Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 Wðtal Hver er besti íþróttamaðurinn fyrr og síðar? Jón Arnar og Gunnar á Hlíðarenda nærri 300 atkvæði af 456 þeirra sem tóku afstöðu. Þeir sem eru hættir íþróttum fengu innan við helming þess at- kvæðamagns. 600 manns voru spurðir spurningarinnar: Hver er besti íþróttamaður íslands fyrr og síðar? í ljós kom að 45,5%, 201 maður, taldi að það væri Jón Arnar Magnússon, tugþraut- armaður frá Sauðárkróki. Af hópnum voru 105 óá- kveðnir og 54 svör- uðu ekki, eða 26,5%. Alls komu fram nöfn 53 íþróttamanna, 47 menn eru yfirleitt út- brunnir um þrí- tugt. Hann keppti með fjórum félög- um. Ásgeir segir að hann hafi gott samband við gömlu félagana sína. Hann fari til dæmis 24. maí til Stuttgart og kveðji Júrgen Klinsmann sem er að hætta. Ætlunin er að gamlir félagar hans í Stuttgart leiki gegn úr- vali leikmanna liða sem Klinsmann lék með. Ásgeir lætur sér nægja Það kemur 1 ljós þegar gerð er skoðanakönnun um mestu íþrótta- menn íslendinga fyrr og síðar að ekki fennir cdveg í spor margra kappa íslandssögunnar. Þúsund ára afrek, sem skjalfest eru í ís- lendingasögunum, fengu nokkur atkvæði í könnuninni. En greini- legt er þó að nýjustu afrek íþrótta- manna sitja efst í vitund manna. Virkir íþróttamenn í dag fengu allt og allt og vildi engu breyta,“ sagði Vilhjálmur í samtali við DV. Ásgeir Sigurvinsson er vel að þriðja sætinu kominn, hann hætti fyrir nokkrum árum í knatt- spyrnu eftir 17 ára feril í atvinnu- mennsku, sem er óvenjulega langur tími, Mesti íþróttamaður íslands fyrr og síðar samkvæmt skoðanakönnun DV, Jón Arnar Magnússon. karla og 6 íþróttakvenna, þar af eru 12 látnir, en um tuttugu munu hættir íþróttaiðkun til viðbótar. Liðlega 20 sem fengu atkvæði eru enn í fuliri þjálfun og keppni. Jón Arnar sá langbesti, menn muna Vilhjalm Jón Amar er mikill iþróttamað- ur og góð fyrirmynd annarra, kát- ur og skemmtilegur strákur og mikil kempa á íþróttavelli, gædd- ur afbragðskeppnisskapi. Afrek hans í tugþraut er eitt hið besta í heiminum og hann er ævinlega meðal þeirra allra bestu í keppni og blandar sér oftast í verðlauna- baráttuna. Jón Amar verður þrí- tugur í sumar og hefur ekki sagt sitt síðasta. Hann er nú staddur erlendis og ekki tókst að ná sam- bandi við hann. Vilhjálmur Einarsson er 64 ára og fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum. Hann var liðlega tvítugur þegar hann fór á Ólympíuleikana í Mel- bourne ásamt Hilmari Þorbjörns- syni heitnum. Vilhjálmur, öllum á óvart, stökk 16,26 metra, bætti sig um hálfan metra og var fyrstur þar til í næstsíðustu umferð þegar Brasilíumaðurinn DaSilva fór fram úr honum og hreppti ólymp- íugull. Vilhjálmi var fagnað eins og þjóðhöfðingja af miklu fjöl- menni á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir jólin 1956. „Maður var hálfdofinn eftir þessa keppni en mjög ánægður með silfrið. Ég sé ekki eftir að taka þátt i íþróttunum þótt ég færi illa út úr þeim fjárhagslega, ég þurfti að fjármagna þetta sjálfur að langmestu leyti. Ég var leigj- andi langt fram eftir ævinni fyrir bragðið, varð að hætta við arki- tektanám í Bandaríkjunum og átti nánast ekkert meðan skólafélag- arnir fjárfestu grimmt í stein- steypu. Á þessum árum var enga styrki að fá, það var bannað að þiggja slíkt. En ég er sáttur við að sparka með Lunch United í há- deginu, og fer einstöku sinnum á DV-æfingar í hádeginu á föstudög- um. „Það er ánægjulegt að einhverj- ir muna enn hvað ég var að gera,“ sagði Ásgeir í gær. Hann segist finna meira að fólk í Þýskalandi muni eftir sér, sem sé eðlilegt því þar var hann lengi og var mjög kunnur og dáður íþróttamaður. Ásgeir rekur fyrirtækið Sjólyst í Reykjavík, selur siglingatæki. Tvö kornung koma i næstu tveim sætum, Vala Flosadóttir í 4. sæti, sem án efa á eftir að ná tind- inum í stangarstökki - að ekki sé talað um hinn unga og galvaska sundmann úr Hafnarfirði, Örn Arnarson, sem gerði garðinn frægan fyrir nokkru og varð Evr- ópumeistari en er þó rétt að byrja. Glæsileg afrek en sorglegt einkalíf í næstu fjórum sætum koma fjórir látnir íþróttamenn. Jón Páll Sigmarsson var frábær kraftlyft- ingamaður, litríkur persónuleiki og sterkasti maður heims. Hann lést langt um aldur fram, aðeins 32 ára gamall. í 7. sæti kemur kempan Gunnar Huseby. Saga hans var köflótt - hún var glæsi- leg og hún var sorgleg. Gunnar var í hópi bestu kúluvarpara heims upp úr 1950. Örfáir stóðu honum framar. Gunnar varð Evr- ópumeistari í tvígang, 1950 í Ósló og 1954 í Brussel. Hann var þjóð- hetja. Tólf manns í könnuninni sögðu hann mesta afreksmann okkar. En veikleiki Gunnars lá í áfeng- inu eins og hann margoft tjáði sig um opinberlega, eftir að hann tók að starfa innan AA-samtakanna. Áfengið var ástæðan fyrir því að hann var ekki með á Ólympíuleik- um 1948 í London, 1952 í Helsinki eða 1956 í Melbourne. Ferill hans varð skrykkjóttur og á tímabili Mestu íþróttamenn íslands: Nafn Atkv. 1. Jón Arnar Magnússon, tugþraut 201 2. Vilhjálmur Einarsson, þrístökk 42 3. Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna 40 4. Vala Flosadóttir, stangarstökk 36 5. Örn Arnarson, sund 25 6. Jón Páll Sigmarsson, lyftingar 19 7. Gunnar Huseby, kúluvarp 12 8. Gunnar á Hlíðarenda Hámundarson 6 9. Albert Guðmundsson, knattspyrna 5 10. Bjarni Friðriksson, júdó 5 11. Einar Vilhjálmsson, spjótkast 5 12. Geir Hallsteinsson, handbolti 4 13. Sigurður Valur Sveinsson, handbolti 4 14. Örn Clausen, tugþraut 4 15. Geir Sveinsson, handbolti 3 16. Jóhannes Jósepss. á Borg, glímumaður 3 17. Kristján Arason, handbolti 3 18. Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttir 3 SÆTI19-29 2 atkvæði fengu eftirtalin: Clausen-bræður (Örn og Haukur), frjálsíþróttamenn, Broddi Kristjánsson, badmintonmaður, Krist- inn Björnsson, skíðamaður, Egill Skallagrímsson, fornmaður, Skúli Óskarsson, lyftingar, Haukur Clausen, spretthlaupari, Val- björn Þorláksson, tugþraut, Kristín Rós, sundkona, Ríkharður Jónsson, knattspyrnumaður, Magnús Ver Magnússon, lyftinga- maður, Grettir Ásmundarson, fornmaður. SÆTI 30-53 1 atkvæði hlutu eftirtalin: Teitur Örlygsson, körfubolti, Einar Karl Hjartarson, hástökk, Hreinn Halldórsson, kúluvarp, Guð- rún Arnardóttir, grindahlaup, Hreinn Hríngsson, knattspyrna, Finnbjörn Þorvaldsson, spretthlaup, Torfi Bryngeirsson, stang- arstökk / langstökk, Skarphéðinn Njálsson, fornmaður og „langstökkvari", Pétur Ormslev, knattspyrna, Guðni Bergsson, knattspyrna, Kristján Finnbogason, knattspyrna, Arnór Guðjohnsen, knattspyrna, Kjartan Ólafsson, fornmaður, Friðrik Ólafsson, skák, Helgi Tómasson, ballettdansari, Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari, Halldór Ingólfsson, handbolti, Jón Kaldal, langhlaupari, Kristín Guðmundsdóttir, Nína Björg, fim- leikar, Alfreð Gíslason, handbolti, Haukur Gunnarsson, sprett- hlaupari, Hörður Sigurgeirsson, Helgi Jónas Guðfinnsson, körfubolti. æfði hann og kastaði kúlu innan girðingar á Litla-Hrauni vegna áfloga sem hann hafði lent í og meiðsla sem maður einn hafði orðið fyrir hans vegna við það tækifæri. í 8. sæti kemur nafni hans, sjálf- ur Gunnar Hámimdarson á Hlíð- arenda í Fljótshlíð, sem fær 6 at- kvæði. Gunnar er samkvæmt Njálssögu mesti kappi landnáms- aldar. Hann er einn fjögurra í skoðanakönnun DV sem á óljósan og ómældan feril. Keppnis- mennska var ekki sú hin sama til forna og nú. Aðrir fornir kappar hlutu líka atkvæði, Egill Skalla- grímsson og Grettir Ásmimdar- son, glímumaður og sundmaður, hlutu 2 atkvæði hvor, Skarphéð- inn Njálsson, stökkvarinn mikli og Kjartan Ólafsson sundmaður, sitt atkvæðið hvor. Albert Guðmundsson var án efa einhver þekktasti íþróttamaður íslands og var nafnfrægur víða um Evrópu frá stríðslokum og fram undir 1960. Hann er í 9.-11. sæti á eftir kappanum á Hliðar- enda með 5 atkvæði. Þórólfur Beck, sem var þekkt nafn á Bret- landseyjum á sjöunda áratugnum, fékk hins vegar ekki atkvæði enda þótt hann væri stórstjarna. Önnur stórstjama frá sama tíma, sund- kappinn Guðmundur Gíslason, er hvergi á blaði og þannig má fleiri telja. Bjarni Friðriksson fær líka 5 at- kvæði. Hann vann til bronsverð- launa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1988, deildi þeim með öðr- mn keppanda. Þeir tveir sem næstir komu eru hættir í íþróttum. En menn muna þá engu að síður. Þetta eru þeir Einar Vilhjálmsson spjótkastari í 9.-11. sæti með 5 stig, hann var í fremstu röð í heiminum, og Geir Hallsteinsson í 12.-14. sæti var sannkallaður galdrakarl handbolt- ans fyrir og eftir 1970. Jafnmörg atkvæði og Geir hlýt- ur Sigurður Valur Sveinsson, skotharðasti handboltamaður allra tíma að margra mati. Er það við hæfi að hann hljóti töluna 13, sem hefur lengi fylgt kappanum, allt frá i Þrótti og til þessa dags í HK. Siggi Sveins er að verða fer- tugur, en skorar allra manna mest af mörkum eigi að síður. Deildu við íþróttaforystuna í 12.-14. sæti er Örn Clausen með 4 atkvæði. Þeir bræður, Haukur og Örn, fá sameiginlega tvö atkvæði til viðbótar og Hauk- ur eitt atkvæði einn og sér. Þeir voru án efa flottustu íþróttamenn íslands, algjörir heimsklassa- menn og prýddu forsíður stórra blaða úti I heim. En sól þeirra skein stutt. Vegna deilna við íþróttahreyfinguna drógu þeir sig í hlé kornungir og einbeittu sér að háskólanámi sínu. Annar varð tannlæknir, hinn lögfræðingur, farsælir menn. í 15.-18. sæti er Geir Sveinsson, hinn öruggi landsliðsfyrirliði í handbolta. Hann hefur inn árabil verið burðarás I landsliðinu. Jafn- mörg atkvæði hlýtur Jóhannes Jósefsson sem byggði Hótel Borg, fyrsta alvöruhótel íslands. Jó- hannes var glímukóngur snemma á öldinni, sýndi íslenska glímu ásamt fleirum á Ólympíuleikun- um 1908 í London en sneri síðan að grísk-rómverskri glímukeppni með góðum árangri. Eignaðist hann þannig mikið fé og kom hingað til lands vel fjáður. Þeir Kristján Arason, hand- boltakappi og atvinnumaður í greininni um árabil, og Sigur- björn Bárðarson hestaíþróttamað- ur eru enn fremur með 3 atkvæði. Þetta er aðallistinn, þeir 18 sem flest atkvæði hlutu í skoðana- könnun DV. Tólf þeirra hafa hætt keppni, sex eru enn að. Sex á list- anum eru úr frjálsum íþróttum, fjórir úr handbolta og tveir úr fót- bolta. Einn forn frægðarmaður er á aðallistanum, en fjórir forn- kappar aðrir fengu atkvæði. Þá fengu atkvæði þrír frjálsíþrótta- menn frá gullöld frjálsíþróttanna upp úr miðri öldinni. Þeir sem hringt var í mundu líka eftir af- reksmönnum fyrr á þessari öld. Þar má nefna Jón Kaldal ljós- myndara, sem var einn besti lang- hlaupari Evrópu snemma á öld- inni. Upp úr miðri öldinni eignaðist hið unga lýðveldi afburðaíþrótta- menn, suma á heimsmælikvarða. Margir sem inntir voru álits mundu eftir þessum köppum, Gunnari Huseby sem varð Evr- ópumeistari tvisvar sinnum, Clausen-bræðrum, Hauki og Erni, sem fengu atkvæði hvor fyrir sig en auk þess tvö atkvæði saman. í þessum hópi eru lika Finnbjörn Þorvaldsson og að maður tali ekki um Torfa Bryngeirsson sem varð Evrópumeistari í langstökki í Brussel og hefði trúlega einnig orðið meistari i sinni sérgrein líka, stangarstökkinu, hefði sú keppni ekki farið fram á sama tíma og langstökkskeppnin. -JBP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.