Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1999, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1999 JjV « fréttir ÍK 'k Á síðasta ári fór rúmlega 50 manna hópur hlaupara frá höfuðborgar- svæðinu til að taka þátt í Mývatns- maraþoni. Hópferð í Mý- vatnsmaraþon Árlegt Mývatnsmaraþon er orðið með vinsælli almenningshlaupum ársins. Fyrir því eru margar ástæð- ur. Aðstæður eru allar mjög góðar og framkvæmd öll hefur frá upphafi verið til fyrirmyndar. Á siðasta ári var skipulögð hópferð rúmlega 50 hlaupara af höfuðborgarsvæðinu og þar sem ljóst er að áhugi fyrir hlaupinu verður ekki minni í ár verður einnig staðið að hópferð í hlaupið á þessu ári. Mývatnsmara- þon fer að þessu sinni fram dagana 25.-26. júní. Það er nýbreytni að Mývatns- maraþon fari fram á tveimur dög- um. Þann fyrri, föstudaginn 25. júni næstkomandi, fer keppni fram i heilu maraþoni og hefst klukkan 22. Keppni í öðrum vegalengdum fer fram daginn eftir, hálfmaraþon hefst klukkan 13, 3 km og 10 km klukkan 14. Mývatnsmaraþon er jafnframt Meistaramót íslands í maraþoni. Að venju er það hinn dugmikli formaður Félags maraþonhlaupara, Pétur Frantzson, sem skipuleggur hópferðina frá höfuðborgarsvæðinu. „Heildarpakkinn á hvem hlaupara verður 12.300 krónur og innifalið í því gjaldi er rútuferð fram og til baka, gisting í 3 nætur, pastaveisla fyrir hlaup, kvöldveisla eftir hlaup og dansleikur því til viðbótar. Lagt verður af stað fimmtudaginn 24. júní og farið til baka sunnudaginn 27. júní,“ sagði Pétur. Pétur Frantzson gefur frekari upplýsingar um ferðina í síma 551 4096 á skrifstofutíma. -ÍS Heimsþekktur langhlaupari til íslands í sumar: Hleypur þvert yfir landið í sumar er væntanlegur hingað til lands einn þekktasti hlaupari heims í almennings- hlaupum. Þessi þekkti hlaup- ari er enska konan Rosie Svale Pope. Hún er aðallega þekkt fyrir að leggja á sig mjög löng hlaup við erfiðar aðstæður víða um heim. Hlaup hennar hafa yfirleitt verið fyrir góðan málstað en hún hefur einnig vakið mikla athygli með skrif- um sínum, fyrirlestrum og þáttagerð um reynslu sína af þessum hlaupum. Fyrir tveimur árum (í apríl- mánuði) hljóp Rosie Svale 219 km vegalengd þvert yfir Sa- hara-eyðimörkina við vægast sagt erfiðar aðstæður þar sem hitinn fór upp fyrir 40 gráður á Celcius. í þeirri ferð aflaði hún fjár til styrktar baráttunni gegn illri meðferð á ösnum í Marokkó. Rosie tókst að safna vel á aðra milljón króna til þessa verðuga málefnis. í ágústmánuði sama ár (1997) hljóp hún 972 km á 29 dögum þvert yfir Rúmeníu. Rosie Svale lætur ekki ald- urinn aftra sér frá afrekunum því hún er er á 53. aldursári. Á síðasta ári tók hún þátt í Comrad-ofurmaraþoninu í Suður-Afríku sem er um 90 km að lengd. Þar lenti hún í hné- meiðslum sem gerðu það að verkum að hún varð að hætta þegar aðeins um 6 km voru eft- ir af hlaupinu. Rosie Svale hef- ur náð sér að fullu af þeim meiðslum og setur nú stefnuna á ísland. Hún hyggst hlaupa þvert yflr landið frá norðri til suðurs, en ferðin á að hefjast norður af Raufarhöfn mánu- daginn 21. júní. Rosie gefur sér Rosie Svaie Pope hefur gaman af því að hlaupa miklar vegalengdir við erfiðar aðstæð- ur. A sumri komanda ætlar hún að hlaupa þvert yfir ísland, frá norðri til suðurs. góðan tima í þessa ferð og áformar að ljúka henni sunnudaginn 22. ágúst, sama dag og Reykjavíkur maraþon fer fram. Leiðarlýsing Frá Raufarhöfn er stefnan tekin eftir strönd Melrakka- sléttu til vesturs, suður með fram Öxarfirði vestur að Skjálfanda, þaðan suður til Mývatns, frá Mývatni suður á bóginn yfir Sprengisand og vestur fyrir Þórisvatn. Frá Þórisvatni verður tekinn sveigur austur fyrir Mýrdals- jökul að Vík í Mýrdal á suður- strönd landsins. Frá Vík er stefnan tekin vestur á bóginn að Hvolsvelli, Hellu og norður til Heklu. Þráðurinn verður aftur tekinn upp við Gullfoss og Geysi suður að þjóðvegi eitt og stefnan tekin þaðan til Reykjavíkur. „Hápunktur ferðarinnar hjá mér verður síðan þátttaka í Reykjavíkur mciraþoni,“ segir Rosie Svale. „Þetta er ævintýri sem hefur tekið hug minn allan, draum- ur sem ég er staðráðin í að láta verða að veruleika - og ég get varla beðið eftir því að byrja,“ segir Rosie. Rosie hefur aldrei áður komið til íslands, en segist vera heilluð af frásögnum af landinu. „ísland er land and- stæðna, umhverfí elds og ísa, eyðimarka og grösugra dala. Náttúran á íslandi getur verið þinn besti vinur eða þinn mesti óvinur og hvergi í heim- inum er að finna aðrar eins aðstæður," segir Rosie Svale. -ÍS Húsbréf Innlausn EM félagsliða í víðavangshlaupum: Kvenna- og karla- liö ÍR náðu húsbréfa góðum árangri Frá og með 15. febrúar 1999 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 33. útdráttur 30. útdráttur 29. útdráttur 27. útdráttur 22. útdráttur 18. útdráttur 15. útdráttur Kvennalið ÍR tók þátt í Evrópu- meistarakeppni félagsliða í víðavangs- hlaupum sem fram fór á Ítalíu sunnu- daginn 7. febrúar síðastliðinn. Sveitina skipuðu Martha og Bryndís Emstsdæt- ur, Anna Jeeves og Fríða Rún Þórðar- dóttir sem nýlega er gengin til liðs við ÍR, en hún var áður félagi í UMFA. Þátttökurétt í þessari keppni eiga landsmeistarar hvers lands. Sveitin náði góðum árangri eða 16. sæti af 22 keppnisliðum. Af einstökum keppendum náði Martha bestum ár- angri, en hún hafnaði í sjöunda sæti á undan mörgum sterkum hlaupakon- um, meðal annars Cörlu Sacramento frá Portúgal, heimsmeistara í 1500 m. Bryndís náði 74. sæti, Fríða Rún 82. sæti og Anna 85. sæti, en alls voru keppendur 102. Sunnudaginn 31. janúar fór karla- keppnin fram í Oeiras í Portúgal. ÍR sem einnig átti þátttökurétt í þeirri keppni, sendi sveit til leiks og hafnaði hún um miðjan hóp. Sveitina skipuðu Sveinn Emstsson, Burkni Helgason, Daníel Smári Guðmundsson, Amaldur Gylfason og Pálmi Guömundsson.-ÍS 3. flokki 1994 - 14. útdráttur Innlausnarverðið er aó finna i Morgunblaðinu laugardaginn 13. febrúar. Fjöldi stjarna segir til um staðal sem viðkomandi hlaup uppfyllir: (Ath. ef hlaup er ekki með stjörnu er ekki um keppnishlaup að ræða.) Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upptýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 [ 108 Reykjavík [ Sími 569 6900 | Fax 569 6800 *** - Mæling á stöðluðum vegalengdum s.s. 5 km, 10 km, hálfmaraþon og maraþon. Æskilegt undirlag malbik. Aðili frá móts- haldara sem er ábyrgur gagnvart mæling- unnl. - Sjúkragæsla á hlaupaleið og við enda- mark. - Marksvæði lokað fyrlr umferð. - Brautarvarsla á hlaupaleið. - Drykkjarstöðvar á hverjum 4-5 km og við endamark. - Tímataka - Aldursflokkaskipting - Verðlaun fyrir alla þátttakendur. - Aukaverðlaun, s.s. útdráttarverölaun. ** - Sjúkragæsla við endamark. - Marksvæði lokað fyrir umferð. - Brautarvarsla á viðsjárverðum stöðum. - Drykkjarstöðvar -Tímataka - Aldursflokkaskipting - Verðlaun fyrir a.m.k. þrjá fyrstu í karla- og kvennafl. og e.t.v.Jleiri þátttakendur. - Sjúkragæsla við endamark. - Brautarvarsla á vlðsjárverðum stöðum. - Drykkjarstöðvar - Tímataka á a.m.k. fimm fyrstu körlum og konum í mark. - Verðlaun fyrir a.m.k. þrjá fyrstu í mark i' karla-og kvennaflokki. Fram undan.. Mars: 27. marsmaraþonn Hefst kl. 10:00 og 11:00 við Ægisíðu, Reykjavik (fyrri tíma- setningin er fyrir þá sem ætla sér að vera yfír 4:15 tíma að hlaupa vegalengdina). Vega- lengd: maraþon með tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verð- launapening. Paraboðhlaup þar sem hvor aðili (verður að vera kona og karl) fyrir sig hleypur hálfmEiraþon. Upplýsingar Pét- ur I. Frantzson í síma 551 4096 og símboða 846 1756. Apríl: 3. Flóahlaup UMF Samhygðar (**) Hefst kl. 14:00 við Félagslund, Gaulverjabæjarhreppi. Vega- lengdir: 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 14 ára og yngri (3 km), konur 39 ára og yngri, 40 ára og eldri (5 km), opinn flokk- ur kvenna (10 km), karlar, 39 ára og yngri, 40-49 ára, 50 ára og eldri (10 km), opinn flokkur karla (5 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar: Markús ívarsson í síma 486 3318. 22. Víðavangshlaup ÍR og Elkó Hefst kl. 13:00 við Ráðhús Reykjavikur. Vegalengd: 5 km með timatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Keppnisflokkar í sveitakeppni eru íþróttafélög, skokkklúbbar og opinn flokkm-. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Verðlaun fyrir 1. sæti í hverjum aldursflokki. Boðið verður upp á kaffihlaðborð eftir hlaup. Skráning i Ráðhúsinu frá kL 11:00. Upplýsingar: Kjart- am Árnason í síma 587 2361 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 22. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar (**) Hefst kl. 13:00 á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Vegalengdir: 1 km, 1,4 km og 2 km með tíma- töku og flokkaskiptingu, bæði kyn: 5 ára og yngri (200 m), 6-7 ára (300 m), 8-9 ára (400 m), 10-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,4 km), 15-18 ára, 19-29 ára, kon- ur, 30 ára og eldri, karlar 30-39 ára, 40 ára og eldri (2 km). Sig- urvegari í hverjum flokki fær farandbikar. Upplýsingar: Sig- urður Haraldsson í síma 565 1114. 22. Víðavangshlaup Vöku D Upplýsingar: Fanney Ólafsdótt- ir i síma 486 3317. 22. Víðavangshlaup Skeiðamanna (*) Upplýsingar: Valgerður Auð- unsdóttir í síma 486 5530. 24. ísfuglshlaup UMFA (**) Hefst við íþróttahúsið að Varmá, Mosfellsbæ. Skráning og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 11:30. Vegalengd- ir: 3 km án tímatöku hefst kl. 13:00 og 8 km með timatöku og sveitakeppni hefst kl. 12:45. Sveitakeppni: Opinn flokkur, 3 eða 5 í hverri sveit. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Útdráttarverðlaun. Upplýs- ingar: Kristin Egilsdóttir í síma 566 7261.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.