar menn á borð við Hitler, Stalín og Pol Pot eru annars veg- ar, enda við verið blessunarlega langt í burtu frá ósköpum aldarinnar. Hvernig væri samt að taka mann- inn nú einu sinni á orðinu og spyrja hreint út: hvað á hann við með því að spyrða saman Ingibjörgu Sólrúnu og Pol Pot? Sér hann eitthvað sammerkt með þessum tveimur leiðtogum? Og sé svo, vildi hann vera svo vænn að upplýsa hvað það er? Sé ekki svo - má ekki vænta þess að hann biðjist afsökunar? Eða telur hann Ingibjörgu Sólrúnu vera efni í miskunnarlausan harðstjóra og morðvarg? Eða er tal hans haldlaust Svipað gaspur henti Valdimar Jóhannesson á dögunum og hann hafði dómgreind til að biðjast af- sökunar á ummælum geip sínum hafði þó þá afsökun að hafa verið í viðtali við sjálfan Ei- rík Jónsson Kaupmannahöfn. Hvers vegna eru þessir menn alltaf að líkja henni Sollu við Pál Pott? Ástæð- an er ein- fóld: þeir Guðmundur Andri Thorsson stendur slíkur stuggur af konu með völd að þeir beinlínis nötra af skelfingu. ****** Björn Bjarnason hefur um margt virst vera vinnusamur og farsæll ráðherra bæði mennta- og menningarmála, störf hans virðast bera vott um einlægan áhuga hans á báðum málaflokkum og vilja til að láta gott af sér leiða, nú síðast í samningum við Microsoft. Ef ekki væri fyrir heimasíðuskrif hans myndi maður jafnvel segja að hann væri sá ráðherra ríkisstjórn- arinnar sem mest hefði komið á óvart. Því að stundum eru netskrif hans býsna kyndug. Þannig muna sumir eftir því þegar hann skrifaði í nokkurs konar Sandkomsstíl um bókaforlagið Mál og menningu að því er virtist einvörðungu til þess að láta í ljós einhverja undarlega óvild í garð þess fyrirtækis sem kann að vera sprottin af gömlum draumum um viðgang Almenna bókafélagsins. Þau skrif virtust bera vott um að hann héldi að hann gæti í einhverjum skilningi hætt að vera ráðherra á kvöldin þegar hann settist við tölvuna. Það var áreiðanlega misskilningur. Og bókaforlagið má búa við að ráð- herra menningarmála hefur opin- berlega farið um það niðrandi orð- um - sem er sambærilegt við það að Halldór Blöndal samgönguráð- herra lýsti yfir andúð sinni' á Vörubílastöðinni Þrótti eða Finn- ur Ingólfsson iðnaðarráðherra hæfi upp illt umtal um sápugerð- ina Frigg. ****** Tjáningarfrelsi sérhvers þegns landsins er vissulega heilagt, og það gildir jafht um ráðherra og aðra. Smám saman virðist það vera að síast inn i valdamenn landsins að sérhver skuli frjáls að því að tjá hug sinn um hvaðeina án þess að eiga á hættu tugthús- vist eða fjársektir. Þetta er ný hugsun hér á landi. Það er ekki lengra síðan en á áttunda áratugn- um að félag áhugamanna um her- setu Bandaríkjamanna á íslandi, Varið land, fékk andstæðinga sína dæmda í háar sektir fyrir orð á borð við „mannvitsbrekkur“. Og ekki löngu síðar var feikilega ófyndið blað sem skartaði sjálfu nafni Spegilsins gert upptækt sök- um þess að þar var gert grín að þá- verandi menntamálaráðherra. Sem auðvitað var úr Flokknum. En þó að sérhver maður eigi að geta sagt það sem honum býr í brjósti hverju sinni um hvaðeina án þess að eiga fjárútlát á hættu, tugthúsvist eða ritskoðun er ekki þar með sagt að menn séu ekki ábyrgir orða sinna. Ekki hvarflar að neinum að banna Birni Bjarna- syni að birta vikulega hugleiðing- ar sínar, hvað þá að láta hann sæta refsingum fyrir að líkja Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur við Pol Pot (Hvi ekki Hitler líka?). En hann verður að una þvi að menn velti fyrir sér út frá orðum hans hversu vel hann sé fallinn til ráð- herradóms. dagur í lífí / Prófkjörsdagur í lífi Rannveigar Guðmundsdóttur alþingismanns: Stemningin á suðupunkti Rannveiga Guðmundsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson. Ég sest niður til að skrifa um eft- irminnilegan prófkjörsdag nýkomin úr heimsókn á fæðingardeild Land- spítalans. Þar leit ég nýfædda sonar- dóttur og tók þátt í gleði foreldranna og tveggja ungra bræðra. Rik ham- ingjukennd vegna þessa yndislega bams fyllir hugann. Ég er meðvituð um að þessa febrúardaga skín mín lukkusól. Prófkjörsdaginn vaknaði ég í fógru veðri. Hugurinn dvaldi við kosningabaráttuna sem nú var senn að baki og jákvæð viðbrögð sem ég hafði fengið á ferðum mínum um kjördæmið og vinnustaðafund- um. Bjartsýni, eftirvænting og raun- sæi togaðist á i huga mér. Við fórum að kjósa strax klukkan 10 því ég átti von á Hana-nú-hópnum i kaffi þegar þau kæmu úr laugardagsgöngunni. Það var líf og fjör á kosningaskrif- stofúnni og vöftlur á boðstólum. Þeg- ar leið á daginn bættust við dýr- indistertur frá hugsunarsömu stuðningsfólki. Spennan eykst Ég settist strax við símann því al- veg fram á síöustu stundu man mað- ur eftir fólki sem vert er að hnippa í. Það kom stöðugur straumur af fólki í heimsókn og eftirvænting lá i loftinu. Ég fékk mér kaffi með nýj- um og nýjum hópum og skaust í símann á milli. Um miðjan daginn fórum við hjónin saman niður á Smáratorg. Helga kosningastjórinn minn og Hulda vinkona mín fóru yf- irleitt með mér á vinnustaði en það var Sverrir sem síðustu dagana var með mér við stórmarkaðina. Nú gáf- um við okkur á tal við Reyknesinga sem fóru um Smáratorgið, afhentum nafnspjöld og minntum á prófkjörið. Það var ótrúlega kalt þó veður væri bjart og fagurt. Þegar við komum úr þessum leiðangri voru pantaðar pitsur fyrir hópinn sem var að vinna og hringja út. Báðir strákam- ir mínir voru í þeim hópi. Spennan jókst stöðugt hjá mannskapnum. Menn skeggræddu um hve þetta prófkjör væri ólíkt prófkjörinu fyrir fjórum árum sem snerist upp í tveggja manna keppni um fyrsta og annað sætið. Nú væri óvissan algjör þar sem 7 af 19 þátttakendum stefndu á fyrsta sætið og margir öfl- ugir einstaklingar háðu harða bar- áttu. Allan dagiim var líka verið að glettast með hvort nýja bamabamið myndi koma í heiminn þennan ör- lagaríka dag. Pabbinn sem hefur búið lengi erlendis og var loksins að taka fullan þátt í kosningabaráttu mömmu sinnar bað þess að sú stutta biði a.m.k. fram á sunnudagsmorg- un. Og honum varð að ósk sinni. Við skrappum heim um níuleytið til að skipta um fot og gera okkur klár fyrir spennandi prófkjörsnótt. Þurfti að sýna „pókerface" Þegar við komum til baka var sal- urinn að fyllast af eftirvæntingar- fúllum stuðningsmönnum sem ætl- uðu að taka á móti fyrstu tölum með mér. Aðeins þeir sem farið hafa í gegnum þetta vita hve spennandi þessar síðustu mínútur era. Þröstur Emilsson, fréttamaður hjá Ríkis- sjónvarpinu, mætti á staðinn til að vera viðstaddur þegar fyrstu tölur kæmu í fréttum klukkan tíu. Þrjár mínútur fyrir tíu fékk ég upplýsing- ar símleiðis um tölur eftir að fjórð- ungur atkvæða var talinn. Staðan var afdráttarlaus mér í vil. Það var erfitt að sýna „pókerface" frammi þar til tölumar glumdu frá útvarp- inu. Stuðningsmennimir gáfu til- finningum sínum lausan tauminn og ég hugsaði um hve það væri mik- ils virði að þessi hópur og fjöldinn sem var að vinna að kjöri minu úti í kjördæminu treysti á mig til for- ystu. Tilfmningaþrungin viðbrögð hjá mér við spumingum Þrastar. Ég mun leggja mig fram um að vera traustsins verð. Nú var ákveðið að fá rútu til að keyra fólkið í Stjömu- heimilið þar sem kosningavakan yrði. í Stjömúheimilinu var stemn- ingin á suðupunkti. Á sviðinu stóðu saman forystumenn J-listans í Garðabæ sem var með þorrablót fyrri part kvöldsins. Þeir sungu af hjartans lyst og fólk í salnum tók undir. Það var troðfúllt. Þama voru frambjóðendur, forystumenn og stuðningsfólk frá flokkunum þrem- ur, sem nú era að renna saman. All- ir voru að faðma hverjir aðra. Þetta var nótt Samfylkingarinnar. Við höfðum boðið okkur ffarn í einum hópi og fólk hafði valið forystusveit. Flestir frambjóðendur vora mættir og þeir sem ekki fógnuöu sigri tóku því afburðavel. Fimm fyrstu sætin virtust ráðin en það var óvissa með neðsta sætið. Þeir voru í sjötta sæt- inu til skiptis Lúðvík, Magnús Jón og Valþór. Ég var sannfærð um að einn af þeim myndi skipa það sæti. Við fórum mn tvöleytið til baka í Kópavoginn og enn átti stuðnings- hópurinn minn nokkurt úthald eftir. Ég fór heim að sofa klukkan fimm og það var ekki fyrr en næsta morg- un að ég uppgötvaði að Jón Gunn- arsson hafði skutlað sér upp í sjötta sætið á lokatölunum. Eftirminnileg- ur prófkjörsdagur liðinn og sigur- strangleg forysta valin á lista Sam- fylkingarinnar i Reykjanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.